Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 24 ftnmm bridge umsjón: Guðmundur Sv. Hermannsson SÓPAÐ ÚT ÚR NOKKRUM HORNUM NÁKVÆMISLAUFSINS ■ í þættinum í dag verður stiklað á stóru, því farið verður yfir opnanir á 2 tíglum, 2 hjörtum og spöðum og 2 gröndum. Opnun á 2 tíglum Einsog minnst hefur verið á áður lofar þessi opnun 11-15 punktum og sýnir stuttan tígul, ýmist með skiptingunni: 4-4-1-4 3-4-1-5 eða 4-4-0-5. Þarna er verið að fara inná svið 2ja laufa opnunar- innar að nokkru leyti. Þessar hendur falla undir opnunina: 1. 2. 3. AD73 KD62 KG82 K943 A103 AK106 4 4 - KD53 KG954 K8654 Veik svör Eina krafa svarhandar er 2 grönd sem biður opnara að lýsa spilunum sínum nánar. Öll önnur svör miða að því að finna mögulegan bútasamning eða, hugsanlega geim. Þannig cru 2 hjörtu, 2 spaðar og 3 lauf allt veik svör sem biðja opnara að passa. Þetta byggist á því að svarhendi veit að stuðningur er fyrir hendi. Svarhendi getur boðið upp á geim með því að segja 3 tígla með góðan tígullit. Opnari getur þá sagt 3 grönd með hámark. Svarhendi getur einnig stokkið í 3 hjörtu eða 3 spaða og boðið opnara uppá geim í þeim lit ef hann er með hámark. Svar á 2 gröndum Þessi sögn biður opnara að lýsa spilun- um sínum en er ekki geimkrafa. Svör opnara eru kerfisbundin gervisvör og listinn lítur þannig út: 2 T - 2 Gr 3 L 4-3-1-5 eða 3-4-1-5 skipting og lágmark. Svarhendi segir 3 tígla til að komast að hvor hálitur opnara cr lengri. Opnari segir 3 hjörtu mcð 3-4-1-5 skiptingu og 3 spaða með 4-3-1-5 skipt- ingu. 3 T 4-4-1-4 skipting og lágmark 3 H 3-4-1-5 skipting og hámark 3 S 4-3-1-5 skipting og hamark 3 Gr 4-4-1-4 skipting og lofar ás eða kóng í tígli 4 L 4-4-1-4 skipting og hámark 4 H 4-4-0-5 skipting og lágmark 4 S 4-4-0-5 skipting og hámark. Þetta virðist e.t.v. flókið en skemað er mjög auðvelt til lærdóms ef það er athugað nánar. Það er mögulegt að stoppa undir geimi ef opnari hefur svarað lágmarki. Sagnirnar : 2T-2Gr-3T-3H, eru ekki krafa í geim og opnari passar nema honum virðist spilin sín vera vel löguð þrátt fyrir lágmarkið. í rauninni er ekki meira um þetta að segja. Opnunin gefur það góðar upplýs- ingar að svarhendi veit nokkurn veginn í hvaða átt skal halda og ekki síst ef hún hefur sagt 2 grönd og fengið nánari lýsingu á hendi opnara. Svarhendi getur reynt við slemmu, ef henni sýnist svo eftir að hafa fengið svar við 2ja granda spurningunni, með því að segja í tígli eða spyrja um ása með 4 gröndum. Opnun á 2 hjörtum og 2 spöðum Þessar opnanir eru veikar, lofa 7-10 punktum og 6-lit í opnunarlitnum. Þetta eru auðvitað hindrunarsagnir en um leið eru þær uppbyggjandi. Það gengur t.d. ekki að opna á 2 hjörtum á allar hendur með 6-lit í hjarta og 7-10 punkta. Liturinn verður að vera þokkalegur og eins er verra að langur litur sé til hliðar. 1. 2. 