Tíminn - 15.04.1984, Síða 4
r* .
V « <
StjNNtiÖAGUk'lá.APK'ÍL 1984
erlend hringekja
■ Hlýlegt viðmót er einkennandi fyrir regluna en meistarinn
horfir björtum augum til himins á veggmyndinni bak við
stúlkurnar.
Diskótek reglunnar í Beriín ber heitið „Far Out“ og þar heilsa meðlimir safnaðarins gestum með hinni fornu
kveðju Indverja.
Baghwan-reglan á
nppleið í Evrópn
■ hað er æði margt æðið til í
heiminum. Það nýjasta er eins konar
regla sem byggirá kenningum Bhagwan
Shree Rajncesh sem er Indverji aö ætt
og uppruna. Upphaflega var mikil
áhcrsla lögð á frjálst kynlíf í reglunni cn
cftir að hinn hræðilegi sjúkdómur AIDS
fór að grassera víða um lönd og hrjá
meðlimi reglunnar voru gerðar
stefnumarkandi hreytingar. í stað frjáls
kynlífs áður eru meðlimirnir nú hvattir
til skírlífis auk þess sem mikil áhersla er
lögð á að meðlimir reglunnar temji sér
jákvætt hugarfar. Brosið er cins konar
vörumerki ef svo má að orði komast.
Baghwan-reglan á sér marga
fylgjendur í Evrópu og reyndar miklu
víðar en um 350 þúsund manns munu
nú tilheyra söfnuðinum.
Trúarleiðtoginn sjálfur býr á
geysistórum búgarði sínum í
Orcgonfylki í Bandaríkjunum og eru
það jafnframt höfuðstöðvar reglunnar.
Hann fcrðast ekki á milli safnaðanna
heldur lifir tiltölulega einangruðu lífi á
búgarðinum ásamt helstu lærisveinum
sínum. Það sem hinir almennu meðlimir
reglunnar fá að sjá af honum eru
veggmyndir í líkamsstærð sem hanga
uppi á samkomustöðum trúbræðra og
systra. í Berlín þar sem reglan rekur
diskotck cða öllu heldur eins konar
gúrutek, vinna áhangendur reglunnar
fyrir mjög lág laun eða fyrir helstu
nauðþurftum. Starfsmennirnir eru
sagðir hlýlegir í viðmóti og brosmildir
og við opnunina á hverju kvöldi heilsar
allur hópurinn brosandi með hinu
sígilda indverska lagi, lófa í lófa. Níu
prósent af hagnaði diskóteksins renna
til gúrúsins í Oregon og nú munu um 50
slíkir staðir vera komnir í gagnið víðs
vegar um Evrópu. Á Norðurlöndunum
hefur verið tiltölulega lítið gert af því
að útbreiða boðskapinn en þó munu
Danir hafa orðið fyrstir til að taka trúna
og þar í landi munu áhangendur
reglunnar var um 200. í undirbúningi er
nú að innrétta diskótek í
Kaupmannahöfn í svipuðum stíl og
annars staðar í álfunni. Það hefur vakið
athygli að konur hafa verið hlutverk
innan reglunnar og eru þar í öllum efstu
stöðum. Gúrúinn sjálfur hefur skýrt
þetta út með þeim orðum að ást
konunnar komi frá hjartanu en
maðurinn elski aðeins á vitrænan hátt.
Af þessum sökum er konan hæfari til að
leiða hvort sem um er að ræða
fjölskyldu, söfnuð eða samfélag.
■ Rússneski kjarnorkukafbáturinn siglir heim á leið eftir árekstur-
inn illa laskaður. Litlu munaði að þarna yrði um stórslys að ræða.
M.
Tveir
RISAR
mætast í myrkri
■ Flotaæfingar eru víðar stundaðar cn
á Norður- Atlantshafi. Nú nýlega fóru
fram miklar heræfingar á Japanshafi og
áttu þar í hlut bandaríski sjóherinn og
sá suður kóreanski. Bandaríska
flugmóðurskipið Kitty Hawk tók þátt í
æfingunum og hafði nýlokið hlutverki
sínu í þeim þegar skipið rakst á
fyrirstöðu og varð áreksturinn svo
harður að þetta 80 þúsund tonna skip
nötraði stafnanna á milli. Hér var ekki
um neinn rekadrumb að ræða. Úti í
náttmyrkrinu sáu skipverjar risastóran
kafbát veltast undan skipinu, Ijóslausan
og greinilega illa laskaðan. Við birtingu
hófu þyrlur frá skipinu leit og komu
brátt að rússneskum kjarnorkukafbáti
af Viktor gerð. I fylgd með honum var
rússnesk freigáta og hafði uppi merki
sem þýða að um björgunarleiðangur
væri að ræða. Svo virðist sem þeir
kafbátsmenn hafi á síðustu stundu gert
tilraun til að kafa undir flugmóðurskipið
til að reyna að forðast árekstur en slíkt
er ekki auðvelt verk í miklum flýti þar
sem risar eins og Kitty Hawk rista tugi
metra. Kafbáturinn og fylgdarskip hans
virtust vera á heimleið og var greinilega
um miklar skemmdir á skipinu að ræða.
Risaveldin hafa góðar gætur hvert á
öðru á úthöfunum og þegar flotaæfingar
eru annars vegar er sérstaklega reynt að
fylgjast vel með því sem er að gerast.
Þegar teflt er á tæpasta vað hvað slíkt
eftirlit snertir, liggur oft við árekstrum
og jafnvel stórslysum. Ljóst er að í
þessu tilviki skall hurð nærri hælum.
Reyndar hafði bandaríski flotinn haft
veður af kafbáti þessum og með honum
hafði verið fylgst en af einhverjum
sökum hafði honum tekist að komast
undan og áður en áreksturinn átti sér
stað höfðu menn algjörlega misst sjónar
á honum.