Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 1
ÞYRLA LANDHELGISGÆSL- UNNAR sótti tvítuga stúlku í hlíöar Helgafells í Mosfellssveit, seinnipart sunnudags. Stúlkan var á göngu, þegar hún hrasaöi og slasaðist á fótum og í baki. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði var á æfingu í grenndinni. Þeir kölluöu á lögreglu og Landhelgis- gæslunni var gert viðvart. Þyrlan var send eftir stúlk- unni og flutti hana á Borgarspítalann. KENNARASAMBAND íslands hefur mótmælt harðlega að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit fyrrverandi fjármálaráðherra um jöfnun launa á grunnskólastigi og nú sé um 5% launamun- ur eftir því hvort grunnskólakennari sé félagi í Kennarasambandi íslands eða Hinu íslenska kenn- arafélagi. Kennarasambandið hótar að grípa til að- gerða nái þessi leiðrétting ekki fram að ganga. ANDREI SOKOLOF, sovéski stór- meistarinn, vann landa sinn Rafael Vaganyan í ann- arri skák undanúrlitaeinvígis um rétt til að skora á heimsmeistarann í skák. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hciu, sent frá sér tilkynningu um að veitingahús, sem láti það viðgangast að þar inni sé neytt f íkniefna, eigi yfir höfði sér leyfissviptingu. í tilkynningunni segir að af nýlegum skýrslum frá lögreglunni í Reykjavík komi fram að nokkur brögð séu að því að veitingahúsa- gestir hafi sjáanlega verið undir áhrifum fíkniefna auk þess sem dæmi eru nefnd að f íkniefna hafi verið neytt í veitingasölum. SAMTOK kvenna á vinnumarkaði samþykktu á fundi um helgina að leggja fram kröfu um 30.000 króna lágmarkslaun í næstu kjarasamningum, auk þess sem tekin verði upp vísitölubinding á laun, svo kaupmátturinn sé tryggður. NORÐURLÖNDIN hafa komið sér sam- an um auka aðstoð og viðskipti við nágrannaríki Suður-Afríku með það fyrir augum að auka efna- hagslegt sjálfstæði þeirra gagnvart Suður-Afríku. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag aðstoðarinnar á fundi norrænna ráðherra og embættismanna frá Þróunarráði sunnanverðrar Afríku sem haldinn verður í Harare 29. janúar. Alls eiga níu Afríkuríki aðild að Þróunarráðinu. Þau eru Angóla, Botswana, Lesotho, Malawi, Mozambique, Swaziland, Tanzan- ía, Zambia og Zimbabwe. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli: Víkingasveitin kölluð til vegna upplýsinga Mossad? Aftakaveður á Höfn: Stjórnlaus togari sökkvir báti Vopnaðir meðlimir Víkinga- sveitarinnar fylgjast með allri umferð farþega um Keflavík- urflugvöll. Mennirnir eru búnir fullkomnum vélbyssum af gerðinni H og K, MR-5. Utan- yfir lögreglubúninginn eru |ieir klæddir í skotheld vcsti. Þá eru þeir ífullkomnufjarskiptasam- Gráir fyrir járnum og í skotheldum vestum. Ef myndin er grannt skoðuð sést að byssan er stillt á E, en ekki S sem þýðir safety eða öryggi. Tímamynd Sverrir. „Það hlýtur að hafa verið röð af óhöppum, sem olli því að svona fór," sagði Jón Hafdal í samtali við Tímann í gær. Hann er annar cigandi Hafnareyjar SF 36 sem sökk við bryggju á Höfn í Hornafirði í gær. „Maður er hreinlega „sjokker- aður“ yfir þessu. Vertíð að hefjast og við nýbúnir að kaupa bátinn. Ég sá hann gefa upp síðustu loftbólurnar þegar cg kom niður á bryggju," sagði Jón. Hafnareyin sökk þegar skuttogarinn Þórhallur Dan- íelsson losnaði frá bryggju og lenti á henni. Óhappið varð þegar verið var að færa togar- ann við bryggjuna. Veðurofsi var mikill, og lagðist skipið á hliðina. Við það er talið, að olía hafi farið af skiptingunni, og skipið hrokkið í bakk-gír. Hann sleit festar og fór á fullri ferð þvert yfir höfnina þar sem hann lenti á Hafnarey, sent brotnaði og sökk á skömmum tíma. Síðan rak togarann und- an veðrinu upp á sandeyri sunnan í höfninni. Þar lagðist hann á hliðina, og vélarrúmið er nú hálf fullt af sjó. Einnig var sjór á millidekki. „Skemmdir hafa ekki verið að fullu kannaðar en Ijóst er að tjón er rnikið," sagði Hcrmann Hansson í samtali við Tímann í gærkvöldi. Hermann sagði menn vera að ráða ráðum sín- um hvernig best yrði staðið að björgunaraðgerðum, en Ijóst væri að fyrsta skrefið væri að ná sjónum úr skipinu. Björgunarfélagið á Höfn var í gærkvöld önnum kafið við að reyna að loka lúguni á togaran- um svo hægt væri að hefja dæl- ingu úr skipinu. Veðurofsi tor- veldaði björgunarstörfin. ES bandi sín á milli og við stjórnstöð. Ástæður þcssarar auknu gæslu eru upplýsingar, sem komið var til Svíþjóðar. í gegn- um ísraelsku lcynilögregluna Mossad.þess efnis að hermdar- verkamcnn hefðu augastað á Norðurlöndum að því er segir í fréttaskcyti scm Reutersfrétta- stofan sendi frá sér í gær. Varnarmálaskrifstofa utan- ríkisráðuneytisins ákvað að vopnaöur vörður skyldi hafður á flugvellinum í hvcrt skipti sem flugvél lendir á vellinum, og hefur svo verið í tvo daga. Nú í morgun átti að taka í notkun nýjan einkennisbún- ing, sem betur hentar búnaði þeim sem lögrcglumcnnirnir bera. Blaðamenn Tímans brugðu sér á Keflavíkurflugvöll í gær, þcgar vél millilenti á leið til Luxemborgar. Erlendu ferða- mennirnir tóku ekki eftir þess- um vopnuöu vörðum, cn ís- lendingar voru allir ein augu. Guörún Gunnarsdóttir flug- frcyja sem var að koma til landsins sagði í samtali við Tímann, að hún tcldi þetta vera hárrétta ákvörðun. „Þetta virðist vera þaö cina sem gagnar," sagði Guðrún. ES Vestmannaeyjar: Sindri fyrstur aðlanda Sindri landaði um 130 tonnum, þar af rúmum 100 tonnum af þorski, í Vest- mannaeyjum í gær og varð þar með fyrstur Eyjatogar- anna til að landa á nýja árinu. Von var á Breka til löndunar í dag með um 170 tonn. Lítill vertíðarbragur er í Eyjum enn sem komið er, enda blásið þar stíft með til- heyrandi gæftaleysi flesta daga frá áramótum. Aðeins einn bátur - Suðurey - er byrj- aður netaveiðar og mun hafa komist í 4 róðra, en afli verið frekar tregur. Þá mun eitthv- að af stærri trollbátunum hafa farið út þá sjaldan að færi hef- ur gefist. Vinnan í frystihús- unum byggist því á togurun- um enn sem komið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.