Tíminn - 23.12.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 23.12.1983, Qupperneq 1
Dagskrá ríkisf jölmiðlanna næstu viku - Sjá bls. 12 - 13 Siðumula 15-Postholf 370Reykjavik-Ritstjorn 86300-Augiysmgar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvoidsimar 86387 og 86306 Söluandvirðl áfengis og tóbaks hjá ÁTVR fyrstu ellefu mánudina: flUKIST UM 55% 1 ÞESSU ARI SAMANBORIÐ VID SWASTA AR — Hagnaðurinn af þessari sölu hins vegar aöeins um 22% FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 23. desember 1983 297. tölublað - 67. árgangur. ■ Söluaukning á áfengi og tóbaki (í krónum talið) frá Á.T.V.R. hefur orðið milli 55- 56% á fyrstu 11. mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil árið 1982. Samtals hafa þessar vörur nú verið seldar fyrir 1.528 milljónir krona á móti 984 millj- ónum á sama tíma í fyrra. Hagn- aður af rekstri Á.T.V.R. hefur hins vegar hækkað um 22,5%, eða úr 547 millj. 1. des. 1982 í 670 millj. þann 1. des. s.i. Þess má geta að verð áfengis hefur þrisvar hækkað á þesu ári sam- tals um 34%. Samkvæmt upplýsingum Jóns Kjartanssonar, forstj. Á.T.V.R. nam áfengissalan 833 milljónum kr. fyrstu 11. mánuði þessa árs á móti 536 millj. á sama fima árið áður. Sala tóbaks nemur nú 536 millj. kr. á móti 448 millj. kr. í fyrra. Aukning í sölu - bæði á áfengi og tóbaki - virðist nú meiri cn sem nemur verðbreytingum milli þessara ára. Lítur því út fyrir að neysla hafi aukist þó nokkuð á þessu ári. Minna hagnaðarhlutfall telur Jón eiga sé tvær höfuðskýringar. Annars vegar hafi neysluvenjur breyst, þ.e. mcira sé nú selt af léttum vínunt sem hér séu á ákaflega góðu vcrði, en minna af sterkum drykkjum, sem hærri álagning er á. Hins vegar hafi verðhækkanir Á.T.V.R. á þcssu ári að mestu verið miðaðar við kauphækkanir innanlands og því ekki verið tekið tillit til erlendra verðhækkana og breyt- inga á gengi. Bókakönnun Tímans: ASTARBREFIN TIL SOLU FÓRU KINT Á TOPPINN ■ Bókin Bréf til Sólu, ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar til Sólrún- ar Jónsdóttur skaust beint á toppinn á þessari fjórðu bóksölu- könnum Tímans, sem Tíminn . birtir á síðu 2 í dag, en bókin var I fyrst gefin út í síðustu viku, þannig að hún hefur aðeins verið eina viku til sölu í bókaverslun- um. Það er dóttir þeirra Þór- bergs og Sólrúnar, Guðbjörg Steindórsdóttir sem gefur bókina út, en AB drcifir. „Þetta er náttúrlega í fyrsta lagi vegna þess að almenningur virðist hafa áhuga á því að kynna sér þau vandkvæði sem verið hafa á því að fá viðurkenningu á því að Guðbjörg sé dóttir Þórbergs," sagði Indriði G. Þor- steinsson, rithöfundur m.a. er Tíminn færði honum þau tíðindi í gær að Bréfin til Sólu væru komin í fyrsta sæti á bóksölulista Tímans, en Indriði hefur ritað formála að bókinni Bréf til Sólu. Skrifað í skýin II, eftir Jóhann- es Snorrason flugstjóra er í 3. sæti á listanum í dag, en hefur verið í fyrsta sæti á öllum listum til þessa. Skæruliðarnir eftir Alistair Maclean er í öðru sæti. - AB Sjá nánar bls. 2. Ameríska kvikmyndafyrirtækid 20th Century Fox: ÆTlflR AD TAKA STORMYND Á ÍSLANDI NÆSTA SUMAR! ■ Hollywood hefur nú fengið augastað á Islandi sem sviði fyrir nýja stórmynd. Það er 20th Century Fox, kvikmynda- félagið sem hefur í hyggju að taka næsta sumar nýja mynd i líkingu við Stjömustríð og E.T. Gísli Gestsson, kvik- myndatökumaður