Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 19
■ Festa í Þúfuverskvísl. ■ Ónýti báturinn í Tungnaá. JR UM SPREN GIS AND Þetta voru 1608 krónur. Tvö systkinin, Theódór og Ragnheiður, greiða hina um- sömdu upphæð og þar til viðbótar 500 krónur sem þau segja að vera eigi þóknun fyrir óvenjulegan dugnað og örugga farar- stjórn. Brotinn ventilgormur Haustið 1948, síðast í nóvember er haldið fiskvinnslunámskeið hér í Reykja- vík. Þetta námskeið sóttu meðal annarra menn frá Hólmavík í Steingrímsfirði. Dala-Brandur var beðinn að fara með þá heim að loknu námskeiðinu en hann hafði ekki tiltækan bíl með drifi á öllum hjólum og býður mér því að fara þessa ferð í sinn stað. Ég hafði verið með Ólínu mína á verkstæði skömmu áður. Þar hafði verið tekinn vatnslásinn úr kælingunni en gleymst að segja mér frá því. Uppi í Hvalfirði brotnar ventilgormur. Sú bilun stafar oftast af því að bílar mishitna. Þá myndast vatnsdropar í ventilhúsinu. Ég hafði með mér ventlatöng, ventilgorm og annað sem með þurfti en ók þó áfram upp að Fornahvammi. Þar fengu farþegar mínir mat og ég lagfærði bílinn á meðan, að þessu varð þó lítilsháttar töf. Vegurinn norður var víðast aðeins ruddar slóðir. ísskarir voru á ánum í Bitrufirði og svell- bunkar hjá Þambárvöllum. Um miðnætti komum við til Hólmavík- ur. Ég hafði tekið með mér kunningja minn, Aksel Piihl mælingamann. Hann vinnur nú hjá Rafmagnsveitum ríkisins og hefur mælt fyrir mörgum raflínum. Við fengum þarna gistingu hjá góðu fólki og áttum notalega nótt. Læknir á Hólmavík var þá Sigurður Ólason frá Akureyri. Kona hans er Herdís Steingrímsdóttir læknis Matthíassonar. Við Sigurður vorum góðkunningjar frá því ég átti heima fyrir norðan. Um morguninn fór ég heim til læknishjónanna og var þar vel tekið. Sigurður vildi að ég yrði um kyrrt á Hólmavík þann dag. „Þér liggur ekkert á Palli,“ sagði hann. Þrátt fyrir að ég naut þess að hitta læknis- hjónin vildi ég þó ekki fresta heimferðinni en lagði af stað suður að liðnu hádegi. Þegar við komum á Holtavörðuheiði var byrjað að snjóa. Við komumst þó til Reykjavíkur án þess að ófærð tefði för okkar. Eftir þetta skipti svo um veður, að ekki varð farið á bíl norður til Hólmavíkur fyrr en í júní á næsta ári. Veturinn 1948-1949 mun vera einn með þeim allra snjóþyngstu sem koma. í desember féll njóflóð á bæinn Goðdal í Bjarnarfirði með þeim afleiðingum að fimm manns fórust, en bóndinn, Jóhann Kristmundsson, bjargaðist mikið kalinn og lá lengi milli heims og helju áður en hann fékk aftur fótavist og þá fatlaður. Ég hrósaði happi yfir að hafa haldið minni ferðaáætlun, þrátt fyrir þá freistingu sem það óneitanlega var að eiga dagstund með læknishjónunum. ■ „Afram skröltir hann þó,“ nefn- ist bók um lifsævintýri Páis Arason- ar fjallabíistjóra, sem nú er nýlega komin út hjá bókaútgáfu Arnar og Örlygs. Þorsteinn Matthíasson skráði. í bókinni rekur Páll ferða- minningar sínar, en hann var meðal brautryðjenda i óbyggðaferðum hérlendis og fór fyrstur manna um Sprengisand og Ódáðahraun, svo dæmi séu nefnd. Við fengum leyfi til þess að birta stuttan kafla úr bók- inni, sem. m.a. greinir frá fyrstu ferðinni yfir Sprengisand og fylgja með fáeinar af myndunum úr bók- inni, en varla hefur önnur íslensk ævifrásögn verið ríkulegar mynd- skreytt en þessi bók, því myndir eru yfir 200 talsins. Kemur það fyrst og fremst af þvi að Páll Arason hefur átt viðburðaríka og litríka ævi, þar sem rik ástæða hefur verið til að hafa myndavélina með í för, en margar myndanna hinar mestu gersemar. Við áttum stutt spjall við Pál f tilefni af útkomu bókarinnar. Páll er fæddur og uppalinn á Akureyri til 17 ára aldurs og voru foreldrar hans Ari Guðmundsson, bankaritari og Dýr- leif Pálsdóttir frá Möðrufelli. Að honum standa sterkir stofnar, því hann er af Þúfnavallaætt, Krossaætt og Kjarnaætt. Var