Tíminn - 23.12.1983, Page 5

Tíminn - 23.12.1983, Page 5
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 5 fréttir ÞETTA ER STÓRMYND SEM A ?? AÐ GERAST A 21. OUNNNI ?? — segir Gfsli Gestsson hjá Vfdsjá, um kvikmynd sem 20th Century Fox hyggst taka upp hér á landi næsta sumar ■ „Þetta verður stórmynd. Hún á að gerast á 21. öldinni og að miklu leyti á annarri plánetu, þar sem ýmsir merkileg- ir atburðir gerast. Þessi skrítna pláneta er ísland“, sagði Gísli Gestsson, kvik- myndatökumaður í Víðsjá m.a. er Tím- inn spurði hann um kvikmynd þá sem „20th Century Fox“ kvikmyndafélagið hefur í hyggju að taka hér á landi í sumar. Gísli og þeir Víðsjármenn hafa verið ráðnir sem nokkurskonar undir- verktakar til að sjá um framkvæmdir hér á landi. Gísli sagði þegar ákveðið að mynd þessi verði gerð. Framkvæmdir hér á landi muni hins vegar ráðast af því hvort þau leyfi fáist til kvikmyndatöku víðs vegar um land, sem þeir séu núað leyta eftir. Ýmsir staðir komi þar til greina. Meðal þeirra er nýja hraunið í Vest- ■ Frá æfíngu á Rakaranum í SeviUa. F.v. Kristinn Sigfiundsson, Kristinn HaUsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. La Traviata í óperurmi 30. desember: Rakarinn frá Sevilla frumsýndur 6.janúar ■ Næsta frumsýning hjá íslensku óper- unni verður þann 6. janúar n.k., en þar er á ferðinni gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla. Leikstjóri er Fransesca Zambello, aðstoðarleikstjóri Kristín S. Kristjánsdóttir, en um leik- mynd, búninga og ljós sjá Michael Deegan og Sarah Conly. Einsöngvarar í Rakaranum verða Kristinn Sigmundsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson, Elísabet F. Eiríksdóttir og Guðmundur Jónsson. Og að sjálfsögðu koma fram kór og hljómsveit íslensku óperunnar. La Traviata verður sýnd í Gamla bíói einu sinni yfir hátíðarnar, þ.e. þann 30. desember. -JGK ■ Guð gaf mér eyra verður á dagskrá á þriðja í jólum í Iðnó. F.v. Berglind Stefánsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum stnum. Leikfélag Reykjavíkur um hátídarnar: Guð gaf mér eyra Hart í ■ Engin sýning verður hjá Iðnó á annan i jólum, en þann þriðjaverður hið vinsæla leikrit, Guð gaf mér eyra á fjölunum. Það fjallar eins og kunnugt er um samband heyrnarlausrar og mál- lausrar stúlku við kennara sinn. í aðal- hlutverkunum eru Berglind Stefánsdótt- ir og Sigurður Skúlason. bak Fimmtudagskvöldið 29. desember verður Hart í bak eftir Jökul Jakobsson sýnt, en sýningar á því eru nú orðnar nær 30. Næsta frumsýning hjá Iðnó verður um miðjan janúar á hinu þekkta leikriti Brendan Behans, Gísl í þýðingu Jónasar Árnasonar. mannaeyjum. Endanleg ákvörðun verði síðan tekin þegar umrædd leyfi fást, að sögn Gísla. Spurður nánar um efni myndarinnar sagði hann: „Þeir segja gjarnan þarna úti að þessi mynd eigi að vera svona „across between Star Warsand E.T.", þ.e. skyld þeim myndum". Hugmyndin sé að gera mynd sem sé fjarlæg allri hinni miklu tækni og tækjum - mynd um lífsbarátt- una. Aðal söguhetjan nauðlendir einmitt á hinni nýju plánetu. - Eftir þá kannski eyðingu jarðarinn- ar? „Nei, við erum miklu jákvæðari, sem kannski er eitt það ánægjulegasta við þetta. Það er gengið út frá þeim punkti að jarðarbúar hafi samið frið sín í milli og séu nú farnir að kanna geiminn í sameiningu. Vestrænir og austrænir menn eru þar að vinna saman." - Fyrir fátæka íslenska kvikmynda- tökumenn - sem manni skilst að oftast verði að veðsetja íbúðina áina meðan á myndagerð stendur - hlýtur að vera spennandi að fá slíkt verkefni frá einu af stóru kvikmyndaverunum í Ameríku? „Að sjálfsögðu erum við spenntir fyrir