Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 27
 Danskar kon ur fæda börn sín í vatni ■ Á amtssjúkrahúsinu í Gentofte í. Danmörku hefur nú verið tekinn upp sá siður að gefa verðandi mæðrum kost á því að fæða börn sín liggjandi í heitu vatni. Að vísu hefur ekki skrefið verið stigið til fulls þar sem sjálf fæðingin fer fram á þurru en konurnar eru látnar slappa af í volgu vatninu áður en mestu hríðarverkirnirbyrja. Hérmunvera um að ræða anga af því fyrirbæri sem kallast frönsk fæðing þar sem reynt er að mýkja fyrstu sporin í lífshlaupi einstaklingsins. Hinar verðandi mæður hafa tekið þessari nýbreytni vel og nú þegar eru orðnir langir biðlistar á fæðingadeildinni í Gentofte með nöfnum verðandi mæðra sem vilja fá að fæða börn sín á þennan hátt. Hluti af starfsliði sjúkrahússins hefur verið sendur til Frakklands til að kynna sér fæðingar þar sem konur liggja allan tímann í vatni á meðan á fæðingunni stendur í því skyni að taka þann sið upp að fullu í Gentofte. Bent hefur verið á að fæðingin gangi fljótar fyrir sig með þessu móti þar sem volgt vatnið gerir það að verkum að vöðvaspenna verður ekki eins mikil og minna þurfi á lyfjum að halda við fæðinguna. Konurnar sjálfar eru þó látnar ráða því hvort þær velja þessa leið eða hinar hefðbundnu aðferðir en eins og áður segir hefur þetta mælst svo vel fyrir að færri komast að en vilja. Vatnskerið sem notað er hefur sérstaklega verið hannað í þessum tilgangi og er um tveir metrar að þvermáli og liðlega 70 sentimetra djúpt. Vatnið hefur sama hitastig og líkami konunnar og á því er hringrennsli þannig að stöðugt rennur í kerið hreint vatn. Þær konur sem fætt hafa með þessu móti eru yfir sig hrifnar og telja að vatnið hafi góð og slakandi áhrif á þessari erfiðu stundu. Heilbrigðisyfirvöld vilja þó fara hægt í sakirnar og vatnsaðferðin er aðeins notuð í þeim tilvikum þar sem allt útlit er fyrir það að fæðingin gangi eðlilega fyrir sig. ■ Danir hyggjast ríða á vaðið með það að gefa verðandi mæðrum kost á því að fæða börn sin í vatni. Best er talið að konan missi ekki vatn fyrr en hún er komin ofan í ylvolgt vatnið i fæðingarkerinu. ■ Michael, einn hinna landskunnu Jackson bræðra, gerði garðinn frægan en hann hlaut nú nýverið 8 Grammy verðlaun fyrir hljómplötu sina. AMERISKUR UNDRADRENGUR ■ Bandaríski söngvarinn Michael Jackson gerir það ekki endasleppt en fyrirskömmu voru honum úthlutuð átta Grammy verðlaun í hinni árlegu úthlutun verðlaunanna en þau eru innan tónlistarinnar svipuð og Oscars verðlaunin í kvikmyndahcifninum. Jackson skaut þar með Paul Simon ianda sínum ref fyrir rass en hann fékk á sínum tíma sjö verðlaun af þcssu tagi fyrir plötuna „Bridge Over Troubled Water." Platan sem slika feikna athygli hefur vakið nefnist „Thrillcr" og hefur þcgar síðast fréttist, selst i rúmlega 30 milljónum eintaka. Aðrír sem verðlaun hlutu að þessu sinni voru hljómsveitirnar Police og Culture Club auk hljómsveitarstjórans George Solti fyrir stjórnun á 9. sinfóníu Mahlerssem Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar laðaði fram. Þó svo að verðlaunaafhending þessi hafi á undanförnum árum verið gagnrýnd fyrir það að vera hið mesta augiýsingaskrum þar sem stóru plötuútgáfufyrirtækin séu að verðiauna velgengni „kolleganna" verður þó ekki framhjá því litið að í þetta skiptið cr á ferðinni listamaður sem ýmsan annan heiður hcfur hlotið fyrir söng sinn. Hin þekktu popprit Rolling Stone og Village Voicc hafa t.d. bæði valið plötuna sem þa frambærilegustu árið 1983 í skipín í ferðalögín Lð 4^ I sumarhúsin Á afskekkta staði ALDREIAFTUR MTÓLKURSKORTUR. G-MTÓIKIN GEYMISr VELOGLENGI en það er einmitt helsti kostur hennar þegar kaupa þarf mjólkurbirgðir til langs tíma - um borð í skipin, á afskekkta staði sem einangrast oft hluta úr árinu vegna samgönguerfiðleika, eða í sumarhúsin. Með þetta í huga henta einmítt eins lítra umbúðimar einkar vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.