Jónas skáld Hallgrímsson bróðir ianga-langömmu hans, Rannveigar á Steinsstöðum og meðal merkra meiða af Krossættinni má nefna Jóhann Sigur- jónsson og Sigurð Þórarinsson. Einnig Kristján Eldjárn, fyrrum forseta íslands. Við spyrjum Pál um það helsta sem á daga hans dreif, eftir að suður kom: „Nú, fyrst fór ég að vinna hjá Garðari heitnum Þorsteinssyni og var í Korpúlfs- staðamjólkinni, breiddi fisk og fleira. En svo tók ég bílpróf, fór um hríð til Akureyrar, og byrjaði svo hjá Steindóri 1935. Ég tel að hann hafi verið besti húsbóndi sem ég hef unnið hjá. þótt hann ræki mig eftir eitt ár og einn mánuð. Þá fór ég til sjós, var á síldveið- um um hríð, en byrjaði svo að aifa á Litlu bílastöðinni, þegar ég kom til baka. Þar var ég í eitt ár, en fór svo til Steindórs að nýju. Þegar Garðar Þor- steinsson keypti svo Gamla bíó, þá lærði ég að sýna kvikmyndir. En það gaf lítið í aðra hönd, svo ég keypti mér vörubtl og fólksbíl og vann eins og þræll að sjálfsögðu, til þess að borga þetta niður. Það var á þessum vörubíl, sem ég fór síðar yfir Sprengisand. Það var árið 1935 sem ég byrjaði svo að selja sætaferðir um óbyggðir landsins, en það var nýjung þá, þótt Guðmundur Jónasson hefði áður farið ferðir með sérstaka hópa. Ég var í þessu frá 1945-1966. Jú, þaðerrétt. Égvarmeðþeim fyrstu sem skipulögðu ferðir útfyrir landstein- ana. Hcklan hafði að vísu farið áður með fólk til Spánar, en ég byrjaði á að auglýsa ferðir á bílum, fór með bílana og fólkið til Englands og þaðan til Frakk- lands og var ekið alla leið til Napolí. Heim var farið um Kaupmannahöfn. Við gistum í tjöldum og höfðum mcð okkur saltfisk og niðursoðinn mat, til þess að gera þetta scm ódýrast, en ferðin kostaði sem svarði mánaðarlaunum skrifstofumanns þá 6500 krónur. Síðar fór ég að fljúga utan og taka mér bíla á lcigu á ítaliu. Þú spyrð um Sprengisandsferðina. Þeir Sigurður frá Laug og Einar Magnús- son höfðu að vísu farið að sunnan yfir Sprengisand 1933, en ég fór suðuryfir og norður aftur árið 1948. Ég fór nteð farþegana að Tungnaá og fór nýja norður aftur. Þetta voru auðvitað oft erfiðar fcrðir sem ég fór um öræfin, en ég lenti aldrei í hrakningi og tel mér það til gildis að ég hef alltaf getað gert sjálfur við hvað sem úrskeiðis fór á fjöllum uppi, hvort sem var að skipta um stimpla eða annað. Einu sinni má þó segja að Jón heitinn í Möðrudal hafi bjargað lífi mínu. Ég var á ferð með sölumann frá Ásbirni Ólafssyni á lcið til Austfjarða og kom við hjá Jóni. Vegna þess að ekki var um annað að ræða en sitja lengi dags og þiggja góðgerðir, fórum við seinna af stað en til stóð. Á vestari fjallgarðinum brast á ofsavcður og við vorum ekki komnir lengra en það að við náðum til Möðrudals aftur, áður en allt tepptist, en leiðin var svo teppt til vors. Þetta var í október 1950 um sama leyti og veriö var að leita að Geysi á Vatnajökli. Já, þar munaði mjóu. Já, það fór ekki hjá því að maður kynntist landinu. Að vísu var ég búinn að fara ríðandi yfir Sprengisand og ganga tvisvar yfir Ódáðahraun, áður en ég fór sjálfur að skipuleggja ferðir. Ég hafði líka gengið frá Hveravöllum að Geysi og gengið gríðarmikið um allan skagann á milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar, gengið á Snæfell og fleiri fjöll. Ég hef alltaf viljað vera í sem nánastri snertingu við landið og náttúruna og í sumarfríum mínum hef ég helst kosið að vera norður í Hörgárdal við land- græðslu, ef ég er ekki erlendis. Ég hef ferðast mikið erlendis og þótt ég hafi víða komið hef ég óvíða unað mér betur en í Eystri-byggð á Grænlandi. Þar cru margar indælar ferðaslóðir, sem ég held að íslendingar ættu að gefa gaum. -AM Páll Arason. „Ég lenti aldrei í hrakningi” — segir fjallagarpurinn Páll Arason, sem skipulagði obyggðaferðir um 20 ára skeið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.