Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 9
MlÓVlK'UDAGÚá II. XþRÍL‘Í>»84
ftnttmt
9
vettvangi dagsins
Rósmundur G. Ingvarsson:
Vandræðaástand í
velferðarþjóðfélagi
Vandræðaástand í
velferðarþjóðfélagi
Flestum íslendingum mun nú vera
orðið Ijóst að þjóðin hefur á undanförn-
um árum lifað um efni fram og að hún
situr nú uppi skuldum vafin og ráðalítil
að loknu mesta uppgripatímabili í allri
sögu sinni. Hvernig mátti slíkt verða? -
því verður ekki svarað hér en aðeins
minnt á örfá atriði sem hafa stuðlað að
þessari uppákomu og síðan vikið að
stöðunni eins og hún blasir við og hvað
helst er til ráða.
Skvett úr klaufum
Það er oft sagt að ýmis samverkandi
atriði valdi þessu eða hinu og vissulega
getur það átt við þegar reynt er að gera
grein fyrir hvað hefur valdið því að
íslenska þjóðin hefur nú ratað í vand-
ræði. Ætla má þó að ein af veigameiri
ástæðunum sé sú að þjóðin þekkti ekki
eðli sjálfrar sín nógu vel og kunni sér
ekki læti þegar hún losnaði úr viðjum
ófrelsis og fátæktar. Ýmis konar veik-
leiki hefur skotið upp kolli og virðingar-
leysi fyrir lögum og reglugerðum hefur
viðgengist og þróast.
Kennarar verða að halda uppi aga í
skólatímum ef börnin eiga að læra. Og
það er líka nauðsynlegt að halda uppi
aga í heimi hinna fullorðnu og til þess
eru lög og reglugerðir, lögregla, hrepps-
stjórar, bæjarfógetar, sýslumenn, dóm-
arar og dómsmálaráðuneyti. Séu lögin
virt að vettugi eru þau gagnslítil. Að vísu
er hægt að kæra og af því er máske of
lítið gert og þó það sé gert, þá hefst
máske lítið út úr því. Það er eitt af
meinsemdunum í samfélaginu hve erfitt
er fyrir almúgafólk að ná rétti sínum
vegna seinagangs og gífurlegs kostnaðar
við málaferli o.fl.
Höfðinginn og tíkin
Þótt álitíð sé að mikið sé um undan-
drátt frá skattskyldu eru skattalögin
langt frá að vera einu lögin sem eru
brotin. Alvarlegast er þegar háttsettir
embættismenn gera sig seka um augljós
lögbrot, eins og fjármálaráðherrann er
sagður gera. „Hvað höfðingjarnir hafast
að - hinir ætla sér leyfist það“. Væntan-
lega verður tíkarmálið ekki þaggað niður
eða látið týnast í kerfinu, enda væri það
jafnvel ennþá meira hneyksli heldur en
yfirlýsing ráðherrans um hundahaldið.
Og hvort sem ráðherrann verður dæmd-
ur fyrir að hafa tíkina eða ekki, þá er
fráleitt að hann sitji áfram í ríkisstjórn.
Öfgaöflin hafa
orsakað vandann
Eigi er gott að segja um að hve miklu
leyti vanvirðing fyrir lögum hefur valdið
því ástandi sem þjóðin hefur ratað í, en
líklega er það að nokkuð stórum hluta.
En margt fleira á hlut að máli. Ég nefni
verðbólgu. Það er sagt að víxlhækkanir
á daglaunum og vöruverði hafi valdið
verðbólgunni - þeim mikla bölvaldi í
okkar þjóðlífi. Hins vegar hafa öfgaöflin
til hægri (íhald)ogvinstri (kommúnismi)
verið driffjöðrin í vixlhækkanakapp-
hlaupinu og eiga höfuðsök á hvernig
komið er. Lífsþægindasýki þjóðar, sem
nýlega var laus úr viðjum erlendra
yfirráða, hefur og komið til og öfgaöflin
notfært sér ástandið á viðkvæmu breyt-
ingaskeiði og orsakað að þjóðin hefur
lifað um efni fram og steypt sér út í
margskonar óreglu. Nú er komið að því
að súpa seyðið af öllu saman.
