Tíminn - 15.02.1984, Síða 7

Tíminn - 15.02.1984, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 19M ■ Nú þegar sjónvarpið sýnir klukkutímum saman skíðagöngur og skautahlaup fyrir áhugafólk, þar sem keppendur líkjast helst vélmennum, er svolítil tilbreyting í því að sjá eitthvað innilegt og mannlegt frá Olympíu-leikunum. Þessi mynd af pari í skautadansi er af hinu fræga skautapari J ayne Torvill og Christopher Dean, og hér eru það svo sannarlcga ekki neinir „róbotar“ á ferðinni. Parið er þarna á æfingu fyrir keppnina í skautadansi og þykir hafa ntikla möguleika í sinni grein. Ljósmynd- arinn kallaði myndina „GULLKOSSINN“, og kannski verður það sannnefni, þ.e.a.s. ef þau hreppa gullið. sönginn, „Rís upp birkitré“. lengst á ferli sínum, þegar hann tefldi um heimsmeist- aratitilinn við þá Botvinnik, Keres og dr. Euwe að Alj- ékhín heimsmeistara látnum. „Þá sigraði Bot- vinnik, en ég varð í þriðja sæti.“ Teflirðu mikið enn þann dag í dag? „Nei, ekki nærrieinsmik- ið og áður. Það gerir aldur- inn. Er það ekki samt svo að skákmenn endast lengur nú en fyrr, samanber árangur manna eins og Smyslovs, Kortsnojs og fleiri? „Fólk er hraustara nú en fyrr og lifir lengur. Það gildir líka um skákmenn.“ Hverjir heldurðu að séu sigurstranglegastir a mótinu núna? „Sovétmennirnir, Geller og Balashov eru mjög sterk- ir skákmenn. Það eru líka sterkir menn frá Bandaríkj- unum hér, eins og Larry Christiansen, sem er mjög öflugur skákmaður, svo og Robert Byrne. Hafði sigur Fischers í einvíginu við Spassky á sín- um tíma mikil áhrif á skák- lífið í heimalandi ykkar og skákáhugann þar? „Það er slæmt að Fischer skuli hafa hætt að tefla. Hann gerði skákina vinsæla. Það væri meiri skákáhugi nú, ef hann hefði haldið áfram. En ég held að hann muni ekki tefla meir. Hann hefur misst áhugann á að tefla og ég held að hann sé óhamingjusamur og ein- mana maður. Nei, ég get ekki fullyrt að hann hafi verið sterkasti skákmaður- inn sem kom fram eftir stríð, Karpov t.d. er mjög sterkur, þessir tveir menn eru tvímælalaust í tölu þeirra bestu. -JGK ■ Ræöa Chernenkos á miöstjórnarfundin- um benti til að hann ætlaði að fylgja í megindráttum stefnu Andropovs ■ Gromyko mun sennilega fá enn meiri völd i utanríkismálum. Chernenko boðaði endur- skipulagningu og aga Hann forðaðist ádeilur á önnur ríki í ræðu sinni FRÉTTASKÝRENDUR vinna nú að athugun á ræðu þeirri, sem Konstantín Chernenko flútti á fundi miðstjórnar Kommúnista- flokksins eftir að hann hafði verið kjörinn formaður flokksins. Ræðan þykirekki sér- staklega hnitmiðuð. Margt í henni sé orðað þannig, að Chernenko vilji halda fleiri leiðum opnum. Ýmsir kaflar í ræðunrti benda til þess, að það sé ásetningur Chernenkos að halda áfram þeirri stefnu Andropovs að auka framleiðni með bættum vinnu- brögðum og meiri aga. Hann segir t.d. á einum stað (þýðing APN): „Spurningin um skipulagningu og röð og reglu er lykill, sem er okkur brýnt mál. Þar getur ekki verið um neitt tvenns konar sjónarmið að ræða. Sérhver deyfð og ábyrgðarleysi hefur ekki aðeins í för með sér alvar- lega félagslegan og siðferðisleg- an skaða. Við, kommúnistar, og milljónir sovéskra þegna skiljum þetta vel. Og það er eðlilegt að ráðstafanir þær, sem flokkurinn . hefur samþykkt í því skyni að auka vinnu-framleiðslu- áætlun- ar- og