Tíminn - 08.04.1984, Qupperneq 27

Tíminn - 08.04.1984, Qupperneq 27
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984 * essi sonur kaþólsks miólk- urpósts ólst upp í Newcastle, fór í kennaraskóla og fór að vinna í skóla þar sem flestir kennaranna voru nunnur. „t>að var ekkert ógurlega skemmtilegt," segir hann. Hann hélst þarna við í tvö ár, en hætti þá til þess að gerast jasshljóðfæraleikari. Hann fór að koma fram í gul og svart-rönd- óttum fötum og menn fóru að kalla hann „Sting“. „Margir kunnu ekki við hann af því að hann var svo geðvondur,“ segir einn sem þekkti hann þegar hann var í Newcastle. „Hann var þegar þá óður í frægð og frama. Hann hafði svo sterkan persónuleika að hann skaust fljótt upp á við og þess vegna missti hann marga stuðningsmenn meðal hljómlistarmanna. Hann sneri baki við þeim og fór til London." Þar hitti hann þá Copland bræður, en þeir voru þá að stofna nýja hljóm- sveit sem þeir kölluðu Police. Stewart var trommuleikarinn, Ian átti að sjá um bókanir, en Miles skyldi verða framkvæmdastjórinn. Þegar Sting og gítaristinn Andy Summer bættust við var hópurinn fullkominn. „Þetta var ekki bara ný tegund af tónlist, þetta voru kynslóðaskipti", segir Miles Copeland. „Police“ tók það besta úr nýju músíkinni og nýja hugsunarhættinum og notfærði sér um leið gömlu tónlistartæknina. Þetta var samt ekki úthugsað. Þeirslysuðust á að blanda saman því mikilvægasta semþávaráferðinni í tónlistinni. Þeir sameinuðu „reggae“, sem var að vinna á og kraftinn úr „punk“-tímabil- inu. Þetta gekk vel. Ofan á allt annað þá voru þarna þrír gáfaðir og myndar- legir strákar sem vissu hvað þeir vildu og lögðu hart að sér til þess að ná því.“ Sting hefur alltaf verið mest áber- andi meðlimurinn í „Police.“ Frá því fyrsta var það hann sem söng, kom fram fyrir hönd hljómsveitarinnar og samdi mest af efninu. Hann hefur samið öll vinsælustu lögin: Roxanne, Message in a Bottle, Walking on the Moon, Don’t stand so close to Me, og Every Breath you take. Frá upphafi hefur hópurinn selt meir.i en 25 mill- jón plötur. En deilurnar innan hljómsveitar- innar eru alfrægar og ekkert leynd- armál. Þegar gengi þeirra v.tr mest og þeir voru að leggja upp frá Múnchen í sjö mánaða ferðalag unt heiminn gekk sú saga fjöllunum hærra að hljómsveitin mundi hætta að ferðinni lokinni. Fjármálamenn sem störfuðu í kring um hljómsveitina sögðu að hún væri of góð til þess að hætta áður en búið væri að láta hana mjólka þá peninga sem hægt væri. En þegar vinsældirnar fóru dagvaxandi í Holly- wood virtist samkomulagið verða verra og verra. Það er erfitt að lýsa Sting. Stundum er hann hinn djöfulóði pönk-rokkari, en stundum hinn kaldi og rólegi ungi maður. Eftir því hvernig á honum liggur er hann óuppdreginn eins og götustrákur eða hinn elskulegi kór- drengur. Skapið virðist breytast jafn fljótt og svipurinn á honum. „Ég er svo heppinn að hafa mjög auðhreyfanlegt andlit," segir hann ljúfmannlega. „Ég lít út á mismunandi hátt frá degi til dags. Stundum er ég Ijótur og stundum laglegur. Ég er ekki að gorta, en ég er stundum bráðmynd- arlegur. Daginn eftir lít ég út eins og froskur. En ég held að þetta sé gott á sinn hátt. Fólk á þá ekki eins gott með að átta sig á mér. í Englandi reyndu þeir að klína því á mig að ég væri kyntákn. En það er ég ekki og vil ekki vera. Þessi breytileiki hefur varið mig gegn því. „Stundum er það allt í lagi“, segir liann um það að vera álitinn kyntákn. „Ég get verið það. Ég er leikari og kann margt fyrir mér. Þá á ég við að ég er leikari sem hef allan heiminn fyrir leiksvið. Það er hluti af vinnunni eftir að ég er búinn að syngja að vera „kynferðislegur“ í framkomu. Ekki veit ég hvers vegna, því ég er ekki svo stórkostlega glæsilegur." Sting hefur lagt hart að sér til að vera ekkf'álltaf. sjálfum sér líkur. „Skortur á breytingu og hreyfingu er spilling, skortur á kjarki til þess að halda áfram," segir hann. Það er líka