Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984
10
<gabam. Hann
nakkrum árum
krakkann, borg-
r^arlæknir'líafði fmislegt vjð
y úþpeldið að athuga en'bor-
garráð tímdi ekki að greiða
/Eh hvað verður svo um
0 &
þennan unga í fraititíðinni og
ITverfhg standa fjölskyldumál-
in í ‘dag? Verður hann að
óskabarni eða eigum víð eftir
að hlusta á útburðarvæl úr
þurrum farvegi hans á kom-
andiámm?
WW • JL •
Heiti
lækiixinn
Óskabarn eða
Lækur þessi á fáa sína líka og hefur
smám saman oröið eitt af útivistarsvæð-
um borgarinnar. Reyndar á staðurinn
sér langa sögu sem slíkur þar sem víkin
var ein af aðalbaðstöðum þeirra sem
vildu synda í söltum sjó. Eftir að farið
var að láta heitt vatn renna þarna til
sjávar, leið þó ekki á löngu þar til fólk
fór að flykkjast suður gamla flugvallar-
veginn til að baða sig í læknum og láta
streituna líða úr sér í ylvolgu vatninu.
Margir notfærðu sér það að hægt var að
fara í lækinn á hvaða tíma sólarhringsins
sem var en af einhverjum undarlegum
ástæðum eru sundlaugar borgarinnar
ekki opnar að kvöldi til, hvað þá að
næturlagi. Úti í guðsgráu náttúruleysinu
gerðust ævintýrin og gerast vonandi enn
þ.e.a.s. þegar þama er að finna heitan
læk. Fyrirbæri þetta er nefnilega þannig
að það kemur og fer. í dag getur
lækurinn runnið eins og hann hefði
aldrei gert annað en á morgun kann svo
að vera að aðeins sé um að ræða þurran
lækjarfarveg og lítið sem minni á forna
frægð og skvettugang. En hvaða máttar-
völd eru svo duttlungafull að vera að
argast í því að blessað vatnið leiti
eðlilega leið sína til sjávar? Við hringd-
um í Hitaveitu Reykjavíkurborgar og
1 spurðum eftir æðstapresti þeirra veitu-
manna Jóhannesi Zoéga.
„Ég get ekki sagt neitt ákveðið um
framtíð þessa fyrirbæris en heitilækurinn
er einfaldlega yfirfallsvatn frá bak-
rennslisgeymunum svo kölluðu og þegar
við þurfum ekki að nota þetta vatn er
það látið renna þarna til sjávar. Okkur
þykir sjálfsagt að gefa fólki kost á því að
nota þetta vatn en við höfum því miður
enga möguleika eins og er að hafa þetta
reglulegra rennsli en verið hefur undan-
farin ár. 7 vetur stóðu yfir boranir eftir
heitu vatni hjá okkur en það er óvíst
hvort að þær holur 'komi til með að
breyta miklu hvað heita lækinn snertir.
í rauninni var "þetta heita vatn aðeins
leitt ofan í skurðinn til bráðabirgða því
upphaflega hafði verið ráðgert að leiða
það ofan í Nauthólsvíkina og nota það
þar til að hita upp sjóinn í víkinni. Það
varð þó ekki úr því að um líkt leyti var
víkin dæmd ónothæf sem baðstaður
vegna mengunar sjávarins og svo mun
vera enn. En sem sagt frá okkar hálfu er
það bæði gott og sjálfsagt að borgarbúar
njóti góðs af þegar um er að ræða vatn
sem hitaveitan þarf ekki á að halda.
Annars færi þetta vatn einfaldlega niður
í holræsin", sagði Jóhannes Zoéga að
lokum.
Lækurinn góður
fyrir gigtarskrokka
„Ég gerði tillögur um notkun þessa
svæðis fyrir mörgum árum og þarna
þyrfti að vera mun betri aðstaða en nú
er fyrir fólk að búa sig og þar fram eftir
götunum", sagði Skúli G. Johnsen borg-
arlæknir, þegar við spurðum hann um
heita lækinn. „Þetta er það góð aðstaða
frá náttúrunnar hendi að það má ekki
vera með neinn kotungsbúskap í kring-
um það og þarna þyrfti líka að vera
varsla og einhvers konar þjónusta við
það fólk sem nota vill lækinn. Ég kynnti
þessi sjónarmið á sínum tíma í borgar-
ráði en það var þá ekki fallist á þau. í
staðinn var mér og borgarverkfræðingi
falið að gera tillögur að smávegis lagfær-
ingum á svæðinu, sem voru svo fram-
kvæmdar. Ef ég væri spurður að þessu í
dag mundi ég leggja það sama til og ég
lagði til á sínum tíma. Þarna þyrfti að
koma upp mun betri aðstöðu en nú er.
Það var bent á að þarna væri að finna
t.d. almenningssalerni hinum megin við
■ Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri: ■ Skúli G. Johnsen „Ekki faltist á
„Lækurinn er einfaldlega yfirfalls- mín sjónarmið.“
vatn sem við þurfum ekki að nota“.