Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 11
itiitim ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL I9M ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 19W íþróttir Stefan Edberg fékk skell! ■ Ungi sænski tennisleikarinn, Stefan Kdberg, sein sigraði landa sinn Mats Wilander í úrslitaleik í Grand-Prix keppni fyrir skummu fékk hcldur betur skcll í fyrradag í Grand-Prix keppni í Luxemborg. Edberg tapaði 4-6 og 3-6 í fyrstu umferð fyrir V-Þjóðverjanum Erik Julen, og féll þar mcö úr keppninni. Edberg er fjórfaldur heimsmeistari unglinga, og vakti mikla athygli fyrir skömmu á fyrsta meiri háttar fulloröins- mótinu sem hann tók þátt í, þar sem hann sigraði fyrst S-Afríkumanninn Kevin Curran og síðan landa sinn Mats Wilander í úrslitum. Viö þessa frammi- stöðu færðist EdbergúrS3. sæti í 17. sæti í uppröðun tennismanna yfir bcstu tcnn- ismenn heimsins. Búist var við góðri frammistöðu hans á þessu móti, en raunin varð önnur, -SÖE íslenska badmintonfólkið: Komst ekki upp ■ Frábærri frammistöðu íslenska bad mintonfólksins á Evrópumóti landsliða í badminton lauk sorglega, því svo litlu munaði að liðið ynni sér sæti í 2. dcild. ísland tapaði fyrir Beigíu í úrslitaleik um sigur í 3. deild, og þar með sæti í 2. deild 2-3 mjög naumiega. Áður haföi íslenska liðið unniö Noreg, Frakkland og Itaiiu 5-0, í sínum riðli, og komist þannig í úrslit. Belgar komust í úrslil, voru í riöli með Ungverjum og Svisslendingum. íslendingar verða því áfram í 3. deild. -SÖE Bretar náðu Zolu ■ Bretar höfðu það af að gera Zolu Budd, s-afrísku hlaupastúlkuna sem hleypur berfætt og hefur slegið mörg heimsmet að undanförnu án þess að fá þau staöfest vcgna þjóðernis síns, aö breskum ríkisborgara, og hafa þar með styrkt lið sitt á Ölympíuleikunum í Los Angeles verulega. Eins og Tíminn skýrði frá fyrir all- löngu, lagði Zola inn umsókn hjá breska rikinu, um að verða breskur ríkisborg- ari. I>að mun þö hafa verið að undirlagi Brcta, því fleiri buöu Zolu heim, bæði ítalir og Bandaríkjamenn. Bretar uröu þó hlutskarpastir, og mun Zola eingöngu hafa sótt um ríkisborgararétt þar. Málið var því afgreitt á milli Zolu og Breta tyrir alllöngu, en nú um helgina var það tilkynnt, að stúlkan hefði fengið breskan ríkisborgararétt. -SÖE Víðavangshlaup ÍR ■ Víðavangshlaup fR 1984, fer fram á sumardaginn fyrsta. 19. apríl. sem jafnframt cr skírdagur. Er þetta i 69. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupið hefst kl. 14.00 á vestari bakka miðtjarnarinnar og sfðan er hlaupið um Hljómskálagarðinn og nágrenni Háskól- ans og eiiýaö í Tjarnargötu. Búningsaðstaða verður á Melavellinum. Væntanlegir þáttlak- cndur tilkynni þátttöku til þjálfara ÍR, þeirra Hafsteins Óskarssonar og Guðmundar Þór- arinssonar, eða í síma 10082, fyrir 15. april. Fjölmörg verðlaun vcröa vcitt i hlaupinu. -BL Jabbar sló met Chamberlains ■ Karecm Abdul Jabbar, körfutröllið fræga. sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA deildinni í Bandaríkjun- unt, náði þcini mikla áfanga um síðustu helgi, að ná því aö hafa skorað flest stig allra leikmanna sem leikið hafa í NBA. Sló hann þar með met körfuboltahetj- unnar Wilt Chamberlain, sem cr að líkindum sá bandarískur körfuknatt- leiksmaður sem mesta frægð hefur hlotið í heiminum. Chamberlain skoraði alls 31419 stig í NBA, en nú hefur Kareent Abdul Jabbar skorað 31420 stig. Hann skoraði 22 stig með Los Angeles Lakers gegn Utah Jazz á föstudag, og náði þar með