Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 „í ríki frum- skógarmenn- ingarinnar” héldu ekki, - þeir höfðu tónblöndung- inn. Aftur á móti vildu þeir fá drjúga fjárhæð' til þess að kaupa sér tötra fyrir. Nú eru aðrir piltar komnir fram á sjónarsviðið sem vilja spila „svarta" tónlist. Auðvitað geta þeir það ekki, en þeir líta þó bærilega út.“ Meginmálið er að efnið passi fyrir „videóið." Pannig hcfur tónlist „Duran Duran" slcgið í gegn hjá öllum yfir 13 ára aldri: 45 milljón plötur seldar. Þökk sé videó- inu.“ 1982 lágu plötur þeirra enn óseldar í verslunum í stórum stöflum. En þá flutti bandaríska sjónvarpið „video‘“ mynd þeirra „Hungary Like The Wolf" og „Girls On Film" og þar með var þeim leiðin opin inn á ameríska markaðinn. Breska æskan var dálítið lengur að taka við sér, en það stóð ekki lengi. Nú tala menn í Englandi um „Durandon- ium" eins og „Bítla-æðið" forðuni. Roger Taylor, hinn 23ja ára gamli trymbill hljómsveitarinnar, segir: „Já, éger dálítið kvíðinn. Ef til vill sit ég inni á kaffihúsi þcgar ég er orðinn 25 ára og segi við fólk: „Vitið þið hver ég var einu sinni". „Ljótt er fagurt og fallegt ljótt...“ „Fyrst þegar fólk lætur lita hárið tvisvar í mánuði fer hársvörðurinn að lyfta hárinu," segir rakarinn James Cuts og klínir vandlega dökkrauðum lit í hárið á einum viðskiptavini sínum, sem fyrir er með rauögula lokka. Hann þeytist um rakarastofuna í Kensington og „spreyar" dálitlu bleiku hér og svo- litlu gulu þar. Á rakarastofu hans „These are Cuts" eru þrír rakarar á fcrli. Svertinginn Steve ber „stívelsi" í silfurhvítan kamb á höfðinu á einum viðskiptavininum. Joe er aftur á móti að fást við hrokkinn túberaöan haus.sem fordómafullur áhorfandi er viss um að geymir ýmsan kvikfénað. Sá þriðji, Scott, hefur undið „túrban" um höfuðið á sér sem minnir á tyrkneska sessu. „Hér er klippt, en hvorki snurfusað cða snyrt." stendur á T-bolnum hans James. Hér cr ckkert „hér um bil". Hér er litað, endurlitað, „túberað" og „spreyaö," þar til hvert hár stendur upp í loftið eins og gaddar á ígulkeri. .lames er sjálfur nýbúinn að gefa út plötu: „Sexify You," heitir hún. í sal fyrir ofan rakarastofuna sýna framúr- stefnulistamcnn myndirsínar. í herbergi við hliðina hefur James opnað snyrti- stofu. „Ef til vill verð ég orðinn mellu- dólgur á morgun," segir hann. „Þá gef ég skít í gamla starfið." „Það erenginn munurá kynjunum, - kvenfólk fretar líka“ - Stendur á vegg á karlaklósetti í „Camden Palace" Upprunalegan háralit sinn man tísk- ufrömuðurinn Jane Kahn ekki lengur. en hún býr í hússkrifli í Ishington. Nú takmarkast minni hennar við ýmsa „tóna" af bláum lit og hefur hún fléttað lokkana hcr og þar í tíkarspena, sem ná niður á axlir. Hnakkinn er nauðrakaður á báðum hliðum og hefur hún límt litlar andlitsmyndir vinstra megin á hann, en tyrkneskar perlur hægra mcgin. Þegar hún tínir þetta af sér undir svefninn fer jafnan dálítið af húðinni með. l lún afsakar sig: „Ég er að fara í boð." Hún er í svörtum kjól sem er svo þröngur að hann virðist málaður á hana. Á öllum tíu fingrunum Ijómar alls lags ódýrt skraut. Fötin sem hún saumar fást ekki leigð fyrir minna en 200(1 ísl. krónur. Þau eru skrýtin blanda af klæðnaði samúraja og Söru Bernhardt, en gcra rnikla lukku. Hún hefur nýlega opnað þriðju verslun- ina. En það er enginn leikur að hreinsa þessar margbreytilegu flíkur. Jane límir allt að átta smáhluti af mestu nákvæmni á flíkurnar. Iðulega gerist það þó að draumakjóllinn