Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 15 „Sýndu hestunum gott viðmót og atlæti og þá gera þeir allt fyrir þig í staðinn" — segir Þorgeir Jóns- son, hestakóngur í Gufunesi, sem verður áttræður næstkomandi miðvikudag ■ Þann 7. desember nk. er Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufunesi áttræður. Segja má um Þorgeir að hann hafi öðlast það hlutskipti sem aðeins fáum veitist, en það er að verða þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Þegar á unga aldri varð hann meðal kunnustu íþróttamanna landsins og vann til dæmis tvisvar Islands- glímuna, en síðar gerðist hann afreksmaður í nýjum skilningi með þeim ótrúlega árangri sem hann náði í ræktun góðhesta, sem sumir urðu meðal allra frægustu kappreiðahesta landsins. Nöfnin Fluga, Gnýfari, Hörður og Drottning voru á sinni tíð á allra vörum og enn þann dag í dag er hestakyn hans orðlagt fyrir hæfileika, en Þorgeir hefur nú hestarækt að aðalstarfi og hefur náð einstæðum árangri. Við ákváðum að fara þess á leit við Þorgeir að mega ræða við hann um sitthvað sem á daga hans hef ur drifið og fundum hann að máli uppi í Gufunesi sl. miðvikudag, en þar var þá hjá honum staddur, sonarsonur hans, sem verið hefur honum til aðstoðar við umhirðu hest- anna af og til. Þótt stutt blaðaviðtal geri viðburðaríkri ævi manns sem Þorgeirs Jónssonar í Gufunesi ekki nein fullnægjandi skil, þá byrjuðum við þó viðtali eins og ævisögu og spurðum hann um bernsku og uppruna. „Ég er fæddur í Varmadal á Kjalarnesi þann 7. desember 1903,“ segir Þorgeir. „Foreldrar mínir voru þau Jón Þorláks- son og Salvör Þorkelsdóttir frá Álfsnesi. Það er ein skýrasta og um leið sárasta minning mín frá bernskuárunum þegar ég missti föður minn, en ég var þá á 13. árinu. Faðir minn hafði keypt skútu til niðurrifs ásamt nokkrum Kjalnesingum og það var þegar þeir voru að rífa skútuna að hann forkelaðist svo hastar- lega að það dró hann til bana. Hann var látinn liggja hjá bróður sínum íKnúts- skoti, sem er hér skammt fyrir neðan og þangað var ég látinn fylgja móður minni til hans. Ég man að mér þóttu Gufu- nesmelarnir ansi langir þá. Ég fór svo á hestunum heim, en vel man ég eftir því er ég sá Jónas Bjarnason oddvita Kjal- arneshrepps og móður mína koma upp- eftir. Þá sáum við Nonni bróðir það strax á henni að pabbi var dáinn og við stukkum niður í kjallara og fórum að gráta. Já, þetta var sárt, en móðir mín var afskaplega vel gerð kona. Við vorum fjórir bræðurnir og henni tókst að stjórna heimilinu af sérstökum myndarbrag, hafði allt á litla fingri sínum og sá um að halda öllu í skorðum. Það var sérstakt afrek. Já, við vörum fjörugir og kraftmiklir bræðurnir og fórum snemma að stunda íþróttir. Ég gekk í ungmennafélagið „Aftureldingu“ og byrjaði snemma að taka þátt í kappleikjum, fyrst á Kolla- fjarðareyrum, þar sem við kepptum við ungmennafélagið „Dreng.