Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 23
Músíktilraunir: Hvers vegna sigurvegari ■ Hljómsveitin Hvers Vegna sigraði í þriðju umferð Músíktilrauna SATT og Tónabæjar og hvers vegna? mætti spyrja. Kannski hefur eins og einn rútufarmur af áhangendum sveitarinnar haft eitthvað um það að segja, tónlistar- lega voru þeir allavega ekki betri en aðrar sveitir sem tróðu upp í þriðju umferð. Hvers Vegna er að mörgu leyti nokk- uð skondin sveit, gítarleikarinn er þann- ig varla mikið stærri en verkfærið sem hann heldur á, og trommari er í sama stærðarflokki en tónlistin blanda af ýmsu, best þótti mér takast til hjá þeim í rokki blönduðu nokkrum þungum skvettum. í öðru sæti urðu svo hljómsveitin Band Nútímans (engin tengsl) og í þriðja sæti varð 69 á salerninu. 4.-6. sæti skipuðu svo hljómsveitirnar Butler, Svefnpurkur og Líkast til Hazk. Fjórða og síðasta umferðin verður svo haldin í Tónabæ í næstu viku og strax á eftir verður svo úrslitakeppnin haldin í Norræna húsinu. -FRI ■ Svipmynd úr stúdíó MJÖT. Nú-Tímamynd Róbert Stúdíó MJÖT hefur starfsemi: „TÖKUM UPP ÖLLHLJÓÐ OG ÓHLJÓД ■ Nýtt stúdíó, MJÖT, hefur hafið starfsemi sína en það er til húsa í gömlum kolakjallara á Klapparstíg 28. Ár er síðan framkvæmdir hófust við að endurbyggja kjallarann að innan en ca. 10 umferðir af þykkri málningu þurfti að bera á veggina auk annara stórfram- kvæmda sem aðstandendur stúdíósins þurftu að standa í til að koma húsnæðinu í viðunandi horf. „Petta verður alhliða stúdíó hjá okkur, við tökum upp hvaða hljóð sem er...og óhljóð líka“ sagði Jón Gústafs- son einn af fimm eigendum MJÖT í samtali við Nútímann en verkefnin eru þegar farin að streyma inn hjá þeim. Þegar hafa verið teknar upp tvær plötur auk sjónvarps og útvarps auglýsinga fyrir Rás II en Jón sagði einnig að til þeirra hefðu komið heiðursmenn á borð við trúbadorinn Hjört Geirsson og jóg- ann Gísla Þór í uptökur hjá þeim. Nokkuð hefur verið um að hljómsveit- ir komi og taki upp prufur (demó) í MJÖT, t.d. hefur hafnfirska hljómsveit- in Singultus gert slíkt og átti Jón von á að þeir hefðu næg verkefni næstu vikurn- ar. -FRI Bara best Baraflokkurinn/ GAS/Steinar ■ VelgerjaðgasafhendiBaraflokks- ins, eða Lizt eins og þeir kallast erlendis, tvímælalaust þeirra langbesta verk hingað til og ekkert sparað við gerð þessarar plötu, en ætlunin mun að standa fyrir kynningarherferð á henni í Bretlandi. Baraflokkurinn fékk á tímabili viðurnefnið Bowie-flokkurínn en lítið eimir eftir af því „trippi" á þessari plötu. Þeir hafa þróað með sér sinn eigin sérstaka „hljóm", mest áberandi er hress og kraftmikill trommuleikur Sigfúsar Ottarssonar en hann nýtur aðstoðar Louis Jardim á plötunni auk þess scm þeir félagar hafa fcngið lánaðann trommuheila hjá Ian Mosel- ey-.. Öll lög plötunnar eru á ensku cnda hefur Baraflokkurinn lítt sungið á móðurmálinu fram að þcssu. Að vísu er þetta skiljanlcgt með þessa plötu þar sem ntaður á varla von á að tjallinn eigi auðvelt með að meðtaka okkar ástkæra móðurmál. Ásgeir Jónsson er þeirra atkvæðamestur í lagasmíðinni á hlut að öllum lögunum, en hinir koma þar einnig við sögu í minna mæli. Tónlist þeirra hefur verið lýst sem „kuldarokki" sem er lítt skiljanlegt orð yfir tónlist þeirra, hún er fremur „glóðvolg" ef eitthvaðerog í nokkrum laganna á henni má finna örlitla fönk- takta ef vel er að gáð. Það þarf nokkra hlustun til að kom- ast vel inn í tónlist Baraflokksins og ná því frábæra samspili raddar og hljóð- færa sem er aðall flokksins og hið eina sem maður getur í rauninni sett út á þessa plötu er albúmið sem undirrituð- um finnst alveg hrottalega „púkó". Upptökur fóru fram í Bray Sound Studios í Bretlandi undir stjórn þeirra Tómasar Tómassonar og Geoff Calver og voru útsetningar í höndum Tómasar og Baraflokksins. Þetta samstarf hefur greinilegar verið með miklum ágætum því þrátt fyrir „ásláttarkeyrsluna" komast