Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984
menn og málefni
UM SAMEININGU BANKA
OG SKATTAMÁL FYRIRTÆKJA
Kjarasamningar
komnir í höfn
Það má segja, að kjarasamningar
þeir, sem Alþýðusamband íslands og
Vinnuveitendasambandið gerðu fyrr í
vetur, hafi nú hlotið allsherjarsam-
þykki, enda þótt nokkur félög hafi enn
ekki gengið endanlega frá samningum.
Kjarasamningar annarra aðila, eins og
ríkisins og BSRB hafa markazt af
kjarasamningum Alþýðusambandsins
og Vinnuveitendasambandsins.
Sama má segja um samninga Dags-
brúnar og Vinnuveitendasambandsins.
Þar er aðalbreytingin sú, að fellt er
niður ákvæðið um unglingataxtann.
Raunar hafði það áður gerzt í reynd,
því að nær allir atvinnurekendur utan
Reykjavíkur höfðu lýst yfir því, að
þeir myndu ekki notfæra sér ákvæðið.
Hér var því búið að brjóta ísinn áður
en Dagsbrún samdi.
Sama gildir um minniháttar tilfærsl-
ur milli launaflokka. Mörg félög voru
búin að fá slíkar leiðréttingar, m.a.
Blaðamannafélag íslands.
Hinir nýju kjarasamningar, sem nú
eru komnir í höfn, eru glöggur vitnis-
burður um, að þjóðin viðurkennir
réttmæti þeirrar meginstefnu ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannssonar,
að viðnámið gegn dýrtíðinni skipti nú
meginmáli og því verði ekki komizt
hjá því að sætta sig enn um sinn við þá
kjaraskerðingu, sem orðin var, þegar
ríkisstjórnin kom til vaida. Efna-
hagsmál þjóðarinnar verði að komast
í það horf, að verðbólga sé ekki öllu
meiri hér en í nágrannalöndunum
okkar.
Petta sé frumskilyrði þess, að hér
geti í framtíðinni þróazt blómlegt at-
vinnulíf, er leggi grundvöll að batnandi
lífskjörum og aukinni atvinnu, svo að
ekki komi til atvinnuleysis.
Ríkisstjórnin má vissulega vel una
þessum úrslitum. Hún hefði að sjálf-
sögðu helzt kosið, að hægt hefði verið
að fylgja þeim ramma, sem settur var
í fjárlögum, en hann sprakk þegar
útsvarslagningin var ákveðin í höfuð-
borginni. Eftir það var ekki hægt að
vænta þess, að samið yrði innan þessa
ramma.
Þótt niðurstaða kjarasamninganna
sé þannig stuðningur við meginstefnu
ríkisstjórnarinnar, má það ekki gleym-
ast, að enn hefur ekki náðst nema
áfangi í baráttunni við verðbólguna.
Þessi áfangi getur tapazt og aftur sótt í
fyrra horf, ef ekki verður áfram unnið
markvisst og sleitulaust að því að
hemja verðbólguna. Þar skiptir miklu
máli, að ekkert sé látið ógert til að
halda verðlagi innan hæfilegra marka.
Takist það ekki mun kaupgjaldið elta
það og gömlu víxlhækkanirnar koma
aftur til sögu.
Tillögur banka-
málanefndarinnar
Bankamálanefndin, sem starfað hef-
ur um tveggja og hálfs árs skeið, hefur
fyrir nokkru skilað frá sér tveimur
frumvörpum, öðru um Seðlabanka
Islands og hinu um viðskiptabanka.
Bersýnilegt er að mikið verk liggur
að baki þessum frumvörpum. Þau eru
nú til athugunar hjá viðskiptaráðherra
og vafalítið hjá bönkum og fleiri
aðilum. f þeim er gert ráð fyrir ýmsum
meiriháttar breytingum, sem vafalaust
sumar hverjar eiga eftir að valda
miklum umræðum áður en þær eru
komnar í höfn.
Veigamestu breytingarnar munu
vera þessar:
1. Lögum um einstaka ríkisvið-
skiptabanka og hlutafélagsbanka verði
steypt saman í einn lagabálk og starfs-
heimildir þessara banka samræmdar
eftir því sem unnt er.
2. Sett verði ákvæði um lágmarks
eigið fé viðskiptabanka, en þau ákvæði
skortir í gildandi löggjöf. Jafnframt
verði óheimilt að þær fasteignir, er
viðskiptabanki notar til starfsemi
sinnar, nemi að verðmæti meira en
65% af eigin fé banka. Með þessu telur
nefndin að unnt sé að stemma að
nokkru leyti stigu við fjölgun bankaúti-
búa.
