Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 3 ■ Forsetinn og fylgdarlið mun búa á Hótel fiskartorpet í Helsingfors, glæsilegu nýju hóteli sem skipt er í þrjár aðalbyggingar tengdar saman með jarðgöngum. Myndin er af kringlótta salnum við hótelið en þar mun forseti íslands halda Finnlandsforseta og frú veislu á föstudagskvöldið. Tímamynd JGK Vigdís Finnbogadóttir: FER í OPINBERA HEIMSÓKN TJL FINNLANDS I DAG ■ Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, heldur í dag til Finnlands í opinbera heimsókn ásamt fylgdarliði, Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra og frú Ernu Finnsdóttur, Ingvari Ingvars- syni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu og frú Hólmfríði Jónsdóttur og Halldóri Reynissyni forsetaritara. Mauno Koivisto Finnlandsforseti tekur á móti forsetanum á flugvellinum í Helsingfors. Síðan verður ekið til forsetahallarinn- ar, þar sem fram fer stutt móttökuat- höfn. Að henni lokinni heldur forseti íslands til Sandudd og leggur þar blóm- sveig að minnismerki um Finna sem féllu í seinni heimsstyrjöldinni og ennfremur á gröf Mannerheims marskálks. í kvöld verður kvöldverður í forsetahöllinni til heiðurs forseta íslands. Utanríkisráð- herra Finnlands og íslands ræðast einnig við í dag. Eins og sést af þessu er dagskrá heimsóknarinnar mjög áskipuð og svcr verður til loka hennar. Á morgun skoðar forsetinn þinghúsið í Helsingfors, Temp- elplats kirkjuna, þar sem Tapiola barna- kórinn syngur, finnska þjóðminjasafnið og Finlandia húsið. Helsingforsborg býður til hádegisverðar og síðdegis opn- ar forsetinn „Form ísland," á listiðnað- arsafninu í Helsingfors. Pá verður mót- taka fyrir íslendinga búsetta í Finnlandi hjá ræðismanninum, Kurt Juuranto, og sömuleiðis móttaka á vegum íslenskra útflutnings- og ferðamálafyrirtækja á Hótel Interkontinental. Annað kvöid bjóða finnsku forsetahjónin til sýningar í Svenska teatern á leikritinu Háxskogen eftir Johan Bargum. Á föstudaginn verður haldið flugleiðis til Ábo, eða Turku, eins og sú borg kallast á finnsku. Þar heimsækir forset- inn dómkirkjuna og sögufrægan kastala í borginni, þar sem snæddur verður hádegisverður í boði borgarstjórnarinn- ar. Þá verður haldið til Mariehamn á Álandseyjum, þar sem forsetinn skoðar sjóminjasafn og safn um sögu Álands- eyja. Síðdegis á föstudag verður komið aftur til Helsingfors og um kvöldið heldur forseti íslands finnsku forseta- hjónunum veislti a Hótcl fiskartorpet, en þar dvclst forsetinn og fylgdarlið meðan á heimsókninni stendur. Árdegis á laugardag heimsækir forsetinn lista- miðstöðina Sveaborg og snæðir hádeg- isverð í boði finnska forsætisráðherrans Kalevi Sorsa. Lýkur þar með hinni opinberu heimsókn. Síðdegis á laugar- dag heldur forsetinn til Lundar í Svíþjóð, þar sem hann mun flytja fyrir- lestur um íslenska nútímamenningu í boði Lundarháskóla. Vigdís Finnboga- dóttir mun síðan dveljast í Kaupmanna- höfn í einkaerindum og kemur heim aftur til íslands 26. apríl. -JGK „Seljum ekki vörur á einhverju gerviverði" - segir Jón SigurðssonTframkvæmdastjóri Miklagarðs ■ „Annars vegar hefur kjötverðið hjá okkur hækkað vegna þess að við áttum engar birgðir af kjöti á eldra verðinu til að halda verðinu niðri - eins og ýmsar aðrar vcrslanir hafa átt - og hins vegar erum við að einhvcrju leyti að leiðrétta álagningu á kjöti sem á undanförnum árum hefur verið of lág. Það er okkar stefna að selja hverja vöru við því verði sem hún kostar en ekki á einhverju .gerviverði þar sem cinhverjar vöru- tegundir cru látnar borga niður verðið á öðrum1', sagði Jón Sigurðsson, versl- unarstjóri Miklagarðs spurður hvers vegna dilkakjöt hafi þar hækkað meira í verði en annarsstaðar samkvæmt könnun Verðlagráðs. Jón var jafnframt spurður hvort hann óttaðist þetta ekki í því verðstríði sem nú er talað um í matvöru versluninni. - Nei, ég óttast það ekki. Ég held að við höfum alveg sannað fyrir öllum að okkar vöruverð er þannig að menn gleðjast yfir því. Við fáum hingað m.a. mikið af fólki scm á lcið tii borgarinnar og jafnvel Ameríkanar af Keflavíkurveiii eru farnir að koma hingað til að versla í töluverðum mæli, m.a. til að fá evrópsku línuna í fatnaði. - Nú hefur komið fram að kaup- félögum finnst það undarlegt að þið skulið jafnvel geta selt vörur ódýrar en þau þurfa að greiða fyrir þær í heildsölu. Þurfa jafnvel þau kaupfélög sem eiga Miklagarð að kaupa dýrari vörur en þeirra eigin fyrirtæki flytur inn? - Ég veit ekki hvort einhver breyting á eftir að verða þar á, en til þessa höfum við eingöngu flutt inn fyrir okkar verslun. Hins vegar erum við farnir að fá fyrirspurnir frá mörgum fyrirtækjum hvort þau geti ekki keypt af okkur í heildsölu, sagði Jón í Miklagarði. Þú finnur öruggiega bíl fyrir þig á AUTO 84

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.