Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 5
’ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 sér um Wagneríta um heim allan, því flestir þurfa að sækja um ár eftir ár. Samkvæmt reglunum verður að sækja um fyrir 15. nóvember og menn mega síðan bíða fram í janúar eftir svari. Markmiðið er, að sögn blaðafulltrúa hátíðarinnar, að ár hvert sé að minnsta kosti einn þriðji hluti hátíðargesta „ný- iiðar". „Nýliði“ er, segir blaðafulltrúinn, sá sem hefur þurft að bíða í þrjú ár eftir miða. Sönnu nær mun þó vera að óbreyttir Wagnerítar þurfi oft að bíða tíu ár áður en þeir ná í miða, og jafnvel þá er eins víst að maður fái aðeins miða á gamla uppsetningu. Og það er eins gott að sækja um ár 'nvert vegna þess að annars fær tölvan illan bifur á viðkom- andi. Ef hann er ekki nógu sannfærður í trúnni til að bíða allt sumarið heima hjá sér í von um að geta keypt ósóttar pantanir, þá er sá hinn sami ekki þess verður að kmast á Wagnerhátíðina. í hópi Wagneríta ríkir mikill ótti við tölvuna og einn vonbiðill sem hugðist slíta upp blóm úr limgerði fyrir utan leikhúsið til að koma sér mjúkinn hjá miðasölukonu var samstundis stöðvaður og honum tjáð að þetta myndi tölvan frétta á augabragði. Friedelind Wagner grunar að tölvan sé mágkona hennar, Gudrun Wagner. Margir tugir fólks, sem ekki fá miða, koma samt og vona fram á síðustu sýningu að einhver falli úr svo sæti losni. Fyrir framan Festspielhaus er ætíð kraðak af fólki með auglýsingaspjöld (“í leit að Walkúre“ - „Vil skipta á Tristan fyrir Siegfried" - „í guðanna bænum! Götterdámmerung!“). Miðar eru mjög mismunandi dýrir, allt frá tæpum 60 krónum íslenskum og upp í hér um bil 2000, og svartamarkaðsbrask er varla til. Einu gildir hversu mjög hinir miðalausu eru aðþrengdir; ef einhver sést selja miða á svörtum markaði er hann umsvifalaust kærður. Svoleiðisger- ir maður ekki á Wagnerhátíðinni! Kon- urnar í miðasölunni njóta valds síns óspart þá daga sem hátíðin stendur. Á hverjum degi er einum eða tveimur miðum skilað í miðasöluna og fyrir það þurfa eigendurnir að borga 10% sekt. Miðarnir eru þá seldir aftur og þó miðasalan opni ekki fyrr en klukkan tíu árdegis er komin löng röð um sjöleytið á morgnana. Það fer síðan eftir smag og behag miðasölukvennanna hverjir fá miðana - Þjóðverja nokkrum sem beðið hafði þolinmóður í heila viku var sagt: „Þú fékkst miða í síðustu viku!“ rétt eins og það væri glæpsamleg sjálfselska að ætlast til meira. Samræður Wagneríta snúast alltaf um Helmingur gatna í Bayreuth er nefndur eftir ættingjum Wagners eða persón- um verka hans og ef maður fær höfuðverk á hátíðinni er hægt að kaupa lyf í Parsifal apótekinu... hið sama: Meistarann, verk hans og túlkendur. Mikill metingur ríkir varð- andi það hver hefur séð hvern syngja hvar og hvenær. Einhver lýsir því yfir glaðhlakkalegur að hann hafi séð og heyrt Birgit Nilsson en er þá kveðinn í kútinn með nafni Kirsten Flagstad, og þannig koll af kolli. Stundum eru settar fram miklar kenningar um Meistarann; því er til að mynda iðulega haldið fram, bæði af stjórnendum hátíðarinnar og í áhorfendaskaranum, að gyðingahatur Wagners komi alls ekki fram í óperum hans - sem auðvitað er alrangt. 