Tíminn - 08.04.1984, Side 15

Tíminn - 08.04.1984, Side 15
14 Mimhm. SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 15 ad kaupa stöðugt nýtt í stað þess gamla. Bretar eru hins vegar oft sagðir skranmenni upp til hópa og þá auðvitað átt við að hið gamla höfði til þeirra meira en annarra og víst er um það að fornsölur þar í landi eru fleiri en víða annars staðar. En hvernig skyldum við íslendingar vera hvað þetta snertir? Erum við hendingjar eða skranmenni? Hvað með þig lesandi góður? Ert þú einn þeirra sem átt fullan skáp af drasli sem þú tímir ekki að henda eða matar þú ruslatunn- una eða haugana reglulega á því sem tilhevrir því liðna? Án þess að verða of persónulegir og fara að banka uppá hjá fólki og fá að kíkja í kjallarann. eða á háaloftið ákváðum við að leggja leið okkar í nokkrar fornsölur í Reykjavík og athuga hvað þar væri að finna. Afraksturinn sjáum við hér á opnunni. Á yfirreið okkar rákum við inn nefið hjá Hermanni Guðlaugssyni sem verslar með gamla muni á Njálsgötu 27 í Rvk. Fetar í fótspor föður síns „Já, blessaður.maður er búinn að vera í þessu í mörg ár“, sagði Hermann þegar við vorum búnir að taka niður sólgleraugun. „Þetta er nú eins konar ellistarf hjá mér. Ég var húsgagna- smiður og svo þegar árin fóru að færast yfir mann datt mér í hug að skemmtilegt væri að setja upp fornverslun. Ég byrjaði nú einfaldlega á því að hreinsa til hjá mér á mínu eigin háalofti ef svo má að orði komast og setja það hingað út og það var nú upphafið að þessu. Svo hefur þetta smá komið og framboðið af dóti er nú orðið meira en eftirspurnin. Margt af þessum munum er svo illa farið að það þarf helst að byrja á því að gera við það og ég var iðinn við það á meðan ég hafði heilsu til þess en nú er maður orðinn slitinn og á erfiðara með slíkt. Ég hef sérhæft mig svolítið í húsgögnum og framboðið er mest frá tekkbyltingartímabilinu þegar menn hugsuðu í rauðviði. Ég er nú eiginlega að feta í fótspor föður míns en hann hét Guðlaugur Henriksson og rak húsgagna- verslun og fornsölu að Vatnsstíg 3 hér í borginni. Þá var kreppa og voðalega erfitt um vinnu þannig að menn reyndu að nýta allt sem til féll. Annars er best að nota tækifærið úr því að við erum að rabba saman að segja ykkur frá því að mér finnst það einkennilegt að við verðum að greiða söluskatt af þessari verslun en auðvitað er búið að skatta þetta áður og jafnvel margoft. Tvísköttun var í eina tíð óleyfileg og ef þetta er ekki tvísköttun þá veit ég ekki hvað kalla ætti því nafni". Eg held að þaö sé meðfætt að hafa gaman af gömlu dóti Á Laufásvegi 6 er verslun sem heitir Antik- munir og þar ræður Magnea Bergmann ríkjum. „Mest af því dóti sem ég versla með er innflutt og ég kynntist svona rekstri í Danmörku þar sem ég rak svipaða verslun. Ég held að fólki finnist gaman að þessu einfaldlega vegna þess að margt af þessari gömlu framleiðslu er fallegra en það sem framleitt er í dag og svo hitt að það var oft vandað miklu meira til þess sem framleitt var hér í eina tíð en nú er orðið. Annars held ég að það sé meðfætt að hafa gaman af gömlu dóti,“ segir Magnea og hlær við. A.ntik er orð yfír gamla muni í versluninni Fríðu frænku hittum við eigand- ann, Önnu Ringsted, að máli. „Upphaflega flutti ég inn mest af þeim munum sem í versluninni voru en smám saman hefur