3. AG7642 G865 A5 G4 AD10943 G109863 63 D3 KG7 G54 3 43 Það væri óvarlegt að opna á 2 hjörtum eða spöðum með þessar hendur. Hendi 1 er að vísu með 7 hápunkta en hún er ansi rytjuleg og því er ráðlegast að passa. Hendi 2 er með góðan hjartalit og 9 punkta þannig að hún fellur undir 2ja hjarta opnun, að öðru leyti en að hún er með 4-íit í spaða til hliðar. Það er óvarlegt að opna á 2 hjörtum eða 2 spöðum með góðan hliðarlit því það gæti orðið erfitt að finna þann lit seinna. Sérstaklega er hæpið að hliðarliturinn sé hinn háliturinn. opnara að lýsa spilunum sínum nánar. Önnur svör eru ýmist geimboð, stopp- sagnir eða hindrunarsagnir. Nýr litur svarhandar er geimboð með sæmilegan lit. 1. 2. A65 ADG653 5 3 ADG10983 K53 54 532 Eftir opnun á 2 hjörtum getur svar- hendi sagt 3 tígla á hendi 1 og 2 spöðum á hendi 2. Ef sögnin kemur vel við opnara getur hann haldið áfram, en passað annars. Það er langt í frá öruggt að 4 hjörtu vinnist en þau eru aldrei marga niður og þó þau standi ekki er nær víst að andstæðingarnir eiga geim í spilinu. Sögnin gerir þeim einnig erfiðara fyrir að finna samninginn. Svarhendi getur einnig stokkið í 3 grönd og opnari er alvarlega áminntur að skipta sér ekki af þeirri sögn. Svar á 2 gröndum Þessi sögn er krafa um a.m.k. 1 sagnhring og biður opnara að lýsa spilun- um sínum nánar. Með lágmarksopnun segir opnari lit- inn sinn aftur á 3 sagnstigi en annars segir hann frá hliðarstyrk. Spilaþraut númer 6. Suður spilar 4 hjörtu ■ í 6. spilaþrautinni spilar suður 4 hjörtu eftir að norður hafði opnað á sterku laufí og austur komið inn á 1 tígli. Vestur spilar út tíguldrottningunni. Hvemig á suður að spila spilið? Hjartaliturinn á hendi 3 er höfuðlaus og því telst þetta ekki vera 2ja hjarta opnun. Það sem eftir stendur er að opnunin þarf að uppfylla viss skilyrði fyrir utan punktafjölda og litarlengd. Svarhendi getur því búist við að opnunarliturinn sé sæmilega góður og að hendin sé frekar jafnskipt. Svör við veikum tveim: Einsog eftir 2ja tfgla opnun er svar á 2 gröndum eina krafan og 2 grönd biðja Hækkun á opnunarlitnum er venju- lega veik og hindrunarkennd. 3. 4. 8654 72 D65 K654 A754 A8765 65 D4 Eftir opnun á 2 spöðum getur svar- hendi hækkað í 3 hjörtu með hendi 3. Sú sögn stelur einu sagnþrepi af andstæð- ingunum og gerir þeim erfiðara fyrir að koma inná sagnir en augljóst er að þeir eiga meirihluta punktanna. Á hendi 4 er rétt að stökkva í 4 hjörtu. 1. 2. 3. ADG763 KG10764 DG 64 A5 KD10874 G5 G65 D653 765 54 3 Hendi 1 er lágmarkshendi og eftir 2 S-2Gr, verður opnari að segja 3 spaða. Hendi 2 myndi flokkast undir sæmi- lega opnun og því er rétt að sýna hliðarstyrkinn með því að segja 3 hjörtu. Hendi 3 er einnig hámarksopnun og því er svarið 3 tíglar. Eftir þessar upplýsingar er svarhendi venjulega vel sett að velja lokasögn, hvort sem er í grandi eða lit. Það skal þó tekið fram að 2 grönd eru ekki krafa í geim. Opnari getur t.d. passað' eftir þessa sagnröð: 2S-2Gr ; 3T-3S. Með þéttan lit (AKD1087 eða eitt- hvað álíka) getur opnari sagt 3 grönd við 2 gröndum. Þetta verður að duga um opnun á 2 hjörtum og 2 spöðum. Opnun á 2 gröndum Þetta er eina opnunina í kerfinu, önnur er 1 lauf, sem sýnir sterk spil. 2 grönd lofa 20-21 punkti og jafnri skipt- ingu, svipað og opnun á 1 grandi. Svör við 2 gröndum eru að mörgu leyti svipuð svörum við 1 grandi nema þau eru öll einu sagnstigi ofar. Þannig eru 3 lauf stayman og biðja opnara að segja frá 4-lit í hálit og frekari þróun sagna er svipuð og eftir 1 grand. 