metinu. -SÖE ■ Erna Lúövíksdóttir skorar gegn Frökkum í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Erna átti stórleik í gær, sem og stöllur hennar, lék stórvel í vörn og sókn þótt hún hafí ekki skorað. i Tímamynd Árni Sæberg GIHUÓN VANN ÖRUGGLEGA — í piltaflokki á frjálsum æfingu vann samanlagt í stúlknaflokki unglingameistaramótinu í m í fimleikum — Hanna Lóa ■ Um síðustu helgi fór fram í Laugar- dalshöll, unglingameistaramót íslands í frjálsum æfingum Ihnleika. Keppendur voru alls 27 frá 4 félögum. Sigurvegari í piltaflokki var Guðjón Gíslason Ár- nranni. Hann sigraði í öllum greinunum 6 sem keppt var í. í stúlknaflokki sigraði Dóra Óskarsdóttir í þremur greinum af fjórum, en henni gekk illa í keppni á tvíslá og tapaði þar af sigrinum í saman- lagðri stigakeppni. Þaö var Hanna Lóa Friðjónsdóttir sem þar >arð hlutskörp- ust, þrátt fyrir að hún sigraði ekki í neinni grein. En árangur hennar var jafnastur. Úrslit í einstökum greinum pilta: Gólfæfingar: 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 8.40. 2. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 7.70. 3. Kristján Stefánsson Björk, 7.35. Bogahestur 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 6.45. 2. Jóhannes Níels Sigurðarson Árm., 5.25. 3. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 5.00. Hringir: 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 7.45. 2. Guðjón Guðmundsson, Ármanni, 6.10. 3. Jóhannes Níels Sigurðarson, Árm., 5.10, Stökk: ■ 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 8.75. 2. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 7.65. 3. Kristján Stefánsson Björk, 7.60. Tvíslá: 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 6.80. 2. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 6.20. 3. Jóhannes Níels Sigurðarson Árm., 5.35. Svifrá: 1. Guðjón Gíslason Ármanni, 7.45. 2. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 6.55. Samanlagt: 1. Guðjón Gíslason Ármanni 45.30. 2. Guðjón Guðmundsson Ármanni, 39.50. 3. Jóhannes Níels Sigurðarson Árm., 30.95. Úrslit í einsökum greinum stúlkna: Stökk: 1. Dóra Óskarsdóttir Björk, 8.60. 2. Bryndís Ólafsdóttir Gerplu 8.50. 3. Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu, 8.30. Tvíslá: 1. Hlín Bjarnadóttir Gerplu, 7.85. 2. Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu, 7.80. 3. Bryndís Ólafsdóttir Gerplu 7.20. Slá: 1. Dóra Óskarsdóttir Björk, 8.65. 2. Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu 8.40. 3. Hlín Bjarnadóttir Gerplu, 8.20. Gólfæfingar: 1. Dóra Óskarsdóttir Björk, 8.65. 2. Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu 8.55. 3. Hlín Bjarnadóttir Gerplu, 8.45. Samanlagt: 1. Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu, 33.05. 2-3. Dóra Óskarsdóttir Björk 32.70. Hlín Bjarnadóttir Gerplu 32.70. íSriðjT íleikur i ÍSLAND VANN AFTUR - valkyrjurnar í landslidinu lögdu Frakka 22-18 á Akranesi ■ íslendingar unnu Frakka öðru sinni í landsleik í handknattleik kvenna á Akranesi í gærkvöld, 22-18. Sigur ís- lensku stúlknanna var öruggur, þær náðu mest 7 marka forskoti í síðari hálfleik, en framan af var leikurinn jafn, og staðan 11-11 í leikhléi. Var mál manna, að íslenska liðið hefði átt stór- leik. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að liðin byrjuðu bæði af krafti og var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik. 11-11 í hálfleik. í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar af miklum krafti, vörnin var sterk og Kristín Brandsdóttir frá Akra- nesi varði eins og berserkur, enda á eigin „fjölum“. fslensku stúlkurnar skoruðu 6 mörk gegn 1 á 16 mínútum og náðu forskoti 17-12. Síðan komst á jafnræði, og er 6 mínútur voru til leiksloka var staðan 22-15 fyrir ísland. Þær frönsku skoruðu síðan 3 síðustu mörkin, 22-18. íslenska liðið lék jafnt og vel í leiknum. Varnarleikurinn var sérlega góður, og markvarslan. Kolbrún Jó- hannsdóttir varði vel í fyrri hálfleik, og Kristín Brandsdóttir enn betur í síðari hálfleik. Guðríður Guðjónsdóttir, Ing- unn Bernódusdóttir og Kristjana Ara- dóttir léku best í sókninni, og þær Rut Baldursdóttir og Margrét Theódórsdótt- ir sem komu inn í vörnina fyrir Guðríði og Ingunni við hver skipti, áttu ásamt Erlu Rafnsdóttur og Ernu Lúðvíksdótt- ur frábæran leik í vörninni. Þá lék Sigrún Blomsterberg vel á línunni. Mörkin:Ingunn 6, Kristjana 6/1, Guð- ríður 5/2, Sigrún Blomsterberg4 og Erla Rafnsdóttir 3. Leikinn dæmdu Árni Sverrisson og Hákon Sigurjónsson og fórst þeim það vel úr hendi. Áhorfendur á Akranesi voru á þriðja hundrað og skemmtu sér vel. Bæjarstjóri Akraness, Ingimundur Sigurpálsson var heiðurs- gestur, og bauð bærinn liðunum og aðstandendum þeirra til myndarlegrar kaffidrykkju eftir leikinn. -SÖE ■ íslands- og bikarmeistarar Völsungs í blaki kvenna. Á myndinni eru, efri röð frá vinstrí: Hannes Karlsson þjálfari, Hermína Gunnarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Laufey Skúladóttir. Neðri röð frá vinstrí: Jóhanna Guðjónsdóttir, Kristjana Skúladóttir, Ásta Bima Gunnarsdóttir. Sigurhanna Sigfúsdóttir, Stefanía Guðlaugsdóttir. Mynd Tumi. EVRÓPULiBÉÍKKRÁ hriAð af mqdsuim Liverpool eitt án meidsla f EM f kvöld VOLSUNGSSHIIXUR BIKARMEISTARAR ■ í kvöld þegar keppt verður í undanúrslitum Evrópukeppnanna þríggja í knattspyrnu, eru 6 bresk lið í eldlínunni þar af 4 ensk. Englend- ingar hafa þó nokkrar áhyggjur af sinum inönnum, mciðsli hrjá öll lið þeirra nema Englandsmeistara Liverpool. Holienski iandsliðsmaðurinn Arn- old Múhren hjá Manchester United er meiddur, og leikur ekki mcð United gegn stjörnuliði Juventus Tórínó í Evrópukeppni bikarhafa á Old Trafford í kvöld. Þetta kemur sér einstaklega illa fyrir Englending- ana, því Ray Wilkins, enski landsliðsmaðurinn, er í leikbanni og leikur því ekki heldur með. Róður- inn vcrður erfiður fyrir ensku bikar- meistarana, að vera án tveggja iands- liðstengiliða í leiknum. Þeir menn sem koma til greina í þessar stöður, eru Arthur Gralíam, scm hingað til hefur vcrið varantaður Múhrens, John Gidman, sem ekki hefur leikið að ráði í aðalliði United á þcssu ári, og Alan Davies, sem lék síðast með í 210 mínútna bikarslag United gcgn Brighton á Wembley í fyrra. Heldur betur lítur út fyrir Totten- ham í UEFA-keppninni í kvöld. þeir fá menn inn um leið og þeir missa menn út. Líkur eru á að bæði Steve Archibald og Gary Mabbutt munu byrja inná gegn Hadjuk Split Ray Clemence markvörður, sem meiddist á dögunum, kemur einnig inn í hópinn, en aðcins sem varamaður. Glenn Hoddle verður ekki með, hann gekkst undir uppskurð í fyrra- dag vegna meiðsla á hásin, og talið er að það taki Hoddle 4-5 vikur að jafna sig. Hitt enska liðið í UEFA-keppn- inni, Nottingham Forest. mun örugg- lega lcika án Gary Birtles og Franz Thijssen gegn Anderlecht í kvöld, báðir eru meiddir í baki. Hjá Liverpool verður einungis ein breyting, frá síðasta Evrópuleik skipt verður á John Wark og Craig Johnston. Auk lciks Manchester