“ Nei, það var engin sérstök íþróttagrein annari fremur sem við lögðum stund á bræðurnir, maður tók þátt í öllu. En á þessum árum var það þó einn maður öðrum fremur sem hafði áhrif á mig, en hann var Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum, mikið prúðmenni og íþróttamaður. Ég verð þó að segja að erfiðast átti ég með 1 að keppa í hlaupi, því ég var aðeins einn kominn um þetta leyti og ég man að þegar ég heyrði að Jóhannes Jósefsson hefði tekið upp hest, þótti mér hart að ég skyldi ekki hafa gert það líka. En svo bauðst tækifæri all nokkru seinna. Það var hestur hjá mér sem hét Nökkvi frá Hólmi, ákaflega stilltur og þægur. Hest- inn átti að selja Hólabúinu og þeir voru þarna komnir stjórn Búnaðarfélagsins og Gunnar Bjarnason. Ætlaði Gunnar að fara að stíga á bak hestinum, sem var stór og stæðilegur, þegar ég hljóp undir hann og tók hann upp. Þetta er staðfest í ættbókinni hans Gunnars. Nei, ég var ekkert farinn að eiga við hestamennsku um þetta leyti, það kom síðar, þegar ég fór að búa með bræðrum mínum í Varmadal . Það var nokkru eftir að ég kom af skólanum í Ollerup, ætli ég hafi þá ekki verið um 25 ára aldur. Þeir voru þá allir í hestum og útreiðum og ég var auðvitað fljótur að fá áhugann líka. Ég hafði þá um skeið verið til heimilis að Sunnuhvoli í Reykja- vík hjá Pétri Hjaltested. Fluga „Þegar ég hóf búskapinn með þeim bræðrum mínum kunni ég auðvitað ekkert með hesta að fara. Þá var í Varmadal hryssa, sem hét Fluga, ættuð frá Skúfslæk í Flóa. Ágúst bróðir minn hafði keypt hana þaðan. Ég minnist þess að í fyrsta sinn þegar ég var á henni á kappreiðum, - það voru aðrar kappreiðarnar sem ég tók þátt í, - þá var svo mikið loft í henni að hún hljóp upp á stökk áður en ég vissi af og var það af tómri vankunnáttu hjá mér, því ég hefði átt að halda við hana. Hún var svo fim af stað. Þú sérð teikningu af henni hún hljóp á 24.2 sekúndum. Hún var í kappreiðum til 22ja ára aldurs og var í folaldseignum til 28 ára aldurs. Loks sló sonur hennar Randver metið hennar, þegar hann hljóp þetta á 23.7 sekúndum og kom það í hlut Glettu að hnekkja því á 22.6 sekúndum. Það met stóð í 28 ár, eða þar til Óðinn sló það, sem ég segi frá síðar. Gufuneskappreiðarnar Fyrstu kappreiðarnar sem ég tók þátt í voru auðvitað kappreiðar Fáks, en eftir að ég kom í Gufunes, 1938, þá þótti mér engin framtíð í því lengur. Því sprengdi ég þetta allt saman og stofnaði sjálfur til kappreiða héma á Gufunestanganum. Það var árið 1947. Þarna hafði ég lengri hlaup en áður hafði tíðkast, 400 og 800 metra hlaup og þessar kappreiðar voru við lýði í fjögur eða fimm ár, eða allt þar til er ég lánaði völlinn til „Harðar," hestamannafélags- ins á Kjalarnesi. Þessi löngu hlaup hjá mér mæltust nú misjafnlega fyrir í byrjun og margir sögðu að þetta væri ekkert vit, en þessar vegalengdir hafa nú samt haldist, jafnvel verið keppt í 1200 metrum og þaðan af lengri hlaupum. Ég hét iíka talsvert myndar- legri verðlaunum á mínum kappreiðum en áður hafði þekkst, fyrstu verðlaun í skeiði voru 5000 krónur, þar sem mest hafði þekkst 500 krónur hjá Fák. Þetta voru miklir peningar þá.