Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
erlend hringekja
ITOLSK
BÖRN TIL SÖLU
■ (talska lögrcglan kom nýlega upp
um hóp afbrotamanna sem höfðu
sérhæft sig í sölu á smábörnum. Voru
börnin seld á um 250 þúsund ísl. krónur
og „kaupendurnir" fólk sem ekki getur
eignast börn, en ítölsku adtleiðingalögin
eru mjög ströng og erfitt mun vera að
ættleiða börn þar í landi þar sem slíkt
tekur mikinn tíma og skriffinnskan
mikil og flókin. Lögreglan hafði hendur
í hári fjögurra manna úr hópnum og þar
á nteðal Ijósmóður sent haft hefur
milligöngu um þessi sérkennilegu
viðskipti.
Starfscmi þessi hófst í
fátækrahverfum á Sikiley og á Suður-
Ítalíu. Hér var oftast um að ræða börn
sem voru óvelkomin í heiminn cf svo
má að orði komast. I’cssi börn voru
keypt og þeim komið fyrir hjá fólki sem
vildi borga fyrir það að eignast þau.
Smám saman fóreftirspurnin að aukast
cftir því sem flokkurinn færði út
kvíarnar og þá tók hópur þessi að borga
fátækum stúlkum peninga fyrir það að
verða óléttarog koma síöan afkvæmum
þeirra í verð. Eftir að börnin fæddust
lýstu hinir verðandi feður því yfir að
þeir ættu börnin og að mæðurnar æsktu
þess að láta þeim efttir börnin og aö
ekki yrði látið uppi hver móðirin væri
en slíkt er lcyfilegt samkvæmt ítölskum
lögum. Nokkru seinna lýstu svo hinar
verðandi fósturmæður því yfir að þeim
væri kunnugt um það að eiginmcnn
þcirra hefðu eignast börn utan
hjónabands og væru þær reiðubúnar að
ættleiöa þau.
Til að auka framboðið á börnum til
sölu hafði glæpahópurinn samvinnu við
gleðikonur sem voru margar hverjar
útlendingar og áttu við
fjárhagscrfiðleika að stríða svo og
ciginkonur fanga sem dæmdir höfðu
vcrið í langa fangelsisvist svo og ungar
stúlkur úr fátækrahvcrfum sem ófá eru
á Ítalíu. í cinu tilvikinu var um 13 ára
gamla stúlku að ræöa sem sjálf hafði
verið seld sem ungabarn.
Eins og áður getur var á meðal þeirra
sem handtckin voru Ijósmóðir að nafni
Maria Mársala frá Salarni á Skililey. Á
heimili hcnnar fannst listi yfir seld börn
og mun þar hafa verið getið um
raunverulegar mæður barnanna svo og
um fósturforeldrana, þannig að með
listann í höndum reyndist löreglunni
auðvcld eftirlcitin. Meðal hinna
handteknu voru cinnig þrír
vcrslunareigendur úr sömu borg og við
yfirheyrslur kont í Ijós að 10 prósent
söjuverðsins höfðu gcngið til lífmæðra
barnanna cn afganginn hefði hópurinn
tekið í sinn hlut.
Menn óttast nú að
þrátt fyrir að upp hafi komist um glæpi
þessa vcrði það ekki börnunum til góðs,
því aö mæðrum þeirra verður gert að
taka þau að sér en margar þeirra eru
alls ekki hæfar til þcss og eiga bæði í
fjárhagslegum og félagslcgum
vandræðum.
Ekki er heldur beint bjart
framundan hjá hinum athafnasömu
sölumönnum því þeirra bíður allt að 15
ára fangelsi.
■ ítalska lögregian hefur komið upp um glæpahring sem hafði böm til sölu
■Svo virðist sem harka sé að færast í leikinn í kapphlaupinu um útnefningu
forsetaefni-Demokrata í Bandarikjunum ef dæma má af myndinni sem tekin
var af Walter Mondale á kosningafundi.
