Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöð). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: BlaSaprent hf. Forseti íslands í Finnlandi ■ í dag hefst heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, til Finnlands í boði Koivistos forseta. Heimsókn þessi gefur tilefni til að rifja upp samskipti Finna og Islendinga, sem segja má að hafi byrjað fyrst að ráði eftir að báðar þjóðirnar öðluðust sjálfstæði í lok fyrri heimsstyrjaldar. Báðar höfðu þá búið við langvarandi erlenda yfirdrottnun. Fljótlega upp úr þessu hófst norræn samvinna ríkjanna fimm. Hún hafði áður einkum verið bundin við eldri ríkin þrjú. Þessi samvinna, sem oft er ekki metin að verðleikum, hefur fært þjóðirnar saman. Þrátt fyrir fjarlægðina, sem skilur að íslendinga og Finna, hefur íslendingum fundist á ýmsan hátt, að þeir ættu sitthvað meira skylt með Finnum en hinum Norður- landaþjóðunum. Far kemur ekki sízt til greina hin langa sjálfstæðisbarátta sem þjóðirnar eiga að baki. Báðar byggja þær heldur harðbýl lönd, en hefur með framtaki og þrautseigju tekizt að skapa sér sæmileg lífskjör. Báðar' leggja þær kapp á að standa vörð um frelsi sitt og sjálfstæði. Þær vita af reynslunni, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það hefur stundum verið sagt um Finna og íslendinga, að þeir væru eins konar útverðir Norðurlanda, ísland að vestan en Finnland að austan. Þeir eru meiri nábúar risaveldanna en hinar Norðurlandaþjóðirnar og verða vegna legu landa sinna að hafa margvísleg samskipti við þau. Þótt sambýli íslendinga og Finna við risaveldin sé með ólíkum hætti, þurfa þjóðirnar báðar að gæta þess að halda virðingu sinni og reisn. Sjálfstæðið getur glatazt með ýmsum hætti. Stundum verður það að lúta í lægra haldi fyrir beinum erlendum yfirgangi. Hitt er líka bæði gömul og ný saga, að asni klyfjaður gulli getur reynzt sigursælli en venjuleg vopn. Þeir, sem ekki þekkja nægilega til Finna og finnskrar utanríkisstefnu, láta stundum blindast af þeirri kenningu, að Finnar séu smátt og smátt að láta undan síga vegna nábýlisins við risaveldið. Vitanlega er það rétt, að Finnar verða að taka tillit til þessa nábýlis, eins og líka flestar þjóðir verða að taka til nágranna sinna. Hitt er eigi að síður staðreynd, að Finnar hafa í þessum skiptum haldið fullri reisn. Finnar hafa með utanríkisstefnu sinni unnið sér álit þeirra, sem þekkja til stöðu þeirra og hvernig þeir hafa gætt hennar, án þess að gerast jábræður hins volduga nábúa, eins og oft vill henda undir slíkum kringumstæðum. Finnar hafa iðulega haft veruleg áhrif á þróun mála á alþjóðlegum vettvangi, þegar reynt hefur verið að finna meðalveg. Finnar eru í hópi þeirra smáþjóða, sem einna mest er hlustað á, þegar mál eru rædd á alþjóðlegum vettvangi. Það er skoðun íslendinga, að það hafi verið til mikils ávinnings norrænu samstarfi, þegar Finnar urðu þátttak- endur þess. íslendingar telja það einnig ávinning að hafa kynnzt Finnum náið og geta aukið við þá margvísleg samskipti. Það var íslendingum fagnaðarefni, þegar finnskt sendiráð tók til starfa í Reykjavík og þannig komið á traustari tengslum milli hinna norrænu útvarða í austri og vestri. Heimsókn forseta íslands til Finnlands mun enn frekar treysta þessi bönd, eins og heimsókn Koivistos forseta til íslands gerði á sínum tíma. Þ.