Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 18
22 MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1984 Bros úr djúpinu eftir Lars Norén frumsýnt hjá LR: Leikrit bannað börn- um og viðkvæmu fólki ■ í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykja- víkur leikritið Bros úr djúpinu (Under- jordens Leende) eftir sænska leikritahöf- undinn Lars Norén, sem á örfáum árum hefur skipað sér í röð fremstu leikrita- höfunda. Lcikhús á öllum Norður- löndum keppast við að fá leikrit hans til sýninga og verk hans hafa nú einnig verið sýnd í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Gagnrýnendur hafa keppst við að hlaða hann lofi, hann hefur verið nefndur „hinn nýi Strindberg" og þar fram eftir götunum. Bros úr djúpinu er fyrsta verk hans sent flutt er hér á landi. Segja má að það sem helst einkenni leikrit Norens sé afskaplega sérstæður og persónulegur stíll hans, óvenjulega nærgöngul krufning á sálar- og tilfinn- ingalífi fólks eins og það speglast í daglegum samskiptum, fótfestuleysi hins ráðvillta nútímamanns. Leikritið Bros úr djúpinu fjallar um ást og ástleysi, þörf okkar fyrir ást og umhyggju, foreldravandann og ábyrgð okkar á sjálfum okkur og okkar nánustu. Aðalpersónur leikritsins eru listamenn, hjónin Eðvarð og Helena, hann er rithöfundur, sem ekki hefur skrifað staf í fjögur ár, hún er ballerína og dansa- höfundur. Þau eru nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, fæðingin hefur orðið Helenu um megn, hún fengið taugaáfall og neitað að annast barnið. Leikritið hefst þegar hún kemur heim eftir þriggja mánaða dvöl á geðsjúkrahúsi. Segja má að verk Noréns geri óvenjumiklar kröfur til leikara og er Bros úr djúpinu þar engin undantekning. Með hlutverk hjón- anna fara Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Skúlason. Móður Helenu leikur Sigríður Hagalín, systurina Guðrún S. Gísladóttir og vinkonuna leikur Val- gerður Dan. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, Stefán Baldurssop þýddi leikritið, Daníel Williamsson annast lýsingu, Nanna Ólafsdóttir samdi dans og leik- mynd og búningar eru eftir finnska leikmyndateiknarann Pekka Ojamaa, sem búinn er að vinna í flestum leikhús- um Finnlands og víða utanlands, gerði m.a. leikmyndina við Prestfólkið hér á íslandi nýlega. Sýningin á Brosi úr djúpinu er strang- lega bönnuð börnum og hneykslunar- gjörnu fólki er eindregið ráðlagt að koma ekki á sýninguna. Ástæðan er sú að í textanum er víða djarflega komist að orði, og eins eru ákveðin atriði í verkinu sem gætu komið við fólk. Atvinna 2. Vélstjóra vantar á skuttogara. Upplýsingar í síma 94-6105. Súgþurrkunartæki Vil kauparafmotoreinfasa 220 volt 13-15 hameð eöa án blásara Upplýsingar í síma 93-4232 Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina janúar, febrúar og mars er 15. apríl n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söl uskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið ÍÍP^GLUGGAR^® Y 06 HURÐIR ^ Vönduó vinna á hagstœðu verði. I Leitið tilboða. 1 1 ÚTIHURÐIR J Dalshrauni 9. Hf. Jm s Æm - Útboð Hveragerðishreppur óskar hér með eftir tilboðum í uppsetningu girðingar í kringum hverasvæðið í Hvera- gerði. Girðingin verður 775 m að lengd og 2 m há. Girðingarefnið er framleitt af Heras Sence Systems Hollandi. Verkinu skal vera lokið fyrir 15. júní 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hveragerðis- hrepps, gegn 500 kr. skilatryggingu, og skal þeim skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 24. apríl kl. 10. og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sveitarstjórinn í Hveragerði. Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Heiðurs-konsúllinn (TheHonoraryConsul) ÍMÍÖHAÍTCAÍNÉ'' RICHARDŒRE Splunkuný og margumtöluö stór- mynd meö ún/alsleikurum. Micha- el Caine sem konsúllinn og Ric- hard Core sem læknirinn hafa lengið lolsamlega dóma fyrir túlk-‘ un sína I þessum hlutverkum, enda samleikur þeirra frábær. Aöalhlutverk: Michael Caine, Ric- hard Gere, Bob Hoskins, Elphi- da Carrillo. Leikstjóri: John Mackenzie. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Hækkað verð. SALUR2 Stórmyndin Maraþon maðurinn (Marathon Man)____ Þegar svo margir frábærir kvik- myndagerðarmenn og leikarar leiöa saman hesta sina í einni ^mynd getur útkoman ekki oröiö önnur en sldrkostleg. Marathon man helur fariö sigurför um allan heim, enda meö betri myndum sem gerðar hafa veriö. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffman, Laurence Olivier, Roy Scheider, Marthe Keller. Framleiðandi: Robert Ev- ans (Godfather) Leikstjóri: John Schlesinger (Midnight Cowboy) Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5,7.30 og 10. SALUR3 l Porkys II WSXL imuNa&h Fyrst kom hin geysivinsæla Porkys sem allstaöar slö aðsóknarmet, og var talin grínmynd ársins 1982. Nú er það framhaldið Porkys II daginn eftir sem ekki er síöur smellin, og kítlar hláturtaugarnar. - Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wy- att Mark Herrier. Leikstjóri: Bob Clark. Hækkað verð Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5,7 og 9. Palli leiftur (ChuChu and Philly Flash) Sýnd kl. 11 SALUR4 V Goldfinger Byggö á sögu eftir lan Fleming. Leikstjóri: Guy Hamilton Sýnd kl. 5,7 og 9. Oþokkarnir New York búar fá aldeilis að kenna á því þegar ralmagnið fer af. Aöalhlutv: Jim Mitchum, Robert Carradine Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.