Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. APRIL 1984 r. J - v,snavinir Lindsay Cooper kemur til Islands Ný plata a leiðinm ■ Einhvern næstu daga kemur út ný plata með þúsundþjala- smiðnum og kvenskörungnum Lindsay Cooper. Platan ber nafnið „The Gold Diggers“ og var að stórum hluta samin og útsett hérlendis árið 1981. Hugljúfasta lag plötunnar ber einmitt nafnið lceland. "K+nSeSJt hans n,u se,n °g Kar/ rkAma fram - ' Guð'"undSSor UPP eigin Ijóða a> Coop * Lindsi Á plötunni spilar Lindsay sjálf á gítar, hljómborð, saxafóna, óbó og básúnu, Af aðstoöarmönnum má nefna Lol Coxhill fyrrum saxista Kevin Ayers, Soft Machine og Gong, textahöfundinn og söngkonuna Sally Potter og bassaleikar- ann Georgie Born. Þær tvær síðasttöldu voru báðar með Lindsay Cooper í kvcnnahljómsveitinni The Female Im- provising Group, sem spilaði í Reykja- vík árið 1978 við feikna góðar undirtekt- ir. „The gold Diggers" er önnur sólópiata Lindsay Cooper. Fyrri platan, „Rags“, kom út fyrir tveimur árum og þótti stórkostlegt listaverk, en svolítið þungmelt. Lindsay Cooper hefur einnig spilað inn á plötur með Henry Cow, Mike Oldfield, Art Bears, David „Pere Ubu" Thomas, Steve Hillage, The Egg, The Company, Mike Westbrook o.m.fl. Tónlist Lindsay Cooper er ávallt skap- andi og framsækin. I henni greinist m.a. spuni, rokk, djass, popp o.fl. Lindsay Cooper hefur þegar hafið hljómleikaferðalag til að kynna plötuna um víða veröld. Einn af viðkomustöð- unum verður Reykjavík um hvítasunnu- helgina í júní. Með í för verða þýska söngkonan Dagmar Krause (hún hefur m.a. sungið með Kevin Coyne, Art Bears, Slapp Happy, Henry Cow, Faust o.fl.) og breski trommusnillingurinn Cris Cutler (hefur m.a. trommað með Mike Oldfield, Residents, Robert Wyatt, Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna, Art Bears, Works, Henry Cow, Black Sheep, Cassiber, Richard Thompson, Pere Ubu ofl.) Öll lögin á „The Gold Diggers" eru samin við samnefnda kvikmynd, sem tekin var að hluta á Islandi 1981. Með aðalhlutverk myndarinnar fer Julle Christie. (Fréttatilkynning) Róleg og traust: Talk Talk: It’s my life TalkTalk er bresk hljorasxeit.stofnuð 1981. Þettaeraðöllumltkindum önnurplata þeirra. Tónlistin á þessari plötu er mjög Ijúf án þess að véra væmjn. Mest er notast við trommur. bassa og synthesiser í undirleiknum. Söngurihn er sérkennilegurog góður, söngvarinn minnir á MbodýrBlues-söngvar- ann. Það gerir tónlistin líka, eins og áður segir eru þetta rólegar stemmhingar og þægilegt að setja plötuna á á síðkvöldum þeg- ar ntenn viija engan æsing. Lögin eru öll irekar keimlík. en þö nógu ólík til þess aö verða ekki ieiðinleg. Víða bregður fyrir skemmti- legum synthastcfum. og bassaleikurinn er fjölbreyttur og góður. Þetta er engan veginn róttæk plata eða mjög fruntleg, en hún er vel unnin og vel gerð og vel þess virði að fjárfest sé í henni. The Alarm: ■ The Alarm ■ The Alarm heitir ein helsta nýj- ung Breta á tónlistarsviðinu að undanfórnu. The Alarm er hljóm- sveit, skipuð þeim Mike Peters söngvara og kassagitarleikara, Dave gítarleikara, Eddie McDonald bassaleikara og Twist trommu- leikara. Hljómsveitin á rætur sínar í pönkhljómsveitinni theToilets, sem var stofnuð í Wales 1977 og inni- hélt m.a. þá Mike Peters og Twist. Sú hljómsveit lék á hljómleikum með bæði The Clash og Buzzcocks. Peters fór siðar til London og stofn- aði þar mods-hljómsveitina Seven- teen, árið 1979, þegar mods-bylgj- an stóð sem hæst. Peters snéri svo heim til Wales og íhugaði hvert yrði næsta skref hans á tónlistarbrautinni. Árangurinn varð hljómsveitin The Alarm, sem heitir eftir fyrsta laginu sem Peters samdi, pönklag- inu Alarm, Alarm. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu skífu seint á árinu 1981, og nefnist hún „Unsafe Buildings". Þetta var smáskífa og þeir fjármögnuðu útgáf- una sjálfir. Þeir fluttu svo til London og komu sér upp sérstæðum búningi, sem byggðist á kúrekafötum. Þeir klæðast þessu enn. Snemma árs 1982 spiluðu þeir með The Jam á hljómleikum, og um haustiði gerðu þeir samning við Faulty/Illegal/ IRS-samsteypuna, sem Miles Copeland, bróðir trommarans í Police á. Áður hafði þeim boðist samningur við EMI sem þeir höfnuðu. Síðán komu tvær smáskífur á því merki. Marching On og The Stand. Hvorug þeirra náði veru- legum vinsældum, en þriðja skífan, 68 Guns, náði inn á topp 20 um haustið 1983. Þar með voru vinsældirnar tryggðar, og síðan hafa þeir gefið út smáskífuna Where Where You When The Storm Broke? og LP-plötuna Decl- aration. The Alarm er all sérstæð hljómsveit. Eins og Ijóst má vera af framansögðu eiga þeir rætur sínar í nýbylgjunni, en þcir hafa víðtækari rætur. Þeim hefur verið lýst sem blöndu af Bob Dylan, Bruce Springsteen, The Clash og Stiff Little Fingers. Þeir hafa á sér visst yfirbragð þjóðlagarokks, en fyrst og fremst eru þeir rokkhljómsveit. Lög þeirra eru grípandi, melódísk, full til- finninga og baráttuanda. Hvert einasta lag er samið eins og eigi að gefa það út á lítilli plötu, og því er hljómleikum þeirra lýst sem óvanalega skemmtilegum uppákomum. Mér barst nýlega stóra platan þeirra, Declaration. Þetta er mjög hressileg plata, sem helst má líkja við fyrstu plötu Clash. Þarna eru skemmtilegar melódíur og kröftugt rokk. Þetta er einmitt það sem pönkið byggði í upphafi á. Bestu lög plötunnar eru 68 Guns og Where Were You.., Iitlu plöturnar tvær. Hin lögin eru öllu lengur að síast inn, og því miður hef ég ekki haft nægan tíma til að hlýða á plötuna. En ég get fullkomlega mælt með henni, eftir því sem komið er. Alarm er fullt eins skemmtileg og U2 eða Big Country, það má jafnvel líkja þeim við Echo & The Bunnymen. Við skulum Ijúka þessari umfjöllun um The Alarm á nokkrum orðum úr einum texta þeirra: We're the young, we can Stand up/We must never be silent/ We’ve gotta speak out now for all our sakes/Lets lift our voices and sing our song/Keep on marching, marching on....(úr Marcing On)‘ -ADJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.