Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 9
STJNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Að leiðarlokum á Trniannm ■ Nú um mánaðamótin eru liðin nákvæmlega þrjú ár síðan ég hóf störf á Tímanum að nýju. Aður hafði ég starfað á blaðinu um tíu ára skeið fram til ársloka 1973 að ég sagði starfi mínu lausu og hvarf til blaðamennsku hjá öðrum fjölmiðlum. Það var á tímum mikilla átaka innan Framsóknarflokks- ins, sem óþarfi er að rekja hér. Þá átti ég satt að segja ekki von á því að koma nokkru sinni aftur til starfa á Tím- anum. En margt breytist í tímans rás og seint á árinu 1980 var farið að ræða það við mig af alvöru að koma aftur á Tímann. Þar voru þá komnir nýir menn til forystu. Halldór Ásgrímsson var orðinn formaður blaðstjórnarinnar og það var hann, sem leitaði til mín um að taka við ritstjórastarfi á blaðinu. Mér var tjáð að með áframhaldandi sömu þróun og verið hefði í sölu blaðsins næstu árin þar á undan, blasti við hrun þess. Það vildu ráðamenn í blaðstjórninni reyna að koma í veg fyrir. Áskrifendatapið 1976-1981 Rekstur Tímans hefur verið mjög erfiður fjárhagslega allt frá því snemma á síðasta áratug. Þegar Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, lét af störfum sem framkvæmdastjóri Tímans árið 1972 var fjárhagsleg staða blaðsins mjög góð og blaðið að heita skuldlaust. Þá hófst svonefndur ,,KraftaverkaTími“(KT). Því tímabili lauk nokkrum árum síðar í gífurlegri skuldasúpu og fjárhagsvandræðum og framkvæmdastjóraskiptum. Jóhann Jónsson sem þá tók við framkvæmda- stjórninni, varð að bregðast við vand- anum með niðurskurði á öllum sviðum. Þegar rætt var við mig í byrjun árs 1981 um ritstjórastarf á Tímanum var mér tjáð, að með þessari niður- skurðarstefnu hefði tekist að koma í veg fyrir greiðsluþrot, en hins vegar hefði samdrátturinn komið fram í lélegra blaði, sem svo aftur leiddi til síminnkandi sölu ívaxandi samkeppni. Blaðið var þannig á þessum árum komið í vítahring niðurskurðar og minnkandi sölu. Á fyrri hluta ársins 1981 vildu ráðamenn blaðsins gera tilraun til að rjúfa þennan vítahring. Eg sé ekki ástæðu til þess nú að nefna tölur um seld eintök af Tímanum vorið 1981, þótt vissulega hafi verið gefið nokkurt tilefni til þess. Hitt er rétt að fram komi, að samkvæmt þeim tölum, sem fram voru lagðar af þáver- andi framkvæmdastjóra blaðsins sumarið 1981, hafði Tíminn tapað hátt í 4.000 áskrifendum á árunum 1976 til vorsins 1981 - þ.e. fram að gerbreyt- ingunni, sem þá var gerð á efni og útliti blaðsins. Blaðstjórnarmenn gerðu sér al- mennt grein fyrir því, að stöðva yrði þessa þróun þá strax um vorið ef takast ætti að halda blaðinu úti næstu árin og leituðu til mín um aðstoð í því efni. Efasemdir Því skal ekki neitað, að ég var í nokkrum vafa um, hvort ég ætti að taka þetta starf að mér. Ýmsir vinir mínir, sem þekktu vel til mála í Framsóknarflokknum, löttu mig til þess á þeirri forsendu, að þar væri ég að fara inn í úlfagreni, þar sem engum væri að treysta ef við þeim væri snúið baki eitt andartak. Mín niðurstaða var þó að lokum sú, að þeim manni, sem þarna hefði forystu - Halldóri Ás- grímssyni - væri fyllilega treystandi. Við ráðningu mína til Tímans vorið 1981 var ritstjórnin skipulögð upp á nýtt. Ég hafði lagt á það áherslu að þurfa ekki að bera ábyrgð á flokks- pólitísku hlutverki blaðsins, enda þá ekki flokksbundinn í Framsóknar- flqkknum og hefði engan hug á að taka persónulega þátt í pólitísku starfi. Blaðstjórnin hafði áður samþykkt að ritstjórar skyldu