65 framköll Meðan Wagner sjálfur var á lífi tíð- kaðist að áhorfendur, hljóðfæraleikarar og söngvarar blönduðu geði eftir sýning- ar og hittustþá gjarnan á veitingahúsun- um tveimur í Festspielhaus. í þá daga var hins ve'gar ekki leyft að klappa listamennina upp eftir sýningar. Þessir siðir héldust meðan sonur Richards, Siegfried, réði ríkjum í Bayreuth, en síðan breyttist allt. Nú þykja sextíuog- fimm framköll snjallra listamanna ekki sérlega mikið og klappið heldur áfram þó búið sé að skjóta járngrindunum niður fyrir framan sviðið. Listamennirnir flýja aðdáendur sína gegnum neðanjarð- argöng og veitingahúsum Festspielhaus er lokað eftir síðara hlé. Samkvæmislíf tónlistarmanna er lítið meðan á hátíð- inni stendur, og felst aðallega í sam- kvæmi sem Wolfgang Wagner heldur fyrir aðaleinsöngvarana, og svo veislu sem einsöngvararnir halda fyrir sviðs- fólkið. Einnig tíðkast kabarett kórsins, ókeypis útitónleikar hljómsveitarinnar og loks knattspyrnuleikur milli karlkyns einsöngvaranna og þorpsbúa. Sá leikur þótti í eina tíð skemmtilegur viðburður en nú orðið eru stjörnurnar svo hræddar við meiðsl að þær koma aðeins út á völlinn í á að giska tíu mínútur hver. Eitthvert skemmtilegasta atvikið í sam- kvæmislífinu síðastliðið sumar var þegar Graham Clark, Englendingur sem syng- ur David í Meistersinger og Melot í Tristan, þóttist hafa fest fingurinn í flösku í einni veislu Wolfgang Wagners. Svo það er líf og fjör... „Það er eins gott að ég kem úr sveit og les mikið, sauma út og fer snemma að sofa,“ segir Johanna Meier sem syngur Isolde í Bayreuth ár hvert og hefur gert um nokkurt skeið. Það er nefnilega lítið fyrir listamennina að gera nema hanga öllum stundum í Festspielhaus og kaffi- teríunni þar. „Þeir koma á hverjum degi og segja: Vá, Knödel í matinn aftur!“ segir Jeannine Altmeyer sem tekst ekki sjálfri að gera sér upp þesa áfergju. „Ef þér líkar ekki við Schweinefleisch hér, þá er það verst fyrir þig,“ segir hún. Altmeyer syngur Sieglinde og er vara- skeifa fyrir Brunnhilde (sem hún syngur í San Francisco-uppfærslu Hringsins), en kveðst aðeins munu syngja síðara hlutverkið í Bayreuth ef hún þarf ekki að hanga öfug í sex mínútur eins og Hildegard Behrens lætur sig hafa í Siegfried. Altmeyer var í sumar einn af fáum listamönnum sem hafði tækifæri til að sjá hinar sýningarnar - aðeins vegna þess að hún pantaði miða með löngum fyrirvara og borgaði fyrir þá fullt verð. Söngvarar í Bayreuth fá yfirleitt ekki nema helming þeirra launa sem þeir krefjast annars staðar en þeir vilja samt Það eru ekki til nema í mesta lagi sex brúklegar Isoldar, ennþá færri Briinn- hildar, tveir eða þrír Wotanar og enginn Siegfried... allt til vinna að syngja á Wagnerhátíð- inni. „Ef maður hefur sungið hér getur maður farið fram á tíu sinnum hærri laun í öðrum óperuhúsum,“ segir einn söng- varanna. í Bayreuth búa aðeins 70 þúsund manns og segja má að bærinn hafi verið skapaður kringum tvö leikhús. Richard Wagner kom þangað í því augnamiði að gera upp leikhús sem Vilhelmína mark- greifaynja, systir Friðriks mikla, hafði látið reisa árið 1748, en hann komst að því að það hentaði ekki stórkostlegum áformum hans og byggði því sitt eigið óperuhús. Það er nær eingöngu úr tré og slökkviliðið í Bayreuth hefur mikið að era meðan Wagnerhátíðin stendur yfir. Festspielhaus hefur verið komið upp ■ Nokkrir innvígðir Wagnerítar búast til kvöldsýningar: Efst er forstjóri Siemens, Peter von Siemens og frú. I miðið sjáum við þýsku söngkonuna Margot Werner og bónda hennar, en neðst Begum Aga Kahn, sem