þeir Baldvin á bassa, Þór á gítar og Jón á hljóðgerfil vel til skila, einkum er gaman að þeim síðastnefnda á lögum eins og Burnt Out og So Long. -FRI Þjóðlög á fiðluboga Graham Smith/Kalinka/ Steinar ■ Þjóðlög af ýmsum gerðum og teg- undum hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá undirrituðum en fjandinn hafi það ef maður lyftist ekki aðeins upp í stólnum þegar maður heyrir þau renna Ijúflega undan fiðluboga snillingsins Graham Smith. Kappinn sá hefur ein- stakt lag á að gera þessi lög næstum því áþreifanleg í fimum fingrum sínum og fyrir unnendur þessarar tónlistar verð- ur að tclja þessa plötu algjöra nauðsyn í safnið. Mest áberandi á þessari plötu eru írsk og skosk þjóðlög eins og Irish Jig, Scottich, og Highlands of Scotland. Raunar eru aðeins tvö frumsamin lög kappans á þessari plötu, lagið Condor og Wedding Dance sem hann hefur samið og útsett með Jónasi Þóri en Jónas á stóran hlut í þessari plötu, leikur með Graham í nokkrum lögum og sér um útsetningar á nokkrum þeirra, ýmist einn eða í samvinnu við Graham. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru þeir Sigurður Kalrsson á trommur og Pálmi Gunnarsson á bassa. Fyrir utan þjóðlögin á plötunni eru til staðar lög á borð við gamla íslenska slagarann A sprengisandi, en í þessari útgáfu hlýtur það að lyfta gömlum Ferðafélagsmeðlimum upp úr skónum og hærra og lag Jóhanns Helgasonar Reykjavíkurborg sem Gunnar Þórðar- son útsetur með Graham. Nafn plötunnar er samnefnt rúss- neskt þjóðlag sem Jónas Þórir hefur endurbætt og útsett og að öðrum ólöstuðum er þetta besta lag plötunnar að dómi undirritaðs þótt segja verði eins og er að hann er ekki mikið inn í fínni púnktum þessarar tónlistar. -FRI „Beint úr innyflunumu Bubbi Morthens/ Línudans/Steinar ■ Línudans er að mörgu leyti hið eina rétta nafn á þessari safnplötu Bubba, því frá komu hans inn í að mörgu leyti fátækan rokkheim íslend- inga fyrir tæpum fjórum árum síðan hefur hann stigið línudans milli þeirra krafna sem „markaðurinn" hefur sett honum og eigin tónlistarsköpunar á þann hátt að „markaðurinn" hefur aðlagað sig að mörgu leyti að honum en ekki öfugt. Til að taka efnið „Bubbi“ föstum tökum þá hefur maður á tilfínningunni að annað hvort sértu með, á agressív- ann hátt, eða á móti því scm Bubbi hefur fram að færa og ef þú crt „með“ þá ertu allavcga réttu megin við „lín- una'* þegar stóra „bomban" er annar- svegar. Ekki að það skipti ninu máli í sjálfu sér, við munum víst öll stikna hvort sem cr þegar hún fcllur, en getum þó altént huggað okkur við að hafa haft rökrétta skoðun á þeim bömmer. Þessi hugleiðing er tilkomin vegna þess að hin tvö nýju lög á þessari safnplötu Hermaðurinn og Stríðum gegn Stríði eru um mál málanna í dag (ef þú veist ekki hvað það er snúðu þér þá aftur að Frank og Jóa) þar sem Bubbi setur fram skoðanir sínar á þann hátt sem honum er einum lagið, sem sagt „beint úr innyflunum" eins og þeir segja fyrir vestann. Að öðru leyti er þessi plata safn laga Bubba, frá ísbjarnarblúsnum og fram á þennan dag og fyrir þá sem ekki hafa kynnst tónlist þessa manns er „Línu- dans“ ágæt byrjun. Af fyrstu plötu hans eru lög eins og ísbjarnarblús og Hrognin eru að koma en af síðari plötum lög eins og Plágan, Hollywood, hið bráðskemmtilega Lög og regla, Stál og hnífur og Paranoia en á heildina litið gefur þessi safnplata hlustandanum nokkuð góðan þver- skurð af tónlistarmanninum Bubba Morthens. -FRI Plötur Garða- lunds- listinn ■ Athyglisverðasta breytingin á Garða lundslistanum í þetta skiptið er lagið í 4. sæti. It's a jungle out there með Bone Symphonie. en þaðer hljómsveit Jakobs Magnússonar í Los Angeles. Af öðrum nýjungum á lislanum má nefna að lag Genesis Mama fer beint í fsrsta sætið og Menningarklúbburinn á nú tvö lög á listanum. Að öðru leyti er þetta svipað og síðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.