Tíminn - 08.04.1984, Side 16
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
ie '■
, r
FYRIR FERMINGARNAR
Fjölbreytt úrval af skrifborðum
fyrir unglinga og fullorðna.
Sérstaklega gott verð.
Einnig: Svefnbekkir, 4 gerðir.
Vídeobekkir.
Stereobekkir.
Skrifborðsstólar.
Kommóður.
Bokahilluro.fi.
Húsgögn og^
. , . Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi se 900
Aðalskoðun bifreiða
1984
í Mýra og Borgarfjarðarsýslu
fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi
kl. 09-12 og 13-16.30 eftirtalda daga:
Þriðjudaginn 10. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Miðvikudaginn 11. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Fimmtudaginn 12. apríl i Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Föstudaginn 13. april i Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Þriðjudaginn 17. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Miðvikudaginn 18. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Þriðjudaginn 24. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Miðvikudaginn 25. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Fimmtudaginn 26. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Föstudaginn 27. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Miðvikudaginn 2. maí í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Fimmtudaginn 3. maí í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Föstudaginn 4. maí í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
Þriðjudaginn 8. maí í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30
LOGALAND 9. maí kl. 10-12 og 13-16.30
LAMBHAGI 10. maí kl. 10-12 og 13-16.30
OLIUSTOÐIN 11. maí kl. 10-12 og 13-16.30
Endurskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 12-14. júní og í
Lambhaga kl. 10-12 og Olíustöðinni kl. 13-16 þann 15. júní.
Við skoðunina ber að framvísa kvittun fyrir greiddum bifreiða-
gjöldum, tryggingaiðgjöldum og gildu ökuleyfi.
Athugið að engin aðalskoðun fer fram á mánudögum.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
28. mars 1984
Itswm
■ Svifdreka-garpurinn flýgur niður yfir hið hrikalega fjallalandslag undir Elbrustindi, þar sem þrjú gil mætast.
I svifdreka ofan af
hæsta fjalli Evrópn
Rússneski svifdrekagarpurinn Alexei Bútenko
lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna
■ Hér er alltaf frost.
Ef maður er lengi hreyf-
ingarlaus smýgur
ískaldur vindurinn jafnvel
gegnum samfesting úr
skinnum.Nú þarf að velja
rétta augnablikið fyrir
flugtakið.
Kannski verður það eft-
ir sekúndu...
Augunum er skotrað
yfir umhverfið, hratt eins
og þegar maður dregur
andann í síðasta sinn fyrir
flugtak.
Héðan að sjá er heimurinn óvenju-
legur. Engin lykt, enginhljóð. Aðeins
tveir litir: blár himinn og hvítur snjór,
tengt saman með óreglulegum saunt-
sporum Kákasus-fjallgarðsins. Langt
fyrir neðansést grilla í dökkan blett -
það er „Príjút", fjallahótelið fræga í
hlíðum Elbrus. Ekkert hótel í heimi er í
meiri hæð frá sjávarmáli. Hundrað
hótelgestir beina nú sjónaukum sínum
upp í tvíhöfða tindinn. Þeir bíða.
Stundin er komin. Vindinn hefur lægt.
Það er einsog umhverfið sé horfið.
Viljinn og vöðvarnir skreppa saman í
einn hnút og svo flýgur hann af stað eftir
ákveðinni braut, burt frá landinu. Mjúk-
lcga en af afli strekkist á böndunum sem
tengja hann við vængina. Það merkir að
vængirnir liggja vel í mótvindinum. Þetta
er áttunda flugárið hans, fjórtánda flugið
yfir hliðum Elbrus.
Hann svífur nteðfram snæviþöktum
hlíðunum í fjögurhundruð metra hæð
yfir þeim. í hvilftum fyrir neðan sjást
stígar eftir fjallgönguntenn í nýfoknum
snjó. Ekki komast nærri allir svona hátt
upp, þótt þeir beri engan farangur.
Gangan er erfið og hættuleg og tekur
marga klukkutíma, súrefnisskorturinn
háir mönnum. En Bútenko þurfti að
bera svifdrekann upp á Elbrustind.