Mondale
tilbúinn að
fara út í Hart
■ WalterMondale.einnþeirrasemnú
berst fyrir því að verða valinn sem
forsetaefni Demokrata í
Bandaríkjunum, fyrir næstu kosningar
lætur ekki deigan síga í slagnum við
Garry Hart. Hinn síðarneíndi hefur til
þessa ekki verið mjög þekktur en hefur
þó skotið Mondale ref fyrir rass við
atkvæðasmölun ísumum ríkjumogsiglir
nú hraðbyr upp á stjörnuhimininn þar
vestra. Mondale hefur þó síður en svo í
hyggju að gefast upp og á einum
kosningafundinum dró hann upp
boxhanskana til að leggja áherslu á orð
sín og lét þess getið að hann mundi berja
á Hart ef baráttan færi í hart.
Getnaðar-
varnarpillur
í morgunmat
■ Danski læknirinn Birgit Petersson
hefur skorið upp herör gegn notkun
getnaðarvarnapillunnar meðal ungra
danskra stúlkna. Hún staðhæfði nýlega
í grein í tímaritinu Forum for
Kvindeforskning að mæður þar í landi
gæfu dætrum sínum pilluna í
morgunvcrð og bendir á dæmi þar sem
slíkt hafi verið gert í fimm ár áður en
stúlkan lagðist fyrst með karlmanni.
Bæði mæður og dætur þeirra fá lækna
til að skrifa upp á lyfseðla til að fá
pilluna og þrátt fyrir að margir læknar
hafi uppi efasemdir varðandi það að
mjög ungar stúlkur noti hana láta þeir
undan þrýstingnum að sögn Petersson.
Hún heldur því fram að á undanförnum
árum hafi orðið mikil aukning í notkun
getnaðarvarnapillunnar meðal mjög
ungra kvenna allt niður í 13 ára aldur.
Birgit Petersson varar við þessari þróun
og bendir á að alls ekki sé vitað hvaða
áhrif það hafi á ungar stúlkur að nota
lyf sem áhrif hafi á hormónastarfsemi
■ „í starfi mínu verð ég vör við að
stúlkur allt niður í 13 ára aldur noti
pilluna“, segir læknirinn Birgit Pet-
þeirra löngu áður en þær eru fullvaxta.
Að hennar áliti eigi konur ekki að nota
slík lyffyrrenvið 18 til 19ára aldur svo
fremi að þær yfir höfuð noti lyf af þessu
tagi. Þess í stað mælir hún með notkun
smokka eða annars þess útbúnaðar sem
komi í veg fyrir þungun en hafi ekki
bein áhrif á hormónastarfsemi kvenna.
Carlos enn að verki
■ Nýlega létu frönsk yfirvöld frá sér
fara tilkynningu um það að allt benti til
þess að hinn dularfulli og eftirlýsti
Carlos hefði verið höfuðið á bak við
sprengjuárásir sem gerðar voru í vetur í
Suður-Frakklandi. Sprengingar þesar
kostuðu fintm manns lífið og þrjátíu og
þrír voru illa særðir eftir árásirnar.
Önnur sprengjan sprakk á brautarstöð í
Marseille og hin í hraðlestinni sem
gengur á ntilli Marseille og Parísar. í
bréfi sem sent var Parísarlögreglunni
eftir árásirnar lýsa sarntök sem kenna
sig við vopnaða arabíska byltingu. sig
ábyrga fyrir sprengingunum.
Rithandarsérfræðingar telja sig geta
fullyrt að hinn alþjóðlegi
hermdarverkamaður sem gengur undir
nafninu Carlos hafi skrifað bréfið og
■ Hinn margeftirlýsti Carlos, Guð-
faðir borgarskæruliðanna er enn tal-
inn hafa verið að verki
kemur það heim og saman við aðrar
upplýsingar sem lögreglunni hefur tekist
að afla sér varðandi þá sem að baki
verknuðunum stóðu.
Carlos þessi hefur víða komið við
sögu og er nú einn þeirra manna sem
hvað mest hefur verið lýst eftir í sögu
afbrotanna. Hann stóð á bak við mjög
umtöluð mannrán í Vínarborg árið 1975
þegar nokkrum olíumálaráðherrum
OPEC ríkjanna var rænt og er þar
aðeins urri að ræða eitt af fjöldamörgum
mannránum sem hann er talinn hafa
skipulagt.
Hann hefur og mjög oft verið
talinn hafa skipulagt sprengingar og
önnur skemmdarverk í álfunni á
undanförnum árum en aldrei hefur
tekist að hafa hendur í hári hans.