Þ. Deilt um skattfrelsi spariskírteinanna M.inMV.I R rt ímum wff é auAi I mf fcitt njm 'Tfu Mfci I i»Mii> im é l.uéifcnluifcirtrMw— hmHWi. wrm biak mmm Tvelmur fyrlrtaokjum I Vtk tendur vörugjald*r®lknlngur Ar aftur ( tlmann: „Vlfi VERDUM AÐ LOKA OG HÆTTA V u Andi skattalaganna Eins og allir vita eru skatta- lögin mikið réttlætismál. Þau jafna rauntekjur manna, hin- ir efnameiri greiða hærri skatta en þeir sem minna hafa á milli handa og útsvör og tekjuskattar eru lagðir á eftir tekjum og hinn mikli jafnréttisskattur, tekju- skatturinny gerir alla launa- menn að lágtekjumönnum, hvað svo sem um semst á hinum frjálsa vinnumarkaði. Þótt skattalögin séu stór- góð er sífellt verið að betr- umbæta þau og breytingar á lögum um tekju- og eigna- skatta rcnna gegnum Alþingi á færibandi og ávallt eykst réttlætið, enda kasta þing- menn ekki höndunum til slíkra verka fremur en ann- arra. Þótt nákvæmar og einstak- lega greinargóðar leiðbein- ingar fylgi nú orðið framtals- blöðunum gctur samt vafist fyrir einföldum sálum að telja fram svo að skammlaust sé og eiga það á hættu að hafa fé af sjálfum sér eða hinu opinbera. Komið er upp hið nterk- asta mál þar sem jafnvel ber á góma svo hárfín skilgrein- ing á skattafarganinu að farið cr að tala um „anda skatta- laganna". Þau eru þá ekki andlaus eftir allt santan. Skattfríðindum þeirra sem eiga aura eru lítil takmörk sett, enda er talað unt spari- fjáreigendur í upphöfnum umhyggjutóni og allir vilja allt fyrir þá gera, bankarnir og skattalögin leggja sig fram um að vernda sparifjáreigend- ur eins og sjaldgæfa dýrateg- und. Nýlega fann Lands- bankinn upp enn nýja vernd- araðgerð og fór að bjóða út sparisktrteini með einstak- lega góðum kjörum fyrir þá sem eru svo loðnir um lófana að geta lagt inn í banka. Aðrir bankar láta sitt ekki eftir liggja. Eins og venja er til þegar ríkið eða bankar fá lánin hjá sparifjáreigendum er mikil áhersla lögð á að skattfríðindi fylgi. í auglýs- ingafárinu sem Landsbank- inn kom af stað til að draga til sín spariféð var þessu atriði ekki gleymt. En nú kom „andi skatta- laganna" til sögunnar. Ríkis- skattstjóri sá að ekki var farið að öllu í lögum um þessi kostakjör og sendi Lands- banka hraðskcyti og taidi nýju spariskírteinin skattskyld, hvað sem í aug- •lýsingunum stæði. Nú varð Landsbankinn aldeilis hissa. Hann hafði meira að segja spurt Seðlabankann hvort það væri ekki allt í lagi með nýju hagkvæmu innlánsvext- ina og Seðlabankinn vissi ekki betur en svo væri. Og svo var rýnt í lagabálkana um tekju- og eignaskatt. Út úr eigna- skattsgrunninum En þarsem spariskírteina- eignir fara einfaldlega út úr „eignaskattsgrunninum, að því marki sem þær væru um- fram skuldir, en verðbrcfa- eignirgera þaðekki",einsog það er svo haglega útskýrt í Mogga, ber að greiða tekju- skatt af skírteinunum. En þótt skattalögin eða „andi skattalaganna" kveði svo á að greiða eigi skatt af bréfunum eða vöxtunum, eða einhverju sem andinn blæs ríkisskattstjóra í brjóst, þarf Landsbankinn samt ekki að ganga á bak orða sinna, enda eru bréfin baktryggð af Seðlabankanum. Enn síður þarf bankinn að sæta ámæli fyrir auglýsingaskrum sent ekki stenst né þarf að svara fyrir að hafa farið á skjön við lög um óréttmæta samkeppni og verslunarhætti. Ándi skattalaganna Sá salomonsdómur er upp kveðinn að ekki þurfi annað en breyta orðalagi á skírtein- unum og þá verða þau óvé- ifengjanlega skattfrjáls. Það er einmitt þessi andi skattalaganna sem gerir, eignamönnum og þeim er vinna á eigin vegum svo prýðilega auðvelt að skjótast