Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 7
hlutverk 1 Husinu a slettunm. En vonandi fænr friðarpípan, sem Michael Landon færir honum, fólki heim sanninn um að hann er ekki eins slæmur og haldið er. í ALVÖRUNNIER HANN ÁGJETIS NÁUNGI! ■ Húsið á sléttunni mun nú loks hafa sungið sitt síðasta í bandaríska sjónvarpinu. Var það kvatt með pompi og prakt með því að öll hús í Hnetulundi voru brennd til ösku. Aðdragandinn að því að þann- ig fór voru klækir, sem braskari hafði í frammi við íbúa Hnctu- lundar, með þeim afleiðingum, að þeir misstu eigur sínar í hendur hans. Af því má ráða að framkoma hans hafi ekki verið par fín, enda uppskar leikarinn, sem fór með hlutverk hans, gremju og hatur aðdáenda Ing- alls-fjölskyldunnar og nágranna. Kvað svo rammt að viðbrögðum fólks, að það skirfaði í stórum stíl bréf til vinuveitenda hans og kröfðust, þess, að honum yrði sagt upp störfum, en hann starfar sem blaðafulltrúi stórrar stór- markaðakeðju á austurströnd Bandaríkjanna. Karl Ingalls, góðsemin upp- máluð að venju, sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann bauð því James Karen, en svo heitir leikarínn óheppni, friðar- pípu og lét fréttaljósmyndara fylgjast með athöfninni. A þann hátt vonaðist hann til að almenn- ingur tæki James aftur í sátt, enda er hann sagður alveg ágætis náungi. KVENNASLAGUR UM „STÁLBARÓN11 ■ „Stálbaróninn" er þýski mill- jarðamæringurínn Heinrich von Thyssen-Bornemisza gjarna kallaður af löndum sínum. Hann er ógnar duglegur í viðskiptum og rekur m.a. skipasmíða- stöðvar, vélaverksmiðjur og margs konar viðskipti önnur. En hann er atorkumikill á fleiri sviðum. Hann er t.d. í þann veginn að losa sig við fjórðu eiginkonuna og er þegar búinn að krækja sér í þá fimmtu. Hingað til hefur baróninum gengið nokkuð vel að losa sig við eiginkonurnar og þótt heldur ráusnarlegur við þær við skilnað- inn. En nú ber svo við, að ekki virðist ætla að ganga hnökralaust að ganga frá þessum forms- atriðum Eiginkona nr. 4, brasi- líska konan Denise Shorto, hefur ekki sýnt neina auðsveipni í málinu og gerir kröfur um stórar fjárhæðir, auk annarrra hlunn- inda, s.s. íbúðar í New York, eigi hún að láta baroninn lausan úr viðjum hjónabandsins. Og hún er ekkert á því að gefa sig, þó að væntanleg 5. eiginkona sé þegar búin að gefa út margorðar og stóryrtar yfirlýsingar um, að ekkert geti komið í veg fyrir að hún og baróninn gangi í hjóna- band. Reyndar eru Carmen Cor- vera, tilvonandi 5. eiginkonan og fyrrum fegurðardrottning Spánar, og Thyssen þegar búin að taka forskot á sæluna, sem hefur heimahöfn í Hamilton á Bermunda, og vakti athygli að þau hegðuðu sér eins og ást- fangnir unglingar. Nú þegar hef- ur baróninn líka staðfest heiðar- legan tilgang sinn með því að ættleiða þriggja ára gamlan son Carmenar og þykir það gefa vísbendingu um, að að þessu sinni sé honum heilög alvara með hjónabandinu, hann hyggist ekki hafa þau fleiri á lífsleiðinni. ■ Carmen Corvera og Heinrích von Thyssen-Bornemisza eru orðin, óþolinmóð eftir að skilnaðurínn gangi í gegn og hafa þjófstartað með því að fara saman í eins konar búðkaupsferð. ■ Frá St. John's höfudborg Nýfundnalands Nýfundnaland ræður ekki yfir landgrunni sínu Það tapaðist, þegar sjálfstæðinu var afsalað ■ FYRIR skömmu féll dómur í hæstarétti Kanada, sem valdið hefur mikilli óánægju og deilum í Nýfundnalandi. Dómurinn snerist um það, hvort Nýfundnaland ætti yfir- ráðarétt á hinu svonefnda Hi- bernia-svæði, sem er 175 mílur undan ströndum Nýfundna- lands, en talið er að þar sé að finna mikla olíu undir hafsbotn- inum. Hér sé jafnvel um að ræða mesta olíusvæði á landgrunni Norður-Ameríku. Fylkisstjórnin í Nýfundna- tandi gerði kröfu til að hún fengi yfirráðaréttinn yfir þessu svæði. Því mótmælti ríkisstjórn Kan- ada, sem taldi að Nýfundnaland ætti ekki sérstakt landgrunn eftir að það innlimaðist í Kanada. Hér væri um landgrunn Kanada að ræða og eignarrétturinn og yfir- ráðarétturinn heyrði því undir kanadísk stjórnvöld. Fylkisstjórnin í Nýfundna- landi vildi ekki una þessari niður- stöðu og skaut því þess vegna til hæstaréttarins í Nýfundnalandi að fella úrskurð um þetta. Dóm- ur hans var sá, að Kanadastjórn hefði rétt fyrir sér. Fylkisstjórnin í Nýfundna- landi sætti sig ekki við þennan dóm og skaut málinu því til hæstaréttar Kanada. Úrskurður hans féll fyrir skömmu eins og áður segir og staðfesti hann, að yfirráðin yfir landgrunninu heyrði undir Kanada. Forsætisráðherra fylkisstjórn- arinnar