Tíminn - 05.02.1984, Page 9
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
9
menn og málefni
Ekki heilbrigt að erlendnr auð'
hringur ráði lanuaþrúun á íslandi
■ Kaupkröfur starfsmanna ísals í
Straumsvík byggjast að talsverðu leyti
á því að álverð hefur farið hækkandi á
heimsmarkaði og hagur fyrirtækisins
vænkast verulega eftir verðlægðina á
árunum 1981-’82. Fyrirtækið hefur
búið við lágt orkuverð sem þó tókst að
fá hækkað nokkuð fyrr í vetur, en
betur má ef duga skal og knýja íslensk
stjórnvöld fast á um að fá rafmagns-
verðið hækkað. Eru þær kröfur m.a.
byggðar á því að við þurfum að fá
kostnaðarverð fyrir orkuna, og ætti
Alusuisse að vera vorkunnarlaust að
koma til móts við þær kröfur, ekki síst
fyrir þá sök að álverð hefur farið
hækkandi.
Þau ummæli forstjóra ísals, að fyrir-
tækið geti vel staðið undir verulegum
launahækkunum hafa verið blásin út í
Þjóðviljanum og sjálfsagt átt sinn þátt
í því að starfsmennirnir héldu fast við
kaupkröfur, sem voru langt yfir þeim
mörkum sem nokkur von er til að hægt
verði að greiða af öðrum aðilum á
Islandi eins og nú árar. Forstjórinn
hefur gefið út yfirlýsingu um að um-
mælin séu ekki eftir sér höfð, enda hafi
hann aldrei látið sér til hugar koma að
gefa slíka yfirlýsingu á meðan á samn-
ingaviðræðum stóð. En tilvitnuð um-
mæli hafa verið betur auglýst en leið-
réttingin.
En hvað sem því líður sýnir það sig
í Straumsvík, að áhrifavald erlends
auðhrings á íslenskt atvinnulíf getur
verið meira en lítið vafasamt, ef hann
þarf ekki að hlíta sömu efnahagslög-
málum og önnur fyrirtæki í landinu.
Þess vegna er nauðsynlegt að álverið
semji á svipuðum nótum og aðrir um
kaup og kjör starfsmanna sinna. Af
þeirri ástæðu heimilaði ríkisstjórnin
að fyrirtækið gæti sótt um upptöku í
Félag ísl. iðnrekenda, sem aftur ér
aðili að Vinnuveitendasambandi
íslands.
Þegar álsamningurinn var gerður
árið 1966 var að kröfu Alþýðuflokks-
ins, sem þá var aðili að viðreisnar-
stjórninni ásamt Sjálfstæðisflokknum,
lagt blátt bann við því að fyrirtækið
gerðist aðili að nokkrum samtökum
atvinnurekenda, enda var talið að með
því móti væri erlenda auðhringnum
opnuð leið til óæskilegra áhrifa á
atvinnulíf hér á landi og þar með
efnahagslífið.
Fljótlega tókst starfsmönnum Isals
að ná betri kjarasamningum en öðrum
launþegum og hafa allt síðan búið við
betri kjören aðrir. Stjórnendur álvers-
ins þurftu ekki að hafa áhyggjur af
stopulum fiskigöngum eða slæmu ár-
ferði eins og aðrir framleiðsluatvinnu-
vegir á íslandi, og þjóðartekjur þurftu
ekki að hafa áhrif á launagreiðslurnar
í Straumsvík.
Hefur meiri áhrif
á efnahagslífið utan
samtaka
Starfsmenn í íslenskum verksmiðj-
um, sem að mestu eða öllu leyti eru í
eigu ríkisins, fóru að taka mið af
kjarasamningum í álverinu og hafa
náð með því umtalsverðum kjarabót-
um fram yfir það sem gerist á al-
mennum vinnumarkaði.
