Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 8
8Tíminn NEYTENDASÍÐAN VORT DAGLEGA BRAUÐ eftir Svanfríöi Hagvaag Kjöt á teini meö kryddsósu Hrísgrjón Ananasfrómas Kjöt á teini með kryddsósu matarolía 1 lítill laukur, rifínn 1 sléttfull msk hveiti 1 Vi dl kjötsoð 1 tsk Worcestershiresósa 225 gr hakkað kjöt 50 gr brauörasp ögn af Tabasco 1 eggjarauða salt og pipar sveppir tómatar Vi græn paprika Hitið dálítla olíu á pönnu og steikið laukinn við lítinn hita í um það bil 5 mínútur. Hræriðhveitinu út í ogsjóðiðþað með í 2mínútur. Tak- ið pönnuna af hitanum og hrærið soðið saman við ásamt Worcesters- hiresósunni. Látið pönnuna aftur á hitann og hrærið vel allan tímann á meðan suðan kemur upp á soðinu. Látið sjóða í 1 mínútu. Látið kjöt- hakkið og raspið í skál og hrærið saman við soðinu, Tabasco eftir smekk og eggjarauðunni. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Mótið farsið í 12 litiar kjötbollur. Skcrið sveppina í tvennt, tómat- ana í 4 hluta og paprikuna í bita. Þræðið 3 bollur upp á hvern prjón til skiftis við sveppi tómata og papriku. Byrjið og endið á grænmetinu. Smyrjið með olíu og grillið í 10-15 mínútur og snúið þeim öðru hverju svo þeir grillist jafnt. Berið fram á fati með soðnum hrísgrjónum undir. Hellið dálitlu af kryddsósunni yfir. Kryddsósa Vi græn paprika 1 lítil dós tómatar án safa 1 laukur 1 lítil dós tómatkraftur Vi tsk basilikum Vi tsk oregano V4-V2 tsk chiliduft ögn af Tabasco pipar matarolía Hreinsið paprikuna og látið síðan allt í blandara og merjið vel. Ef sósan er of þykk til að merjast vel má setja út í hana dálítið af safanum af tómötunum. Ef að ekki er til blandari er allt hakkað saman. Hitiðolí- una í litlum potti og hellið sósunni þar út í. Látið hana malla í nokkrar mínútur eða þangað til hún er vel þykk. Ananasfrómas 2 pk ananasjelló 1 lítil dós ananaskurl 1 peli rjómi Látiðsafann renna af ananasnum. Mæliðút 8'/2dl afvatni ogananas- safa. Hitið helminginn af vökvanum og leysið upp jellóið í honum. Bætið út í kalda vökvanum ogananasnum. Ef þú vilt ekki hafa ananas- bitana í er hægt að merja allt í blandara í nokkrar sekúndur. Þeytið rjómann og blandið honum út í þegar hlaupið er að byrja að stífna. Hellið í glerskál og látið stífna í ísskáp. HUSRAÐ SVANFRIÐAR Rafmögnuð teppi Stundum eru teppi úr gerviefnum mjög rafmögnuð. Fyllið úðunar- brúsa mcð vatni og setjið skolefni fyrir þvott út í. Úðið nokkrum sinnum létt yfir teppið og þá ætti rafmögnunin að minnka. ís í jógúrtdósum Þar sem mikið er af börnum er ágætt ráð að geyma jógúrtdósirn- ar og frysta í þeim ís þegar verið að búa hann til. Þá er það mátu- legur skammtur handa börnun- um. Einfaldur og fljótlegur ís er að taka 1 lítra af súrmjólk og blanda út i hann 1 fernu af appelsínu- þykkni og sykri eftir smckk. Frystið. Þegar ísinn er hálffrosinn er hrært rösklega upp í honum og hann látinn aftur í frystinn. Sítrónusafi á bananann Ef þú hefur niðursneiddan ban- ana á samloku barnsins er gott ráð að ýra aðeins yfir hann með sítrónu. Þá verður hann síður brúnn og leiðinlegur. Álpottar Ef álpotturinn er orðinn dökk- ur eða mislitur að innan er gott ráð að setja í hann vatn og láta C- vítamíntöflu út í og láta suðuna koma upp. Potturinn ætti að verða sem nýr. Silfurskeið í kakóinu Ef silfurskeið er soðin í kakó- inu þá brennur það síður við. Blettir á veggfóðri Góð aðferð til að ná feitisblett- um af veggfóðri sem ekki má þvo er að nudda blettina með krítar- mola. Látið krítina vera á yfir nótt og burstið hana síðan af dag- inn eftir. Þriöjudagur 14. janúar 1986 Geta leikföng verið börnunum hættuleg? Danska umhverfisstofnunin gerði nýverið rannsókn á leikföngum sem einkum eru ætluð smábörnum. Rannsóknin beindist að því að fá vitneskju um hve mikið af þungum málmum svo sem blýi, krómi eða baríum væru í þeim leikföngum sem á markaði eru í Danmörku, en þessir málmar geta safnast upp i líkaman- um og hjá börnum