Leikur með f jöregg
Hin pólitísku öfgaöfl til hægri og
vinstri hafa viðhaft þann Ijóta leik að
notfæra sér óánægju og vanþekkingu
fólksins til að afla flokkum sínum at-
kvæða, alið á tortryggni út í valdhafa á
hverjum tíma og engu skeytt þótt af-
leiðingarnar hlytu að koma almenningi í
koll síðar. Hefur þeim þannig tekist að
efla flokka sína svo að með ólíkindum
er, en miðflokkarnir (Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur) eru óeðlilega litlir.
Áhrif miðflokkanna hafa því orðið of
lítil. þeirra flokka sem vinna að þjóðar-
heill og bættum hag almennings. Öfga-
öflin hugsa hins vegar aðallega um að ná
meiri völdum og skreyta sig gjarnan með
aðalaðandi nöfnum og slagorðum sem
fólki líst vel á. Með því breiða þeir yfir
eðli sitt eins og úlfur sem skrýðist
sauðargæru.
Forsenda velferðarríkisins okkar hef-
ur um áratugaskeið verið, að treysta á
sívaxandi fiskafla ár frá ári og um Ieið
sívaxandi þjóðartekjur af þeirri atvinnu-
bæði síma og rafmagni. Allvíða í þéttbýli
eru komnar hitaveitur frá jarðvarma og
standa íbúar þar mun betur að vígi. Þó
er sú þjónusta mjög misdýr og einnig
rafmagn og fleira. eftir því hvar á
landinu er og allstaðar hallar á dreifbýl-
ið. Eftir áratugs tímabil byggðastefnu og
stöðvunar fólksflótta af landsbyggðinni
er straumurinn til höfuðborgarsvæðisins
nú aftur orðinn áberandi og samsvarar
eyðingu nokkurra hreppa á ári. Atvinna
hefur dregist saman. Þannig má áfram
telja, og að sjálfsögðu er einnig hægt að
nefna fjölmargt jákvætt, svo sem að
fólkið er - eða á að vera - vel menntað
og sérfræðiþekking er mikil, íbúðar-
húsnæði yfirleitt rúmmikið og gott, véla-
stefna að efnahagslegu öryggi. Það er
ömurleg staðreynd að á undanförnum
fáum árum hafa örfáir menn, með lyga-
skrifum um landbúnaðinn í víðlesnustu
dagblöðunum, magnað upp andúð al-
mennings í kaupstöðunum gegn land-
búnaðinum og það svo að jafnvel inni á
Alþingi er þess farið að gæta verulega.
Hafa ritstjórar D. V. verið þarna fremstir
í flokki og ganga þeir svo langt, að því
er talið er, að skrifa vísvitandi ósannindi
til að æsa upp fólkið og fá aukna sölu á
blaðið. Hér er um atvinnuróg að ræða af
verstu gráðu.
Þarna er mikið verk að vinna.
grein og öðrum. Þessi forsenda er nú
ekki fyrir hendi lengur.
Nú er þjóðin væntanlega smám saman
að átta sig á að hún hefur látið teyma sig
á asnaeyrum út í ófæru. Ekki þýðir að
álpast lengra út í fengið eftir leiðsögn
öfgaaflanna ef efnahagslegt sjálfstæði
landsins á ekki að glatast.
Að loknu blómaskeiði
Staðan í dag, eftir mesta blómaskeið
í þjóðarsögunni er sú, að ofveiði hefur
átt sér stað og verður að draga verulega
úr fiskveiðum vegna hættu á útrýmingu
fiskstofna. Menn hafa hlaupið of hratt í
lífsgæðakapphlaupinu og eru komnir
fram á brún hengiflugsins. Þjóðin skuld-
ar óhemju upphæðir erlendis. Landbún-
aðurinn stendur illa vegna harðæris og
óhagstæðrar þróunar í verðlags- og sölu-
málum. Dregið hefur úr grassprettu og
tilkostnaður við búreksturinn orðið
óvenju mikill síðustu árin vegna kaldari
veðráttu. Sauðfé og kúm hefur fækkað
gífurlega og næsta lítið komið í staðinn.
Eyðing byggðar í dreifbýli virðist yfirvof-
andi. Stóriðjan hefur brugðist vonum
manna og þjóðin greiðir orkuverðið
verulega niður fyrir hana. Minni iðnaður
hefur verið vanræktur vegna oftrúar á
stóriðjuna, og verður hann í sumum
greinum að keppa við hömlulausan inn-
flutning jafnvel niðurgreiddrar vöru.