undan að greiða skatta til jafns við þá sem strita í sveita síns andlits hjá öðrum. Þar skal allt talið fram og ekki dugir að fela tekjur á bak við fjölda hugtaka sem fundin eru upp til að veita undan- þágur og afslætti. Breytt orðalag Og áfram streyma frum- vörpin um breytingar á lögum um tekju- og eigna- skatt og beinast þau öll að ’sama marki, að réttlætið nái fram að ganga. Þar að auki er fjöldi annarra laga unt enn aðra skatta og þeim er breytt, undanþágur veittar, nýir liðir teknir inn og öðrum sleppt. í Tíntanum í gær er skýrt frá tveim fyrirtækjum í Vík í Mýrdal sent fengu reikninga um að þau ættu að greiða vörugjald fyrir framleiðslu síðustu tveggja ára, og segj- ast eigendurnir þar með vera komnir á hausinn. Einhver gjöld hafa ekki verið greidd af tilteknum mjólkurvörum eða ávaxtadrykkjum, sem komið er í Ijós að kaupmenn hefðu átt að greiða sl. sex ár eða svo að sögn fjármálaráð- herra og nú veit enginn hvernig standa á að því máli. Skemmtanaskattur eru ein skemmtilegheitin, þar sem ný lög skjóta upp kollinum á nær hverju þingi og fjármála- ráðherrar veita undanþágur á undanþágur ofan. Þar er svo um hnúta búið að ekki á að greiða skattinn af menn- ingu, líklega af því að út frá því er gengið sem vísu að hún sé leiðinlcg.AUir reyna því að gera skemim.mnsínarmenn- ingarlegar ul að losna við skattinn. Hér er aðeins gripið laus- lega niður í þann frumskóg laga og reglugerða um skatta 'Sem grúfir eins og myrkviði yfir öllu fjármálalífi. En í stað þess að greiða úr flækj- 1 unum eru aðeins nýjar hnýttar. Lítill vandi er að segja með sanni að þessi skrif beri mikilli vanþekkingu á skatta- málum vitni. Það er auðvelt að una því. En þegar Landsbankinn og Seðlabankinn geta ekki túlk- að skattalög skammlaust leyfist blaðamannsgreyi úti í bæ að gera lítillega athuga- semdir við þau. En með breyttu orðalagi virðist véra hægt að túlka þau eins og okkur sýnist. OÓ ■ ■ Oskubuska aft- ur á f jalirnar Auður Bjarnadóttir dansar aðalhlutverkið ■ Ballettinn Öskubuska verður sýndur tvisvar í Þjóðleikhúsinu í þessari viku, í kvöld og fimmtudag, en sýningar hafa legið niðri um nokkurn tíma. Auður Bjarnadóttir mun dansa aðalhlutverkið í fyrsta skipti á síðari sýningunni, en á hinni fyrri dansar Ásdís Magnúsdóttir sem fyrr. Auður Bjarnadóttir hóf ung nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins, og hún var ein af stofnendum íslenska dans- flokksins. Á fyrstu árum hans kom hún fram í fjölda sýninga, dansaði m.a. hlutverk Svanhildar í Coppelíu og Odette/Odile í atriðum úr Svanavatninu. Auður stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og London, og á árun- um 1978-82 dansaði hún í ballettflokki óperunnar í Múnchen og 1982-83 í Basel í Sviss. Sumarið 1981 ferðaðist hún um Þýskaland, Austurríki og Sviss með farandballettflokki. Af hlutverkum hennar erlendis má nefna sólóhlutverk í Hnotubrjótnum, Svanavatninu, Þyrni- rósuSerenade eftir Balanchine og Symp- honie in D og Paganini eftir Jiri Kylián. Auður hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni ungra norrænna listdansara á móti í Kuopio í Finnlandi árið 1979. Hún sneri heim á liðnu sumri og hefur dansað með íslenska dansflokknum í vetur, m.a. hlutverk Sumardísarinnar í Öskubusku. -GB ■ Auður Bjarnadóttir dansar aðalhlut- verkið í ballettinum Öskubusku í sýn- ingu íslenska dansflokksins í Þjóð- leikhúsinu á flmmtudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.