getur magnið orð- ið hlutfallslega meira en hjá full- orðnum og getur því verið skaðlegt heilsu þeirra. Sýnin voru keypt í ýmsum tegund- um verslana og voru það bæði ódýr og dýr leikföng og frá mörgum mis- munandi framleiðslulöndum. Eink- um voru rannsökuð plastleikföng, máluð leikföng, þekjulitir og leir. Niðurstöður voru þær að þriðja hvert leikfang sent rannsakað var innihélt of mikið magn af blýi, cadmium, krómi eða baríum miðað við staðla sem settir voru af stofnun- inni, jafnvel 30 sinnum meira. Aður en þessi rannsókn var gerð var það almennt álitið að ódýr leik- föng frá Austurlöndum væru einkum varasöm, en rannsóknin leiddi í Ijós að leikföng frá Evrópu og Ameríku komu ekki síður illa út og voru dæmi jafnvel um að á umbúðum leikfang- anna sem innihéldu of mikið blý stæði að leikföngin innihéldu engin hættuleg efni. Hvernig á að velja leik- föng? Hvað geta foreldrargert? Þegar leikföng eru keypt er gott ráð að skoða þau vel. Á þeim mega ekki vera lausir hlutir sem hægt er að taka af og gleypa og plastleikföng mega ekki vera það léleg að hægt sé að bíta úr þeim stykki, því slík stykki geta auðveldlega staðið í hálsi barn- anna. Þá er gott ráð að skoða vel málninguna á tréleikföngum og at- huga hvort hún detti auðveldlega af eða sitji föst. Heilar flygsur af máln- ingunni eiga ekki að geta losnað þó litlar tennur nagi fast. Þá er ástæða til að fylgjast með börnum þegar þau eru með þekjuliti og leir og helst að koma í veg fyrir að þau setji þetta upp í sig. Ekki er kunnugt um að slík leik- fangarannsókn eins og sú danska hafi verið gerð hér á landi en vissu- lega væri ástæða til þess. (Neytendablaðið, 31. árg. 2. tbl. des. 1985). Neytendablaðið: Markaðskönnun á tölvum, þvottavélum og þurrkurum f nýútkomnu Neytendablaði er markaðskönnun á þvottavélum og þurrkurum sem Verðlagsstofnun gerði í samvinnu við Neytendasam- Virðum bílastæði hreyfi- hamlaðra ■ Sjálfsbjörg, landsamband fatl- aðra hefur látið gera sérstök spjöld sent vekja athygli á merktum bíla- stæðum fatlaðra. Á síðustu árum hefur bílastæðum sérstaklega merktum fötluðum fjölg- að talsvert en hins vegar er mikill misbrestur á að aðrir ökumenh virði þessi bílastæði og getur það komið sér mjög illa fyrir hreyfihamlaða sem nauðsynlega þurfa á bíl að halda til þess að komast leiðar sinnar og enn nauðsynlcgra fyrir þá að geta lagt bílum sínum nálægt þeim stöðum sem veita þjónustu ýmis konar. Spjöldin sem vekja athygli á merktum bílastæðum fatlaðra er hægt að fá á skrifstofu Sjálfsbjargar Hátúni 12 og eru þau afhent ókeypis meðan birgðir endast. Sími Sjálfs- bjargar er 91-29133. Sjálfsbjörg hvetur almenning að hjálpast að til þess að verja þennan sjálfságða rétt fatlaðra að fá að leggja bílum 'sínum í sérstaklega merkt bílastæði. Sýnum tillitsemi! tökin. Kannað er verð og greiðslu- skilmálar á þessum tækjum og ýmis önnur atriði sem máli skipta við val slíkra tækja eins og hvort vélin taki inn á sig heitt eða kalt vatn, þeyti- vinnsluhraða, hve mörg kíló við- komandi vél tekur, stærð og fleira. Þetta eru mjög gagnlegar upplýs-' ingar sérstaklega fyrir þá sem eru að fara að kaupa sér slík tæki og sérlega þægilegt að hafa slíkar upplýsingar á einum stað og getur það sparað mik- ið tímafrekt búðaráp. Þá er í Neytendablaðinu grein og úttekt á heimilistölvum sem sífellt verða vinsælli. Þar er getið um helstu eiginleika tölvanna og þeim gefin einkunn eftir gæðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar upplýsingar frekar geta keypt sér blaðið í næstu bókabúð eða hjá Neytendasamtökunum á Hverfis- HEIMILISTÖLVUR gaioi veno m.s. t7 götu 59 í Reykjavík og kostar blaðið 100 krónur. :¥TENÚAblaðic Þvottavólar Þurrkarar Markaöskönnun bls. 4 virðuni bíiastæöi fatiaðra Slálfsöjörg, landssambarid fátlaðra ■ Spjald það sem Sjálfsbjörg hefur látið gera til að vekja athygli á nierkt- uin bílastæðum fatlaðra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.