Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Já, það er Óðinn sem setur mestan svipinn á kynið hjá mér núna en þess má geta að dóttir hans var Mósa, sem er móðir Loga þess, sem vakið hefur mikla athygli í Danmörku. Danir hafa verið ákaflega hrifniraf þessum hestum héðan og nýlega var ég að senda út hryssu af þessu kyni. Um byggingu þessara hesta mundi ég segja að hún sé ákaflega góð og traust, þótt hún sé frekar gróf. Nei, ég mundi ekki vilja hafa hana ððruvísi. Pað er ekki gott að segja hvernig þeir hestar sem nú eru að koma til hjá mér munu standa sig í samanburði við kem- pur eins og Gnýfara, Drottningu eða fleiri. Það er ósanngjarnt að spá ncinu um það enn. En hér eru mörg eínileg hestscfni scm aldrei er að vita hvað úr verður með meiri tamningu. Þar á meðal er ein sjö vetra em ég kalla Trillu. Hún er mjög lítil, en ákaflega efnileg og lundgóð. Óðinn setti met 1976 í 250 metra skciðinu, 22.5. Það sumar keppti hann á fjórðungsmótinu fyrir norðan á Mel- gerðismclum. Ég fór norður til þess að fylgjast með og sú ferð varð söguleg, því þar kom ég auga á fola sem Andrés á Kvíabekk átti þá og mér leist harla vel á. Það varð upphafið áð því að ég skipti upp, ef svo má segja, því Óðinn heltist þetta sama ár og tók lítið sem ekki þátt í kappreiðum eftir það. Þór „Já, það var þessi foli sem ég sá nyrðra. Ég tók eftir þessum litla hesti sem ákaflega stór maður sat á, sent reyndist vera Andrés á Kvíabekk, sem er um'tveir metrar á hæð. Ég varð strax hrifinn af hcstinum og ég lield að ég hafi boðið Andrési peninga strax, en hann sagðist alls ekki tala við mig á þeim grundvelli sem ég nefndj. Nú, og svo varð það úr á endanum að ég fékk folann og lét fyrir hann tíu hross frá þrevetra til fimmvetra gömul. Ég fór brátt að koma með hestinn á kappreiðar og það brást ckki að menn gerðu grín að þessu, bcntu á Þór og sögðu að þetta væri sá brúni sem Geiri hefði gefið tíu tryppin fyrir. Hvar sem Þór kom fylgdi þessi saga, enda hafði ekki heyrst um slíkt verð fyrir gelding áður. En nú er kmið á daginn að þetta er einn fljótasti skeiðhestur sem uppi er í dag og hann er búinn að margvinna til verðlauna, þar á meðal innanfélagsbikar Harðar sex sinnum. Hann varð þriðji í gæðingakcppninni og anr.ar í skeiði á fjórðungsmótinu hér sunnanlands 1981. Hann er nú hér í húsi hjá mér og auðvitað hygla ég honum sérstaklega. Stórbýli í Gufunesi „Já, ég hef verið mikill gæfumaður. Ég cignaðist afskaplega góða konu, Guðnýju Guðlaugsdóttur, sem lést 1952. Við eignuðumst sjö börn, sex dætur og einn son. Öll höfðu þau áhuga á hesta- mennsku og hleyptu flest, þótt ekki hafi þau gerst hestamenn á borð við það sem ég alla tíð hef verið. Við Guðný bjuggum hér stórbúi í Gufunesi og höfðum 60 nautgripi og 500 fjár. Scinna kom Áburðarverksmiðjan þar sem gamli bærinn stóð og þá flutti ég mig hingað uppeftir og réðst í mikilar jarðabætur, þar sem áður voru mýrar og mclar. En þegar ég sé þetta allt hverfa undir framkvæmdir núna, þá dettur mér í hug að mér hefði verið nær að ríða bara út, enda hafa þeir víst komist að því að það er afskaplcga hollt að sitja a hest- baki, sannkölluð heilsubót. Kynnin við hestana „Það hefur verið gaman að kynnast hestunum og hvað þeir cru skynsamir. Þeir ætlast til að þeim sé sýnt gott viðmót og atlæti og þá gera þeir allt fyrir mann í staðinn. Ég get kaltað á hestana hvar sem er og sagt þeim að koma til mín. Ég man eftir því að þegar ég var með þá í Fitjakoti og þeir voru stundum fjóra kílómetra í burtu, þá nægði mér bara að kalla og gaia nokkra stund, þá komu allir hlaupandi til mín. Þá hef ég auðvitaö kynnst mörgum afbragðsmönnum í hestamennsku og hestakaupum, svo sem þeim Árnanes- bræðrum, Sigga óla og Gunnari Bjarna- syni. Svo höfum við ferðast mikið saman Stefán Pálsson, formaður Landssam- bands hestamanna, Þorkcll Bjarnason, UR HNAKK TÖSKUNNI ■ Þetta er Nasi, sá er sigraði í 250 metra skeiði á Þingvöllum árið 1950. Þarna er Nasi tekinn að eldast og byrjað að nota hann við hey- skap, en talsverðu af reisn sinni heldur hann enn. Það er auðvitað Þorgeir Jónsson, sem á baki honum situr. Óðinn sió íslandsmetið