í framtíðinni vera tveir (þeir voru þrír áður), og varð fullt samkomulag um þá verkaskiptingu, að ég tæki að mér svonefnda dagiega ritstjórn blaðsins - stjórn frétta og almenns efnis og daglcga verkstjórn á ritstjórninni, en meðritstjöri minn skyldi annast stjórnniáiaskrif, tcngsl blaðsins við Framsóknarflokkinn og önnur þau verkcfni, sem tengdust hlutverki blaðsins sem flokksmálgagni. í samræmi við þetta var samþykkt í blaðstjórninni skipurit fyrir ritstjórn- ina, þar sem þessi skýra skipting á milli almennrar ritstjórnar og stjórraálarit- stjórnar var staðfest. Þrátt fyrir þessa skýru verkaskipt- ingu kom fljótlega að því, að ýmsir aðilar í Framsóknarflokknuffi, sem gagnrýndu blaðið fyrir að vera ekki nægilega „litað" flokkspólitískt, beindu spjótum sínum að hinni al- mennu ritstjórn blaðsins. Tókst jafnvel á sama miðstjórnarfundinum í flokkn- um að gagnrýna harðlega stjórnmála- efnið í blaðinu, eða skort á því. og hæla jafnframt þeim, sem þessum málum skyldi stjórna samkvæmt skipu- ritinu, sem besta stjórnmálaskribent landsins, gott ef ekki umheimsins líka. Virtist ýmsum þessi pólitíski geðklofi eðlilegur. Breytingin 1981 Eftir vandlegan undirbúning var framkvæmd gjörbreyting á efni og Sú áskrifendagetraun tókst vel, en henni var hins vegar ekki fylgt eftir sem skyldi - m.a. vegna þess, að við lok hennar var að hefjast undirbúning- ur að stofnun Nútímans h.f. og þá miðað við að nýja félagið tæki við rekstrí blaðsins þegar á síðastliðnu ári og því tiihneigíng rík tll þess að láta allar meiriháttar söluherferðir og breytingar bíða þess. En þrátt fyrir þetta var ávailt um að ræða aukningu kaupenda Tímans í stað hrunsins. sem áður var. Þetta á við unt allt timabilið frá vorinu 1981 fram til síðustu áramóta. Kaupendur blaðsins voru því allnokkru fleiri á síðasta ári en þeir voru þegar ég tók við störfum á biaðinu vorið 1981. „Við viljum fá þig í þann slag“ Þeir, sem þekkja til reksturs Tímans, hafa oft bent á nauðsyn þess að losa blaðið við verulegan hluta þess skuldabagga, sem hvílt hefur á blaðinu undanfarin ár og gert rekstur þess svo erfiðan. Á síðastliðnu vori var loks ákveðið í flokknum að gera eitthvað raunhæft í því efni. Niðurstaðan varð sú að efna til hlutafélags, sem tæki við rekstri blaðsins á- sléttu - þ.e. tæki aðeins við þeim skuldum, sem eignir Forsendur síðdegisútgáfu Um þaðefni segir m.a. í greinargerð minni: „Umræðan um síðdegisblað er til komin vegna þeirrar staðreyndar, að lausasalan er svo til eingöngu á þeim markaði. Vonin um verulega aukna sölu á skörnmum tíma er því bundin við þann markað. En á móti kemur að það er mun dýrara fyrir blaðið að fara út í síðdegisútgáfu en að halda áfram að gefa út morgunblað... Augíjóst er að nokkrar meginfor- sendur verða að vera fyrir hendi til þess að von sé til að síðdegisútgáfa takist sæmilcga. Þessar eru mikilvæg- astar: 1. Aukið fjármagn í sjálfan rekstur blaðsins m.a. vegna stækkunar þess og fjölgunar starfsmanna af þeim sökum. 2. Algjör uppstokkun dreifingarkerf- isins og stjórn þeirra mála. 3. Endurskipulagning auglýsinga- mála. Fjármálastjórnina er annarra um að fjalla. Þessar forsendur eru grundvallarat.riði." U m stærð blaðsins og efni sagði m.a. í greinargerðinni: „Ekki þýðir að bjóða upp á minna en 28 síðna blað ■ Ritstjórn Tímans fékk heillaóskir úr ýmsum áttum eftir breytinguna á blaðinu í útliti Tímans vorið 1981. Þærbreyting- ar voru gerðar innan þess þrönga fjárhagsramma, sem blaðinu var settur. Það varð því að velja og hafna, þar sem