kemur til baka í sorglegu ástandi. Því er í meira lagi „mannlegur" ilmurinn af flíkunum stundum. „Karlar hafa bara tvo galla: AHt sem þeir segja og allt sem þeir gera. “ - Segir slagorð kvenréttindasinna Judy Blame helgar sig skartgripunum ■ Gestir i „Bat Cave“ vita hverni g þeir eiga að klæða sig. Þeir mála sig >em líkasta leðurblöku, klippa vel í kring um eyrun og reika um í hálfr úkkrinu innan um rauð Ijós og netadræ tur. á sama hátt og Jane Kahn helgar sig fatnaði. í smíðastofunni í Norður- London, sem Judy Blame leigir á 24 þús. (ísl. krónur) á mánuði er svo kalt að nefbroddurinn á fólki frýs næstum. Þess vegna hefur Judy saumað sér samfesting úr gömlum baðmottum og fleira dóti, sem lítur afarskrýtilega út. Ávinnuborði hans gnæfa haugar af hnöppum, kuðung- um, ryðguðum nöglum og flciru, svo sem kórallahnullungum. Úr þessu efni býr hann til margvíslega skartgripi sem tískuteiknari á borð við Anthony Price hefur notað sér. Judy Blame hefur slegið í gegn. Það er nú löngu gleymt að hann byrjaði á að smíða úr „drasli," þar sem hann hafði ekki ráð á dýru efni. Nú selur hann smoking-jakka sem hann skreytir með brotum úr grammófónplötum og með gúmmihnöppum á um tíu þúsund ísl. krónur. Helsta gremjuefni hans er það að menn koma frá Ameríku, Japan og Italíu og kaupa hugmyndir hans hjá torgsölum. Síðan eru þær fjöldafram- leiddar í þessum löndum. „Guð er ekki dauður, - hann hefur það gott, en er farinn að taka það rólega “ - segja pönkararnir. Donna Muir smyr eggjahvítu á stóra gúmmírenninga og málar litríkar fígúrur og tákn á þá. Þegar hún ætlar að sýna listaverkin í skemmtigarðinum er rigning. Donna rúllar renningunum sundur og hengir þá á snúruna umhverfis íþróttavöllinn, þar sem hún hleypur á hverjum degi. Einn renningurinn losnar og dettur í leðjuna. Við hengjum hann upp aftur þannig að hann gnæfir yfir hinar myndirnar. Donna hlær. „Hann ætlar víst að fara að standa á höndum," segir hún. Svo lýsir hún muninum á Bretum og öðrum þjóðum og skýrir út vegna hvers einmitt æska Englands er svo miklu meir skapandi en æska annarra þjóða: „Hér búa margir útlendingar og sendi- sveitafólk. Þegar börnin þeirra fara til íþróttaleikja ganga þau prúðmannlega út úr skólabílnum, fara í búningaher- bergin æfa sig á vellinum smástund. Svo fara þau beint í sturtu, ekkert nema siðlætið. Ensku krakkarnir ryðjast út úr bílnum reyta af sér spjarirnar og velta í óhreinum gallabuxum ogT-skyrtum eins og blöðruselir. Sjáðu þau, svona lotin- axla, með slæmar tennur og stóra vömb. Það er engin furða að þau verð seinna svo „útfríkuð", svona skemmtileg og skapandi. Þaueru að bætasér hitt upp." „Efþetta er heimurinn, þá ergaman þittgrátt, Drottinn“ Þessi setning er skrifuð á veggi karla- klósettsins í diskótekinu „Camden Pal- ace." Hún gæti vel verið einkunnarorð þessa staðar, sem var leikhús, reist á Viktoríutímanum. Húsið er fjögurra hæða, grá teppi á gólfum ogmarmarasúl- ur bera lofið uppi, skreyttar myndum af grískum ungmennum. Þarna eru „Art- deco" lampar og glitrandi lúxusbar er á hverri hæð. Það var Steve Strange, sem lét endur- skapa bygginguna fyrir upphæð sem jafngilti hundrað milljónum ísl. króna. Yfir dansgólfinu er sýningartjald, þar sem nýjustu video-spólurnar renna í gegn ísífellu. Viðsýningartjaldiðstanda tvær risastórar líkneskjur úr pappa- mauki með gríðarleg brjóst. Strangar reglur gilda um það hverjum hér er hleypt inn og hverjum ekki. Skeggjaðir menn og fólk í gallabuxum þykir engin prýði