Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 27
SUNNUTJAGUK 4. DESEMBER 1983 27 réttindaatriðum sé kippt í lag. Þó er það þegjandi viðurkennt að krafist er þeirrar tryggingar fyrir frekari lánveitingum að hætt verði að krefjast lágmarkseyðslu af ferðamönnum sem til Austur-Þýska- lands kóma. Hvenær og hvernig hyggist þér koma til móts við þessar væntingar Bonn-stjórnarinnar?“ Honecker: „Sem veraldarvönum manni mun yður kunnugt um það að alþjóðleg verslunarviðskipti geta ekki farið fram án milligöngu banka. Þeim er í lófa lagið að greiða fyrir milliríkjavið- skiptum eða hafa letjandi áhrif á þau. Hvað varðar viðskipti banka þess sem fer með utanríkisverslun Austur-Þýska- lands og bankasamsteypu Vestur-Þýska- lands í Luxemburg, þá byggjast þau á viðskiptasamkomulagi, þar sem Austur- Þýskaland lagði fram fullkomnar trygg- ingar. Þetta hafði efalaust mjög jákvæð áhrif á samskiptin milli landanna. Að draga einhverjar ályktanir af þessu sem koma viðskipta og efnahagssamskiptum ríkjanna ekkert við er alveg út í bláinn. Austur-Þjóðverjar eru ekki, hafa ekki og munu ekki, verða tilbúnir til þess að láta tengja einhverjar pólitískar kröfur við utanríkisviðskipti sín. Við viljum skapa grundvöll fyrir verslunar og lána- starfsemi milli ríkjanna á breiðum grundvelli undir því kjörorði að báðir telji sig hagnast af.“ Blm.: Eitt grundvallaratriði í stefnu yðar er það að hafa sem nánust tengsl efnahagsstefnunnar og félagsmálastefn- unnar: Leiga skal ekki hækka, fargjöld skulu standa í stað og verð á helstu matvörum skal greiða niður. Hve lengi geta Austur-Þjóðverjar í Ijósi breyttra efnahagsforsenda varið svo miklu af þjóðartekjunum í niðurgreiðslur? Hvað álítið þér um „efnahagsundur" Ungverja í framhaldi af þessum vangaveltum? Honecker: „Ég get sagt yður að þrátt hinum og þessum varningi um 4.5%. Á sama tíma lækkaði hráefniskostnaðurinn um 8%. Ég skil að þér spyrjið hve lengi Austur-Þýskaland muni geta eytt svo miklu til samneyslunnar. Enn er það svo hér að brauðsnúðurinn kostar fimm pfenninga, kílóvattstund af rafmagni til heimilisnota átta pfenninga og kubik- meterinn af gasi til eldunar 16 pfenninga. Fermetri húsnæðis með upphitun er leigður á aðeins eitt mark. Þetta er afrek á sviði félagsmála, sem iðni borgaranna hefur gert mögulegt að framkvæma. Þess vegna óttumst við ekki að bera okkur saman við aðra. Um tækifæri ungs fólks til starfsmenntunar og fleira hef ég ekki rætt hér. Hvað varðar spurninguna um „efnahagsundrið" í Ungverjalandi, þá fæ ég ekki skilið hvað þér eigið við. Ungverjaland er bróðurland okkar í baráttunni fyrir sósíalismanum og er á sömu leið efnahagslega og við, - kjörin fara eftir því sem efnahagsástæðurnar frantast leyfa. Þér sjáið að við erum á sömu leið.“ Blm.: „Þótt ríkið og flokkurinn segist styðja friðarhreyfinguna hér í landi, þá eru hér til sjálfstæðir hópar sem berjast gegn vopnabúnaði bæði í austri og vestri. Hví leyfið þér að aðgerðir þessara hópa séu truflaðar af lögreglunni og meðlimirnir gjarna dregnir fyrir lög og dóm?