Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 1. APRIL 19X4 11 útburðiir götuna en sannleikurinn er sá að um- gengni við þau er ekki nógu góð, það er enginn vörður þarna Svo var lækurinn líka opinn að nælurlagi jafnt sem á daginn og þetta endaði með því að það urðu slys þarna þegar drukknir menn ■ Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri: Það verður að fara að taka til höndum". voru að baða sig að næturlagi. Eftir það varð það að samkomulagi milli mín og hitaveitustjóra að láta ekki renna heitt vatn þarna að nóttu til. Lækurinn sem slíkur er mjög sniðugt fyrirbæri og gott fyrir heiisu manna að baða sig í heitu vatni t.d. alla þá gigtarskrokka sem hér er að finna. Pað er full ástæða tii þess að útbúa þarna góða aðstöðu fyrir fólk til að notfæra sér lækinn. Það virðast þó ekki vera til peningar í þetta, a.m.k. hefur það ekki sýnt sig hingað til. í fjárhagsáætlun borgarinnar er ekki svo ég viti til gert ráð fyrir neinum fram- kvæmdum þarna þetta árið.“ Aðspurður um framtíð Nauthólsvík- urinnar sagði borgarlæknir að eins og ástandið væri í dag væri víkin aiveg vonlaus sem baðstaður þar sem svo og svo mikið væri af sýklum í fjörunni. „Staðurinn fullnægir einfaldlega ekki þeim kröfum sem gerðar eru til sund- staða." „Ha, hvort ég hef baðað mig í læknum. Já ég hef nú reyndar gert það einu sinni." sagði Skúli Johnsen, „og mér líkaði það mjög vel, alveg frábær- lega verðég aðsegja. En einsogégsagði áðan þá þyrfti að gera mikiu meira fyrir staðinn en nú er gert. Landbrot og mengun Þegar við höfðum samband við Haf- liða Jónsson garðyrkjustjóra sagði hann að brýna nauðsyn bæri til að fara að skipuleggja Nauthólsvíkursvæðið með tilliti til framkvæmda í framtíðinni. Það þarf líka að gæta að því að þarna er um töluvert landbrot að ræða vegna ágangs sjávar. Hinn. nýi flugmálastjóri okkar gerði gangskör að því að rífa ýmsa skúra og bragga á þessu svæði og lét fjarlægja drasl sem þarna var til mikilla lýta. Hann hefur svo í framhaldi af því afhent okkur svæðið fyrir austan flugvallarveginn gamla þannig að við höfum nú umsjón með því. Þarna væri hægt að framkvæma ýmsar þær hugmyndir sem fram hafa komið varðandi þetta skemmtilega svæði. Við þurfum líka að fara að gera einhverjar róttækar aðgerðir varðandi mengunina í Nauthólsvíkinni en hún mun að stórum hluta vera frá Kópavogs- kaupstað komin en þetta er nú orðið eitt af öflugustu bæjarfélögum landsins þannig að þeir ættu nú að geta ráðið við það. Það eru margar skemmtilegar hug- myndir uppi um nýtingu þessa svæðis og það verður að fara að taka til höndum við að framkvæma eitthvað af þeim þannig að staðurinn geti orðið til enn meiri nota fyrir fólk“, sagði Hafliði að lokum og við tökum svo sannarlega undir þau orð hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.