ríkisaga og efla sósíalískt lögmæti hafi fengið góðar undir- tektir allrar þjóðarinnar. Hvað varðar grundvallarstefnu í þróun efnahagslífs okkar, þá hefur flokkurinn þegar sett hana skýrt fram. Aukin og hraðari innleiðsla ávinninga á sviði vís- inda og tækni í framleiðsluna, framkvæmd umfangsmikilla og víðtækra ráðstafana á að efla framleiðsluöfl þjóðfélags okkar á nýtt og betra stig. Kerfi efnahagsstjórnunarinn- ar og allt efnahagslíf okkar krefst alvarlegrar endurskipulagning- ar. Starf á þessu sviði er rétt hafið. Þar er um að ræða um- fangsmikla efnahagslega tilraun til að efla réttindi og auka ábyrgð fyrirtækjanna. Verið er að leita nýrra aðferða og leiða stjórnunar á þjónustusviðinu. Það verður vafalaust hagnýtt og hjálparokk- ur til að leysa mikilvæg strategísk mál varðandi aukna framleiðni í þjóðarbúskapnum. Við skulum spyrja okkur sjálfa: Verður það ekki þannig að biðin eftir nýjum árangri af tilraunum verður fyrir suma forystumenn í þjóðarbú- skapnum eins konar ástæða til að fela eigin aðgerðarleysi og óskina um að vinna upp á gamla mátann? Það þarf ekki að taka það fram, að endurnýjun í efna- hagslífinu er mikilvægt mál. Það er gott ráð að fylgja gömlu reglunni á þessu sviði: Mældu sjö sinnum og sagaðu svo. En þetta afsakar ekki þá, sem vijja alls ekki taka tillit til breyttra aðstæðna og nýrra þarfa í líf- inu. Við væntum þess af starfs- mönnum okkar í efnahagslífinu að þeir sýni meira sjálfstæði á öllum stigum, séu djarfir í leit sinni og ef nauðsyn krefur, taki réttlætanlega áhættu í nafni þess að auka framleiðni efnahagslífs- ins og tryggja bætt lífskjör þjóð- arinnar." ÞÁ LAGÐI Chernenko mikla áherzlu á aukna vöruvöndun. Hann sagði: „Hin nýja fimm ára áætlun á fyrst og fremst að vera upphaf á miklum breytingum í gæðaátt á sviði framleiðslu, fimm ára áætl- un sem verður vendipunktur í öllum greinum þjóðarbúskapar- ins í átt til aukningar. Efnisleg og tæknileg undirstaða og stjórn- kerfi dagsins í dag ættu að kom- ast á nýtt og meira gæðastig. Það er engu að síður mikil- vægara að tryggja aukin innri tengsl milli efnahagslegra, fé- lagslegra og menntalegra fram- fara hinssovéskaþjóðfélags. Það er ómögulegt að koma efnahags- lífinu á nýtt gæðastig nema að skapa nauðsynlegar félagslegar og hugmyndafræðilegar forsend- ur þar til. Það er einnig ómögu- legt að leysa knýjandi vandamál varðandi þróún sósíalískrar vit- undar án þess að treysta á trausta undirstöðu efnahagslegr- ar og félagslegrar stefnu.“ UM alþjóðamálin sagði Chern- enko m.a.: „Baráttan fyrir varanlegum friði, frelsi og sjálfstæði þjóð- anna var ætíð í brennidepli hjá Júrí Vladimirovits Andropov. Undir forystu hans mótaði fram- kvæmdanefnd miðstjórnar KFS og helstu stofnanir ríkis okkar virka utanríkisstefnu, spm beindist að því að losa mannkyn- ið við ógnun kjarnorkustyrjald- ar. Þessi leníníska friðarstefna, en útlínurhennarvorumarkaðar í samþykktum síðustu þinga KFS, er í samræmi við grundvallar- hagsmuni sovésku þjóðarinnar og í raun annarra þjóða heims- ins. Og við lýsum því staðfast- lega yfir: Við munum ekki hvika um þumlung frá þeirri stefnu. Það er Ijóst, félagar, að árang- urinn af þeim aðgerðum, sem miða að því að varðveita og efla frið er í miklum mæli kominn undir því hversu mikil áhrif sós- íalísku