Tíminn - 15.04.1984, Page 8

Tíminn - 15.04.1984, Page 8
SUNNUbAGUR 15. APRÍL 1984 6 Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöö). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaftaprent hf. Hundleiðinlegt gat ■ Stjórnmál í lýðræðisríki byggjast á samkomulagi. Þar sem fjölflokkakerfi er við lýði og samsteypustjórnir eru eini kosturinn til að mynda meirihlutastjórn er oft erfitt og tafsamt að samhæfa ólík stefnumörk til að ná sett marki, og þá reynir á samkomulagsvilja og getu samstarfsflokka til að leysa í sameiningu þau úrlausnarefni sem brýnust eru. í margar vikur samfleytt hafa aðalfréttir fjölmiðla, blaða, hljóðvarps og sjónvarps, fjallað um fjárlagagatið, eins og fyrirsjáanlegur greiðsluhalli ríkissjóðs er nefndur. Uppistaða alls þessa fréttaflutnings eru viðtöl fréttamanna við einstaka ráðherra um tilteknar aðgerðir til lausnar vandanum, en vandi og lausn hans og erfiðleikar og hvernig komast eigi út úr þeim, er orðið höfuðviðfangsefnið í allri stjórnmálarum- ræöu. Á Alþingi hafa menn ekki látið sitt eftir liggja að krefja ráðherra um svör við því „hvernig takast eigi á við vandann". Maraþonumræður fara fram og hefur niðurstaða þeirra einatt verið hin sama, að verið sé að vinna að málunum. Upphaf þessarar yfirþyrmandi vandamálaumræðu, var að fjármálaráðherra komst að því, að fjárlögin sem hann lagði fram í þingbyrjun og samþykkt voru rétt fyrir jól, voru ekki pottþéttari en svo, að fyrirsjáanlegt er að 10% vanti upp á að þau nái saman í lok fjárlagaársins. Þessum vanda neitaði hann að sópa undir teppið eins og fram kom, og hóf að takast á við vandann með því að tilkynna þjóðinni að ríkissjóður yrði ekki rekinn hallalaust að óbreyttu. í kjölfarið fylgdu ítrekaðar yfirlýsingar um að ekki yrðu tekin frekari erlend lán og opinber gjöld ekki hækkuð. Svona uppákoma er ekki ný af nálinni og fram til þessa hefur rcikniskekkjum fjárlagahöfunda verið mætt með aukafjárveitingum og allskyns hagstjórnartækjum sem ríkis- valdið hefur yfir að ráða. Á síðasta ári námu aukafjárveiting- ar t.d. sem svarar 23% af fjárlögum, og var það náttúrlega gjörsamlega óviðunandi ástand. Allt síðan Albert lýsti því yfir, að hann væri ekki eins og aðrir fjármálaráðherrar, sem sópuðu vitlausum útkomum úr reiknidæmum undir teppi, hefur linnulaust verið unnið að því að láta fjárlagadæmi hans ganga upp. Sá þáttur stjórnar- samstarfsins hefur að miklu leyti farið fram á opinberum vettvangi, við mikla kátínu stjórnarandstöðunnar. Engum þarf að koma á óvart að miklir erfiðleikar steðja' að ríkisbúskapnum. Þegar núverandi stjórn tók við stefndi verðbólga í þær hæðir að allt fjármálakerfi og athafnalíf var að fara út böndunum. En rösklega var gengið til verks og voðanum bægt frá. Vissulega krafðist það átak góðrar samstöðu innan þeirra stjórnmálaflokka sem að því stóðu, og kjararýrnuninni, sem fylgdi í kjölfarið, var tekið af skilningi og fórnfýsi af þjóðinni, enda var ekki margra kosta völ eins og ástandið var orðið. Engin ástæða er til að ætla annað en að viðunandi lausnir náist til að rétta fjárlagaskekkjuna af. Sem fyrr reyndi þar á samkomulag. Enn verður að gera