Tíminn - 23.12.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 23.12.1983, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 9 menningarmál Aldarfarslýsing Erlings Davíðssonar Erlingur Davíðsson skráði. Aldnir hafa orðið. Frásagnir og fróðleikur Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Þetta er 12. bindi í safnritinu Aldnir hafa orðið. Það segir að sjálfsögðu sína sögu um vinsældir þessara frásagna hve fast og lengi er áfram haldið. Og vissu- lega er í þessum 12 bindum býsna mikil aldarfarslýsing og mikil drög að íslands- sögunni á tuttugustu öld. Hér eru hent- ugar lesbækur um þau fræði. í þessu bindi eru að venju 7 sögumenn, 5 karlar og tvær konur. Fimm eru í nágrenni Erlings á Akureyri en tveir eru á öðrum landshornum. Þetta er sam- kvæmt venju. Jafnan er reynt að hafa sögumenn dreifða þó að eðlilegt sé að meiri hluti þeirra sé í grennd við þann sem skráir. Hins er þá rétt að geta að sumt af þessu fólki vann sitt ævistarf að miklu leyti fjarri Eyjafirði enda þótt leið þess lægi þangað á efri árum. Sumum finnst ekki hóf að hve þjóð- legur fróðleikur og minningabækur eru fyrirferðarmiklar í bókagerð íslendinga. Til er að mönnum finnist þetta hálfgert rusl sem skyggi á skáldskap og list. Samt er þess að gæta að um allar aldir hafa hinir eldri sagt frá störfum sínum og lífsbaráttu þó að of lítið af því væri fest á bækur lengi vel. Vona megum við að þjóðin tapi ekki eðli sínu og uppruna meðan bækur eins og Aldnir hafa orðið eru vinsælar á heimilum. Þær hafa hlut- verki að gegna enda þótt ekki séu nema stundum listræn og skáldleg tök á efni og framsetningu. H.Kr. frímerkjaþáttur NORGE., 2§0 NOR'G'E 1 2§0 N O R G E 2Q0 Lídur að jólum Síðasti víkingurinn Saga stríðs og starfa. Æviminningar Hallgríms Jónssonar frá Dynjanda. Erlingur Davíðsson bjó til prentunar. Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Það sem er sérstakt við þessa minn- ingabók er að hún greinir frá eyðingu Grunnavíkurhrepps. Sögumaður segist hafa „staðið yfir moldum heils sveitar- félags". Hér þarf ekki að rekja orsakir byggða- röskunar. Búsetan í Grunnavíkurhreppi byggðist að öðrum þræði á því, að þaðan var stutt að sækja fisk í soðið á árabátum. Fiskur hætti að ganga á grunnmið, fiskibátar urðu stærri, útgerðin færðist þangað sem hafnirnar voru enda verkun og vinnsla aflans þar. Þetta hefur átt sér stað víða um land. Það á t.d. við um Látraströnd og Héðinsfjörð, Fjörður og Flateyjardal. Þar við bætist að þegar jarðrækt var undirbúin með vélgröfum og jarðýtum urðu afskekktir staðir og vegalausir út undan. Hér gildir það sem víðar sem Grímur Thomsen segir í kvæðinu um Hákon Hlaðajarl: Ef stríða menn gegn straumi aldar, sterklega þótt verði seggir - engir brekann standast leggir. Vilji maður finna að þessari bók mætti segja að vel hefði farið á að birta stutt yfirlit um eyðingu Sléttuhrepps sem var yfirgefinn 1943. En Hallgrímur setti sér ekki það takmark, heldur að segja sína sögu. Og hún er samofin byggðarsögu Grunnavíkurhrepps. Því er þetta heim- ild um byggðasöguna þar. H.Kr. Farsælt mat lagt á lífsgildin Andrés Indriðason: Fjórtán - bráðum fimmtán Mál og menning ■ Andrés Indriðason hefur verið vax- andi rithöfundur. Hann hefur sýnt að hann kann vel að lýsa ungu fólki, skilur það og þekkir margvíslega stöðu þess í mannlegu samfélagi. Hér heldur hann áfram að segja frá Elíasi Árnasyni og fjölskyldu hans. Elías er á fimmtánda ári og það er mikið örlagaár fyrir hann. Hann kynnist ungri stúlku og ástir takast með þeim. Og