“ Honcckcr: „Hvorki ríkið né flokkur- inn hér læst vera fulltrúi friðarhreyfing- arinnar í Austur-Þýskalandi. Hinir og þessir hópar hafa tckið það að sér hér. Þá á ég við Friðarráðið, nefndina sem fjallar um öryggi Evrópu og þjóðarráð Þjóðfylkingarinnar. Hjá okkur eins og á Vesturlöndum er friðarhreyfingin byggð upp af fruntkvæði almennra borgara. Hún miðar að því að afstýra hættunni af að yfir dynji helvíti kjarnorkustyrjaldar, eyðingu þeirra og bann við notkun geislavopna. Þá stæði ekki á okkur að gera samkomulag um að vopnum verði ekki komið fyrir úti í geimnum og að öryggi þeirra ríkja sem ekki hafa yfir kjarnavopnum að ráða verði tryggt. Aftur á móti erum við ekki í þeim hópi sem skellir skollaeyrum við kröfum friðarhreyfingarinnar. Þýska verkalýðs- hreyfingin gerði kröfur hennar að sínum þegar á dögum Weimar-lýðveldisins. Þannig er mesta friðarsinna þýskrar sögu, Carl von Ossietzky, gert hærra undir höfði í Austur-Þýskalandi en í Vestur-Þýskalandi. Hér eru götur og verksmiðjur nefndar eftir honum.“ Blm.: „í stefnu yðar felst að þér vísið á bug öllum hugmyndum um endursam- einingu þjóðarinnar. Þér segið að í Austur-Þýskalandi sé að rísa upp sjálfstæð, sósíalísk, þýsk þjóð. Samt er haldið fast við hugtakið „Þjóðverjar". Getið þér fallist á að um sé að ræða þýskan þjóðararf, sem leggur báðum þýsku ríkjunum skyldur á herðar?" Honecker: „Eigi að verða um póli- tíska þróun að ræða, sem á það nafn skilið að horfast í augu við það að eftir þá styrjöld sem Hitler hleypti af stað og eftir að Vesturveldin gerðu Vestur- Þýskaland að sérstöku ríki, er um að ræða tvö þýsk ríki með mismunandi stjórnskipulagi. Þér getið nefnt það hið kapitalíska Þýskaland og hið sósíalíska Þýskaland. Það liggur í augum uppi að enginn er þess umkominn að sameina þau. Sósíalisminn og kapitalisminn geta ekki sameinast. Að sjálfsögðu þýðir þetta ekki að Austur-Þýskaland, eins og oft er sagt í vestrænum blöðum, hyggist þar með segja skilið við sögu þýsku þjóðarinnar. í stefnuskrá flokks okkar má sjá að svo er ekki. Sameiginlega skyldu beggja þýsku ríkjanna tel ég hins „Það er betri kostur að semja en að vígbúast” Kafli úr viðtali aðalritstjóra þýska vikuritsins „Stern” við leiðtoga Austur-Þjóðverja Erich Honecker að hann hygðist halda sér við þá stefnu í Þýskalandsmálum sem stjórn demó- krata og frjálslyndra hafði markað. Um- talsverð andstaða við þessa ákvörðun hefur ekki komið fram í Vestur-Þýska- landi. Þrátt fvrir það hefur liðið ár án þess að þýsku ríkin hafi notað tímann til að ná árangursríkum samningunt. Hvers vegna hefur ekki meira komið út úr gagnkvæmum yfirlýsingum um „góðan vilja?“ Honecker: „Eins og þér hljótið að muna þá fögnuðum við þeirri yfirlýsingu að nýja stjórnin mun vilja halda góðum tengslum austur á bóginn. Síðar kom þó til ýmissa árekstra, en það þurfti engan að undra. En um leið hefur margt skýrst. Við vorum frá byrjun þeirra skoðunar að vernda skyldi það sem náðst hafði með tilstyrk samstarfssáttmála okkar og það hefur tekist, enda er sá sáttmáli einn hinn mikilvægasti sem er í gildi milli þjóða Evrópu. já, segja má að tími hafi farið til spillis hér og þar. En á síðustu mánuðum hefur okkur þó skilað betur áfram en margan hefði órað fyrir. Það er áfram rætt saman um afvopnunarmál og á sviði umhverf- isverndar hefur ýmsu góðu verið komið til leiðar. Þá er sitthvað í bígerð. Við- ræður um menningarsamskipti á að taka upp að nýju. Það er ekki lítið skref á tíma þegar Bandaríkin espa til árekstra í stað