Tíminn - 08.04.1984, Side 19
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984
STEFAN BRIEM
19
VINNSLA
..06
TOLVU-
KYNNI
IÐUNN
" md
é* ák* "^a Mas* SSrk %
Gagnvinnsla og tölvukynni
Komin cr úl hjá bókaforlaginu löunni bókin
Gagnavinnsla og tölvukynni fræöslurit um
tölvur og notkun þeirra, einkum ætluð þeim
sem eru að hefja nám í framhaldsskóla og
miðuð við að gagnast nemendum á ólíkum
brautum.
Eftir því sem notkun tölva á æ fleiri sviðum
þjóðlífsins eykst vex þörfin á því að menn
þekki nokkuð til þessa öfluga tækis. Þess
vegna eru kynni af tölvum og gagnavinnslu
með þeim orðin sjálfsagður námsþáttur í
almenna skólakerfinu og er bókin samin með
það í huga.
í formála segir m.a.: „Efni bókarinnar er
valið til að kynna lesendum hvers konar tæki
tölva er, til að gera þeim grein fyrir getu
hennar og takmörkum, til að koma þeim af
stað við að hagnýta sér tölvu og ennfremur
til að efla hæfni þeirra til að lifa og starfa í
tölvuvæddu samfélagi."
( bókinni er ágrip af sögu tölvunnar og
forsögu og skrá með fjölda orða, sem snerta
viðfangsefnið, á íslensku, ensku og esper-
antó.
Höfundur bókarinnar er Stefán Briem,
kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð,
og er hér um fyrstu útgáfu að ræða í litlu
upplagi til kynningar en von er á breyttri og
endurskoðaðri útgáfu fljótlega.
Gagnavinnsla og tölvukynni er 116 bls.
Stensill offsetfjölritaði.
U 1 1963
ua.Ana.
S&' %il
Tímarit Verkfræðingafélags
íslands, 4. tbl. 68. árg., 1984, er komið
út. Par eru birt erindi, sem flutt voru á
ráðstefnu VFÍ í apríl á síðasta ári eftir Edgar
Guðmundsson, um dæmi um þróun og sölu
hugmyndar, Baldur Líndal um sjóefna-
vinnsiu - feril frá hugmynd til framleiðslu,
Valdimar K. Jónsson um mannaflaþörf í
tæknisamfélagi, Þorvarð Jónsson um kennslu
og þróun í fjarskiptafræðum og Ágúst Val-
fells um verkfræði og menningu. Þá er greint
frá inntöku nýrra félaga í VFÍ og Valgeirs
Björnssonar fyrrverandi hafnarstjóra minst.
Verktækni, fréttkþlað Verkfræðinga-
félags íslands og Tæknifræðingafélags
íslands, marshefti 1984, er komið út. Þar er
sagt frá íslensku hugviti í hönnun ftskvinnslu-
tækja, innmötunarvél fyrir vinnslulínur í
fiskvinnslustöðvum, sem Vélsmiðja Sigurðar
H. Þórðarsonar hefur um skeið framleitt og
selt. Rætt er við Þorkel Jónsson, deildar-
stjóra rafmagnsdeildar Tækniskóla fslands.
Orðabelgur orðanefndar byggingarverk-
fræðinga er á sínum stað. Þá er greint frá
námskeiðum, sem verkfræðingum og tækni--
fræðingum standa til boða á næstunni.
ANNAÐ
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
1
Ríkissjóður íslands hefur ákveðið að bjóða út
ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár-
laga 1984 og meö hliðsjón afákvæðum laga nr.
79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana.
I í boði verða víxlar að nafnvirði samtals
■ ■ 30.000.000 kr. með útgáfudegi 13. apríl 1984 og
gjalddaga 13. júlí 1984.
I Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og
I ■ verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald-
daga.
Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 10
'■ víxlum (þ.e. nafnverð 500.000 kr.). Heildartil-
boðsverð þeirra skal tilgreint í heilum hundruð-
um króna. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja
hverju tilboði sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékki sem
gefinn er út af innlánsstofnun, sem tilboðstrygg-
ingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 10.000 kr. og
stílaður á Seðlabanka íslands v/ríkisvíxlaút-
boðs. Gangi tilboðsgjafi frá tilboði sínu, sbr. þó
7. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún
upp í ríkisvíxlaviðskipti viðkomandi aðila eða
verður endursend sé tilboði hafnað af ríkissjóði.
Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal
meta ógilt.
Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru:
Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris-
sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu-
neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru
af Tryggingaeftirliti ríkisins.
1 Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem
• ■ fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg-
ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild
Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík,
fyrir kl. 14.00 11. apríl 1984 og séu í lokuðum
ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau
séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð".
8,
9.
10.
11
Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað-
festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama
tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu-
leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið.
Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða
hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting
eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild
Seðlabankansfyrir kl. 14.00 hinn 11. apríl 1984.
Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er,
verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00
hinn 12. apríl 1984. Staðfestingarbréf verða auk
þess sendtil þeirra.
Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er
eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér-
staklega að öðru leyti en með endursendingu
tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti.
Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega
eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna til-
boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla.
Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið
verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl.
14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir
eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema
þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn
geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma
áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs-
gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrirþann
tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs-
gjafi glatartilboðstryggingu sinni.
Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn-
unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu
reglur og gilda hverju sinni um innstæður í
bönkum og sparisjóðum.
12.
Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja
frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, Reykjavík.
Reykjavík, 4apríl 1984
RIKISS J OÐURISLANDS