Hann vegur 25 kílógrömm. Og hann
þurfti að bíða í fimm sólarhringa eftir að
veður gæfi til flugs. Veðrið var umhleyp-
ingasamt. Næturnar voru stjörnubjartar
og Alexéi lagði af stað fyrir dögun ásamt
fjallgöngumönnunum, yfirgaf hlýtt hó-
telið og hélt út í kuldann og fjallaþögn-
ina. En þegar allir erfiðleikar virtust að
baki og hann var kominn á staðinn þar
sem hann hafði komið svifdrekanum
fyrir í skjóli strax fyrsta daginn, komst
hann að raun um að það var lífshættulegt
að fljúga. Ýmist geisaði hvassviðri eða
ský huldu hlíðarnar- lenti maður í slíku
skýi mundi enginn finna mann eftir það.
■ Alexei Bútenko.
Hann lagði því af stað niður hlíðina aftur
með hópnum. Drakk ógrynni af tei með
fjallgöngumönnunum á hótel „Prijút" til
að fagna sigri þeirrayfir Elbrus-tindi. En
þennan dag hafði hann heppnina með
sér.
Mælitækin sem fest eru við drekann
sýna að hraðinn er 50 km á klukkustund
- lóðrétt niður er hann 7 metrar á
sekúndu. Það er einsog það á að vera.
Þarna er jökulröndin. Uppúr grjót-
ruðningnum standa staurar sem halda
uppi stólalyftum sem fara niður hlíðina.
Farþegar lyftunnar hjálpa honum eftir
megni með glaðlegum köllum og
hrópum. Ekki veitir honum af stuðningi,
því nú er alvarlegt augnablik framundan.
Nú flýgur hann yfir Hringsjá, sent er
áfangastaður á leiðinni. Þar er hættu-
svæði. Þar koma saman þrjú gil, einsog
þrjú blástursrör. Og þar eru engir pallar
til að nauðlenda á ef þess gerðist þörf.
Aðeins hvassar klettabrúnir og stórgrýtt
urð.
Frá Hringsjá er honum beinlínis blásið
yfir í Azau-gilið. Þar er loftstraumurinn
jafnari og hægari. í staðinn fyrir snjó og
ís og nakta kletta háfjallanna koma nú
grænar sléttar hlíðar. Kátur lækur
skoppar niður hlíðina, runnar vaxa á
bökkum hans.
Alexei svífur í hægum sveigum frá
einni hlíð til annarrar, nýtur lífsins og
stefnir að lendingarstaðnum. sem er
mjór en annars ágætur pallur nálægt
ferðamannahótelinu „Azau". Rétt þar
hjá er bílastæði þar sem hann geymir
Lada-bílinn sinn með rúmgóðu farang-
ursrými á þakinu - fyrir svifdrekann.
Fólk kemur hlaupandi að pallinum.
Alexei kemur auga á vini sína úr svif-
drekaklúbbnum. Þeir eru enn ekki nægi-
lega reyndir til að fljúga ofan af Elbrus,
og verða að láta sér nægja enn um stund
að svífa af Tsjeget-tindi, sem er næstum
helmingi lægri. Þangað má komast svo
til alla leið með stólalyftu. Lyftunum var
komið þar upp fyrir skíðafólk. Á veturna
er mannþröng hér í hlíðunum. En á
sumri er þetta kjörinn staður fyrir svif-
drekaflug. í landinu eru nú hundruð
svifdrekaklúbba, þúsundir svifdreka.
Hratt svífur hann niður að steyptum
pallinum síðustu metrana. Hann ýtir frá
sér stönginni og það er einsog svifdrek-
inn skjóti upp kryppu þegar hann dregur
úr hraðanum. Fætur hans lenda harka-
lega á jörðinni. Það er ekki auðvelt að
standa af sér höggið, en það gerir fyrsta
flokks svifdrekaflugmaður.
Endir. Flugið af Elbrus tók 37 mínút-
ur.