3 tíglar og 3 hjörtu eru yfirfærslur í 3 hjörtu og 3 spaða, og nýr litur svarhand- ar, eftir að opnari hefur yfirfært, er krafa og býður upp á slemmu. Þegar komið er að 3 spöðum breytist erkvið. 3 spaðar er yfirfærsla í 4 lauf og er veik sögn. Svarhendi er þannig annað- hvort með langan lauflit og veik spii eða langan tígullit og veik spil. Með fyrri spilin passar svarhendi 4 lauf en með þau seinni segir svarhendi 4 tígla við 4 laufum og opnari verður að passa þá sögn nema eitthvað sérstakt komi til. 3 grönd svarhandar eru eðlileg 4 iauf og 4 tíglar svarhandar yfir 2 gröndum eru sterkar sagnir, lofa góðum lit og bjóða upp á slemmu. Opnari getur tekið slemmuboðinu með því að segja frá fyrirstöðu. 4 hjörtu og 4 spaðar svarhandar eru eðlilegar sagnir og 4 grönd er áskorun í 6 grönd, svipað og eftir opnun á 1 grandi. Svar við spilaþraut 5 Suður spilaði 6 grönd á þessi spil, eftir að vestur kom út með spaðatíu. Norður H. A72 T. K95 L. 10964 S. AD3 Vestur Austur S. 1097 S. 6542 H. 943 H. G1086 T. D1084 T. 3 L. G82 Suður S. KG8 H. KD5 T. AG762 L. AD L. K753 Það eru 9 slagir öruggir og tígulliturinn er vænlegur til sóknar. Ef heppnin er með er hægt að fá 5 slagi á tígulinn og einhverjir myndu sjálfsagt taka útspilið á spaðaás, taka síðan tígulkóng og spila tígli á gosann í þeirri von að austur eigi drottninguna þriðju. Ef vestur fær á drottninguna í tígli er laufasvíningin enn eftir. En þessi leið gengur ekki ef spilin líta út eins og sést hér að ofan. En það er til örugg leið til að fá a.m.k. 4 slagi á tígulinn, sama hvernig hann skiptist. Hún er að spila tígli á ásinn heima og síðan litlum tígli á níuna í borði. Ef lesendur trúa mér ekki geta þeir raðað spilunum upp aftur en það er sama hvernig þau raðast: vörnin fær aðeins einn tígulslag. Svona öryggisspilamennska er vel þekkt í bridge og á oft við í ýmsum stöðum. En málið er ekki svona einfalt: sagnhafi verður að fínna út hvort hann hefur efni á þessari öryggisspila- mennsku. f spilinu hér að ofan er ekki nóg að fá 4 slagi á tígul ef laufsvíningin gengur ekki. Þessvegna er fyrsta skrefið í þessum 6 gröndum að taka útspilið á spaðaás og spila síðan laufi á drottninguna. Ef hún heldur, einsog í þessu tilfelli, hefur suður efni á öryggisspilamennskunni þannig að hann tekur næst tígulás og spilar tígli á níuna. En ef vestur á laufakónginn verður suður að spila upp á að fá 5 slagi á tígul, með því að spila tígli á kóng og svína síðan tígulgosanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.