Tíminn - 16.03.1984, Page 4

Tíminn - 16.03.1984, Page 4
FOSTUDAGUR 16. MARS 1984 fréttir V „VERIÐ AÐ NIÐURLÆGIA ÞETTA FDIX -segja forsvarsmenn undirskriftasöfnunar gegn unglingataxtanum ■ Undirskriftasöfnun (jögurra lands- samtaka ungs fólks gegn þeim ákvæðum nýgerðra kjarasmninga þar sera kveður á um iægri lágmarkslaun þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri eða unnið skemur en 6 mánuði í sömu starfsgrein, var kynnt á blaðamannafundi í gær. Að undirskriftarsöfnuninni sem hófst í gær standa Bandalag íslenskra sérskóla- nema, lðnnemasamband Islands, Lands- samband mennta- og Ijölbrautaskóla- nema og Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins. Undirskriftarlistum þess- um verður dreift á vinnustöðum og í skólum en á þeim segir meðal annars að þessi ákvæði komi mjög illa við skólafólk í sumarvinnu og er skorað á atvinnurek- endur,pg eða Alþingi að tryggja leiðrétt- ingu þessa máls. Leitað verður samstarfs við önnur landssamtök ungs fólks svo og verkalýðsfélög út um land allt. Aætlað er að söfnuninni Ijúki í byrjun næsta mánaðar og verða listarnir þá afhentir forsætisráðherra á útifundi við Alþingi. „Og það verða engin þögul mótmæli", sagði Ólafur Ólafsson einn forsvars- manna söfnunarinnar, „og væntanlega fáum við höfunda samninganna, þá Ásmund Stefánsson og Magnús Gunn- arsson til þess að vera viðstadda". í greinagerð með undirskriftalistanum kemur fram, að lágmarksdagvinnutekjur unglinga á aldrinum 16 til 18 ára eru 11.509 meðan 18 ára og eldri frá 12.660. Unglingataxtinn gildir jafnframt fyrir þá sem ekki hafa unnið 6 mánuði í viðkom- andi starfsgrein. „Það er verið að niður- lægja fólk. Við teljum ekki að líta beri á þetta fólk sem einhvern annars flokks starfskraft", sagði Ólafur Ástgeirsson fulltrúi BÍSN við söfnunina. Þá kom fram hjá þeim félögum að mál þetta snertir ekki aðeins námsmenn og ungt fólk. Iðnnemar sem verið hafa í verk- námi fá það í engu metið þegar þeir hefja störf í faginu úti á vinnumarkaðin- um. Sömuleiðis kemur þetta sér illa fyrir heimavinnandi húsmæður sem eru að fara út á vinnumarkaðinn. Þær fá hús- móðurstarf sitt hvergi metið. Við tökum ekki afstöðu til samning- anna í heild, það eru þessi ákvæði um unglingataxtana sem við viljum fá hnekkt, sögðu forsvarsmenn undir- skriftasöfnunarinnar. Við vitum, sögðu þeir að þetta ákvæði var verslunarvara í kjarasamningunum og hvað svo sem það var sem fékkst í þeim kaupum þá teljum við þetta forkastanleg vinnubrögð. Það má ekki gerast að verkalýðshreyfingin selji réttindi sem hún náði fram fyrir nær 50 árum. Eða hver hefur heyrt að ástandið á íslandi sé verra 1984 en það var í kreppunni miklu, sögðu fulltrúar landssamtakanna fjögurra sem standa að þessari undirskriftasöfnun. Söfnun undirskrifta hófst í fyrradag og hefur að sögn forsvarsmanna þegar fengið frábærar undirtektir. Norræna félagið í Kópavogi: ,Hámark letinnar" var nafn vídeómyndarinnar sem nemendur gerðu, og sýnir þessi mynd er einn nemenda ekur upp aft skólatöflunni. Kynning á Göran T unström —aðalf undur á undan ■ Á sunnudagskvöldið efnir Norræna félagið í Kópavogi til kynningar á sænska rithöfundinum Göran Tunström, í Þing- hóli, Hamraborg 11. Þá syngur kór Menntaskólans í Kópavogi undir stjórn Martial Nardeau. Göran Tunström hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í febrúarmánuði síðastliðnum. Á kynn- ingunni mun Heimir Pálsson cand. mag. sem sæti átti í verðlaunanefndinni fjalla um Tunström og Arnhildur Jónsdóttir leikkona lesa úr verðlaunabók hans Juloratoriet í þýðingu Heimis. Áður en vakan hefst verður haldinn aðalfundur félagsins og byrjar hann klukkan 20:00. Þar verður meðal annars kynnt hópferð