Raforka er orðin gífurlega dýr vegna
kostnaðarsamra tramkvæmda, mikils
kerfisbákns og óhagstæðra erlendra
lána. Þjónusta pósts og síma er einnig
bagalega dýr, en þjóðin orðin mjög háð
og bifreiðakostur mikill og skipakostur
góður, ræktun allmikil í sveitunum.
menning þjóðar fjölbreytt og þróuð og
efnahagur fólks yfirleitt allgóður. Þjóðin
er því allvel í stakk búin til átaka og
væntanlega betur en nokkru sinni áður,
því þó margir einstaklingar séu lítt eða
ekki virkir vegna drykkjuskapar, eitur-
lyfjaneyslu og annars ræfildóms, þá er
þjóðin mun stærri en nokkru sinni áður
og nýtir þegnar þar af leiðandi fleiri.
Snör handtök þarf
Áríðandi er að glöggva sig vel á
stöðunni og ná áttum. - Reyna að gera
sér grein fyrir hvað skynsamlegast er að
gera og hvaða flokkum og stefnum er
best treystandi til að vinna að hag
almúgans í landinu og þjóðarinnar í
heild. Og það fer ekki milli mála að
Framsóknarflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem hægt er að
treysta og einhvers er megnugur.
Það sem gera þarf er margþætt og vil
ég minna á nokkur atriði. Hafa þarf snör
handtök til að koma í veg fyrir áföll af
ýmsum hættum sem við blasa.
Lygaskrífin um
landbunaðinn
Fyrst vil ég nefna hugarfar fólksins.
Það þarf að breytast og verða jákvætt
atvinnuvegum þjóðarinnar. Vekja þarf
upp skilning á gildi frum-atvinnuveg-
anna, - skilning á að þjóðinni er nauð-
synlegt að nýta landið og miðin ef hún
ætlar að varðveita sjálfstæði sitt og
Óvitar og eiturlyf
í öðru lagi þarf að taka eiturlyfin frá
óvitunum. Það hefur farið svo að fjöldi
unglinga (og jafnvel krakka) sækir í
eiturlyfin og ánetjast þeim. Virðist eng-
inn hörgull vera á hassi og öðru slíku og
vera auðvelt í það að ná og það er yngsta
og viðkvæmasta fólkið sem um er að
ræða. Líklega eru mun meiri brögð að
þessu en opinberir aöilar viðurkenna.
Hvað sem allri menntun líður og þroska
unglinga í dag, þá verður ekki annað séð
en að þetta fólk steypi sér út í eiturlyfja-
neyslu af fullkomnum óvitaskap. Þetta
fólk getur orðið að aumingjum á stuttum
tíma ef ekki verður tekið fyrir þennan
ósóma. Áfengi er einnig mikið vandamál
og fleiri „vímugjafar" og ekki er gæfulegt
að bæta bjórnum við.
Sparifjáreigendur
borguðu annarra
skuldir
í þriðja lagi nefni ég verðbólguna.
Henni þarf að halda í skefjum og stöðva
aukningu hennar fljótlega alveg. Mun
þá koma nokkuð af sjálfu sér að fólk
fylgist betur með verðlagi og lærir að
fara með verðmætin. Það eru ýmsir
búnir að græða vel á vcrðbólgunni, en
þeir hafa margir vitandi eða óafvitandi
gert það á skammarlegan hátt, - látið
sparifjáreigendur borga fyrir sig skuld-
irnar að mestu leyti. Þetta hefur þó
breyst mikið allra seinustu árin með
tilkomu verðtryggðra lána.
Ríkisstjórnin hefur nú væntanlega náð
tökum á verðbólgunni og ér áríðandi að
halda þeim tökum, herða fremur á, því
10% verðbólga er of mikil verðbólga.
Engan þarf að undra þótt finna megi
eitthvað að framkvæmdinni því eins og
allir vita er flokkur íhaldsins stærri
bróðir í stjórnarsamstarfinu og hættir til
að hygla sínum mönnum eins og jafnan
áður.