ráðstafanir sem telja verður miður vinsælar, en nauðsynlegar. Ráðherrar og ráðuneyti verða að finna leiðir sem duga til að draga úr útgjöldum og nota verður þau hagstjórnartæki sem tiltæk eru, til að ná þeim markmiðum í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Sú mikla umfjöllun sem háð hefur verið á opinberum vettvangi um ífyllingu gatsins hefur áreiðanlega ekki greitt fyrir samkomulagi um viðunandi lausnir. Vangaveltur ein- stakra manna um hvað þeir telji að gera eigi og hvað ekki á afmörkuðum sviðum ríkisfjármála leysa ekki dæmið. Opinber umræða um mikilsverð mál er sjálfsögð og nauðsynleg, en irún er ekki alltaf vænlegasti kosturinn til að leysa úr vandasömum ágreiningsefnum, sem samkomulag þarf að nást um. Ríkisstjórnin og þingflokkar stjórnarflokkanna munu nú vera að ná samkomulagi um ráðstafanir til að rétta fjárlaga- dæmið af, enda tími til kominn að yfirlýsingum linni. Það munu margir taka undir orð Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er hann viðhafði í blaðaviðtali - „Ég er orðinn hundleiður á þessu gati“. ■ Námsmenn í Garwolin, smábæ skammt frá Varsjá, mótmæla banni stjórnvalda við því að hafa trúartákn uppi í skólum landsins. „Verkalýðshreyfinguna skortir hugrekki", segja nemendur. „VIÐ ÞORUM” — segja pólskir nemendur sem tekið hafa upp baráttu pólsku verkalýðsfélaganna ■ Nemendur i framhaldsskóla í Varsjá. Margt bendir til þess að sterk andstaða við stefnu stjórnarinnar blómstri nú i skólum landsins. Nemendur gefa út ólögleg blöð og dreifa fluguritum. ■ Svo virðist sem í Póllandi sé kominn upp nýr hópur sem veiti yfirvöld- um þar í landi mikla mótstöðu. Hér er um að ræða námsmenn sem vilja ekki láta segja sér fyrir verkum og í reynd gagnrýna bæði stefnu stjórnvalda og úrelt námskerfi. Fregnir herma að nem- endur geispi þegar opinberir embættis- menn komi í skólana til að halda fyrir- lestra um kenningar þær sem lagðar eru til grundvallar í stjórnkerfi landsins. í Krakow voru nemendur staðnir að því að dreifa fluguritum þar sem ráðist er á stjórnvöld landsins og ólögleg blöð eru prentuð í smiðjum nemenda með nöfnum yfir menn sem taldir eru veita stjórnvöldum upplýsingar um almenn- ing. Svo virðist sem nemendur hafi í raun tekið upp þá baráttu sem hin frjálsu verkalýðsfélög voru þvinguð til að gefa upp á bátinn. Haft er eftir einum tals- manni nemenda í skóla í Garwolin, nálægt Varsjá, að verkamenn skorti hugrekki sern finna megi meðal nem- enda í skólum Iandsins. Þessi mikla andstaða sem nú virðist fara vaxandi í pólskum skólum er sögð nokkurt áhyggjuefni meðal yfirvalda og eftir áralanga baráttu við verkalýðsfélög- in í landinu er nú risin upp önnur andstaða sem erfitt er að berja niður. Kannanir sýna að hin unga kynslóð í landinu er alls ekki sátt við ríkjandi stjórnkerfi og ungliðar í Kommúnista- flokknum eru ekki sagðir eins fjölmennir og áður. „Hér er um hættulega þróun að ræða og nú ganga færri ungmenni í æskulýðssamtök flokksins en nokkurn tíma . áður í sögu þeirra", er haft eftir Leszek Miller, sem á sæti í miðstjórn flokksins og hefur með æskulýðsmál að gera. Stjórnvöld kenna forráðamönnum skólanna um hvernig