3. Ákvörðun um inn- og útlánsvexti
verði færð úr höndum Seðlabankans
og í hendur viðskiptabankanna sjálfra.
Jafnframt verði samráð viðskipta-
banka um ákvörðun vaxta bannað.
Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn
ákveði vexti af viðskiptum stnum við
banka og hámarksvaxtabil inn-. og
útlána.
4. Bankaeftirlitið verði fært undan
bankastjórum Seðlabankans og heyrí
framvegis undir bankaráð ög við-
skiptaráðherra.
5. Viðskipti Seðlabankans við pen-
ingastofnanir verði takmarkaðri en
verið hefur og Seðlabankanum verði
einungis heimiit að endurkaupa af-
urðalán af viðskiptabönkunum en ekki
skylt, eins og verið hefur. Er það í
samræmi við það, sem segir um endur-
kaup afurðalána í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar.
6. Seðlabankinn greiði því sem næst
50% af hreinum arði í ríkissjóð, sem
ekki hefur tíðkazt hingað til.
7. Æviráðning bankastjóra Seðla-
bankans og ríkisviðskiptabanka verði
afnumin. Heimild bankastjóra ti! að
gegna öðrum störfum verði þrengd
mjög verulega.
8. Heimilt verði að stofna hlutafé-
lagsbanka með 100 rrrillj. króna lág-
markshlutafé, sem sé allt innborgað
við upphaf starfsemi. Hluthafar skulu
eigi vera færri en 50 og má enginn
þeirra fara með meira en Vs hluta
atkvæða í félaginu. Engar hömlur má
setja á meðferð hlutabréfa. Starfandi
hlutafélagsbankar skulu aðlaga sig
þessum skilyrðum innan þriggja ára.
9. Heimilt verði að setja á stofn hér
á landi umboðsskrifstofur fyrir erlenda
banka að fengnu leyfi ráðherra.
Ekki mun hafa náðst samkomulag í
nefndum um öll þessi atriði og áskilja
því nefndarmenn sér rétt til að
skila séráliti. Greinargerð, sem fylgja
á frumvörpunum, er enn ekki að öllu
leyti lokið.
í bankamálanefndinni eiga sæti Þor-
steinn Pálsson, Björn Líndal, Jón G.
Sólnes, Lúðvík Jósepsson og Kjartan
Jóhannesson.
Bókun um sam-
einingu banka
Jafnhliða því, að bankamálanefndin
hefur skilað áðurnefndum frumvörp-
um, hefur hún birt eftirfarandi bókun
um sameiningu og fækkun banka:
„Eins og erindisbréf bankamála-
nefndar gerir ráð fyrir, hefur nefndin
mikið rætt hvernig unnt væri að fækka
viðskiptabönkunum, sem eru nú sjö
talsins, og mynda stærri og virkari
rekstrareiningar innan viðskipta-
bankakerfisins. Nefndin er sammála
um að stækkun rekstrareininga með
sameiningu viðskiptabanka væri til
mikilla hagsbóta. Samhliða er, að mati
nefndarinnar, nauðsynlegt að færa til
viðskipti og útibú milli ríkisviðskipta-
banka og tryggja þannig sem mest
jafnræði með þeim hvað snertir stærð,
viðskiptadreifingu og viðskiptaað-
stöðu.
Kostirnir við sameiningu eru, að
áliti nefndarinnar, augljósir. Má þar
nefna bætta þjónustu banka við at-
vinnulífið og sparnað í bankarekstri.
Einnig ætti sameining að stuðla að
jafnari dreifingu milli banka á útlánum
til atvinnuvega svo og jafnari land-
fræðilegri dreifingu útlána.
í frumvarpi því, sem nefndin hefur
samið um viðskiptabanka, er að finna
ákvæði, er eiga að hvetja til sameining-
ar hlutafélagsbanka.
Jafnframt hafa tvö meginsjónarmið
verið sett fram í nefndinni um fækkun
og sameiningu ríkisviðskiptabanka.
Annars vegar er um innbyrðis samein-
ingu tveggja ríkisviðskiptabanka að
ræða, en hins vegar sameiningu ríkis-
viðskiptabanka og hlutafélagsbanka.
Nefndin gerir ekki tillögur með
hvaða hætti þetta skuli gert, en meiri-
hluti nefndarinnar, þeir Þorsteinn
Pálsson, Björn Líndal og Jón G.