allt sam- kvæmislífið snerist um. svo næmum reykskynjurum að fjarlægja varð ristabrauðsvé! úr eldhúsinu til þess að hún truflaði ekki slökkviliðsmenn sem halda til á svæðinu. Sjálfur aðal- slökkviliðsstjóri bæjarins verður að vera viðstaddur þegar Valhöll er brennd á leiksviðinu. Ofurlítill hleri Hljómsveitargryfjan í Festspielhaus er fræg en hún er sem fyrr gat um alveg falin sjónúm áhorfenda. Gryfja þessi var byggð úr gömlum viði og svo nákvæm- lega að hljóðfæraleikarar hafa lýst því að þeim finnist einna helst að þeir séu staddir innan í gamalli og óaðfinnanlegri fiðlu. Fyrir aftan stæði hljómsveitar- stjórnandans er ofurlítill hleri sem kom- ið var fyrir til þess að Meistarinn, sem sjálfur sat alltaf á fremsta bekk, gæti staðið up og skammað stjórnandann á miðjum sýningum. Helmingur gatna í Bayreuth er nefn- dur eftir ættingjum Wagners eða persón- um hans (Hundingstrasse liggur að Sieg- mundstrasse) og ef maður fær höfuðverk á hátíðinni er hægt að kaupa lyf í Parsifal apótekinu. Hér áður fyrr snerist allt bæjarlífið um hátíðina, meðan hún stóð yfir, en nú er einnig haldin óskyld æskulýðshátíð í bænum, og borgarstjór- inn mátti í sumar varla vera að því að leika gestgjafa fyrir heimsborgarana sem mættu á hátíðina vegna þess að hann var að reyna að fá sígarettuverksmiðju, sem staðsett er í bænum og veitir meirihluta íbúanna vinnu, til að hætta við að flytjast til Berlínar. (Sígarettuverksmiðja þessi hafði reyndar reynt að laða til sín auðuga viðskiptavini úr hópi Wagneríta með Carmen-tengdum auglýsingum, svo undarlegt sem það nú er.) Það þótti furðum sæta að Bayreuth skyldi takast að endurheimta sess sinn í menningarlífi Þýskalands og heimsins alls eftir að hafa verið menningarleg bækistöð aðal-grúpíu Wagners, Adolfs Hitlers. (Hann var hins vegar ekki þróttmesti Wagnerítinn og gaf loftræsti- kerfi til óperuhússins. Það var aðeins notað í hléum og hefur nú verið tekið niður.) í sumar var einn langt að kominn ferðalangur sem hafði engan áhuga á óperunni en vildi hins vegar sjá á ný staðinn þar sem hann sfóð sem barn til að fagna Adolf Hitler, er tók við kveðj- um fjöldans ofan af svölum. En heldur Bayreuth enn velli? - nú þegar Hringurinn er fluttur nokkuð reglulega og var til dæmis sýndur á bæði austur- og vesturströnd Bandaríkjanna í sumar og við mun þægilegri aðstæður. Víst er að andrúmsloftið er ekki fyllilega hið sama og fyrrum. Áður var allt sumarið notað til æfinga en nú þykja sex vikur langt æfingatímabil, og aðalstjörn- urnar eru á sífelldum þeytingi milli hljómleikahalla hér og þar í veröldinni. Bróðir James Levine, stjórnanda, bíður hans fyrir utan Festspielhaus með stóran Ungfrú Wagner var spurð hvort hún ætl- aði að sjá sýningu sem hún hafði áður fylgst með æfingum á. „Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég er ekki masókisti... Mercedes í gangi og þannig getur Levine bæði tckið þátt í Wagnerhátíðinni í Bayreuth og Mozarthátíðinni í Salzburg. En, eins og Johanna Meier bendir á, þá er fjölskylda Wagnersöngvara afskap- lega smá. „Það eru ekki til nema í mesta lagi sex brúklegar Isoildar, ennþá færri Brunnhildar, tveir eða þrír Wotanar og enginn Siegfried.