umtalsverð stækkun blaðsins kom ekki til greina af fjárhagsástæð- um. Við á almennu ritstjórninni lögðum megináherslu á tvennt við breyting- una. Annars vegar að efla stórlega innlenda fréttaþjónustu blaðsins og freista þess að gera Tímann að einu besta innlenda fréttablaði landsins. Hins vegar að búa til góða helgarút- gáfu. Það var almennt álit manna eftir breytinguna vorið 1981 að þetta hvoru- tveggja hefði tekist bærilega. Árangur- inn birtist strax í því að áskrifenda- hrunið stöðvaðist og þess í stað tók kaupendum blaðsins smám saman að fjölga. Sú fjölgun varð þó hægfara m.a. vegna þess að söluþátturinn var að mestu vanræktur. Stóru blöðin á blaðamarkaðinum hér -Morgunblaðið og DV - eyða miklum fjármunum í auglýsingar m.a. í útvarpi og sjón- varpi. Það ætti því að liggja í augum uppi að lítið blað eins og Tíminn hefur mikla þörf fyrir stöðugt og markvisst auglýsinga- og sölustarf. Það þarf sem sagt að selja blaðið m.a. með auglýsinga- og útbreiðslu- herferðum. Ekki ætla ég hér að ræða um alla þá óteljandi fundi, sem haldnir hafa verið um þetta efni síðustu þrjú árin, en árangurinn hefur því miður orðið lítill, ef undan er skilin áskrifendagetraunin sem loksins var lagt út í á síðastliðnum vetri - um það bil einu og hálfu ári eftir að megin- breytingin var gerð á blaðinu sjálfu. blaðsins nægðu fyrir, en flokkurinn tæki að sér aðrar skuldir. Við sem starfað höfum á Tímanum síðustu árin hvöttum mjög til þess að af þessu yrði og rákum á eftir því, þegar hægt þótti ganga. Jafnframt því sem unnið var að undirbúningi stofnun félagsins og hlutafjársöfnun vann undirbúnings- nefnd flokksins að' hugmyndum um breyttan rekstur blaðsins, enda þar að verulegu leyti um að ræða sömu menn og síðar skipuðu stjórn Nútímans. Um mánaðamótin ágúst/september síðast- liðinn vár ég boðaður á fund undirbún- ingsnefndarinnar og mér tjáð þar, að mikill áhugi væri í nefndinni á að gera Tímann að síðdegisblaði og þá jafnvel undir nafninu „NT" fyrir „Nútíminn". „Við viljum fá þig í þann slag“ sagði sá nefndarmanna sem orð hafði fyrir þeim, mynduglega og óskaði nefndin því næst eftir því að ég setti á blað greinargerð um hvernig breyta þyrfti blaðinu ef af breyttum útgáfutíma yrði. Ég varð við þessari ósk og skilaði nefndinni greinargerðinni í september- mánuði. Mér þykir rétt að vitna lítil- lega til hennar. maí 1981. daglega og 52 síðna helgarblað... Hér yrði um að ræða stækkun Tím- ans um minnst 48 blaðsíður á viku frá þeirri útgáfu, sem algengust hefur verið. Þar af eru 28 síður vegna þess að nýr útgáfudagur bætist í raun við - mánudagurinn - en Tíminn kemur sem kunnugt er aðeins út fimm daga vikunnar. Síðdegisblað yrði hins vegar að koma út sex daga í viku, þ.e. alla daga nema sunnudaga. Til þess að standa undir þessari auknu útgáfu þyrfti viðbótarfjármagn vegna fjölgunar blaðamanna, fjölgun- ar starfsmanna í prentsmiðju, aukinna pappírskaupa, mánudagsdreifingar og hækkunar á ýmsum öðrum kostnaðar- liðum. Að sjálfsögðu yrði að gera raunhæfa áætlun um þá hluti áður en ákvörðun yrði tekin, þar sem hér er vafalaust um verulegar fjárhæðir að ræða". í greinargerðinni rakti ég síðan nauðsyi) viðamikilla breytinga á efni blaðsins og uppsetningu þess ef af þessari breytingu á útgáfutímanum yrði. Þar á meðal enn ítarlegri innlend- ar fréttir, reglulegar erlendar fréttir, ítarlegri umfjöllun um íþróttir, Elías Snæland Jónsson ritstjóri skrifar skemmtanalífið og efni ríkisfjölmiðl- anna, viðunandi neytenda- og lesenda- þjónustu og ýmislegt