samvinnu. Bandaríkin ganga á gerða samninga og eitra andrúmsloftið á alþjóðavettvangi með krossför sinni gegn ríkjum sósíalismans. Um góðan vilja okkar til þess að ná áþreifanlegum árangri þarf enginn að efast. En eftir sem áður verður ekki fram hjá því litið að ýmis vandamál eru enn óleyst. Ég á hér við landamærin við Elbu, svo dæmi séu nefnd, viðurkenningu á ríkisborg- ararétti Austur-Þjóðvcrja og fleiri." Blm.: „Bonn-stjórnin hefur til þessa forðast að nefna opinberlega að lánveit- ingar til A-Þýskalands kunni að vera háðar skilyrðum um að ýmsum mann- fyrir ýmsar breyttar efnahagsforsendur, þá hyggst SED (sósíaliski einingarflokk- urinn) halda fast við þá efnahags- og félagsmálastefnu sem hann til þessa hefur fylgt. Meginatriði hennar er það að láta framleiðsluna og launin haldast í hendur. Þannig er framleiðsluaukningin forsenda þeirra kjara sem þegar hefur verið náð og forsenda þess að þau fari batnandi í efnahagslegu og menningar- legu tilliti. Að sjálfsögðu eru tengsl á milli þjóð- arteknanna og hvernig þeim er varið og þess sem hægt er að framkvæma á sviði húsnæðismála, verðs á matvælum og ýmissar neysluvöru, almannauppfræðslu og í heilbrigðismálum. En við ætlum okkur fyrir tilverknað stórátaks í efna- hagsmálum að skapa grundvöll fyrir góðum lífskjörum í Austur-Þýskalandi. Þér vitið sjálfsagt að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning hagvaxtar. Til dæmis jukust þjóðartekjurnar um 4% á fvrri hluta ársins 1983 og framleiðslan á berst fyrir banni við tilraunum með kjarnavopn. Okkur finnst skrýtið að í vestrænum fjölmiðlum er ekkert gert til þess að skýra frá friðarvilja þeirra millj- óna manna sem hér búa, en þess í stað er allt gert til þess að ná sambandi við ákveðna hópa sem sett hafa sig upp gegn ríkinu. Friðarhreyfingin hér er alveg jafn sjálfstæð og á Vesturlöndum. Þó er hún ólík hreyfingum á Vesturlöndum í veiga- ntiklu atriði. Kröfur hennar og stjórnar Austur-Þýskalands fara alveg saman. Til dæmis erum við þegar tilbúnir til að semja um kjarnorkuvopnalaust svæði beggja megin við þá línu sent skiptir umráðasvæði Varsjárbandalagsins og Nato. Við erpm líka tilbúnir til að semja um kjarnorkuvopnalaust svæði í Mið- Evrópu, já, og kjarnorkuvopnalausa Evrópu. Þá vildum við gjarna semja unt að Varsjárbandalagið og Nato skuli ekki beita hernaðarvaldi. Við -viljum scmja um bann við notkun efnavopna og vegar vera að halda friðinn í heiminum. Meðan kjarnorkuvopnin eru við lýði er sú hætta yfirvofandi að til styrjaldar komi sem stöðvar alla pólitíska þróun. En svo ég svari þeirri spurningu, hvers vegna við notum enn nafnið Þýskaland hér: „Þetta nafn hefur hjá okkur annan hljóm en það hafði á dögum Bismarcks, svo ég minnist ekki á daga Hitlers. Við teljum okkur hafa fyrst og fremst þær skyldur að rækja að hrinda í framkvæmd hugsjónum þýsku verkalýðshreyfingar- innar. Við erum stoltir af þeirri arfleifð sem við hlutum frá henni og heiðrum einmitt á þessu ári minningu Karls Marx, hins snjalla frumkvöðuls hins vísindalega sósíalisnta. Viðleggjum rækt við allt það mannlega og frantfarasinn- aða úr fortíðinni og því höfum við einnig heiðrað hinn ntikla umbótantann Mar- tein Lúther á þessu ári.“ (Þýtt úr ,,Steni“-Stytt).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.