auðvelt að sjá að hann telur góða leið til þessa vera þá að afsala sér þeim þægindum að vita hvers vænta megi. Ef til vill er það þess vegna sem hann segist meta mikils hættulegar íþróttir. Hann hefur slasast á skíðum og ein kærasta ntinning hans er sú þegar hann hafði næstum flogið á klettavegg í lítilli rellu. „Á eftir leið mér betur en nokkru sinni á æfinni", segir hann. Vitanlega þeysir hann unt á mótor- hjóli. „Þú getur daðrað við hætturnar og hlegið að þeim. Hættur geta líka IMtm auki er nauðsynlegur. Ef þú finnur ekki til sársauka, þá skaltu fara og verða þér úti um hann." Fólk sem þekkir Sting lýsir honum sem afar skarpskyggnum, fullum at- hygli, gjafmildum, - en ákaflega hlé- drægum. Hann vill vera ntjög vin- gjarnlegur en þá kemur upp skilti á andlitinu á honum sem á stendur „Ekkert pláss laust". „Hann er ein- fari", heyrist stundum sagt. Eða: „Hann er á verði". „Hann er alltaf á verði, einkum þegar hann sýnist vera í mesta stuð- inu," segir náin vinkona hans. „Hann leikur það hlutverk mjög vel. Þegar hann kemur í „partí” sér hann strax að hann er ntiðdepill athyglinnar og út í bláinn að þar sem ég get sungið fer fólk að spyrja mig spurninga um háalvarleg mál, sem snerta ráðgátur tilverunnar. Hver er ég? Ég er bara „gæi með góða rödd." En hví ekki það? Hví skyldi fólk ekki taka mig alvarlega? En ég finn samt til sektar- kenndar yíir þessu. Ég verð að koniast yfir hana." Það er margt sem Sting þykir hvíla á samvisku sinni. Hann spjallar átaka- laust unt hluti eins og hryggðina, svona vítt og breitt, en hann fer ekki mörgum orðum um hjónaband sitt og börnin sem hann sér aðeins endrum og eins. Samt sýnir hann ókkur mynd- ir af börnunum, lítilli stúlku og sex ára dreng." „Sting gæti gert það gott sem kvik- myndaleikari. Það eina sem háir hon- um er hans eigin smekkur. Hann vill alltaf leika svarta prinsinn. Hann er ágætur sem slíkur, en hve oft geta menn leikið sömu persónuna?" Við spyrjum Sting aftur: „Fólk sem umgengst þig segir að þú berir ekki traust til þess? „Ég á þrjá góða vini", svarar hann, „sem ég treysti og trúi fyrir leyndar- málum rnínurn. En fyrir utan þá, - nei. og hvers vegna þá? Mér finnst ég heppinn að eiga þessa þrjá að vinum. Sumir hafa engan sem þeir geta treyst. Á sinn hátt treysti ég á starf mitt, Ég verið besta útrásin fyrir eirðarleysi.“ Það er eirðarleysið sem veldur því að hann flýgur á milli margra borga á fárra vikna fresti, býr í einu hótelinu á eftir öðru eða hjá kunningjum. Hann lýkur helst ekki upp ferðatösk- unni. „Með hverjum deginum sem líður finn ég að ég breytist,“ segir hann og við spyrjum hvort honum falli betur við nýju persónuna en þá gömlu. „Mér finnst nýja persónan hafa meiri aðlögunarhæfni og henti betur þeirri stöðu sem ég er í. Sá maður sem ég var fyrir sjö árum hefði ekki ráðið við ástandið núna.“ Sting ræðir sjaldan um hæfileika. Hann lýsir sjálfum sér svo að hann sé útbúinn með þrýstiloka. „Bestu söng- varnir mínir eru um firringuna," segir hann. „Hryggðin er tilfinning sem kennir manni sitt af hverju og þess vegna er hún af því góða. Ég hef gengið í sjóð tilfinninga minna og það er gott að geta það. Eg held að flestir séu ekki færir um að ganga í tilfinn- ingasjóð sjálfs sín. Þess vegna eru menn óhamingjusamir og skapa ekkert. Ég hef þrýstiloka. sem ég skrúfa frá þegar ég þarf að hleypa út þrýstingi. Ég er maður sem býr sér til sínar eigin kreppur. Ég held að kreppur séu nauðsynlegar til þess að geta verið skapandi. Jafnvægi sálarinnar er kannske nauðsynlegt til þess að skapa mjög stílhreint verk. En ekki sjálft sprengiefnið. Það kemur sem afleið- ing sársauka en ekki þæginda. Sárs- leikur sitt hlutverk með prýði. Honum er ljóst að það er vinna að vera „stjarna". En þegar þú hittir hann í einrúmi er hann mjög alvörugefinn og rólegur. Hann hlustar á það sem þú segir og vill vita hvers vegna þér finnst þetta eða hitt. En það er mjög erfitt að gefa honum tilfinningalega