Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 19W 5 > Enginn nema sá sem dval ð hefur sl. ár á tunglinu þekkir hann ekki: Boy George með sminkaða andlitið, löngu lokkana og Htríka klæðaburðinn sem t ýja kvennatískan krefst. Það er hann sem söng eyrnaskefíann „Do You Really Want to Hurt Me?“ og „Karma Chameleon", - súperstjarnan á poppmark- aðnum. Þessi 22ja ára piltur, sem gárungarnir kalla nöfnum eins og „Joan Crawford efiir breytingaskeiðið eða „E.T. poppheimsins“ er eins og marglytta, hvort sem er slappt handtakið þegar hann heils ir þér eða letileg röddin. En eiginleikar hans hafa gert ha m og hljómsveit hans „Culture Club“ að margföldum milljóm i mærmgum. „Guð var kona, þangað til annað var ákveðið“ Það segir Marlyn. Marlyn er 21 árs gamall karlmaður. Hann er með sítt Ijóst hár og háan barm. Andlitið er rjótt og slétt, tískuprins frá toppi til táar. Plötuframleiðandinn, for- stjórinn og söngvarinn Malcolm McLaren, sem er einskonar „gúrú" næt- urlífsins, telur hann vera eftirmann Boy George, hina komandi „súperstjörnu." Hví ekki það? Hann er álitlegri en Boy George og enska tímaritið "Melody Maker" kallaði hann einu sinni „Öfug- ugga vikunnar." Fyrsta platan hans „Calling Your Name" er bara sæmilega gerð segja þeir. Marlyn var veikluleg strákrengla að nafni Peter, sem nágrannastrákarnir gerðu óspart grín að, þar til hann fyrir fjórum árum komst í hóp hinna svo- nefndu „new Romantics", en það var flokkur ungra snobbara í marglitum klæðum. Þar uppgötvaði hann að hann var ekki sá eini sem tók varalit fram yfir fótbolta. Brátt varð hann eitt af „kynja- dýrum" næturlífs Lundúna og umsetinn af ljósmyndurum og túristum. Undra- barn úr hópi hins mikla flokks ungra atvinnuleysingja. Eftir að „Calling Your Name" kom út er hann orðinn poppstjarna og nú getur hann endurgoldið það sem gert var á hluta hans, meðan hann var óþekktur. Ekkert svíður jafn mikið og mistök gærdagsins og niðurlæging. ■ Scott Crolla, tískuteiknari, kl alklæðnaði. Fötin sem hann teinar er(i mest likjast náttfötum, eiga að gera la iðist helst hrafnsvörtum frakka og þó mjög litrík og karlmannafötin sem nenn mjög frjálslega i fasi. ritin keppast við að uppgötva nýjar hljómsveitir. Samt cr rás 1 hjá BBC lokuð fyrir allri nýbylgju. Plötusnúðarnir David Jensen og John Peel mega spila það sem þeim sjálfum sýnist. Peel segir: ,,-Eg fer eftir mínu eigin hugboði, held mínu striki, - og þegar það sveigir til hægri eða vinstri, þá sveigi ég líka." Nýjasta hugboðið hefur bent honum á hljómsveitirnar „The Alarm," „Cocteau Twins," „Icicle Works" „PIL", og „Big Country." Fyrir 20 árum sigruðu loðkollarnir frá Liverpool Bretland og þá allan heiminn. Nú á sér stað ný popp-innrás. Hún hófst fyrir fimm árum með „Police." Loks var það eitthvað annað en rusl sem var á boðstólum. Þannig eru tónlistarhæfileik- ar „Eurythmics" og „Culture Club" auk „Marlyn" eins og piparsteik á við ósalt- aðar franskar kartöflur. En það er ekki bara tónlistin sent gildir. Sá fleytir líka rjómann ofan af sem lítur nógu æðislega út. Framleiðand- inn Malcolnt McLaren: „1976 komu „Sex Pistols". Þeir kunnu reyndar ekki að leika á neitt hljóðfæri, en útgangurinn á þeint var makalaus. Plötufyrirtækið EMl spurði: „Viljið þið gítara?" Þeir Sjá næstu síðu Skoðanir Boy George eru kostulegar, Um stelpur segir hann til dæmis: „Þær tala og tala og ekki um neitt nema kynlíf, sem mér býður við að heyra minnst á." Um móður sína segir hann: „Hún getur ekki hugsað sér að kyssa mig á varirnar, því hún er svo hrædd unt að atast út í varalit." Hann segir: „Égerorðinn kærulausari með aldrinum. Éger hættur að raka mig. Guði sé lof að ég er ekki svo loðinn svona almennt." Boy George, sem í átta ár hefur verið einn litríkasti fuglinn í skemmtanalífinu í London var lengi nefndur „Froðu- Goggi" í slúðurdálkum borgarblaðanna, enda þreyttist hann aldrei á að dæla í dálkana sögum af einkalífi sínu. Það var hlegið að honum þegar hann grét og gólaði af því að einhver hefði stolið af honum hárspreyinu hans. Það var líka hlegið þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða popp-stjarna. Hann Goggi? Hann kunni ekki einu sinni að spila á þríhorn. En nú er það George sem best hlær. En hve lengi? „Einn góðan veðurdag mun hann vakna upp, líta á spóaleggina á sér í speglinum og spyrja hvert allur „glamor- inn" sé farinn." alveg eins við og foreldrar þeirra gerðu á sínum tíma. Ný kynslóð hyllir nú bresku popp- stjörnurnar sem leiðarljós níunda ára- tugarins. Meðan hljómplötufyrirtæki, t.d. í Þýskalandi, kveina yfir ntinnkandi sölu og bíða eftir fæðingu nýrra stjarna, þá gengur allt með prýði í þessum iðnaði í Bretlandi. I London einni eru meira en þúsund plötuframleiðendur. Þar er framleiðslukostnaður á einni plötu að- eins um 50 þúsund ísl. krónur, hljóm- leikaferðir eru ódýrar, vegna lítillar fjarlægðar milli borga og tónlistartíma- „Við erum öll stoti af þessum nýja stíl í tónlist, - hann er besta útflutningsvara Breta“ Þegar Harold Wilson, forsætisráð- herra, sagði þetta, var fyrsta risabylgja Bítlaæðisins gengin yfir, en músík Bítl- anna greip fyrri kynslóð alveg jafn föstum tökum og músík nýju hljómsveit- anna núna. En æskudýrkunin sem kom með Bítla-æðinu hefur lifað í aðlagaðri mynd. Það á sér sínar orsakir að endurnýjun- in á tónlistinni á níunda áratugnum er með heldur villimannlegum brag, eins og fyrir tuttugu árum. Þetta á sér rætur í erfiðum þjóðfélagsástæðum í landinu. Þetta er uppreisn gegn vonleysinu. Og enn sem áður fær eldri kynslóðin ekkert að gert. Þeir sem hér áöur töldu sig til aðdáenda geggjaðra uppátækja David Hockney eiga nú erfitt með að skilja Donnu Muir. Þeir sem aðhylltust tísku Mary Ouant æsa sig nú yfir Jane Kahn. Þeir sem hæst sungu „Yeah, yeah, yean," hrista nú höfuðið yfir hljómsveitinni „Frankie goes to Holly- wood," - og gleyma að þeir bregðast ■ Vegna dæmalauss útlits síns o{ framkomu kalla þeir Club“ 1983 og er enn á toppnum. London Boy George „E.T. poppsins". Hann sló i gegn ásamt hljómsveit sinni „Culture

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.