Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL1984 ■ Sigurður Helgason, sýslumaður N-Múlasýslu afhendir Friðriki Sigurjónssyni skrautritað heiðursskjal frá sýslunefnd N-Múlasýslu. LET AF STARFIHREPP- STJÓRA EFHR 50 ÁR ■ Friðrik Sigurjónsson fyrrum bóndi í Ytri-Hlíð lét af störfum sem hreppstjóri Vopnafjarðarhrepps um síðustu áramót eftir að hafa gegnt því starfi í 50 ár. Við hreppstjórastarfinu tók Birna Einars- dóttir. Birna hefur áður starfað hjá Útlendingaeftirlitinu og Lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík. Af þessu tilefni var Friðrik, sem einnig hefur verið sýslunefndarmaður um langt árabil, heiðraður fyrir störf sín í þágu Vopnafjarðar og N-Múlasýsiu vjð sérstaka athöfn sem fram fór á sýsluskrif- stofunni á Vopnafirði. Sigurður Helga- son, sýslumaður ávarpaði Friðrik og þakkaði honum hlýjum orðum vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og sýslunnar. Færði hann Friðriki skrautritað heið- ursskjal frá sýslunefnd N-Múlasýslu og er það fyrsta heiðursskjalið sem sýslu- nefnd veitir. Friðrik þakkaði hlýhug og vinarþel í sinn garð og rifjaði upp ýmis atvik úr hálfrar aldar hreppstjórastarfi. Minntist hann m.a. samferðarmanna sem honum eru minnisstæðir. Friðrik var heiðraður með riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1982. Hann er nú 86 ára að aldri. Eiginkona Friðriks, Oddný Metúsalems- dóttir lést árið 1983, 92 ára að aldri. Hafnarmannvirki byggð á Norður- f irði á Ströndum Hreppsbúar kunna sér vart læti við þá tilhugsun að sjá þennan draum sinn rætast ■ Rannsóknir á skilyrðum til gerðar hafnarmannvirkja á Norðurfirði hafa staðið yfir að undanförnu. Hópur manna frá Vita- og hafnamálastofnun kom í síðustu viku að kynna heimamönnum niðurstöður rannsóknanna og ræða ýmsa þætti málsins. Ákveðið er að hefjast handa um hafnarframkvæmdir þar eins tímanlega á komandi sumri og unnt er. Skapa á aðstöðu fyrir strandferðaskipin og önnur flutningaskip svo þau geti lagst að bryggju eða viðlegukanti til lestunar og losunar. Mannvirkin verða byggð skammt fyrir utan Kaupfélag Strandamanna í svokall- aðri Bergisvík. Komið hefur í ljós að aðstaða er þar sérlega hagstæð frá náttúrunnar hendi til þessara fram- kvæmda. Gert er ráð fyrir að verkið verði framkvæmt á tveim árum. Mál þetta er búið að vera lengi til umræðu og athugunar án þess að af framkvæmdum hafi orðið. Hér er um brýnt hagsmunamál byggðarlagsins að ræða. Vöruflutningar fara næreingöngu fram á sjó, en aðstaða til upp- og útskipunar hefur verið afar erfið og hættuleg. Orðið hefur að flytja allt á bátum milli lands og skips - og með tilkomu stærri skipa nær óframkvæman- legt. í sambandi við þessar framkvæmdir og í framhaldi af þeim opnast möguleik- ar fyrir heimamenn að hagnýta sér nærtækar auðlindir í fjörðum og flóum byggðarlagsins. Þar er um að ræða auðug rækju- og skelfiskmið sem nýtt hafa verið af nærliggjandi verstöðvum við Húnaflóa, en heimamenn skort alla aðstöðu til að hagnýta. Allt eru þetta mikil og góð tíðindi fyrir íbúa fámenns byggðarlags sem átt hefur mjög í vök að verjast í ringulreið þjóðfélagsins ásamt þeim erfiðleikum sem harðindi undan- farinna ára hafa valdið. Kunna hrepps- búar sér vart læti við þá tilhugsun að sjá þennan draum sinn rætast og betri og bjartari tíma framundan, með aukinni fjölbreytni undir afkomu þeirra. Kunna þeir öllum sem lagt hafa þessu máli lið með ráðum og dáð sínar bestu þakkir. -G.Val.Bæ/HEI Launþegaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Andvígf lækkun nidurgreiðslna á matvörum ■ Launþegaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi hefur skorað á ráð- herra Framsóknarflokksins að standa fast gegn tillögum fjármálaráðherra um að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum, vegna þeirra áhrifa sem það muni hafa á kjör þeirra lægst launuðu. Áskorun þessi var samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var 5. apríl s.l. PÁSKATILBOB KRON Við bjóðum viðskiptavinum 10% afslátt af öllum viðskiptum í verslunum okkar fram að páskum. STÓRMARKAÐURINN Skemmuvegi 4a DOMUS Laugavegi 91 KRON Fellagöröum KRON Snorrabraut KRON Stakkahliö KRON Dunhaga KRON Tunguvegi KRON Langholtsvegi KRON Hlíöarvegi KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Áskoninarkjör Búnaðarbankans tryggja hámarksávöxtun á innlánsskírteinum Elísabet Björg Jónsdóttir, afgreiöslustúlka í Þórsbakaríi. „ÉG ERÖRUGG UM BESTU KJÖR SEM BOÐIN ERU Á ÍSIANDI" Áskorunarkjör Búnaðarbankans fela í sér dýr- mæta tryggingu fyrir sparifjáreigendur. Þau tryggja þér ávallt hæstu vexti á innlánsskírteini eða sam- svarandi innlánsform sem íslenskir bankar hafa á boðstólum. 6% vaxtaálag að lágmarki Innlánsskírteini Búnaðarbankans bera ársvexti almennra sparireikninga og að auki 6% vaxtaálag. Það er lágmarksálag. Við tryggjum þér vaxtakjör sem eru sambærileg þeim bestu sem innlánsstofn- anir bjóða á hverjum tíma með þessu innlánsformi. Þetta köllum við ósvikip áskorunarkjör. 6 mánuðir Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru útgefin til 6 mánaða og eru ársvextir þeirra 21% en ávöxtun þeirra 22,1% á ári verði ný skírteini tekin að 6 mánaða tímabilinu liðnu. Innlánsskírteinin eru gefin út á nafn, þau eru framseljanleg og getur eigandi þeirra innleyst þau hvenær sem er með fullum vöxtum að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi. Verði skírteinin ekki innleyst hjá bankanum að tímabilinu loknu leggur Búnaðarbankinn áfallna vexti við upphæð skírteinanna og ávaxtar síðan inneignina eftir það með kjörum almennra spari- sjóðsbóka. Lágmarksupphæð aðeins kr. 1.000 Þú ræður sjálfur upphæðinni sem þú leggur fyrir meðlnnlánsskírteinum Búnaðarbankans. Þau eru í heilum þúsundum króna og lágmarkið er 1.000 kr. Enginn stimpilkostnaður né þóknun fylgir útgáfu á Innlánsskírteinum Búnaðarbankans. Heildarupp- hæð og vextir skírteinanna eru skattfrjáls til jafns við annað sparifé. Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru afgreidd á afgreiðslustöðum hans um allt land. BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.