á vinabæjarmót í Norr- köbing í Svíþjóð í sumar en staðurinn á 600 ára afmæli um þessar mundir og verður mikið um dýrðir. MOpin vikaff hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum: FJ0LMHHJIN VAR VINSÆLT VWFANGSEFNI ■ Útvarpsrekstur, blaðaútgáfa, kvikmyndagerð, matargerðarlist og fegrun skólans og nemenda hans var meðal þess sem nemendur Framhaldsskóla Vestmannaeyja einbeittu sér að á „Opinni viku" sem haldin var í skólanum dagana 27. feb. til 2. mars s.l. Allir starfshóparnir sem myndaðir voru í skólanum þessa viku lögðu einnig fram sinn skerf í daglegunt UPPÁKOMUM sem meðal annars beindust að því að reyna á þolrifin í kennurunum - hve fjölfróðir og fjölhæfir þeir reyndust. Fjölmiðlun var vinsælt viðfangsefni á vikuviiinunnar síðan uppi um alla veggi opnu vikunni. Útvarpshópurinn á lokadeginum. Hópur um leiklist og „Blóðrás" útvarpaði 7 klukkustunda félagsstörf æfði stutta leikþætti, funda- dagskrá um bæinn daglega. Efni dag- störf ogframsögn. Fegrunarhópurinn sá skrárinnar var létt tónlist, upplestur, um fegrun á umhverfi skólans og á viðtöl og leikþættir. Innanhúsfréttablað- félögum hópsins og var það vinsælt ið „Slúðrið" kom út daglega og skóla- ' viðfangsefni. Enginn hópur mun þó hafa blaðið „Skyggnir" síðan í lok vikunnar. hlotið lof eins margra og matreiðsluhóp- Nemendur í furðufatnaði dreifðu blað- urinn sem bauð öllum upp á heitan mat inu um bæinn. Vídeóhópur gerði leikna í hádeginu alla daga vikunnar og endaði mynd í léttum dur. Hópurinn samdi síðan með glæsilegu kaffiboði fyrir nem- handritið, lék og annaðist upptöku endur,aðstandendurþeirraogstarfslið. myndarinnar, sem þau sýndu síðan á Opnu vikunni lauk meðskólaskemmt- síðastadegivikunnar. Þátók Ijósmynda- un Hallarlundi og síðan dansleik sem hópurinn fréttamyndir af ýmsum 4. árs nemendur stóðu fyrir. Þess skal að skemmtilegum uppákomum, m.a. þær lokum getið að Framhaldsskólinn í myndir sem birtast hér með frásögn Vestmannaeyjum mun útskrifa sína þessari. fyrstu stúdenta á komandi vori og er því Ýmisslistiðjaáttieinnigmargaáhang- mikill vorhugur sagður í skólastarfinu endur. Handlistahópur vann að búta- um þessar mundir. saumi oe hnýtingu og sýndi árangur - HEI. V í A k*w ■ „Maður getur alltaf á sig blómum bætt“ var mottó fegrunarhópsins. Myndir Ljósmyndahópur F.V. ■ Æfing á ieikþætti: Elín og Magnús leikstjóri. Bæjarstjórn Siglufjardar: Mótmæla leyfis- veitingum til rækju- vinnslu ■ Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkti á fundi sínum nýlega að mótmæla harð- lega leyflsveitingum til rækjuvinnslu um- fram það sem nægir til að nýta þekkt mið innan skynsamlegra marka. Einkum og sérílagi mótmælir bæjarstjórn nýjum eða fyrirhuguðum vinnsluleyfum til að- ila, sem ekki munu geta rekið rækju- vinnslu nema með því móti að láta veiða rækju úti fyrir Norðurlandi, landa henni í norðlenskum höfnum og aka henni síðan í bílum þvert yflr landið til vinnslu. Benda Siglfírðingar á að slík nýting á humarmiðunum fyrir Suðurlandi kæmi að flestra mati ekki til greina. Bæjarstjórn Siglufjarðar minnir jafn- framt á tilmæli sín til sjávarútvegsráð- herra frá því í okt. s.l. um að gerð verði ítarleg rannsókn á veiðiþoli rækjustofns- ins fyrir Norðurlandi. Þar sem margt bendi nú til að stór hluti íslenskra fiskiskipa muni stunda úthafsrækjuveið- ar fyrir Norðurlandi á komandi sumri, telja Siglfirðingar stóra hættu á ofveiði. Nýjar rækjuvinnslustöðvar víðs vegar um land muni ýta undir þá þróun, því Ijóst sé að þekkt rækjuslóð, t.d. við Eldey, eða óþekkt rækjumið út af Aust- 'urlandi muni ekki standa undir aukinni hráefnisþörf nýrra rækjuvinnslustöðva. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.