hlýju og fá hið sama í staðinn." „Hann hefur komið sér upp geisia- baug sem hræðir fólk“, segir fram- kvæmdastjóri „Police“, Miles Cope- land, upp úr eins manns hljóði. Þegar hann er spurður hvort hann efist um persónutöfra Sting svarar hann: „Þeir eru auðvitað mikils virði. Sú stað- reynd að hann hefur persónutöfra - og aðrir í „grúppunni“ líka - kemur okkur til góða. Þegar ég hef sent þá í útvarpsviðtal veit ég að þegar þeir ganga út munu þeir hafa fallið fólki í geð. Það þýðir að fólk mun leggja sig meir fram við að selja plötur okkar. Það er augljós þáttur í velgengni „Police". Fólk kann vel við þá.“ Ef hæfileikinn til að verða „stjarna“ byggist á því að geta dáleitt fólk þá hefur Sting þann hæfileika, hvort sem þar býr að baki sálarorka eða kunn- átta. Hann virðist samt stöðugt vera að brjóta heilann um hæfileika stna og heppni. „Þegar þú talar um hamingju", spyrjum við, „þá er alltaf eins og þú sért að tala um frægðarferil þín sjálfs og þú talar um hann sem eitthvað sem þú ekki átt skilið." „Sú staðreynd að ég get sungið er aðeins erfðafræðileg tilviljun. Það er „Er hann líkur þér?“ spyrjum við. „Hann er klár í kollinum," er allt sem Sting segir. En hann horfir lengi á myndina. „Síðasta ár var eins og köld gusa yfir mig," segir hann og á við hjóna- skilnaðinn og brottflutninginn frá Englandi. Hann á líka við þá ákvörð- un sína að spanna meira svið en rokkið, sem Itann segir kannske skilið við einn daginn. Hann var einu sinni farinn að taka að sér fáein lítil kvik- myndahlutverk. Þá fékk hann stórt hlutverk í Brimstone and Treacle, kvikmynd sem hann fékk góða dónia fyrir og forsíðumynd af sér í Variety. Nú leikur Sting í myndinni „Dune“ afar dýrri mynd sem á að frumsýna í desember. Flann leikur þar kynóðan þorpara. „Ég vil ekki gerast kvik- myndaleikari að atvinnu, en ég vil vita hvernig þetta fer fram,“ segir hann. „Ég er um þessar mundir að líta í kring um mig, gá að einhverju öðru en rokki. Ef ég rekst á eitthvað forvitnilegt, þá lít ég á það sem ögrun til nýrra átaka.“ Sting er vel til þess fallinn að fara í kvikmyndirnar. Flann erhæfileikarík- ur, vinnusamur og dæmalaust metn- aðargjarn og loks sviðsgráðugur í eðli sínu. „Efasemdirnar um sjálfan sig þjá hann ekki," segir ein þokkadísanna í Hollywood. „Þér líkar vel við hann ósjálfrátt. Hann daðrar ekki við neina, því hann er merkilegri en það. Það er ekki mont heldur sjálfstraust manns sem hefur komist áfram af eigin rammleik." fer upp á sviðið og syng um einmana- leikann. Er hægt að tjá tilfinningar sínar opinberlegar fyrir öðrum?“ Ef til vill er það uppi á sviðinu sem óvissa Sting um sjálfan sig kemur honum að mestu gagni. í rauninni felst mikið af töfrum Police í samb- landinu af hlífðarlausum hávaða hljóðfæranna og rödd Sting, - sem stundum er biturt ákall og stundum hvellt og sargandi vein. Þetta er „sex-appeal" nútímans, ekki kraftur, heldur spenna. Ef einhvern langar til að skyggnast inn í einmana eirðarleysi Sting, þá er það í látbragði hans á sviðinu, þegar hann virðist hafa fallið í trans. Oft stekkur hann upp og niður, nuddar á sér höfuðið og rífur í ! hárið á sér en lítur öðru hverju til áhorfenda og brosir til þeirra. Hann sýgur meira að segja á sér þumalfing- urinn. Það sem hann hagnýtir sér best er óttatilfinning hans. „Þetta er eins og að renna sér niður bratta brekku, því brattari, því meir spennandi. Því nær brúninni sem þú ferð á sviðinu, því betra. Ég vil fá áhorfendur til þess að taka þátt í þessu. Það koma augnablik, þegar ég geri ekki neitt. Það eru göt sem áhorfendur fylla upp í. Þú lítur út eins og þú hafir gleymt textanum. Þú virðist skelfingu lostinn og áhorfendurnir koma til þín. Ég verð að líta út eins og ég sé að niðurlotum kominn. Þetta er ógurlega , æsandi, þetta er sú ægilega tilfinning að þú sért að detta." En fall Sting er ekki fyrirsjáanlegt í bráðina. ' 4

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.