“. Drottning og Gjósta „Já, ég hef átt marga góða hesta. Ætli ég nefni ekki fyrst Drottningu og Gjóstu, sem ég keypti báðár af kunningja mínum fyrir austan, Halldóri í Skaftholti. Þetta „Er menn ríða í ergi og gríð og etja hcstum snjöllum. Þá mun „Drottning" Þorgeirs fríð, þjóta fram úr öllum." Afkvæmi hennar voru mörg góð, t.d. hann Logi, hans Nonna bróður, bæði rokfljótur og mikill skeiðhestur. En fyrst ég er á annað borð farinn að fara með kveðskap, læt ég fljóta með erindi sem hann Einar E. Sæmundsen orti um mig: „Geir úr Varmadal vaskan telja skal Viðeyjar fyrrum jarl. Við hesta hugdjarfur, hraustur snarráður, það er nú kræfur karl. Ekki aðlaður, ekki titlaður þótt afrekin megi sjá. Fóstraði Drottningu, fullri lotningu Fjandi eru launin smá. Hann var eitt sinn glímukóngur, kunni á brögðum skil, og kappana alla hann lagði um æFdangt árabil. En á þessu varð þó endir. Annar að lokum kom nýr. Eftir það bara hann glímir við hesta og mjólkurkýr." Eins og þarna kemur fram þá var ég í Viðey um þetta Ieyti. Það var sumarið 1937, en«g heyjaði þá í eynni. Það var mikið rigningasumar og kom aðeins einn góður dagur með þerri. Þá kom mér til bjargar Kristján Gestsson með hóp af KR-ingum og við náðum saman miklu og sjötíu á hæð. Mér er minnisstætt að oftast varð ég síðastur í 1500 metra hlaupinu. Þó var ég oft drjúgur í fimmtarþraut og einu sinni er þeir skoruðu á mig að mæta á móti í Reykjavík, þeir Garðar Gíslason og Helgi Eiríksson, hástökkvari, tókst mér að stökkva 1.70, en metið, sem Helgi átti, var þá 1.75. Á þessum árum kom hingað norskur þjálfari sem starfaði ákaflega mikið með okkur og hann veitti mér strax athygli, en ég kastaði þá á æfingum 42 metra í ■ kringlunni. Ætlunin var að ég tæki þátt í móti á 17. júní og fengi þetta staðfest met, en þá mátti ég gjöra svo vel að fara heim í heyskapinn." Það leynir sér ekki að Þorgeir hefur ekkert ofsagt af íþróttaafrekum sínum á þessum árum, því hér má sjá bikar sem hann hefur unnið til eignar fyrir fimm- tarþraut í ÍSÍ-mótinu 1924 og fagran bikar sem hann hefur unnið til eignar á íþróttamótum á frídegi verslunarmanna 1925-1927. Á lýðskóla í Ollerup „Líklega hefur það verið árið 1926 sem ég fór til Norðurlanda með glímu- flokki undir stjórn Jóns Þorsteinssonar og sýndum við glímu bæði í Noregi og Danmörku. Sigurður Greipsson var með í þessum flokki og vorum við yfirleitt „bændur“ í glímunni. Þegar við sýndum á Fjóni þótti Nils Buch, sem þar var skólastjóri lýðskólans í Ollerup, svo gaman að sjá okkur Sigurð glíma, að hann bauð mér á skólann og þar var ég svo í eitt ár. Þarna lærði ég margt og ekki síst tók ég framförum í leikfimi, því þar stóðu Danirnir okkur svo miklu framar. Eftir að heim kom stundaði ég svo íþróttakennslu um hríð á vegum ÍSÍ og fór þá víða um land. Já, ég var ákaflega stælturogvelámig ■ Hestamir era líf og yndi Þorgeirs og hér er hann kominn út í hesthúsið sitt stóra að heilsa vinum sínum. Góðhestaræktin hefur skilað afbragðs árangrí nú hin síðustu árin. (Tímamynd) hér inni eftir Birnu Nordal. Þetta var eitthvert það fallegasta hross sem ég hef séð, rauðslgótt. Fluga var mikill skeiðhestur og 18 vetra jafnaði hún metið í skeiði, þegar voru einstök hross og Drottning þó hreint,einstaklega falleg. Um hana hefur verið gerð vísa sem ég held að ég fari með fyrir þig: heyi, en lélegt var það þó og hrakið. Árið eftir flutti ég svo í Guéunes. Drottning var eiginlega mitt fyrsta góðhross eða þær systur, hún og Gjósta. Gjósta setti snemma met sem Drottning sló svo skömmu síðar. Drottning var einstök, svo afskaplega falleg og fríð, ekki síst þá tvo mánuði af árinu sem hún var spengilegust. Hún hljóp líka svo einstaklega fallega og það gerði Hörður líka, næsti stórhlaupahesturinn sem ég eignaðist. Hörður og Blakkur Hörður var geysimikill hlaupahestur og hljóp fallega, en hann var bilaður þegar ég fékk hann, hafði fengið helti. En ég fór afskaplega varlega með hann og hann náði sér ákaflega vel hjá mér. Já, hann gerði það gott á kappreiðum og eftir honum er hestamannafélagið „Hörðuri' nefnt.