og er útilokað. Það eru hreinir duttlungar sem ráða hver inn kemst og þá duttlunga þekkir enginn fullkomlega. Um sinn hefur „hörmunga-tíma útlit- ið" þótt allra best. Fólk á að klæðast fötum sem minna á erfiða tíma, - rifnum netsokkum, götóttum T-bolum, þröng- um svörtum leðurfrökkum og víðum buxuni. Ekki spillir stráhattur og hansk- ar sem klippt hefur verið framan af fingrunum á. Þetta er klæðnaður sem gilti á dögum ömmu og fæst vitanlega ekki nema á rokprís. Við peningakassann á barnum á ann- arri hæð húkir Steve Strange og drekkur „Pina Cola". Velgengnin hefur gert hann að einskonar vörumerki furðulegr- ar nýrómantíkur og sem hann stendur þarna með pípuhatt minnir hann á digran sótara. Hann ræðir um gengið á dollaranum sem því miður hleypir pund- inu upp úr öllu valdi. „Mér er ekkert gefið um opinbera aðstoð," segir hann. „Ég sé best fyrir mér sjálfur." „Hann er með hár á bringunni. Nú en Snati er með hár þar líka“ Þetta má lesa á veggnum á kvenna- klósettinu í „Batcave" (Leðurblökuhell- inum). Klukkustundu áður en byrjað er að hleypa inn er komin hundrað metra löng biðröð fyrir framan „Batcave" Gestirnir vita hvað þeir þurfa að gera til þess að komast þangað inn. Allir verða að klæðast í svört föt í stíl „Gothic Punk." Fólk málar sig svo það líkist sem mest leðurblöku og um ökklann er borin keðja. Stemmningin er drungaleg, allir hvísla. Þegar komið er upp mjóan stiga kemur Lucy í Ijós, en hún ákveður hver fær að ganga inn í það allra helgasta. Við kassann er skilti sem á stendur: „Enga milljónara" „Engar poppstjörnur" „Enga öfugugga" Innréttinginn minnir á draugasal. Rauðleit Ijós og netadræsur hangandi á veggjunum. I dimmum skotum kúra ókennilegar verur. „Lofið okkur að drekka og líta æðislega út, því á morgun stöndum við aftur í biðröðinni við at- vinnuleysingjaskrifstofuna," segir einn gestanna og hverfur inn á kvennaklósett- ið. meðan drynjandi músík berst úr hátölurunum. ,Áttu sigarettu? Mínar eru enn í sjálfsalanum“ Þetta stendur á veggnum í „Mud Club" í London. London ungra atvinnu- leysingja er staður þar sem fólk er snillingar í vöruskiptum og prútti. „Ef þú reddar mér inn í þinn „klúbb" skal ég láta þig fá nýjustu plötuna með „New Order." Lánaðu mér rauðu plastkápuna þína og ég kynni þig fyrir vini bróður míns, hann þekkir „rótara" hjá Boy Gorge. Hann kemur þér inn á næstu hljómleika hjá honum." Þetta gengur ágætlega, því ekki vantar Englendinga, eldri sem yngri, fortölu- hæfileika. Enginn samningurersvikinn, sama hvað á gengur. Ungir Lundúnabúar, sem ekki eiga fyriraðgangi að klúbbunum, hafa fundið sín eigin úrræði. í afdönkuðum verk- smiðjum, vörugeymslum og skólum eru haldin dynjandi böll, - en oftast aðeins einu sinni á hverjum stað. Lundúnalög- reglan sefur ekki á verðinum og slíkar skemmtanir samrýmast illa reglunum um brunavarnir. Dæmigert föstudagskvöld: Þúsund manns safnast saman í „Whare-house" sem er aflóga „stúdíó". Loftið er þykkt og allur bjór búinn. Hljómsveitin sem átti að koma birtist aldrei og ameríski þjóðsöngurinn með Jimmie Hendrix drynurúr risastórum hátölurum. Klukk- an tvö um nóttina flæða gestirnir út um dyrnar. Hver sem vill flýta sér út í hreint loft verður að ryðjast. Tvær stúlkur falla í yfirlið. „Hvað skyldi ég vera heima og horfa á sjónvarpið og hlusta á einhverjar sprengju-fréttir um Cruise og SS-20," segir einn gesturinn. „Það er sprengju- stuð hérna." (Þýtt úr ,,Stern“-AM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.