þetta verið að breytast og nú kaupi ég mjög mikið hér innanlands. Það er ýmist að fólk kemur með dót til mín eða þá að ég fæ að klifra upp á háaloft eða ofan í kjallara til að gramsa og það kemur oft ýmislegt fallegt og skemmtilegt í Ijós ef vel er að gáð. Það er ótrúlega mikið til af fallegum hlutum sem liggja þannig grafnir engum til gagns eða gleði. Éghef reynt að halda mig við það að hér séu ekki til sölu munir sem yngri eru en svona þrjátíu ára og svo eru auðvitað innan um mjög gamlir hlutir. Stundum er sagt að hugtakið antik sé aðeins um hluti sem eru orðnir aldar gámlir og þaðan af eldri en í mínum huga er antik aðeins orð yfir gamla rnuni". IVIargt að fínna hjá Marsibil Marsibil Bernharðsdóttir er Vestfirðingur að M JL T Jtt.argt er gott sem gamalt er, segir einhvers staðar og víst er um það að oft má flnna nýtilega hiuti á háaloftum og í kjöllurum sem lagðir hafa verið til hliðar. Sumir eru þannig gerðir aö þeir geta helst aldrci hent nokkrum sköpuðum hlut og hjá slíku fólki vilja geymslur og loft fyllast af munum og dóti sem tilheyra fortíðinni. Stundum er talað um slíka geymslugleði sem eins konar áráttu og þá er verið að ýja að því að um fræðilegt fyrirbæri sé að ræða, sem geti jafnvel sagt okkur heil ósköp um safnandann og persónuleika hans. Slík fræði mætti vafalaust kalla skransálarfræði. Mannfræðingar telja líka að forfeður okkar hafi á sumum skeiðum verið það sem þeir kalla safnarar og þá hafl for-afar okkar og ömmur reikað um mörkina og dregið að sér ýmsa þá hluti sem flnna mátti í náttúrunni. Ef til vill eimir eitthvað eftir af þessu forna eðli okkar en þó virðist það vera ákaflega misjafnt og fara jafnvel eftir því í hvaða löndum menn slíta barnsskónum. Þannig hafa Bandaríkjamenn getið sér orð fyrir það að henda hlutum strax og ekki er bein þörf fyrir þá og hefur þessi tilhneiging þeirra verið ættfærð upp á neyslu- þjóðfélagið þar sem það lögmál ræður ríkjum ætt og uppruna eins og nafn hennar ber með sér og hún hefur lengi rekið fornsölu í borginni. Á Skólavörðustígnum, í verslun hennar, kennir margra grasa allt frá aldagömlum kýraugum úr skipum upp í skóhlífar. Marsibil stóð í vor- hreingerningum þegar okkur bar að garði en gaf fúslega Ieyfi sitt til að smellt væri af nokkrum myndum. „Mér hefur alltaf þótt gaman af gömlum hlutum og finnst það enn, annars væri ég eflaust ekki að þessu. Ég byrjaði með þessa verslun á Vesturgötunni og upphaf- lega meiningin var að versla með leikföng en svo smám saman þróaðist þetta út í það sem það er í dag.“ Þó að þessari stuttu hringferð okkar sé lokið tekur sala á fornum munum vafalaust aldrei enda. Margt bendir til þess að áhugi á antik munum sé vaxandi hér á landi og í höfuðborg- inni eru töluvert fleiri verslanir sem selja forna muni en þær sem við heimsóttum í þetta skiptið. Það verður þó að viðurkennast að könnun okkar leiðir ekki til marktækra niður- staða um fornmunahugarfar þjóðarinnar og því ekki hægt að fullyrða neitt um það hvort hér séu fleiri sem henda en þeir sem hirða. Svo mikið má þó staðhæfa að hér á landi sé hægt að kaupa marga fallega gamla muni og vafalítið ennþá meira hægt að finna ef leitað er í koppum og kirnum á háaloftum og í kjöllurum, í kompum oggeymslum(í skápum ogskattholum. -JÁÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.