Það hefur sem sagt komið í Ijós að
með því að gefa auðhringnum frjálsar
hendur til að semja við sína starfsmenn
og halda Isal utan þeirra samtaka sem
semja um kaup og kjör á íslandi, hefur
hann meiri áhrif á íslenskt efnahagslíf
en með því að binda hendur fyrirtækis-
ins innan samtaka innlendra atvinnu-
rekenda.
Launþegar hafa átt drjúgan þátt í
því hve vel hefur til tekist að vinna bug
á verðbólgunni, sem var að kafsigla
allt athafnalíf í landinu þegar ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
greip í taumana með svo eftirminni-
legum hætti. Það kemur ekki til mála,
að sá mikli og góði árangur sem náðst
hefur verði að engu gerður með samn-
ingum við fyritæki sem ekki lýtur
lögmálum íslensks atvinnulífs.
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að
veita ísal heimild til að ganga í samtök
atvinnurekenda, hefur verið harðlega
gagnrýnd af stjórnarandstöðunni,
aðallega á þeirri forsendu, að með því
væri verið að hleypa útlendingum til
óæskilegra áhrifa á íslenskt efnahags-
líf. En þessu er einmitt öfugt farið. Það
er verið að reyna að draga úr erlendum
áhrifum á íslenskan vinnumarkað.
Um þetta atriði urðu miklar um-
ræður á Alþingi í byrjun síðustu viku
og skýrði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra ítarlega frá hvers
vegna veitt var heimild til að leyfa ísal
að gerast aðili að samtökum atvinnu-
rekenda.
Áhrifin takmörkuð
Hann sagði efnislega, að áður en
ákvörðunin var tekin hafi verið rætt
við marga menn sem eru máli þessu
tengdir á binn hátt eða annan og ekki
hefði verið um neina skyndiákvörðun
að ræða. En heimildin var veitt með
því skilyrði að ekki yrði um að ræða
beina inngöngu Isals í Vinnuveitenda-
samband íslands heldur að félagið
gerðist, ef það óskaði, fullur aðili að
Félagi ísl. iðnrekenda óg gæti þannig
gerst óbeinn aðili að Vinnuveitenda-
sambandi íslands.
Forsætisráðherra kveðst gera á
þessu mikinn mun. Þær reglur gilda
innan Félags ísl. iðnrekenda að þar
getur enginn farið með nema 4% af
atkvæðum þess félags hjá Vinnuveit-
endasambandinu. Munu þegar vera
fjögur félög innan samtaka iðnrek-
enda, sem eru undir þessu þaki.
Ahrif Isal í Vinnuveitendasamband-
inu verða því aldrei nema brot af
þessum 4% atkvæðum Félags ísl. iðn-
rekenda. Er þetta allt annað en bein
aðild ísals að Vinnuveitendasamband-
inu.
ísal hefur þegar verið aðili að Félagi
ísl. iðnrekenda að öðru leyti en því er
hvað varðar kjaramál, eða allt frá
1977. Sömuleiðis hefur ísal árum sam-
an haft samning við Vinnuveitenda-
samband íslands um fjölbreytta þjón-
ustu, ekki síst meðan á kjaradeilum
stendur.
Af framansögðu er ljóst að það eru
miklar ýkjur og öfgar að ísal sé að
gerast áhrifamikill aðili að Vinnuveit-
endasambandinu þótt fyrirtækinu sé
heimilað að ganga í Félag ísl. iðnrek-
enda.
Ákvörðun sem
ekki stóðst
Steingrímur Hermannsson segist
vera þeirrar skoðunar, að það hafi
komið í ljós, að sú ákvörðun að meina
Isal að gerast aðili að samtökum ís-
lenskra atvinnurekenda hafi ekki verið
rétt. Að það sé langtum betra og
heilbrigðara að launaákvarðanir hjá
fyrirtækinu, sem er í erlendri eigu,
verði í samræmi við það sem ákveðið
er á íslenskum launamarkaði.
