Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 fréttir Egypskir dagar á Hótel Loftleiðum ■ Egypskir dagar húfust á Hútel Loftleiðum í gxrkvöldi og standa fram á laugardagskvöld. I'etta er í þriðja sinn, sem Egyptalandskynning er haldin hér á landi og að þessu sinni hefur Hútel Loftleiðir haft samvinnu við Flugleiðir, Egypt Air og ferðaskrifstofuna Útsýn. En Útsýn ætlar að efna til Egyptalandsferðar í oktúber í haust sem lið í heimsreisum sínum. Egyptaland er cnn lítt numið af íslenskum ferðamönnum og tilgangur kynningarinnar er m.a. að bæta úr því. Þar var eitt sinn vagga hcimsmenningarinn- ar og fornminjar eru óteljandi. Til þess að kynna þessa menningu og landið, kom hingað danshópurinn Nílardansararnir og mun hann skemmta gestum Hótels Loftleiða. Hópur þessi hefur aðsetur í Svíþjóð og stjórnandi hans er dansahöfund- urinn og trumhuleikarinn Bahi Barakat. Matarlistin er ekki skilin útundan og hafa matreiðslumenn Hótels Loftleiða útbúið sérstakan egypskan matseðil í tilefni kynningarinnar. -GB Terms of Endearment útnefnd besta myndin — fékk alls fimm óskara ■ Bandaríska kvikmyndin „Terms of Endearment" átti athygli 500 milljúna sjúnvarpsáhorfenda um allan heim sem fylgdust mcð alhendingu úskarsverð- launanna í beinni útscndingu í fyrra- kvöld. Myndin hlaut hvorki meira né minna en fimm verðlaun. Leikstjúrinn, James Brooks, var heiðraður fyrir hvort tvcggja; leikstjúrn og handrit, Shirlcy MacLainc, sem fúr með eitt stærsta hlutverkið í myndinni, fékk verðlaun fyrir bestan leik í kvenhlutverki og Jack Nicholson, sem í myndinni leikur geim- fara sem lifir á fornri frægð, var verð- launaður fyrir bestan leik í karl-auka- hlutverki. Þá var myndin sjálf valin sú besta frá Bandaríkjunum. „Terms of Endearment" fjallar um samskipti móður og dóttur, sem leiknar eru af Shirley MacLaine og Debra Wingre og spannur miili 30 og 40 ár af æviferli þeirra. M«><>nin er sérvitur og sæmilega stæð ekkja sem á erfitt með að sætta sig við að aldurinn skuli færast yfir hana, þykir til dæmis alls ekki skemmti- legt að verða amma. Dóttirin býr í stormacömu hjónabandi og þegar hún veikist af krabbameini reynir mjög á sambandið við móðurina, sem ser franr á mikla röskun á sínu lífi ef dóttirin hefur það ekki af. Robert Duvall var verðlaunaður fyrir leik sinn í myndinni „Tender Mercies", en þar fór hann með hlutverk drykkfellds kúrekasöngvara, sem er aðalhlutverk myndarinnar. Linda Hunt hlaut óskar fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna og var það fyrir túlkun hennar á karlkyns stríðsljósmyndara í myndinni „The Year of Living Dageously“. Nýjasta mynd Ingmars Bergman „Fanny og Alexander" var útnefnd besta erlenda kvikmyndin. Sú mynd fékk einn- ig verðlaun fyrir kvikmyndatöku, bún- inga og listræna tjáningu. - Sjú. Motórarnir brunnir yfir í báðum spilum Dagrunar „Verksummerki benda til að þjösn- ast haf i verið á þeinrT ■ „Við liöfum vcriö að reyna að kom- ast að því hvað hafi gerst síöast þcgar við vorum inni til löndunar því það er Ijúst að það hafa verið geysileg átök á þessum spilum. Mútorarnir við þau voru báðir brunnir yfir og túgin eru sums staöar brunin langt inn á löngum kafla“, sagði Viðar Axelsson, vélstjúri á togaranuin Dagrúnu frá Bolungarvík. Dagrún hélt til veiða sl. laugardag. Viðar sagði menn hafa orðiö vara við að annaö spilið var farið skömrnu eftir að farið var út, en síðan hafi hitt fariö í fyrsta hali. Togarinn varð því að halda til hafnar á ný og bjúst Viöar í fyrsta lagi við að þeir kæmust út aftur á fimmtudagskvöld ef viðgerð yrði þá lokið á öðrum mútornum. Spuröur hvort rétt væri hermt að grunur lægi á að löndunarmenn liafi notaðspilin heldurótæpilegasagði Viðar erfitt að fullyröa neitt um það, en verksummerki bentu til að þjösnast hafi verið á þeim. Tógið er úr næloni og brennur því ef það hitnar mjög mikið. Áhafnarmenn sem venjulega sjá um að binda skipið hafi rekið upp stór augu þegar þeir sáu hvað tógið var illa farið, enda aldrei séð neitt slíkt fyrr. Sþilin sagði Viðar m.a. notuð til að hífa út trollið og lyfta upp pokanum þegar híft er. Einnig væru þau stundum notuð til að hjálpa skrúfunni til að ná skipinu að að aftan þegar lagt væri að bryggju. Spurður um aflabrögðin um þessar mundir sagði Viðar þá hafa liaft fréttir af að menn væru að fá góðan. ufsa fyrir sunnan eða suðvestan land og þeir á Dagrúnu hafi því sett strikið suðurfyrir þegar þeir fóru út s.l. laugardag. Þegar komið var suður undir Látrabjarg varð hins vegar Ijóst að þeir yrðu að snúa við aftur. - HEI. ■ Vélstjúri sýnir Ijúsmyndara hve næiontúgið var sunis staðar illa brunmO. Mynd Finnbogi. Mannsins er enn saknað ■ ÍHunars Viðar hæstaréttarlögmanns, sem lögreglan í Hafnarfirði lýsti eftir í gær. er enn saknað. Einar fór frá Smáraflöt 48 í Garðabæ, þar sem hann býr, að morgni fimmtudagsogsástsíðast í Austurstræti í hádeginu sama dag. Einar Viðar er 58 ára gamall 187 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og grá- hærður, klæddur í dökkbrúnan ryk- frakka með belti, gráa skyrtu og gráar buxur, þegar hann sást síðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.