Tíminn - 05.02.1984, Page 8

Tíminn - 05.02.1984, Page 8
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 8 Wwðfí/m Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstotustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefansdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leífsdóttir, Samuel Örn Erlingsson (íþróttir), Skatti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prenlun: Blaðaprent hf. Tökum nýrri tækni með viðeigandi hætti ■ Áhrifa nýrrar tækni á atvinnuvegi á íslandi gætir í æ ríkara mæli og mun í framtíðinni gerbylta framleiðslu og atvinnuháttum. í þessum efnum erum við eftirbátar þeirra þjóða sem lengst eru komnar í tölvu- og rafeindabyltingunni á mörgum sviðum en stöndum jafnfætis þeim á öðrum. Furðulítið hefur verið fjallað um þessi mál, jafnvel eftir að tölvubyltingin er farin að hafa mikil áhrif á fjölmörgum sviðum. Það er þó ekki því að kenna að ekki hafi verið vakin athygli á málinu, heldur hafa stjórnvöld sofið á verðinum allt fram undir síðustu tíma. Á vorþingi 1982 var samþykkt þingsályktunartillaga frá sjö framsóknarmönnum um þróunarhorfur og stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum. Er hún svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er geri athugun á stöðu og þróunarhorfum í upplýsinga- og tölvumálum og á hvern hátt er unnt að stjórna þeirri þróun. Jafnframt skal nefndin benda á kosti varðandi stefnumótun og opinbera ákvarðanatöku á fyrrgreindu sviði. Sérstaklega skal athuga hvernig vinnumarkaðurinn geti aðlagast tölvuvæðingunni án þess að atvinnuöryggi sé stefnt í hættu. Fyrrverandi félagsmálaráðherra gerði ekkert í málinu þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt þessa tillögu framsóknarmanna ein- róma. Fað var ekki fyrr en Alexander Stefánsson tók við embætti félagsmálaráðherra, að skriður komst á málið. Hann skipaði nefnd á s.l. hausti og hefur hvatt hana til að vinna hratt og vel til að vinna upp það tímatap sem varð vegna slóðaskapar og áhugaleysis forvera hans. Sem betur fer eru það ekki einasta framsóknarmenn sem skilja mikilvægi þess að rétt sé brugðist við nýjum viðhorfum í atvinnumálum. Sigríður Dúna spurði í síðustu viku hvað liði að hrinda tillögunni í framkvæmd og kom fram í svari Alexanders Stefánssonar, að hann hafi komið verkinu á góðan rekspöl og gerði grein fyrir nokkrum grundvallarspurningum sem starfshópn- um er ætlað að leita svara við. T.d. hvaða þýðingu rafeindatæknin hefur í sambandi við samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum? Hvaða áhrif hefur þessi nýja tækni á atvinnulífið? Hvaða þættir ráða því hvort og hvenær atvinnugreinar taka nýja tækni í þjónustu sína? Hver er hlutur tækninnar í hagvextinum? Hverjar verða afleiðingar þess að láta undir höfuð leggjast að fjárfesta í nýrri tækni? Hafa tæknibreyting- ar áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðinum? Fræðimenn eru sammála um sum atriði og ósammála um önnur. Flestir eru sammála um að hagnýting nýrrar tækni geti leitt til minnkandi atvinnu um skeið í hlutaðeigandi greinum. En að vandamálin á vinnumarkaðinum verði illleysanlegri ef notkunin er hindruð á einhvern hátt. Slíkt mun leiða til þess að hlutaðeigandi land verður ekki samkeppnisfært á heimsmarkaðin- um og það muni fyrr eða síðar leiða til atvinnuleysis. Flestir virðast sammála því að menntun mannaflans hafi áhrif á það hvort og hvenær atvinnugreinar taki nýja tækni í sína þjónustu. Hún hefur einnig áhrif' á samkeppnisaðstöðuna auk flciri þátta, svo sem á bætta stjórnun og fjárfestingu. Bætt samkeppnisaðstaða leiðir til aukinnar þjóðarframleiðslu og þar með fjölgunar starfa. Félagsmálaráðherra benti á, að íslendingar standi frammi fyrir því að mannafli á vinnumarkaði eykst um 30 þúsund manns næstu 20 árin. Vitað er að margar hefðbundnar atvinnugreinar geta ekki tekið við öllu þessu vinnuafli og í öðrum má jafnvel búast við að aukin tækni leiði til fækkunar starfsfólks. Ekki er útlit á að iðnaður taki við eins stórum hluta þessarar fjölgunar og áður var talið. Þeir sem atvinnumálum stjórna þurfa að stuðla að sem snurðulausastri hagnýtingu nýrrar tækni í atvinnulífinu. Þar verður að leggja mikla áherslu á góða samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Taka verður fullt tillit til afleiðinganna á atvinnuþróun og atvinnuástand, umhverfismál, heilbrigðis- og hollustuhætti, nýtingu auðlinda og margt fleira. Þeir sem innleiða nýja tækni í atvinnurekstri verða að gera sér Ijósar skyldur við starfsmenn sína, gefa þeim hæfilegan aðlögunar- tíma og tækifæri til þjálfunar eða endurmenntunar ef þörf er á. Það er ekki seinna vænna að stjórnvöld taki mál þessi föstum tökum og mæti nýjum tímum með viðeigandi hætti. OÓ ■ Gerður Hassing tekur við verðiaununum úr hendi Helga Jóhannssonar hjá Samvinnuferðum. ,,SÆLUHIJS” hlutskarpast í nafnásamkeppni Samvinnuferða um nafn á hnsunum í Hollandi: Alls bárust 2000 bréf með 6-8 þúsund nöfnum ■ Alls bárust um 2000 bréf í samkeppni ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða- Landsýn sem hún efndi til um nafn á húsunum sem viðskiptavinir SL geta tekið á leigu í Hollandi og voru alls á milli 6 og 8 þúsund nöfn í bréfunum. Fyrir valinu varð nafnið SÆLUHÚS en um það orð segir í greinargerð dómnefndar: „í hugum fólks er þetta nafn tengt ferðalögum og gistingu, auk þess sem fyrri hlutinn minnir á sælu - sem vissu- lega fylgir vel heppnaðri dvöl í lciguhú?- um Samvinnuferða-Landsýnar. Við álítum það tvímælalaust besta kostinn og leggjum til að húsin verði nefnd sæluhús." A blaðamannafundi þar sem niður- stöður samkeppninnar voru kynntar kom fram að um þriðja hvert nafn sem barst var SÆLUHÚS og var dregið um hver skyldi hljóta verðlaunin. Þau hlaut Gerður Hassing og eru þau þriggja vikna dvöl fyrir hana og fjöiskyldu hennar í sæluhúsi á surnri komanda. Hjá forráðamönnum SL á fundinum kom fram að mikil ásókn er í ferðir í sumarhúsin í Hollandi og eiga nú þegar um 1000 manns staðfestar bókanir í þau en nær óþekkt mun vera í ferðaskrif- stofuheiminum að svo margar staðfestar bókanir berist í ferðir svo snemma vetrar. -FRI Ráðstefna norrænna æskulýðssamtaka frjálslyndra- og róttækra flokka: „Kjarnorkuslys hefði hræðilegar afleiðing- ar fyrir landsmenn” ■ „Kjarnorkuslys á hafsvæðunum um- hverfis ísland hefði hræðilegarafleiðing- ar fyrir landsmenn. Fiskimiðin gætu eyðilagst í einni svipan. Hver kærði sig um að kaupa geislavirkan fisk frá ís- landi? Slíkt slys gæti kippt fótunum undan lífsafkomu íslendinga. Þessvegna má sá þáttur vígbúnaðarkapphlaupsins, sem tekur til hernaðartækja á og í hafinu alls ekki gleymast í afvopnunarviðræð- unum“, sagði Guðmundur G. Þórarins- son, fyrrv. þingm., í erindi, sem hann flutti á ráðstefnu norrænna æskulýðs- samtaka frjálslyndra- og róttækra flokka, Nordens liberala och radikala ungdomsförbund, sem Samband ungra framsóknarmanna á aðild að. Við opnun ráðstefnunnar, sem haldin var um síðustu helgi, að Hótel Loft- leiðum, flutti formaður framsóknar- flokksins, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ávarp. í því fjallaði forsætisráðherra um íslensk stjórnmál, Framsóknarflokkinn og þau vandamál sem við er að glíma í íslensku efnahags- lífi um þessar mundir. Tvö erindi voru flutt á ráðstefnunni. Eins og kom fram í upphafi flutti Guðmundur G. Þórarinsson annað er- indið, sem fjallaði um vígbúnaðarkapp- hlaupið í hafinu. Hitt erindið var um réttinn til hafsbotnsins. í því fjallaði Guðmundur Eiríksson, sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í hafréttarmál- um. um þau ákvæði hafréttarsáttmálans sem taka til auðlinda'á og undir hafs- botninum. Að loknum erindaflutningnum var ráðstefnugestum skipt í þrjá umræðu- hópa, sem fjölluðu um mengun hafsins, réttinn til auðæfa á og undir hafsbotnin- um og vígbúnaðarkapphlaupið í hafinu. M.a. var um það rætt að skylda bæri stórveldin til að tilkynna ferðir hernaðar- tækja um hafið líkt og tíðkast um hernaðarflutninga á landi. Ráðstefnunni lauk síðdegis á sunnu- daginn. Þátttakendur voru samtals 22 frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ráðstefnustjóri var Guðmundur Guðmundsson, fræðslufull- trúi. ■ Alls sátu 22 þátttakendur frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð ráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum á vegum norrænna æskulýðssamtaka frjálslyndra og róttækra flokka á Norðurlöndum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.