Ef ísal óskar og ákveður að gerast
fullur aðili að Félagi ísl. iðnrekenda,
þá verður ákvarðanataka um launa-
greiðslur samræmd því sem ákveðið
kann að verða hverju sinni af aðilum
vinnumarkaðarins innanlands. Það er
ekki heilbrigt að erlendur hringur
ákveði þau laun sem hann greiðir í því
fyrirtæki sem hann kann að eiga hér á
landi, án þess að tekið sé fullt tillit til
þess sem tíðkast á hinum almenna
vinnumarkaði.
Fundist hefur skynsamleg lausn á
þessu máli með því að ísal gerist fullur
aðili að samtökum iðnrekenda, ef þess
verður óskað, en hafi samt ekki þau
áhrif á Vinnuveitendasambandið sem
margir hafa hræðst.
Forsætisráðherra lýsti einnig þcirri
skoðun sinni að rétt væri að þau
fyrirtæki sem eru í umsjá iðnaðarráð-
herra sæki einnig um upptöku í samtök
vinnuveitenda. Hvað það snertir ber
einnig að læra af reynslu. Reynsla
undanfarinna ára sýnist ekki jákvæð,
að því leyti að samningar við þessar
verksmiðjur hafi verið í eins góðu
samræmi við það, sem gert hefur verið
á hinum almenna vinnumarkaði, og
æskilegt er. Staðreyndin er, að þessir
samningar hafa iðulega gengið lengra
heldur en samið hefur verið um við
almenna launþega. Samningar í verk-
smiðjunum hafa yfirleitt fylgt á eftir,
hafa oftast verið gerðir eftir að aðrir
hafa samið, og vissulega stundum orð-
ið þeim, sem staðið hafa fyrir samning-
um á hinum almenna vinnumarkaði,
til leiðinda og vandræða.
Samningar við Isal hafa haft mikil og
víðtæk áhrif á ýmis iðnaðarfyrirtæki
ríkisins. Þar hefur að sjálfsögðu verið
viðmiðun og samanburður, og erfitt
hefur stundum verið að standa gegn
því að ýmis launakjör, sem hinn er-
lendi hringur kaus að veita sínum
starfsmönnum, yrði ekki veittur starfs-
mönnum íslenskra fyrirtækja, sem að
sumu leyti hafa unnið við svipaðar
aðstæður. Og þá hefur þess að sjálf-
sögðu ekki ávallt verið gætt, hvort
afkoma þessara fyrirtækja hafi verið
slík, að undirlaunahækkunum af þessu
tagi hafi, í raun og veru verið staðið.
Reynsla undanfarinna ára hefur
sýnt, að rétt er að stuðla að því að
heildarsamningar séu um kaup og kjör
í íslensku atvinnu- og efnahagslífi.
Fleiri verða að
sýna ábyrgð en
ríkisstjórnin
Deilt hefur verið á ríkisstjórnina
fyrir afskipti af kjaramálum, og því
haldið fram að ekki sé samræmi í því
að ákvarða lágmarkssvigrúm fyrir
launahækkanir og segja jafnframt að
launþegar og atvinnurekendur séu
frjálsir að gera þá samninga sem þeim
sýnist.
Hið rétta er, að það hefur verið
margítrekað að aðilarvinnumarkaðar-
ins eru ábyrgir fyrir þeim samningum
sem þeir gera. En forsætisráðherra
hefur lýst því yfir að atvinnurekendur
Oddur Olafsson |Jj
skrifar §||/j
geti ekki vænst gengisfellingar eða
einhverra slíkra ráðstafanan af hálfu
ríkisvaldsins ef þeir gera óraunhæfa
samninga sem fyrirtækin fái ekki risið
undir. Með þessu eru þeir, sem með
kjarasamninga fara kvaddir til ábyrgð-
ar á gjörðum sínum. Samningar verða
að vera innan þess ramma sem þjóðar-
framleiðslan leyfir. Annað kallar ein-
ungis á mögnun verðbólgu og aukn-
ingu erlendra skulda.