í Víðsjá hef- ur verið ráðinn til að sjá um framkvæmdir hér á landi og er hann nú að sækja um nauðsyn- leg leyfi til kvikmyndatökunn- ar til ýmissa aðila vitt og breitt um landið.Meðal staða sem til greina koma em nýja hraunið í Vestmannaeyjum og munu Vestmannaeyingar a.m.k., hafa tekið jákvætt í það erindi. Mynd þessi á að gerast á 21. öldinni og sögusviðið að vera lóþekkt pláneta einhversstaðar júti í himingeimnum. Og ísland þykir eftirsóknarvert í hlutverk þeirrar plánetu. Reiknað er með að allt að 200 útlendingar verði hér við myndatökuna þegar flest verður og geysi mikill búnaður. - Viðtal við Gísla er á bls. 5. HEI. ■ Kaupmcnn ■ miðbæ Reykjavíkur voru margir hverjir búnir að auglýsa að búðir þeirra yrðu opnar til tíu í gærkvöldi. Þó fór svo að fiestir ef ekki allir lokuðu klukkan átta eins og reglugerðir gera ráð fyrir. í kvöld verður hins vegar opið til kl. 23:00 eins og endranær á Þorláksmessu. Þótt kaupmennirnir hafi hlýtt reglugerð í gærkvöldi var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur fram eftir kvöldi. I Austurstræti fór fram jólaskemmtun, sem haldin var að undirlagi Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, pylsusala o.fl. Jólasveinar hiupu um og útdeildu mandarínum og fleira góðgæti til fólksins. Sem sagt: jólastemmning þrátt fyrir lokaðar búðir. Tímamynd Árni Sæberg. BÚIST VIÐ MILUÓNA HAGNAÐI AF FLUGLEIÐUM Á ÞESSU ARI! „Vonum að það takist að reka Flugleiðir án ríkisstyrks” segir Sigurður Helgason, forstjóri félagsins ■ „Það er náttúrulega sumar- vertíðin sem er ákvarðandi um það hvernig afkoma fyrirtækisins verður, og við sjáum fram á það að reksturinn nú í árslok verði jákvæður," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða m.a. í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður hvort fyrir lægi einhver útreikningur um afkomu félagsins á þessu ári. Aðspurður hvort ríkisstyrkur væri reiknaður með inn í þetta dæmi, þegar talað væri um já- kvæða útkomu, sagði Sigurður: „Síðasta endurgreiðsla á ýmis- konar gjöldum tilheyrandi Norður-Atlantshafinu féll niður frá 30. september sl.“ Sigurður var spurður hvernig það legðist í hann að reka Flug- ■ leiðir án ríkisstyrks: „Við vonum : að það takist." Sigurður var spurður hven hans skoðun væri á hugsanlegri sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Flugleiðum: „Það er auðvitað ekki mál sem varðar okkur á neinn hátt. Ef rfkið tekur þá ákvörðun að selja þessi bréf, þá er það mál þess, en ekki okkar." Sigurður var spurður hverju hann þakkaði það helst, að nú myndi fyrirtækið skila hagnaði: „Ég þakka það fyrst og fremst því að hér hefur náðst mjög mikill einhugur meðal starfs- manna. Við höfum getað aukið I afköst félagsins verulega. með því að allir hafa lagt gjörva hönd á plóginn. 1 öðru lagi hafa ytri j aðstæður verið hagstæðar, svo : sem þær að eldsneyti hefur lækk- að í verði og vextir hafa lækkað, sem sömu leiðis skiptir miklu máli." Er Sigurður var spurður hvort eitthvað væri hægt að áætla hver hagnaður af rekstri fyrirtækisins yrði, sagði hann: „Við stefnum að því að loka reikningunum innan þriggja mánaða af nýju ári, og þá liggja fyrir endanlegar upplýsingar, en það er erfitt að áætla hver hagnaðurinn verður. Ég vona að hagnaðurinn verði í milljónum" - AB.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.