hann verður fyrir þungri sorg er hann missir föður sinn. Öllu er þessu lýst af nærfærni og samúð. Um tilfinningamál unglinganna er fjallað af næmleika. Sú umfjöllun leiðir hugann að rómantískum skáldskap frá fyrri öld eins og þegar Steingrímur þýddi eftir Hölderlín að ef nokkuð heilagt gæti þróast á jörðu væri það fyrsta æskuástin í sakleysi hjartans. Sú rómantík hefur að vísu ekki verið hátt metin um hríð og ærið bil getur hér verið á milli enda þótt þeir sem lásu Ijóð fyrir 50-60 árum finni þarna skyldleika. Hinu er ekki að neita að okkur sumum hefur fundist óþarflega mikill hráslagi í bók- menntatísku undanfarinna áratuga. Andrés Indriðason er vaxandi höf- ,undur og sækir sig á með hverri bók. Hann kann vel til verka sem rithöfundur en auk þess finnst okkur ýmsum að heilbrigð lífsskoðun einkenni sögur hans. Hann leggi raunhæft og farsælt mat á lífsgildin. Fólkið sem hann lýsir er ýmiskonar, - þar eru engin ofurmenni, - og unglingarnir bernskir eins og gengur. En það er hægt að vísa til vegar með sögum af slíku fólki. Það hefur oft verið metnaðármál og keppikefli góðra höfunda. Andrés Indriðason er nú framarlega í þeim flokki. jj isr Austfirskir sagnaþættir Geymdar stundTr. Frásagnir af Austurlandi III. . Ármann Iialldórsson valdi efni og bjó til prentunar. Víkurútgáfan Eins og áður er þetta að mestu eða öllu endurprentun en efni er sótt víðs- vegar í blöð og tímarit þar sem það er fáum eða engum aðgengilegt. Eina grein hefur safnandinn þýtt úr dönsku en það <, er frásögn eftir Daniel Bruun um ferð í Papey. Óhætt mun að slá því föstu að einungis örfáir menn hafi meginhluta þessa efnis undir höndum og því mun það flestum reynast fundið fé að talsverðu leyti. Efnið er ýmiskonar og má sjálfsagt kallast alhliða fróðleikur. Þó er svo sem vænta má heldur lítið um yfirlit og heildarsýn, heldur eru þetta drög að því sem nota má við athugun og yfirsýn. Mér sýnist að í þessu bindi séu 16 höfundar og enginn þeirra eigi tvær ritgerðir nema Halldór Stefánsson. Þar eru menn eins og Sigmundur Long, Sigurður Baldvinsson, dr. Stefán Einars- son, sr. Einar Jónsson og Magnús Gísla- son svo að nokkur nöfn séu nefnd. Ýmsar sögur frá ýmsum tímum af ýmis- legu fólki og fyrirbærum má víst segja. Að sjálfsögðu er hér misjafn sauður í mörgu fé svo sem gengur og gerist og má þó segja að hver hafi sér til ágætis nokkuð. 1 Halldór Kristjáns- son skrifar um bækur VV-JH ■ Þá er að líða að því að síðustu merkin fyrir jól komi út bæði heima og hér í Noregi. Heima eru það merkin með mynd Kristjáns Eldjárn fyrrverandi forseta íslands, í verðgildunum 6,50 og 7,00 krónur. Auk þess er eitt skemmti- legt við þessi merki, en það er að þau eru í gömlu litunum fyrir innanlands burðargjald og burðargjald til útlanda. Þá er þetta þriðja útgáfan frá Joh. Enschedé en Zonen, í Hollandi og auk þess grafin af Czeslaw Slania. Sem djúpprentuð merki eru þau sérstaklega áhugaverð, þar sem afbrigðið er fram kynnu að koma eru yfirleitt gegnum- gangandi í stórum hluta upplags, en ekki í örfáum örkum. 6. desember er auk þess að vera afmælisdagur Kristjáns heitins messu- dagur heilags Nikulásar frá Bár, en hann var verndardýrlingur nokkurra kirkna á íslandi, m.a. kirkjunnar í Odda á Rangárvöllum. Er mynd heilags Niku- lásar í kirkjunni þar, við kór. Auk þess að verndari sjófarenda, var heil. Nikulás fyrsti jólasveinninn, þ.e.a.s. hann er sú fyrirmynd jólasveinsins sem síðar gengur undir ýmsum nöfnum eins og sánkti Kláus o.fl. Sögnin af' Nikulási segir hvernig hann fór til fátækra og skildi eftir hjá þeim gjafir, án þess þeir vissu hver gefið hafði. Þá eru nýlega komin út jólafrímerkin, sem að þessu sinni eru með myndum eftir Friðriku Geirsdóttur og sem slík falleg og vel unnin. Spurningin er og verður samt hvort við eigum að gefa út frímerki, sem líkjast meira jólamerkj- um, en frímerkjum. Þ.e.a.s. skrautút- gáfur. Ég hefi nokkrum sinnum rætt hér í þ.