Slíkt bætir ekki kjörin en veikir
undirstöður þjóðarbúsins.
Stöðugleiki eða
verðbólga
A þeim aðlögunartíma sem ríkis-
stjórnin tók sér til að kveða óðaverð-
bólguna í kútinn og koma á jafnvægi í
veigamestu atriðum efnahagsstefnunn-
ar, svo sem stöðugu gcngi, hefur tekist
að ná verðbólgunni úr 130% í 15% og
er það enn betri árangur en að var
stefnt. Viðskiptahallinn minnkaði úr
10% árið 1982 í 2,5% en þegar efna-
hagsráðstafanirnar voru gerðar að
veruleika stefndi hann í 10%, á nýjan
leik, eða um mánaðamótin maí - júní
á síðasta ári. Tekist hefur að halda
erlendum skuldum innan við 60% eins
og að var stefnt. Síðast en ekki síst er
það glöggt merki um efnahagslegan
stöðugleika, að vextir hafa verið lækk-
aðir um rúmlega helming.
Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum liggur ljós fyrir, og hún er sá
rammi sem aðilum vinnumarkaðarins
er ætlað að starfa innan. Stefnt er að
því að gengi verði ekki breytt meira en
um 5% nema sérstakar utanaðkom-
andi ástæður valdi. Þá er stefnt að því
að ná verðbólgu niður í 10% eða
jafnvel minna á þessu ári. Þjóðhags-
áætlun gerir ráð fyrir að svigrúm til
launahækkana innan þessa ramma
verði að meðaltali 6%. Þá er markmið
að ná viðskiptahallanum niður i 1% á
árinu.
En síðan hefur komið í Ijós að um
verulegan samdrátt í þorskveiðum
verður að ræða og þar með í þjóðar-
tekjum og minnkaði þá svigrúmið
niður í 4%.
I fyrrgreindum umræðum sagði
Steingrímur Hermannsson að spyrja
mætti hvort ríkisstjórnin væri ekki að
skipta sér af kjarasamningum með því
að gefa út yfirlýsingu um takmarkið í
efnahagsmálum. Það hefur hún gert og
það er beinlínis skylda hennar að birta
þær forsendur, sem aðilar vinnumark-
aðarins geta farið eftir í samningum
sín á milli um kaup og kjör. Ef
kjarasamningar fara út fyrir þann
ramma sem settur hefur verið,samrým-
ist það alis ekki markmiðum ríkis-
stjórnarinnar.
Forsætisráðherra sagði: „Þá munum
við ekki ná verðbólgunni niður í 10%.
Þá munum við ekki ná því markmiði
að viðskiptahalli verði unt eða innan
við 1%. Þá munum við ekki ná því að
erlendar skuldir verði innan við 60%
Við þær aðstæður sem nú ríkja er
nokkurt svigrúm til að bæta kjör þeirra
sem verst eru settir og allir eru í orði
kveðnu sammála um að bera eigi
meira úr býtum úr samningunum nú en
’ hinir sem hærri hafa launin. En raunin
virðist vera önnur þegar til kastanna
kemur. Starfsmennirnir í Straumsvík
ríða á vaðið til að knýja fram launa-
hækkanir, og samningsaðili þeirra er
erlendur auðhringur, sem ekkert tillit
þarf að taka til blákaldra staðreynda í
íslensku efnahagslífi. Ef „ísinn verður
brotinn" í Straumsvík verður erfitt að
neita láglaunafólki á íslenskum vinnu-
markaði um ríflegar kjarabætur.
Þegar þetta er skrifað standa enn
yfir samningaviðræður og vonandi
tekst að semja um þau kjör sem ekki
verða íslensku efnahagslífi ofviða þótt
ísal geti borgað.