Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Þá brann Borgarskáli Eimskips Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. Fæddur var fræðimaður þessi hinn 23. febrúar 1909 að Gaulverjabæ í Flóa Doktosprófi lauk hann í klassiskum fræðum frá Miinster í Þýskalandi 1934. Hann þýddi gríska harm- leiki á íslensku. Þar á meðal Antigónu. Löngum var hann skóla- stjóri Verslunarskóla íslands. 2. Þetta ár brann Borgarskáli Eimskips. Menn sigldu fiskibáti til Hollands og komu með hann hlaðinn áfengi til íslands. Fyrsta íslenska þotan kom til landsins. Þrjú hús við Lækjargötu i Reykjavík brunnu til grunna. Togarinn „Brandur" sigldi á haf út með tvo lögreglu- menn 3. Þessi breski fornleifa - fræðingur yljaði Tyrkjum heldur betur undir uggum árið 1918. Naut hann þar aðstoðar sona Husseins emírs af Hedjas. Hann háði skærustríð með bedúínaþjóðum. Hann ritaði bókina „Sjö súl- ur viskunnar". Hann var kenndur við Ar- abíu. 4. í þetta hanastél byrja menn á að setja 4 dl. af kanadísku visky. Þá 2 dl. af sætum verm- outh. Því næst dreitil af „Angos- stura bitter“. Vel fer á að bæta við einu kirsuberi. Loks er auðvitað hrært i öllu saman með ís útí. 5. Tékkneskur stjórnmála - skórungur, fæddur 1850. Hann var nefndur „faðir tékknesku þjóðarinnar". Hann leiddi baráttu hinna kúguðu Tékka og Slóvaka gegn austurrísk-ungverska keisaradæminu. í fyrri heimsstyrjöldinni var hann landflótta. Að fornafni hét hann Tomas Garrigue. 6. Sumir kalla fiskinn „sladda". En Bretar nefna hann „cat- fish“. Lengi hafa Vestfirðingar veitt hann mikið. Liturinn er oftast blágrár með nokkru dekkri röndum. Ekki þykir hann munn - friður. 7. Fæddur er vísindamaður þessi á Ytri Reistará á Galmaströnd 1903. Magister varð hann í nátt- úrufræðum frá Kaup- mannahöfn 1936. Hann hefur ritað mikið um grasafræði. Löngum var bók hans „Gróðurinn" kennd við is- lenska skóla. Lesendum Timans er hann vel kunnur fyrir skrif sín. 00 ■ Á fræðimáli heitir fiskurinn „Clupea harengus" Á frönsku er nafn hans „l’hareng“ Löngum veiddu íslendingar hann í miklum mæli. En nú fæst aðeins takmark- að magn við suðurströnd- ina. Um fiskinn hefur verið sam- inn vals. 9. Skáld þetta fæddist í Fir- ense 1265. Lengi var hann landflótta. Hann ritaði „Um konung- dóniinn'1 (De Monarchia). ítalir telja hann sitt mesta skáld. Þekktasta verk hans er „Hinn guðdómlegi gleði- leikur". ■ o Þetta ár jós maður skyr- blöndu yfir alþingismenn við þingsetu. Ásgeir Ásgeirsson, frv. forseti jslands lést. Halldór Laxness varð sjó- tugur. Landhelgin var færð út í 50 mílur. Fischer og Spassky tefldu um heimsmeistaratitil i Reykjavík. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.