Sólnes, telja, að það mundi flýta fyrir
framgangi málsins, að ráðherra hefði
I Mikligarður.
forgöngu um tæknilega útfærslu sam-
einingar, sem leggja mætti fyrir Al-
þingi í frumvarpsformi, þegar Alþingi
kemur saman í haust.“
Holtagarðar
Vegna óvenjumikilla árása Mbl. á
samvinnuhreyfinguna um þessar
mundir, hefur Edendur Einarsson for-
stjóri S.Í.S. sent Mbl. grein, sem
birtist þar 25. f.m. Hann víkur fyrst að
því, að oft hafi andað köldu í Mbl. í
garð samvinnuhreyfingarinnar en
sjaldan meira en nú.
Erlendur Einarsson segir síðan:
„Ekki verður ljóslega ráðið hver sé
orsök þeirrar skæðadrífu, sem nú
stendur yfir, en ýmislegt bendir til þess
að ný og glæsileg verzlunarmiðstöð við
Sund, sem reist var af samvinnu-
mönnum til þjónustu fyrir reykvíska
neytendur valdi þar -nokkru um. I
þeirri umræðu ber lítið á umhyggju
fyrir hag neytenda, en Mikligarður
hefur sannarlega orðið til að lækka
verulega vöruverð á Reykjavíkursvæð-
inu. í stað þess er gerð tilraun til að
gera rekstrarfyrirkomulag Miklagarðs
tortryggilegt.
Tel ég nauðsynlegt að fara um það
mál nokkrum orðum jafnframt því að
gera að umtalsefni annan langvarandi
misskilning um skattfríðindi sam-
vinnufélaganna, sem blandazt hefur
inn í þá umræðu.
Kaupfélögin, sem stóðu að stofnun
Miklagarðs, hafa nú þegar umfangs-
mikinn verzlunarreksturásinni könnu.
Mikligarður var hugsaður sem viðbót
við markaðshlut félaganna, en einnig
og ekki síður sem tækifæri fyrir um
21.000 félagsmenn viðkomandi kaup-
félaga til þess að gera enn hagkvæmari
innkaup en áður. Það þótti því betur
við hæfi að kaupfélögin stæðu beint og
með ótakmarkaðri ábyrgð að rekstri
Miklagarðs, í stað þess að gera það að
hlutafélagi nteð takmarkaðri ábyrgð.
Að forminu til var því ákveðið að
Mikligarður yrði sameignarfélag við-
komandi kaupfélaga og Sambandsins
og er hlutur Sambandsins 30%.
Samkvæmt lagaákvæðum um sam-
eignarfélög geta eigendur ákveðið
sjálfir í félagssamningi hvort félagið sé
sjálfstæður skattaðili eða ekki og gildir
sú heimild um öll sameignarfélög.
Meginreglan er sú að sameignarfélög
eru ekki sjálfstæðri skattaðilar, en hins
vegar ef þau æskja hins gagnstæða skal
það tilkynnt sérstaklega. Nýjustu
dæmin um sameignarfélög auk Mikla-
garðs, sem ekki eru sjálfstæðir skattað-
ilar, eru Kreditkort s.f., sem eru í eigu
Útvegsbanka íslands, Verslunarbank-
ans og þriðja fyrirtækis, og VÍSA -
ísland, sem er í eigu 5 banka, þar af
tveggja ríkisbanka".
Mergur málsins
Erlendur Einarsson bendirennfrem-
ur á það í greininni, að enda þótt
tekju- og eignarskattur yrði lagður á
Holtagarða, myndu slíkir skattar ekki
nema miklum fjárhæðum. Þetta stafar
af tveimur ástæðum.
Fyrri er sú, að slíkir skattar hvíla
ekki þungt á fyrirtækjum. Samanlagð-
ur t.d. er tekjuskattur félaga ekki
áætlaður nema 335 millj. króna í
núverandi fjárlögum eða 1.8% af
heildarsköttum ríkisins:
Hin ástæðan er sú, að það er stefna
Holtagarða að selja ódýrt, og mun því
ekki safnast mikill tekjuafgangur hjá
fyrirtækinu.
Annars er mergur málsins, að til
Miklagarðs er stofnað samkvæmt
ákvæðum laga um sameignarfélög og
fylgt meginreglu þeirra laga um skatta-
lega stöðu þess félagsforms. Tilraunir
til að gera slíkt tortryggilegt eru byggð-
ar á vanþekkingu éða misskilningi,
nema hvort tveggja sé, og hljóta að
dæma sig sjálfar.