landanna eru á alþjóða- vettvangi, hversu öflugar, markvissar og samræmdar að- gerðir þeirra verða. Lönd okkar álíta friðinn sitt lífshagsmuna- mál. í því efni munum við leitast við að efla samvinnu við öll lönd hins sósíalíska samfélags á öllum sviðum, þar á meðal svo mikil- vægu sviði sem efnahagssviðinu, erum við að leggja mikið af mörkum til málstaðar friðarins, framfara og öryggis þjóðanna. Þegar við ávörpum bræðra- lörtdin, segjum við: í Sovétríkj- unum munuð þið finna sem áður traustan vin og tryggan banda- mann. Eitt grundvallaratriði í stefnu fiokks okkar og sovéska ríkisins á sviði utanríkismála hefur verið og verður samstaða með þjóðum, sem hafa varpað af sér oki nýlendustefnunnar og lagt út á. braut sjálfstæðrar þróunar. Einkum með þjóðum, sem hafa orðið að hrinda af sér árásum heimsvaldaaflanna, sem skapa hættulegar aðstæður blóðugs of- beldisog styrjaldarhættu íhinum og þessum heimshlutum. Að taka afstöðu með réttlátri bar- áttu þjóðanna og að vinna að því að útrýma slíkri hættu er í dag óaðskiljanlegur og mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir varan- Þórarinn Þórarinsson, ritstjori, skrifar legum friði á jörðu. Afstaða flokks okkar t þcssum efnum cr skýr, hrcin og göfug. Og við munum aðhyllast hana áfram. Nú skal vikið að samskiptun- um við kapitalísku löndin. Hinn mikli Lenín arfleiddi okkur að reglunni um friðsamlega sambúð ríkja, sem búa við ólíkt stjórn- skipulag. Við erum stöðugt tryggir þessari reglu. Nú á dögum, á kjarnorkuöld og öld nákvæmra eldflauga, er fólki þörf á henni meira en nokkru sinni fyrr. Því miður virð' ' sumir leiðtogar í hinum ísku löndum ekki gera sér grein fyrir því eða vilja það ekki. Við sjáum í dag vel þá ógnun, sem mannkyninu stafar af kæru- leysislegum aðgerðum árásarafla heimsvaldasinna - og við segum það fullum hálsi til að beina athygli fólks um heim allan að því. Við þurfum ekki hernaðar- yfirburði. Við höfum ekki í hyggju að þröngva vilja okkar upp á aðra. En við leyfum ekki að því hernaðarlega jafnvægi, sem skapast hefur, verði raskað. Og við skulum ekki láta neinn velkjast í vafa þar um: Við munum sjá til þess að varnar- máttur landsins verði efldur, að við höfum nægar aðferðir til að kæla höfuðið á hernaðarsinnun- um. Þetta er, félagar, mjög mikilvæg forsenda til að varð- veita friðinn. Sovétríkin sem mikið sósíal- ískt afl gera sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart þjóðunum varðandi varðveislu og eflingu friðarins. Við erum fylgjandi friðsamlegri og gagnhagkvæmri samvinnu við öll ríki í öllum álfum. Við erum fylgjandi frið- samlegri lausn allra deilúmála á alþjóðavettvangi með alvar- legum, jöfnum og raunhæfum viðræðum. Sovétríkin munu vinna með öllum ríkjum, sem eru reiðubúin til að aðstoða við að draga úr spennu á alþjóða- vettvangi og skapa traust í heim- inum. Með öðrum orðum - með þeim sem vilja ekki láta hlutina leiða til styrjaldar, heldur efla undirstöðu friðar. Við álítum að til þess að ná fram þessum mark- miðum skuli nota öll tiltæk ráð, þar á meðal Sameinuðu Þjóðirn- ar, sem hafa verið stofnaðar til að varðveita og efla friðinn." Það vekur ekki minnst athygli, að í ræðukaflanum, sem fjallar um alþjóðamálin, forðast Chern- enko ádeilur á önnur ríki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.