Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 11 og hrásalatið ókeypis uppbót á matinn. En menn verða að geta beðið. Sumir koma með félaga í biðröðina, til þess að drepa tímann. En er hér þá ekkert nemá eymd að sjá? Jú, víst er það. í þessu hverfi er líka mikið lífsmagn að finna. Menn verða bara að búa hérna um hríð til þess að koma auga á það. Maður gæti tekið sér herbergi á leigu í aldraðra-hótelinu „Tides" eða „Victor", horft á sjónvarpið í móttökusalnum, farið að sækja póstinn og í innkaupaferð til bakarans á horninu. Par situr eigandinn á bak við búðarborð- ið upp á gamla móðinn og þekkir alla með nafni. Þá lýkst það upp fyrir komumanni að þetta hverfi geymir tals- verðan náungakærleika og að hér bland- ast smáborgaraleg menning við öreiga- menningu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og hér ætti enginn að þurfa að vera einmana. Hvar annarsstaðar geta eftir- launaþegar setið allan ársins hring á bekk úti í sólinni og aðeins rétt litið um öxl, til þess að sjá eitthvað eftirtektar- vert. Þarna sitja sex konur á verönd framan við hús sitt ásamt manni sem ekki mælir orð af vörum (líklega ástar- samband ekkju og ekkils) og þær spjalla sín á milli um ýmsa smámuni. „Ég lét aflúsa hana, þennan dásamlega kött", segir digur og ákaflega sólbrennd kona. Hinar kinka kolli og maðurinn styður hökunni á stafprikið. Leikhús lífsins Hvar er hægt að fylgjast betur með leikhúsi lífsins á götunni en hér, og án þess að greiða neinn aðgang. Þetta tekur fram bíói og sjónvarpi, því aðalleikend- urnir með kostum sínum og göllum eru góðir kunningjar. Svo er hægt að bregða sér út í almenningsgarðinn. Þar liggur fólk hundruðum saman undir pálma- trjánum, horfir á sjóinn, masar, daðrar og spilar á spil. Við spilamennskuna eru notuð pappabretti, sem teygjur eru spenntar yfir þvers og kruss, til þess að vindurinn feyki spilunum ekki burtu. Útflytjendur frá Rússlandi gutla á bala- laika. Þeir sent hingað fluttu fyrir síðari heimsstyrjöld raula Vínarvalsa. Á nöktum handleggjum má sjá brenni- mörk fangabúðanna á sumum. Ef þú endurgeldur bros þessa fólks á götunni, þá bregst ekki að það ljómar af ánægju og fer að spjalla við þig um gamlar minningar. Það er rætt um sjúk- dóma og verðlagið nú á dögum og ekki gleymist að minnast á börnin. Allir sem nenna að hlusta fá góða lýsingu á þeim. Yfirleitt eru „the kids" auðvitað dásam- leg. Þau hafa sent foreldrana frá hinni köldu Philadelphiu eða Detroit hingað í þennan sælureit aldraðra með útsýni yfir sjóinn og „allt innifalið". En það er af því að börnin geta h'ka „látið þetta eftir sér." Það sannar að það hefur orðið A Miami Beach er paradís gamalla Banda- ríkjamanna, einkuiii þeirra ríku. En mann- líffð er margbreytilegt á þessum staÖ sem lifaÖ hefur mörg blóma og niöurlægingarskeiö. eitthvað úr þeim. Þetta stolt yfir börnun- um varð tilefni brandarans um gömlu Gyðingakonuna sem hljóp eftir endi- langri ströndinni og hrópaði: „Hjálp, hjálp, sonur minn læknirinn er að drukkna!" En yfirleitt eru lýsingarnar á börnun- um fegraðar. Á veröndunum er slúðrað: „Vesalings Miriam Schwartz. Börnin eru búin að gefa hana upp á bátinn. En hún er líka orðin dálítið erfið, þú skilur. Hún fær ávísun frá lögfræðingnum í New York fyrsta hvers mánaðar og kort á Jom Kippur daginn. Á 75 ára afmælinu sendu þau henni suðuplötu, því súgamla var orðin svo léleg, þið skiljið." Umkvörtununin. „Börnin hafa aidrei neinn tíma", heyrist hér oft og felur auðvitað í sér þá skoðun að börnin séu vanþakklát og sjálfhverf. En einnig þakklát börn eiga við sinn vanda að glíma. David Singer, galla- buxnaframleiðandi frá Bronx sem ber gullkeðjur um úlfnliðinn og Davíðs- stjörnu ofna í skyrtubrjóstið, lítur mæðulega yfir að gamalmennahótelun- um. Hér hefur hann komið föðursínum, 94 ára gömlum, fyrir. Það kostar 1500 dollara á mánuði og innifaldar eru þrjár máltíðir á dag, þvottur og þjónustu- stúlka. En sá gamli segir: „Fjandann hefur þú farið með mig? Á ég að vera hér innan um þessa elliæringja?" Sonur- inn segir að hann hafi aldrei leyft sér neitt og hann fór aldrei hingað með móður hans meðan hún lifði. Hann vijl heldur ekki vera hér, hann hatar staðinn. Dvöl hvers gamalmennis á Miami heimtar starfskrafta sex yngri mann- eskja. Á gulu síðunum í símaskránni á hótelunum er að finna nöfn ekki færri en 117 stofnana á vegum ríkis, borgar, kirkjudeilda og einstaklinga, sem veita þeim gömlu margháttaða þjónustu á sviði heilbrigðismála, sálarfræði og lög- fræði. Þarna er leigumiðlun og aðstoð við þá sem glíma við áfengis og eitur- lyfjavandamál og auðvitað eru í boði heimsóknir systrahjálparinnar og flutn- ingar á þeim sem bundnir eru við rúmið eða hjólastólinn. ■ Gamla fólkið á Miami berst baráttu sem það getur ekki unnið, baráttunni gegn elli, fátækt og sjúkdómum. En það lætur slíkt ekki stöðva sig í að stökkva upp á svið og skemmta, — með eða án áheyrenda. ■ Skemmtileg stund á einu hvíldarhótela aldraðra á Miami Beach. Efnahagur fólks er þar í rneira lagi misjafn. CAROCELLE FRANSKA VINNUKOIMAN UPPÞVOTTAVÉLIN ÓTRÚLEGA Hentar allsstaðar, jafnt heima sem á vinnustað. Tekurlítiðpláss, auð- veldínotkun. Gengur aðeins fyr- ir vatni úr krananum þínum. ínMnnMnofla Verð kr. 3.300.- Húsbyggjendur - Húseigendur! Við seljum allt efni til raflagna. Einnig perur. (Allar gerðir) Útiljós og margt fleira. Sendum í póstkröfu. Tökum að okkur raf- lagnir og breytingar í allar gerðir húsa. Gerum tilboð ef ósk- að er. Rafviðgerðir hf. B/önduhiið 2 simi 83901. • • Orugg vinna - Góð þjónusta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.