í Nýfundnalandi, A.Bri- an Peckford, er samt ekki af baki dottinn. Hann segir, að dómur- inn sé byggður á röngum og úreltum lagaákvæðum. Hann hefur því hafið baráttu fyrir því, að lögunum verði breytt á þann veg, að það tryggi Nýfundna- landi bæði eignarréttinn og yfir- ráðaréttinn á Hibernia-svæðinu. Engar líkur eru þó á því, að slík lagabreyting náist fram. Það er íhaldsflokkurinn, sem nú ræður lögum og lofum á fylkis- þinginu, en Frjálslyndi flokkur- inn hefur meirihluta á kanadíska þinginu og mun aldrei afsala Kanada þessum rétti. Það myndi ekki heldur bæta neitt stöðu Nýfundnalands, þótt íhaldsflokkurinn sigraði í næstu þingkosningum í Kanada. Ný- kjörinn formaður hans hefur lýst yfir því, að ekki komi til mála að afsala Kanada umdeildum rétti og hann nýtur í þessum efnum ■ Brian Peckford, forsætisráðherra Nýfundnalands stuðnings flokksins í öllum fylkj- um Kanada nema Nýfundna- landi. NÝFUNDNALAND geldur nú þess, að það afsalaði sér sjálf- stæði sínu, þegar það innlimaðist í Kanada fyrir 35 árum. Evrópumenn hófu landnám á Nýfundnalandi upp úr 1500, en yfirleitt er talið að landið hafi fundizt af John nokkrum Cabot 1495. Þá er sleppt að minnast þess, að íslendingar áttu þar viðkomu fimm öldum áður á leið sinni til meginlands Ameríku (Vínlands). Það voru hin auðugu fiskimið, sem áttu mestan þátt í landnám- inu upphaflega. Um 1580 gerðu Bretar Nýfundnaland að ný- lendu sinni og fengu yfirráð sín þar viðurkennd um 1713. Það var háttur Breta í ný- lendum sínum vestanhafs að stofna til þingbundinnar heima- stjórnar. Þessi tilhögun komst á í Nýfundnalandi um 1830. Heimastjórnin styrktist í sessi. Árið 1917 veittu Bretar Nýfundnalandi fullt sjálfstæði sem einu af samveldislöndum þeirra. Nýfundnalandsmenn nutu sjálfstæðisins ekki lengi. Heims- kreppan sem hófst um 1930, lék þá mjög grálega. Árið 1934 óskuðu þeir eftir að komast aftur undir nýlendustjórn Breta og var þeim veitt það. Heimsstyrjaldarárin voru mikil gróðaár á Nýfundnalandi, líkt og á Islandi, ogóx þásjálfstæðis- hugurinn að nýju. Einkum komu fram tvær hug- myndir um, hvernig sjálfstæðis- mál Nýfundnalands yrðu best leyst. Sumir töldu það fullnægj- andi, að Nýfundnaland yrði fylki í Kanada með allvíðtækri heima- stjórn. Aðrir vildu fullt sjálf- stæði, en samvinna yrði höfð við Bandaríkin. Andstæðingar þeirrar stefnu héldu því fram, að Þórarinn Þórarinsson, ritstjori, skrifar þetta myndi með tíð og tíma leiða til bandarískra yfirráða. Niðurstaðan varð sú, að efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar tvær stefnur. Úrslit hennar urðu þau, að 78.408 greiddu atkvæði með því að Nýfundnaland yrði kanadískt fylki, en 71.464 vildu fullt sjálf- stæði. Samkvæmt þessum- úr- slitum varð Nýfundnaland inn- limað í Kanada 1949. Þessu fylgdi það, að Nýfundnaland missti yfirráð yfir landgrunni sínu og að þau féllu undir Kanada. Nú harma Ný- fundnalandsmenn þessi úrslit, þar sem þau hafa svipt þá yfir- ráðum yfir hinni miklu auðlegð, sem talin er fólgin í hafsbotnin- um á Hibernia-svæðinu. MJÖG eru nú skiptar skoðanir um það hjá Nýfundnalands- mönnum, hvort þeir hafi hagnazt eða tapað á innlimuninni í Kanada, ef deilunni um Hibern- ia-svæðið er haldið utan við. Þeir, sem telja innlimunina hafa fært hagnað, benda cinkum á hin miklu framlög, sem kana- díska ríkið hefur veitt Nýfund- nalandi, ekki sízt í formi ýmissa trygginga, heilbrigðisþjónustu, skólahalds o.s.frv. Vissulega eru þar nefndar allháar tölur. Hinir, sem telja að Nýfundna- land hafi þrátt fyrir þetta tapað á innlimuninni, benda á, að Nýfundnaland sé það fylki Kan- ada, þar sem atvinnuleysi sé mest, lífskjör lökust, skuldir mestar og skattar tiltölulega mestir. Þetta stafi m.a. af því, að innlimunin hafi dregið úr fram- taki Nýfundnalands og þeir treyst meira á hjálp Kanada- manna en að hjálpa sér sjálfir. Ef allt væri með felldu, ættu íbúar Nýfundnalands að geta búið við góð kjör. Labrador- skaginn heyrir undir Nýfundna- land. Þar eru mikil námuauðæfi falin í jörðu og miklir skógar, sem enn hafa ekki verið nýttir. Því er haldið frani, að þessi auðæfi hafi orðið útundan vegna þess, að Kanada hafi þótt henta að láta annað ganga fyrir. íbúar Nýfundnalands eru um 600 þús. þegar Labrador er tal- inn með er flatarmál um 380 þúsund ferkm. Höfuðborgin er St. John's og eru íbúar þar unt 150 þús. Fiskve.iðar eru einn helzti atvinnuvegurinn, ásamt landbúnaði og nokkrum iðnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.