þessu. Og vinnuaðstæðurnar verða auð- vitað ekkert sambærilegar við það sem við höfum búið við áður. Meiningin er að starfsliðið verði íslenskt eftir því seni tök eru á, þannig að við sjáum þarna tækifæri á að það þjálfist upp fölk hér á landi sem við síðar njötum góðs af við gcrð innlendra verkcína. Þeir (hjá 20th Century Fox) eru einmitt mjög áhugasamir um það að skilja eftir reynslu.. Þeir hafa t.d. tekið mikið af svipuðum myndum í Túnis þar sem varla nokkur maður kunni nokkurn skapaðan hlut í kvikmyndagerð fyrir um 10 árum. En nú er orðið þar um 1.000 manna lið sem orðið er vant flestum störfum í sambandi við kvikmyndagerð." - Fylgir þessu ekki mikill búnaður og mikið lið - og hvað um leikarana? „Það verður geysi mikill búnaður og hátt í 200 manns þegar flest verður. Leikstjóri vcrður Richard Loncaine (sem m.a. leikstýrði myndinni Trúboð- anum, sem sýnd hefur verið í Stjörnu- bíói). Leikararnir verða bæði bandarísk- ir og breskir og frá fleiri Evrópu- löndum." - Verða engir íslendingar frantan við myndavélina? „í myndinni verða mikil gerfi þannig að ekki ber svo mikið á einstaklingunum. Eitthvað mun verða af Islendingum. En myndin er frekar fámenn að undan- skyldri einni sfórri hópsenu, sem líklega verður tekin í Bretlandi en ekki hér. Það er eina senan sem útheimtir nokkuð mikið jarðrask svo við höfum af þeim ástæðum lagst gegn því að hún verði tekin hér og þcir skilja okkar sjónarmið í því máli. Brctareiga afturá móti gamla leirnámu sem þcir mega athafna sig mikið í og gömul náma er eiginlega mjög heppileg til myndatökunnar. Væri þessi sena tekin hér á landi myndu þeir íslendingar sem tækju þátt í henni hins vegar skipta hundruðum." Spurður að lokum hvort hann telji ekki að leyfin fáist og myndatakan fari fram hér á landi, svaraði Gísli: „Jú, við verðum að vera bjartsýn". Bæknr frá Leiftri 1983 llm heima og geima eftir dr. Þór Jakobsson. 40 þættir um starf og árangur vislndamanna og tilraunir þeirra til þess aS leysa lifsgát- una. Á aSgengilegan hátt er greint frá inn- lendum og erlendum fréttum frá rannsókn- um i margvislogum fræSigreinum. Heill- andi uppgötvanir eru gerSar á hverju ári. —— Bókin er skreytt 75 myndum eftir Bjarna Jónsson, listmálara. 212 bls. VerSt 469,00. Augliti til auglits Bókin fjallar fyrst og fremst um þaS þegar konur hittast. Erum vlS Vesturlandabúar aS spilla tiltrú þróunar- landanna. Hve djúpt ristir sú samúS, sem viS hrósum okkur af? Höfundur litur vanda- málin frá nýjum sjón- arhóli og af næmleika konusálar. Höf.: Elin Bruusgaard. SigriSur Thorlacius þýddi. 231 bls. VerS: kr. 469,00. WMr.z Orð og dæmi 25 ræSur og greinar eftir dr. Finnboga GuS- mundsson, landsbóka- vörS. Greinarnar fjalla um fom efnl, um fáein siSari tima skáld, um bækur, bókasöfn og bókamenn, um ættir og ættfræSi — og ýmsan annan fróSleik, sem fólk hefur ánægjn af. 301 bls. VerS: kr. 599,00. FRANKOG JÓt VARÚLFUR UM NOTT (HAMKIIN V» MXOM NANCY e« UyiukunuU vemlu kalpplinvonna CABOLYN KEENE nr. 30 og 31 i bókaflokknum um HARDY-brœSur. Æsl- spennandi aS vanda og viS- burSarikar um spæjara- störf þessara vösku stráka. Sögurnar heita: Varúlfur um nótt Lykill galdramannsins VerS: kr. 266,00. FrankogJöi Nancy-bækurnar eru eins og hiuar fyrri bækur um þessa ein- stöku leynilögreglu- stúlku, skemmtilegar og spennandi frá upp- hafi til enda. Þessar bœkur eru nr. 33 og 34 i sama flokki og heita: NANCY og leyndarmál knipplinganna. NANCY og griska leynitákniS. VerS: kr. 266,00. BÆKURNAR FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM JGK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.