United og Juventus, keppa Aberdeen og Evrópumeistararnir frá Skotlandi, og Portó frá Portúgal í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Auk leiks Liverpool og Dynamo Búkarest frá Rúmeníu, keppa í undanúrslitum Evrópukeppni meist- araliða Dundee United frá Skotlandi og AS Roma, ítölsku meistararnir. - SÖE. Húsavíkurfljöðin tvöfalt f vetur Ri Völsungur frá Húsavík varð bikar- meistari í blaki kvenna um síðustu helgi. Völsungsstúlkurnar sigruðu Breiðablik í úrslitaleik í Digrancsi í Kópavogi í hörkuleik á laugardagskvöld, 3-2. Þar með er Völsungur bæði íslands- og bikarmcistari í kvennaflokki í blaki árið 1984. Leikur liðanna var langur, og oft á tíðum spennandi. Völsungurvann fyrstu hrinuna 15-9, en síðan fóru í hönd tvær unnu þvf æsispennandi hrinur. Breiðablik jafnaði metin með því að sigra 15-13 í annarri hrinu, og eftir langa mæðu 18-16 í þeirri þriðju, og var þar með komið yfir 2-1. Eftir þetta var leikurinn Völsunga, orka Breiðabliks virtist þrotin eftir erfiðu hrinurnar tvær. Völsungur vann þriðju hrinuna 15-3 og oddahrinuna 15-8. Þar með urðu norðlensku valkyrjurnar bikarmeistarar, og eru nýorðnar íslands- meistarar. Glæsilegur vetur á enda hjá liðinu. -SÖE. Fimleikar: UNGUNGARNIR HL SVÍÞJÓÐAR — og keppa þar á NM unglinga ■ Islenska unglingalandsliðið í fim- leikum heldur á morgun til Svíþjóðar, þar sem liöið tekur þátt í Noröurlanda- móti unglinga. Mótið , sem haldið er í Lugnert-Höllinni í Falun, stendur yfir laugardag og sunnudag. Eftirtaldir ung- lingar taka þátt í mótinu fyrir íslands hönd: Hanna Lóa Friðjónsdúttir Gcrplu. Dóra Óskarsdótir Björk. Bryndís Ólafsdóttir Gerplu. Guðjón Gíslason Ármanni. Guðjón Guðmundsson Ármanni. Arnór Diego Ármanni. Fararstjórí liösins er Lovísa Einarsdótt- ir, en þjálfarar eru Waldmar Czizmow- sky og Bao Naijang. - BL. JÓNAS JÓ OG C0. ■stúlknanna 11. DEIUNNA !í kvöld | ■ Kvennalandslið Island og Frakk- Ilands i handknattleik mætast í þriðja sinn á jafn mörgum dögum, í kvöld. I Leikið verður í Vestmannaeyjum og * hefst leikurinn kl. 19.30. - BLj ■ Jónas Jóhannesson, miðherjinn há- vaxni úr Njarðvík, sem leikið hefur og þjálfað körfuknattleik í Sandgeröi undanfarin tvö ár, náði því takmarki um helgina að koma sér og lærisveinum sínum í 1. dcild í körfuknattleik. Reynir vann bæði Snæfell frá Stykkishólmi og Iþróttafélag Menntaskólans á Egils- stöðum í úrslitakeppninni sem haidin var í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Egilsstöðum um síðustu helgi. Reynir sigraði Snæfell 78-59 á laugar- dag og ÍME 74-48 á sunnudag. IME vann Snæfell á föstudag í hörkuleik, 76-75. - SÖE: Akureyrarmótið í kraftlyftingum: KÁRI MEÐ BESTA AFREKJÐ ■ Kári Elísson vann besta afrekið á Akureyrarmótinu í kraftlyftingum um helgina. Það bar til tíðinda á þessu móti, að Kári setti ekki íslandsmet eins og hann er vanur að geraá öllum mótum sem hann keppir á. Kári keppir í 67,5 kg flokki, og lyfti 220 kg í hnébeygju, 150 kg í bekkpressu og 240 kg í réttstöðu- lyftu, samanlagt 610 kg. Annars var það einvígi þeirra Víkings „heimskautabangsa" Traustasonar, og Hjalta Ursúsar Árnasonar úr KR sem vakti mesta athygli á mótinu. Þeir kepptu í 125 kg flokki, og fór svo að Víkingur sigraði með 802,5 kg samanlagt á móti 772,5 kg hjá Hjalta, eða „dísel- power" eins og lyftingamenn kalla hann. Sigurvegarar í öðrum flokkum urðu Heiðar Björnsson í 75 kg. flokki, lyftij 440 kg, Freyr Aðalsteinsson í 82,5 kg flokki með 640 kg, Flosi Jónsson í 