“ Ég eignaðist líka afskaplegan hlaupa- hest, sem ég fékk frá prestinum sem þá var í Hruna. Þessi hestur hét Blakkur og hljóp reyndar ekki af neinni list, en afskaplega mikill hlaupahestur var hann og krafthestur. Þessi hestur festist einu sinni í vír og var alveg ógurlega hræddur upp frá því, svo ég held að hann hafi aldrei notið alls sem í honum bjó fyrir vikið. 1 En ég held að varla sé hægt að hugsa sér að nokkur hestur hafi hlaupið eins og Drottning gerði, þegar hún var upp á sitt besta, 5-6 vetra.“ Gnýfari „Já, svo var það Gnýfari, sem var meðal minna allra bestu stórhlaupahesta og það var hann sem sigraði á fyrsta Landsmóti hestamanna, sem haldið var á Þingvöllum arið 1950. Þá tók ég fyrstu verðlaun á þá Gnýfara og Nasa báða. Það var ekki svo slakt! Gnýfari sigraði svo aftur á landsmót- inu á Þveráreyrum árið 1954. Ég komst ekki sjálfur þangað, því miður. Gnýfari fór að vísu heldur illa af stað, en fyrstur varð hann samt. Jú, rétt er það. Ég er elsti maður sem tekið hefur 1. verðlaun í kappreiðum á Landsmóti hestamanna, en það var árið 1970 á Þingvöllum. Þá var ég orðinn 67 ára gamall. Óðinn , Kolbakur „Já, góðhestaræktunin hefur komið afskaplega vel út hjá mér. Það eru nú ein 15 ár frá því er ég byrjaði á þessu af lífi og sál, ef svo má segja. Ég er nú búinn að ná í allt mitt kyn, það sem ég hef selt út á land. Það er fyrst og fremst góðhest- urinn sem ég hef reynt að ná fram, tölt, og skeið. Þetta verða að vera hross sem eru fyrir almenning, því það þýðir ekkert1 að vera með hrekkjótt og því um líkt. 1 En góðhross er alltaf hægt að selja. Það eru 40 til 50 hross sem ég er með núna, en er þó alltaf að selja úr þessu, því enginn lifir á ellilaununum. Já, þessir eiginleikar voru þegar fyrir í Gufunes- kyninu, því faðir minn var mikill hesta- maður og átti góða hesta. Þessir bestu eiginleikar eru allir að koma fram í kyninu núna. Það er víst óhætt að hreykja sér af því að ég hef selt nokkra hesta til Norður- landanna. Þessir hestar hafa verið af svonefndu Óðinskyni, en um Óðin hef ég áður getið. Hann er faðir Kolbaks, sem er notaður sem stóðhestur og hefur hlotið fyrstu verðlaun sem slíkur. Það var á Hellu 1972, en þá var hann fjögurra vetra. Báðir voru þeir Óðinn og Kolbak- ur geysimiklir skeiðhestar og þeir voru eitt sinn látnir hlaupa saman á Vind- heimamelum. Það var árið 1974. Að vísu kom Óðinn langfyrstur í mark, þótt Kolbakur gripi vel niður, en hann hljóp hins vegar upp í þessu hlaupi. ■ Hestakóngur og tvívegis glímukóngur íslands, Þorgeir Jónsson í Gufunesi. Hann heldur hér við einn mesta góðhest landsins, skeiðhestinn Þór. Hann gaf fyrir hestinn tíu tryppi, sem þótti með fádæmum. (Tímamynd Árai Sæberg.) Sjá næslu síðu $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.