áttunum um útgáfu merkja með myndum af gömlu torfkirkjunum. Þá má einnig geta þess að í þeim er að finna sérstakan stíl, eða bysantískan í innrétt- ingum, t.d. þilið milli kórs og safnaðar, auk skreytinganna á vindskeiðum. Hvort tveggja einkenni er gjarnan mætti undir- strika. Hafa þau reyndar orðið erlendum námsmönnum í arkitektúrprófverkefni. Þann 17. nóvember komu út í Noregi jólafrímerki að verðgildi 2,00 og 2,50 kr. Myndefni þeirra eru málverk. Sleðaferð eftir Axel Ender og Gestirnir koma eftir Gustav Wentzel. Merki þessi eru aðeins gefin út í frímerkjaheftu, með 10 merkj- um í hverju hefti. Þetta þýðir að þau eru aðeins til tökkuð á þrem hliðum, annað- hvort ótökkuð að ofan eða neðan. Henry Welde hefir teiknað ramma og undirbúið prentun merkjanna, en prent- unin er framkvæmd hjá Emil Moestue A/S. Fram til 1969 var 10 króna merki hæsta verðgildið í Noregi. Þá var gefið út 20 króna merki með mynd Ólafs konungs. Nú var loks gefið út 50 króna merki með mynd konungsins, teiknað af Arne E. Holm sem hefir teiknað öll merkin í háu verðgildunum með kon- ungsmyndinni. Þá eru þessi hágildi orðin: 5,00, 10,00, 20,00 og 50,00 krónur. Merkin eru prentuð með djúp- prentun og eru úr olíulit, prentuð hjá Seðlabanka Noregs á gulhvítan pappír með fosfór. Knut Lökke-Sörensen hefir grafið þau. Hér í Noregi er það til siðs hjá póstinum að gefa upp hversu mörg fyrstadagsbréf eru stimpluð hverju sinni. Af evrópumerkjum í sumar voru t.d. 103,551 samstæða stimpluð á fyrsta degi. Alþjóðlegt samgönguár var aftur á móti aðeins lægra í fyrstadags stimplun, eða 97,350 stk. Það væri vissulega skemmti- legt að geta skráð hverju sinni, hve margar samstæður eru stimplaðar á fyrsta degi af' þeim frímerkjum, sem gefin eru út á íslandi. Er það ekki aðeins vegna safnaranna og til þess að vita um sjaldgæfni þeirra, heldur og fyrir sjálfa póstþjónustuna til að fylgjast með hversu mikið af hverri útgáfu fer beint til safnara, en ekki til greiðslu burðar- gjalda með venjulegum póstsendingum. Þá þarf að taka inn í myndina hversu mörg eru stimpluð á fyrsta degi á pósthúsinu í Reykjavík og jafnvel á stærstu pósthúsunum úti á landi, svo að rétt heildarmynd fáist. Að lokum skal svo getið hér skemmti- legrar smáblokkar, er færeyska póst- stjórnin sendi nýlega frá sér, eða réttara sagt 4. nóvember. I blokkinni eru 3 merki, öfl að verðgildi 2,50 kr. Bárður Jákupsson hefir teiknað merkin, sem eru offsetprentuð í 4 litum. Merkin bera myndir níu norrænna þjóðbúninga og eru gefin út af tilefni þess að risið er Norrænt hús í Færeyjum. Þá eru enn- fremur fánar allra Norðurlandanna efst á blokinni, sjö að tölu. íslenska þjóðbún- inginn er a'ð finna á fyrsta merki blokkar- innar. í baksýn eru svo norrænir dalir með trjám og ám. Minna þeir helst á norska og sænska dali. Enda segja Færeyingar oft að frumbyggjar eyjanna hafi verið Norðmenn á leið til íslands, sem urðu svo sjóveikir, að skilja varð þá eftir í Færeyjum. Hvað sem þessari sögn líður, þá er þarna um að ræða einstak- lega fallega blokk. Sigurður H. Þorsteinsson Sigurdur H. Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.