Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 23
- ♦ ' UNNUDAGUR 1. APRIL 1984 Umsjón: Ámi Daníel Júlíusson j Af þunga- rokksklúbbi ■ Finnbogi og Sigurður. Tímamynd Árni Sæberg ■ Fyrir skömmu komu tveir ungir og hressir menn upp á ritstjórn Tímans, þeir Finnbogi Marinósson og Sigurður Centaur. Þeir komu í þeim erindagjörð- um að kynna nýjan klúbb, sem stofnaður hefur verið í kringum heavy-metal tónlist. Ekkert nafn er ennþá komið í klúbbinn. „Fyrir þremur vikum héldum við undirbúningsfund í Safari, og þar mættu 130 manns og létu skrá sig í klúbbinn. Þetta var óformlegur stofnfundur, og þann 7. apríl munum við halda formleg- an stofnfund." - Hvað er markmiðið með klúbbnum? „Það er að hittast, hlusta á nýjar plötur, fá fréttir af nýjum plötum, nýjum hljómsveitum og horfa á vídeó. Há- punkturinn verður utanlandsferð á Castle Donington hátíðina í ágúst. Þar verður AC/DC aðalnúmer. Menn eiga að geta fengið plötur í gegn um klúbbinn með 20-25% afslætti.“ „Margir hafa hringt utan af landi og haft samband. M.a hringdi einn af Skagaströnd og sagðist hafa beðið eftir svona klúbbi í 14 ár. Áhugann hér í bænum má marka af því að á þunga- rokkstónleika í Safari þar sem Centaur og Drysill spiluðu mættu 250 manns." - Af hverju heavy-metal? „Þetta er búið að vera utangarðstónlist mjög lengi. Plötusnúðar sniðganga þetta að mestu. útvarpið sniðgengur þetta. Við reynum að fá fólk til að standa saman utan um þessa tónlist." - ÁDJ Vinsældar- listi ■ Til að vera ekki minni en aðrar poppsíður birtum við hér vinsældarlista. Þessi listi er byggður á sölu í Gramminu, einu „al- ternative" hljómplötu- versluninni hér um slóðir, og er ætlað að vera eins konar hliðstæða við „inde- pendent" listana frá Bret- landi. 1. Making History.Linton Kwesi Johnson 2. Soul Posession ....AnnieAimety 3. Japanese Whispers............Cuie 4. Those Fucking Pricks Treat Us Like Cunts.. Flux Of Pink Indians 5. The Singles 1981-’83...Bauhaus 6. Me Can't Believe It.Michael Smith 7. War.........................U2 8. Check It..................Muta Baruka 9. In The Flat Field.'...B^auhaus 10. Peiveited By Languague.The Fall _____i______________________________ Síöulyftari frá Lancer- Boss - hentar vel uið þröngar aðstœður t.d. í timburverslunum. Gámalyftari frá LancerBoss með lyftigetu allt að 50 tonnum. G AOiO LancerBosí 303 LancerBoss Þúátt von ágóóuþegár Steinbock og LancerBoss sameina krafta Steinbock Ergonomic. Rafmagnslyftari búinn t micro-tölvu sem m.a. stjórnar f sjálfvirkri bilanaleit í raf- I L búnaði. Sjálfvirk endur- II hleðsla við hemlun eða hraða- 11 minnkun. Stiglaus hraða- . aukning. Þolir vel salt, bleytu og frost og hentar því vel í \ frystihúsum.. sina Betur þjóna tveir saman en einn. Þessi tvö stóru lyftarafyrirtæki, Steinbock og LancerBoss, hafa sam- einast og eru nú einir af stærstu lyftaraframleiðendum heims. Við það kst úrvalið hjá okkur til muna af um stærðum og gerðum með lyfti- getu allt frá 500 kg upp í 50 tonn. Bæði fyrirtækin veita nú gagn- kvæma varahlutaþjónustu sín i milli. Þannig myndast tvöfalt öryggi. 700-800 Steinbock lyftarar á Islandi. Þeir mörgu eigendur Steinbock lyftara á íslandi, sem eru á milli 700- 800, þekkja varahluta- og viðgerðar- þjónustu okkar. Á sama hátt munum við þjóna LancerBoss eigendum. Ef þú átt LancerBoss lyftara. Hafðu samband við okkur ef þú átt LancerBoss lyftara svo við getum útvegað þá varahluti sem þig vantar og byggt upp eins góða varanluta- og viðgerðaþjónustu og Steinbock býr nú við. Þú átt von á góðu. Ef þú átt Steinbock eða Lancer- Boss lyftara eða ert að hugleiða kaup á lyftara þá sérðu að þú átt von á góðu hjá okkur. Pétur 0 Nikukísson TRYGGVAGÖTU 8 SÍMAR 22650, 20110 AUKhf Auglýsingastofa Kristínar 4116

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.