Hálaunaðir fengu meiri
hækkun en hinir
Það er mikið talað um að bæta hag
hinna láglaunuðu og hafa jafnvel for-
ystumenn í launþegasamtökunum látist
stefna að því. I framkvæmdinni hefur
það farið svo að þeir hærra launuðu fá
fleiri krónur í kauphækkun og bilið
lengist enn við nýgerða kjarasamninga.
Þetta verður að breytast. Hálaunamað-
urinn þarf ekki fleiri krónur sér til
framfæris en láglaunamaðurinn og mis-
munurinn á kaupi þeirra er óhóflegur og
þarf að minnka það bil verulega nú
þcgar.
Atvinnuvegum þjóðarinnar þarf að
koma á heilbrigðan rekstrargrundvöll og
auka léttan iðnað. Leggja þarf áherslu á
að byggðin haldist um landið í svipuöum
hlutföllum og nú er og nýta gæði lands
og sjávar eins og ráðlegt er talið án þess
að gengið verði á gröðurríki eða fiski-
stofna. Iðnaði og þjónustu þarf að dreifa
í öll sveitarfélög til að auka fjölbreytni
atvinnulífsins og treysta byggðina. Gæði
landsins verða ekki nýtt nema með
sauðfé og byggðin í sveitunum helst ekki
án þess. Því er mjög varhugavert að
fækka fénu meira en orðið er - a.m.k.
sumstaðar.
Mun ráðast á næstu
misserum hvort byggð-
in hrynur
Landbúnaðurinn stendur nú á tíma-
mótum. Það mun ráðast á næstu misser-
um hvort byggðin helst áfram í sveitun-
um eða hvort hún eyðist. Horfurnar eru
mjög slæmar og stefnir víða í eyðingu.
Er því mjög áríðandi að fljótt sé við
brugðið og farsælar ákvarðanir teknar.
Atvinnuhorfur eru nógu slæmar þótt
fólkið úr sveitunum bætist ekki við á
vinnumarkaðinum ásamt með öllum
þcim fjölda sem hefur atvinnu af þjón-
ustu við landbúnaðinn og úrvinnslu
afurðanna.
Sjálfsagt er að draga verulega úr
innflutningi á vörum sem hægt er að
framleiða í landinu og auka þannig
atvinnutækifærin og aspara gjaldeyri.
Skuldaaukningu erlendis verður að
stöðva.
Gæta þarf að því að skapa ckki
offramleiðslu á nýjum sviöum, cins og
nú stefnir í með raforkuframleiðslu. Hið
háa verð á rafmagni er eitt af stærri
vandamálunum sem við er að glíma.
Jöfnun orkuverðs hefur lengi verið
stefnuatriði en ekki fengist fram og er
misréttið milli landshluta mikið ennþá.
Leita verður nýrra leiða í því máli og
kemur sterklega til greina að nokkrir
einstaklingar, sveitarfélög, eða jafnvel
heil héruð (sýsla og kaupstaðir) samein-
ist um nýjar smávirkjanir. Mundi það
leiða til að losna undan oki offram-
leiðslu, of mikillar ogdýrraryfirbygging-
ar raforkumála, óhagstæðra erlcndra
lána og síðast en ekki síst væri það leið
til að losna undan því oki.að greiða
niður orkuverðið til stóriðju erlendra
auðhringa á íslandi. Það er algerlega
óþolandi að fólk úti á landsbyggðinni,
sem notar rafmagn til að hita upp íbúðir
sínar, skuli þurfa að greiða mikið hærra
verð fyrir hverja kílóvattstund, heldur
en fólk í höfuðborginni sem þó hcfur
annan og ódýrari orkugjafa (jarðhita) til
að hita upp með.
Samfellt átak
er allt sem þarf
Ég vil Ijúka þessum hugleiðingum
með því að cndurtaka, að þótt vissulega
sé nú við talsvcrða erfiðleika að glíma í
þjóðmálum okkar, þá hefur velmegun
fólksins síðustu árin verið meiri en
nokkru sinnni fyrr í þjóðarsögunni og
þjóðin er vel í stakk búin til að takast á
við erfiðleikana og sigrast á þeim. Sam-
stillt átak undir forystu þeirra
þjóðfélagsafla, sem hasla sér völl milli
öfgaaflanna til hægri og vinstri, er allt
sem þarf.
Skrifaö á Góu 1984.
Rósmundur G. Ingvarsson.