90 kg flokki með 492,5 kg Jóhannes Hjálmars- son í 100 kg flokk í með 620 kg og Bragi Konráðsson í 1 lOkgflokki með475kg. Athygli í þessu móti vakti Eiríkur S. Eiríksson, sem er nýlega byrjaður að æfa kraftlyftingar. Þar er mikið efni á ferðinni, en Eiríkur lyfti 492,5 kg. samanlegt. Hann keppir í 100 kgflokki. - gk/Akureyri ■ íþróttafélag stúdenta varð bikarmeistari í blaki um helgina, sigraði íslandsmeistara Þróttar 3-1 í úrslitaleik. Myndin var tekin eftir leikinn, þar sem stúdentar í kæti sinni halda á Björgúlfi Jóhannssyni þjálfara, en hann heldur á Ljómabikarnum glæsilega. Á myndinni eru frá vinstri: Indriði Arnórsson, Kjartan Páll Einarsson, Ómar Geirsson, Haukur F. Valtýsson, Stefán Magnússon, Friðjón Bjarnason, Þórður Svanbergsson, Friðbert Traustason, Páll Svansson og Þorvarður Sigfússon. Tímamynd Árni Sæberg. 15 umsjón: Samúel Öm Eriingsson* „Stuttgart er topplið“ - segir Udo Lattek þjálfari Bayem Miinchen Frá Guðmundi Karlssyni, íþróttafréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: ■ „Hingað til hef ég alltaf sagt að það séu engin topplið hér í V-Þýskalandi, en þessi leikur var mcira en frábær lcikur, og verð ég því að endurskoða afstöðu rnína", sagði Udo Lattek, þjálfari Bay- ern Múnchen eftir leik Bayern Múnchen og Stuttgart uni helgina. „Stuttgart er besta liðiö sem hingað hefur komið á keppnistímabilinu", sagði Lattek. „Við hefðum alveg eins getað unnið, ég er mjög ánægður mcð mtna tnenn því það er ekki auðvelt að sækja Bayern Múnchen heim," sagði Helmut Bcnt- haus þjálfari Stuttgart eftir leikinn. - Þess má geta, að Bayern Múnchen tapaði síðast stigi á heimavelli fyrir 7 mánuðum. G.Ka/SÖE Mikil spenna á Spáni ■ Mikil spenna ríkir nú í I. deildar- keppninni á Spáni í knattspyrnunni. Meistararnir, Atlctico de Bilbao töpuöu um hclgina fyrir Rcal Bctis 0-2, en á meðan sigruðu Barcelona og Real Madrid. Barcelona vann Real Zaragoza 1-0, og Real Madrid vann Murcia 3-2. Atletico de Bilbao og Reul Madrid hafa nú 43 stig, en Barcclona hcfur 42 stig. Aðcins þrjár umferðir eru nú eftir á Spáni. -SÖE Porto með 8 ■ Porto vánn stórsigur á Pcnefiel í pörtugölsku I. deildinni í knattspyrnu um helgina, 8-1. Það var handhafi guil- skós Adidas, Portúgalinn Gontez, sem skoraði flest mörk Porto, 4 alls. Benfica sigraöi Boavista 1-0, og hefur því enn tveggja stiga forskot á Portó. -SÖE PSV afturúr ■ PSV Eindhoven. sent hcfur hangið í Feyenoord í holiensku fyrstu deildinni í knattspyrnu undanfarnar vikur, dröst aftur úr Jóhanni Cryuff og félögum uin helgina. gerði markalaust jafntcfli við Haarlem. Feyenoord vann á meöan Roda JC Kerkradc 5-2 og hefur nú tveggja stiga forskot, hefur 46 stig, PSV Itefur 44, og Ajax hefur 43 stig. Ajax vann um helgina Fo Ahcad Eagles 3-1. -SÖE Bordeux velt af toppnum ■ Bordeaux var velt af toppi I. deildar í Frakklandi um helgina, eftir margra vikna setu þar. Monaco sigraði Borde- aux 2-1, og hefur nú eins stigs forystu á Bordeaux. Fjórar umferðir cru eftir í Frakklandi. LAVAL, lið Karls Þórðarsonar gerði enn eitt markalausa jafnteflið unt helg- ina, nú gcgn Metz. Cannes, lið Teits Þórðarsonargcrði jafntefli viðCastellani í annarri deildinni, 1-1. Teitur skoraði markið með fallegum skalla. -SÖE Jafntefli - hjá Everton og Arsenal ■ Einn leikur var í ensku knattspyrn- unni í fyrrakvöld. Everton og Arsenal skildu jöfn, hvorugt liðið skoraði mark. Leikið var á Goodison Park. -SÖF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.