Skattamál fyrirtækja
Andstæðingar samvinnufélaganna
reyna enn að hampa því, að samvinnu-
félögin njóti sérstakra fríðinda í skatta-
málum. Erlendur Einarsson víkur að
þessu í grein sinni og segir:
„Andstæðingar samvinnuhreyfing-
arinnar mikla mjög fyrir sér það hag-
ræði, sem samvinufélögin hafi af þvf
að mega endurgreiða félagsmönnum
sínum hluta af tekjuafgangi í formi
afsláttar af viðskiptum áður en tekju-
skattur er á lagður. Sérstaklega blæðir
þeim það í augum að samþykkja megi
að leggja veittan viðskiptaafslátt til
félagsmana sem séreign hvers og eins
á stofnsjóðsreikninga þeirra.
Nú er það svo að réttlæti næst ekki
alltaf með því að láta nákvæmlega
sömu reglur gilda um alla hluti án tillits
til aðstæðna. Mismunandi skattaá-
kvæði um hlutafélög og samvinnufélög
endurspegla fyrst og fremst eðlismun
á þessúm tveimur félagsformum, sem
gera ókleift að beitt sé sömu skattaregl-
um. f því sambandi er rétt að undir-
strika að í samvinnufélögunum er ekki
um neitt innborgað áhættufjármagn
(hlutafé) að ræða. Af því leiðir að
samvinufélögin geta ekki nýtt sér skatt-
ívilnanir hlutafélaga varðandi arð og
jöfnunarhlutabréf. Sama má segja um
afsláttarheimildir samvinufélaganna,
þær henta ekki hlutafélögunum þar
sem félagsréttindi í hlutafélögum eru
bundin við fjármagnið, áhættufé eig-
endanna, en ekki þátttöku í starfsem-
inni, þ.e. umfang viðskipta líkt og í
samvinnufélögum. Þrátt fyrir þennan
mismun og mismunandi skattákvæði
er að sjálfsögðu sanngirnismál að þeg-
ar upp er staðið greiði mismunandi
félagsform sambærilega skatta. Við
teljum að svo sé, enda hefur aldrei
verið sýnt fram á það með rökum að
samvinnufélög greiði minni skatta en
hlutafélög".
í þesu sambandi gera andstæðingar
samvinufélaganna sér oft tíðrætt um
innstæður í stofnsjóðsreikningum fé-
lagsmanna og telja þau skapa sam-
vinnufélögunum óeðlileg hlunnindi.
Um þetta segir Erlendur Einarsson:
„Samkvæmt reikningum kaupfélag-
anna fyrir árið 1982 (1983 liggur ekki
fyrir) námu instæðurá stofnsjóðsreikn-
ingum félagsmanna um 1% af heildar-
efnahag allra félaganna eða innan við
30 m. kr.
Til samanburðar væri fróðlegt að
vita hvað uppsafnaður frádráttarbær
arður allra hlutafélaga í landinu t.d.
síðustu 10 ár, og þá eftir útgáfu
jöfnunarhlutbréfa og áður en tekju-
skattur væri á lagður, hefði numið
háum fjárhæðum. í framhaldi af því
geta menn svo dundað sér við að
reikna og gera samanburð á skattaí-
vilnunum hlutafélaga og samvinnufé-
laga“.
Krítarkortin
Stærstu samtök neytenda, verka-
lýðshreyfingin, hafa mótmælt því
hvernig krítarkortin hækka verðlagið.
Sama hafa margar stórverzlanir í
Reykjavík gert.
Sú skuldaverzlun, sem hér er hafin
fyrir frumkvæði bankanna, vekur að
vonum furðu. Eins og fyrirkomulagi
krítarkortanna nú er háttað, hljóta
þau að leiða til hækkaðs vöruverðs.
Þau leggja verulegar byrðar á verzlun-
ina og hún hefur ekki önnur úrræði en
að hækka vöruverðið.
Þetta mun bitnar þyngst á þeim, sem
staðgreiða viðskipti sín. Hér er á
ferðinni gamla sagan, að skilamenn
verða að borga fyrir skuldarana.
Ef svo heldur áfram sem nú horfir,
verða staðgreiðslumennirnir að fá sér
krítarkort og hætta staðgreiðslu í
verzlunum. Það er ekki hægt að sætta
sig við það, að staðgreiðslan verði
refsiverð. Afleiðing þess verður hins
vegar sú, að verzlanir þurfa enn að
hækka verðlagið.
Ríkisstjórnin verður að gefa gaum
að þeirri stórfelldu skuldaverzlun, sem
hér er að hefjast fyrir atbeina bank-
anna. Lausnin er einföld. Eigendur
krítarkortanna eiga að bera kostnað-
inn, sem leiðir af þessari þjónustu, en
hvorki verzlanir né staðgreiðslumenn.
Þórarinn Þorarinsson,
ritstjóri, skrifar