í skeið, sem staðið hafði óhaggeð i 28 ár ■ Koibakur nr. 730. Myndin er tekin á Hellu eftir að hann hafði hlotið 1. verðiaunin sem einstaklingur. ■ Hægra megin á þessari mynd sem tekin er á Gufuneskappreiðunum um 1950 standa þau Guðný Guðiaugsdóttir, kona Þorgeirs, sem lést 1952 og sonur þeirra Guðlaugur, þá um 10 ára aldur. Lengst til vinstri er dóttir Þorgeirs, Margrét. ■ íslenski glimuflokkurinn i Danmörku 1926. Þorgeir Jónsson er sjötti maður frá hægri, en Sigurður Greipsson er lengst til hægri. Vinstra megin við hann er Jón Þorsteinsson, iþróttakennari. ■ Kappreiðahesturinn Logi frá Gufunesi, sonur Drottningar nr. 1592 og Freys frá Gufunesi nr. 314. Það er bróðir Þorgeirs, Jón i Varmadal sem situr hestinn, en myndin er tekin 1958 á kappreiðum „Harðari' á Kjalarnesi. hrossaræktarráðunautur og ég. Nú, §vo má ég líka til með að minnast á Pál hcitinn Sigurðsson og þá Einar á Skörðu- gili og Pál yfirdýralækni á Keldum. Öllum öðrum nánustu vinum mínum hef égnáttúrulega kynnst í gegnum hestana. Já, hingað til mín koma margir, en ég held mönnum þó nokkuð frá mér líka, því allt verður að vera í hófi, ekki síst ef vín er annars vegar. En sem betur fer er það mikið að fara úr móð á við það sem var. Þegar við vorum í Varmadal minnist ég þess að maður sem var að reka hross stansaði þar í mýrinni sem núna er tún. Hann fór af baki og við sáum að hann nær í einn hestinn og ber hann með svipunni þannig að það buldi í skrokknum. Við horfðum á þetta Nonni bróðir og ég og Gísli í Fitjakoti og þegar maðurinn kom heimundir segir Jón bróðir: „Mikið djöfulsins svín gastu verið að fara svona með hestinn." Þá setur maðurinn svipuna upp, og ætlaði að slá Nonna. Já, þetta var ofstopamað- ur. Hann var eitthvað með hesta cftir þetta en alltaf leit ég niður á hann fyrir vikið. Aðra sögu kann ég um sama efni. Það var þegar við vorum á leið af hestamóti á Þingvöilum. Þar var meðokkur maður, eitthvað undir áhrifum víns, og í hvert skipti sem hann steig af baki brást ekki að hann hóf upp svipuna-og lét höggin dynja á hestinum. Samferðafólkinu blöskraði auðvitað þetta athæfi og ég man að kona í hópnum bað mig að taka þennan karl, þegar við komum að Leir- vogsvatni, og baða hann. Ekki treysti ég mér til þcss að gera það enda víst ólöglegt. - Helst hefði ég viljað taka hestinn og skilja manninn eftir þar scm hann var kominn, hestlausan. Já, til allrar hamingju er þetta að fara úr móð núna að menn séu að vasast með hesta undir áhrifum víns.“ Þessu stutta spjalli okkar við Þorgeir Jónsson í Gufunesi er nú senn lokið, það kvöldar og hann fylgir okkur út í hesthús þar sem hann gcymir hrossin, þar á meðal mikil efni og góðhesta. svo sem Þór og við fáum hann til þcss að setjast á bak þessum gæðingi fyrir Ijósmyndar- ann, scm auðvitað er með í för. Þótt Þorgeir hafi nú senn fyllt áttatíu árin er sem hann verði ungur að nýju þegar hann er kominn á bak Þór, - á baki gæðingnum er hann í essinu sínu. Við skiljum nú betur hvað við er átt í kvæði Einars E. Sæmundsen í afmæliskvæði sem hann orti til Þorgeirs á fertugsafmæl- inu þegar hann segir að Þorgeir beri tvenn konungsnöfn, því konunglegur er hann. Þetta kvæði Einars birtum við hér í lokin, því það stendur vel fyrir sínu á stórafmæli Gufunesbóndans, fjörutíu árum síðar: Þegar ungur Þorgeir forðum þeystist fram á glímuvöll gneistaði í skálda óði og orðum öll hans fimi og brögðin snjöll. Geymt skal meðal íslendinga um það vitna Kolbeins Ijóð. er glímukónur Kjalnesinga, kempum hlóð og aleinn stóð En þama gerðust þáttaskipti, Þorgeir minn úr Varmadal. enn þér hxrra önnur lyfti fþróttin sem minnast skal Það mun lifa í þáttum sagna og þúsund stökum hlustið nú: Enginn hefur átt að fagna annarri eins merahylli og þú. Drottning, Glumra, Gjósta, Sunna, gamla Fluga, Hremsa senn em nöfn sem allir kunna, ungir og gamlir hestamenn. Þvi em óskir okkar heitar allra er sitja þcnnan fund að merakóngur Mosfellssveitar megirðu verða langa stund. Þorgeir vinur, þetta er’ ei lygi, það skulu geyma fljóð og menn. Eftir fjúra áratigi, áttu konungsnöfnin tvenn. ^ -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.