“ Þessir sömu söngvar- ar taka þátt í öllum meiri háttar sýning- um á Wagneróperunum hvar sem er í heiminum. Bayreuth er nú að verða aðeins einn viðkomustaður af mörgum á ferðum Wagnersöngvara, þó sem fyrr geti enginn talist vígður fyrr en hann hefur sungið í Festspielhaus. Þá skipta hljómgæðin í Festspielhaus ennþá ótví- ræðu máli og sömuleiðis sá agi sem þar 5 ríkir í áhorfendahópnum. Þegar Levine stjórnar Parsifal í Metropolitan-óper- unni í New York reynir hann ekki einu sinni að nota þagnirnar sem hann skýtur óhikað inn í í Festspielhaus, vitandi að þar er ekkert suð f loftræstikerfum né þrusk frá áhorfendum. í Bayreuth byrja menn heldur ekki að klappa fyrr en síðustu nóturnar hafa fengið að deyja út í friði. Þá má geta þess að lokaæfingar á óperunum í Bayreuth hafa um langt skeið verið eins konar einkasamkomur helstu risanna í tónlistarlífi heimsins alls. (Yfirleitt taka þeir sýningunufn kurt- eislega, en í ár varð breyting á: þeir bauluðu og púuðu.) Hinn gamli andi horfinn Friedelind Wagner, sem áður hélt fyrirlestra á hátíðinni, telur að hinn gamli andi sé horfinn. Hún hefur fengið á sig orð fyrir að vera „hin vonda samviska Bayreuth“, ekki síst vegna þess að hún var alla tíð staðfastur andstæðingur nasista (ólíkt t.d. Wolf- gang Wagner). Hún segir blákalt um áhangendur Bayreuthshátíðarinnar: „Þeir reyndu slátrun og það tókst ekki, svo nú reyna þeir kúltúrinn." Hún bætir við: „í gamla daga var mikil gleði ríkjandi hér og samstaða með íbúunum, listamönnunum og áhorfendum. Hitler gekk næstum af því dauðu. Og nú þegar búið er að stofna sérstakan sjóð utan um hátíðina, þá hefur fjölskyldan alls engin réttindi hér.“ Hún á hér við Richard Wagner sjóðinn þar sem alls konar spekúlantar hafa fleiri atkvæði en fjölskyldan - Friedelind lýsti einum þeirra svo að hann væri „sveita- legur harðstjóri sem fellur ekki einu sinni við dauða Wagnera, en vill heldur íþróttir og Liszt,“ en Liszt var sem • kunnugt er langafi ungfrúarinnar. Síðan yngri bróðir Friedelind, Wieland Wagner, lést hefuT Wolfgang Wagner haft hatíðina á leigu frá sjóðnum. „Það vill okkur enginn í þessum bæ. Maður skyldi ætla að það væri nokkurt skraut að því að hafa sprelllifandi Wagn- era á sveimi í bænum - það eru jú cngir Mozartar á kreiki í Salzburg - en við erunt velkomin alls staðar annars staðar en hér. Unga frændfólkið mitt er ákaf- lega hæfileikaríkt, og í því liggur þeirra mein. Ef þau væru nautheimsk en ekki bráðsnjöll, þá væri þetta ekkert vanda- mál. Þetta er pólitíkin. Það eru allir hér önnum kafnir við að græða peninga og enginn hefur tíma til að hlæja. Það er skárra að svelta og vera frjáls - ég fæ ekki betur séð.“ Eitthvert skemmti- legasta atvikið í sam- kvæmislífinu síðasta sumar var þegar enski söngvarinn Gra- ham Clark þóttist hafa fest fingurinn í flösku í einni veisiu Wolf- gang Wagners. Svo það er líf og f jör... Ungfrú Friedelind Wagner er forseti hins alþjóðlega Siegfried Wagner félags, sem reynir að koma á framfæri óperum föður hennar fremur en afa. í einu hléinu var hún spurð hvort hún ætlaði að sjá sýningu sem hún hafði aður fylgst með æfingum á. „Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég er ekki masókisti." Þessi athugasemd vakti mikinn hlátur og þá um leið undrun Wangerítanna, sem litu furðu lostnir á þessa konu sem réttilega hefur lýst sjálfri sér sem „Ric- hard Wagner í pilsi“. Ungfrú Wagner andvarpaði: „Vinir mínir tjá mér að ég sé sú eina sem hér hlær nú orðið.“ Og hún sór að koma aldrei aftur. Lauslega snarað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.