komið er. „Ekkert ríki getur þolað það að uppfræðsla og menntun sé i höndum manna sem óvin veittir eru stjórnvöldum", er haft eftir Wojciech Jaruzelski hershöfðingja nú nýlega. „Það er kominn tími til að ráðast á það mein sem er að finna í skólum landsins". Svo virðist sem það sé einmitt það sem pólsk stjórnvöld hafi nú beint spjótum sínum að. Ýmiss konar spurn- ingalistar og skoðanakannanir hafa verið lagðar fyrir kennara í skólum landsins þar sem reynt er að kanna hvernig hver og einn vinnur að pólitískum markmið- um stjórnvalda. Sums staðar hefur verið farið fram á það að í frjálsum um- ræðum í skólunum sé umræðuefnið lagt fram til samþykktar áður en til um- ræðunnar kemur þannig að umræður eigi sér ekki stað um málefni sem andstæð eru ríkjandi stefnu stjórnvalda. Það hefur og færst í vöxt að kennurum sé vikið úr starfi fyrir það að ræða hugmyndir meðal nemenda sinna sem ekki eru í takt við ríkjandi stefnu stjórnvalda. Nemendur benda hins vegar á að það séu ekki kennarar þeirra heldur það sem hafi verið að gerast í pólskum stjórnmál- um á undanförnum árum sem hafi gert það að verkum að þeir andæfi nú stjórnvöldum. Þeir benda og á það að yfirvöld og stjórncndur skólanna geti sjálfum sér um kennt þar sem svo þunglamalegur áróður hafi verið stund- aður í skólum landsins fyrir stefnu stjórnvalda, að slíkt hafi þveröfugáhrif. Það er Ijóst að andóf pólskra nemenda getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og fækkun ungmenna í æskulýðsfé- lögum flokksins virðist vera ein afleiðing þessarar andstöðu. Þess ber þó að geta að það er ekki aðeins andstaða mcðal nemenda sem stjórnvöld í landinu hafa áhyggjur af heldur einnig vaxandi áhuga- leysi gagnvart stjórnmálum sem einnig verður vart við meðal ungmenna. Þetta áhugaleysi veldur því að unga kynslóðin axlar ekki þær byrðar sem stjórnvöld telja æskilegt að lagðar séu á hana og slíkt áhugaleysi getur nánast þýtt það sama og bein andstaða. Erfitt er að sjá fyrir hvernig málin koma til með að þróast þegar þetta unga fólk vex úr grasi, sérstaklega þegar það er haft í huga hversu fáir unglingar taka nú þátt í flokksstarfinu. Nýlegar tölur sýna að aðeins 11% Pólverja sem eru undir 30 ára aldri eru meðlimir í Kommúnista- flokknum þó svo að þessi aldurshópur sé meira en helmingur þjóðarinnar. Dr. Halina Radomska-Pietkiewicz skólastjóri við einn af framhaldsskólum Varsjárborgar hélt því fram í viðtali nýlega að andstöðuna, sem gætti nú meðal pólskra stúdenta, mætti rekja til áróðurs hinna frjálsu verkalýðsfélaga og á einhvern hátt hefði sá áróður fallið í betri jarðveg meðal þeirra en sá sem rekinn er í skólum landsins fyrir ríkjandi stjórnarstefnu. „Afstaða og hugmyndir flokksins hafa einfaldlega ekki verið settar fram á jafn áhrifaríkan hátt og áróður verkalýðsfélaganna og uppreisn unga fólksins er ein afleiðing þessa.“ Sú hætta sem pólskum yfirvöldum er búin af andstöðu ungu kynslóðarinnar á e.t.v. < eftir að verða miklu meira vandamál í framtíðinni en hún er í dag þegar sú kynslóð kemst til valda sem andæfir í skólum landsins í dag. (Newsweek-JÁÞ)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.