fleira, en á sumutn þessum sviðum hefur Tíminn ekki getað sinnt þörfum lesenda sinna sem skyldi vegna skorts á fjármagni og starfsfólki. Óvænt endalok Ákvarðanir hinnar nýju útgáfu- stjórnar í ritstjóramálum blaðsins rnunu hafa komið flestum öðrum á óvart en þeim fáu, sem ákvörðunina tóku eða voru af öðrum ástæðum við hana riðnir. Forystumenn flokksins hafa borið af sér alla aðild að þeirri, ákvörðun, og reyndar fyrirfram- vitneskju um hana líka, þótt þeir hafi ekki treyst sér til að hnekkja henni. Á það einnig við um formann flokksins. Að sjálfsögðu er stjórn alls útgáfu- félagsins heimilt að taka hverja þá ákvörðun í þessum efnum, sem hana lystir, en þó er eðlilegt að gera þá kröfu, ekki síst þar sem Framsóknar- flokkurinn er enn sem komið er meiri- hlutaaðili í útgáfustjórninni, að þar sé komið fram af heiðarleika og dreng- skap gagnvart starfsmönnum blaðsins. Við ákvörðunina um ritstjóraskiptin var hvorugt í heiðri haft. Þar á ég ekki síst við, að ég var með ýmsu móti látinn skilja það svo, að endurráðning mín á Tímanum væri sjálfgefin, allt þar til skyndilega var tilkynnt allt önnur ákvörðun stjórnarinnar. Ég hef þegar nefnt fundinn með undirbúningsnefndinni s.l. haust, og þau umtnæli, sem þá voru látin falla. Þegar ákvörðun um uppsagnir allra nema eins starfsmanns á blaðinu var tekin rétt fyrir áramótin, lét einn af fulltrúum flokksins í stjórn Nútímans mig vita af því fyrirfram, að ég myndi fá uppsagnarbréf en meðritstjóri minn ekki, en tók það jafnframt fram, að ég mætti búast við endurráðningu. Tæpum hálfum mánuði eftir upp- sagnirnar, föstudaginn 13. janúar, boðaði formaður stjórnarinnar mig á sinn fund á heimili sínu og þar ræddum við í nokkra klukkutíma um starfsemi ritstjórnarinnar og hverju þyrfti helst að breyta. Þar kom m.a. fram, að stjórnarmenn höfðu ákveðið að ráða nýjan framkvæmdastjóra blaðsins nok- krum dögum síðar. Formaðurinn sagði m.a., að þar sem ritstjóri og fram- kvæmdastjóri blaðsins þyrftu að geta starfað vel saman væri nauðsynlegt að ég hitti fyrirhugaðan framkvæmda- stjóra á mánudaginn, þ.e. þremur dögum síðar. En á mánudaginn var þeim fundi síðan frestað með símtali - borið við önnum væntanlegs fram- kvæmdastjóra. Ég beið síðan eftir þessari fundarboðun, en fékk þess í stað tilkynningu um að búið væri að ráða námsmann í Þýskalandi, tengda- son meðritstjóra míns á Tímanum, í minn stað. Slík vinnubrögð dæma sig' sjálf. Þessi ákvörðun stjórnarinnar virðist hafa komið forystumönnum flokksins jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þannig hafði formaður flokksins tal af mér og sagðist ekki hafa vitað um þessa ákvörðun fyrr en eftir að hún var tekin. Hið sama hafa ýmsir aðrir forystumenn í flokknum tjáð mér. Ég sé út af fyrir sig ekki ástæðu til að rengja það. Hér virðist því um að ræða ákvörðun fáeinna einstaklinga án sam- ráðs við forystumann flokksins hvað þá hluthafa í útgáfufélaginu. Þegarég hverf nú um mánaðamótin frá Tímanum og tek við starfi sem aðstoðarritstjóri á DV, er mér ljúft og skylt að þakka lesendum blaðsins sam- fylgdina jafnframt því sem ég hef skýrt þeim hér frá viðhorfum mínum til þess, sem gerst hefur í málefnum blaðsins. Ég hef fram að þessu geymt mér öll ummæli þar að lútandi á opinberum vettvangi vegna beiðna góðra vina minna í Framsóknar- flokknum, en tel réit að sjónarmið mín komi fram nú, þegar starf mitt á Tímanum heyrir fortíðinni til og ég held til nýrra verkefna á öðrum vett- vangi. -ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.