Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 2
2Tíminn Leigubflastríðið í Reykjavík virðist vera að blossa upp aftur eftir að borgarstjórn samþykkti að Sendibílar hf. fengju að vera áfram á Steindórs- planinu í eitt ár meðan þeir leita að öðrum stað fyrir starfsemi sína. Þessi mynd var tekin aðfaranótt sunnudags en þá höfðu leigubílstjórar króað sendibíl af og hleypt úr dekkjum hans. Lögreglan kom á staöinn og skakkaði leikinn. Hvorki múrari né frímúrari „Sprengju“ máliö upplýst: Gæsluvarðhald og geðrannsókn -til handa „sprengjumanninum“ Tvítugur piltur hefur viðurkennt að hafa komið fyrir eftirlíkingu af sprengju, fyrir utan Oddfellow-hús- ið í Vonarstræti. í framhaldi af þeirri játningu hefur hann verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald, og hcfur pilturinn samþykkt að gangast undir geðrannsókn. Pilturinn játaði að hafa komið hlutnum fyrir, við yfirheyrslur að- faranótt laugadags. Nokkrum tím- um áður hafði hann aðstoðað lög- reglu við að fá sem gleggsta mynd af „sprengjunni". Pilturinn viðurkenndi einnig að hafa tvívegis hringt til lögreglunnar, og tilkynnt um sprengjur. í Tjarn- argötu 14 og síðar í Vonarstræti 14, sem er ekki til. Lögreglan hefur tekið skýrt fram að yngri pilturinn sem var í slagtogi með sprengjumanninum, er ekki viðriðinn málið. Þeir þekktust ekki fyrir fimmtudagskvöldið. Það var sá yngri sem sá til hettumannsins sem ekkert spurst til. E.S. Leigubílastríð blossar upp á ný Landsbanki íslands Banki allra landsmanna - sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri þegar hann lagði hornstein að nýja Borgarleikhúsinu á laugar- dag. „Borgarmenn og leikhúsmenn, sem brátt munu sameinast undir heitinu Borgarleikhúsmenn, vel- komnir,“ sagói Davíð Oddsson borgarstjóri í upphafi hátíðlegrar at- hafnar á laugardag þegar hann lagði hornstein að nýja Borgarleikhúsinu á 89 ára afmæli Leikfélags Reykjavík- ur. „Ég er ekki múrari og ekki einu sinni frímúrari," sagði Davíð þegar hann bjóst til að leggja hornsteininn og það gekk bærilega hjá honum en múrarameistarinn og verkstjórinn komu honum til hjálpar á elleftu stundu, því eitthvað gekk múrverk- inu illa að loða saman. Margir góðir gestir voru viðstadd- ir, þ.á m. forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Davíð sagði að stefnt væri að því að taka minni sýn- ingarsal leikhússins í gagnið á þessu ári. Tæknisýning Reykjavíkurborg- ar í tilefni 200 ára afmælisins á þessu ári yrði einnig staðsett í leikhúsinu. Leikhúsið yrði hjns vegar tekið í fulla notkun í sæptember 1988 og Reykjavíkurborg mun hafa afnot af húsinu fyrir ráðstefnur og fundi. Rúmmál Borgarleikhússins er 59.000 m3 og gólfflötur 10.400 m2. Form hússins og útlit einkennast af sexhyrndum grunnflötum og miklu þaki sem klætt er áli. í leikhús- byggingunni eru tveir salir með sitt SÉRSTÖK VIÐBÓTARHÖFUNDARLAUN FYRIR ÁRIÐ 1985 LÖGÐUST VIÐ UM ÁRAMÓT. Davíð Oddsson borgarstjóri er einbeittur á svip við múrverkið, þar sem hann er að leggja hornstein að nýja Borgar- leikhúsinu. Tímamynd: Árni Bjama. leiksviðið hvor. Stærri salurinn tekur 540 manns í sæti en sá minni 170-270 manns. Aðstæður og aðbúnaður all- ur verður hinn glæsilegasti. Framkvæmdir við húsið hófust síðla árs 1976 og til byggingarinnar hefur þegar verið varið 242 milljón um. Á þessu ári er áætlað að verja 85 milljónum til verksins. Áætlaður heildarkostnaður eru 535 milljónir á verðlagi ársins 1983. Inní hornsteininn voru lagðar bygginganefndarteikningar af Borg- arleikhúsinu. stofnskrá Borgar- leikhússins og fyrsta fundargerð Leik- félagsins frá 11. janúar 1897. Mrún. riðl985 varóvenjulegagottbókaár,-ogekki síst Kjörbókarár. Kjör- bókareigendur vissu að Kjörbókin var góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Þeir vissu að hún bar háa vexti. Þeir vissu að samanburður við vísitölutryggða reikn- inga var trygging gagnvart verðbólgu. Peir ^issu að innstæðan var algjörlega óbundin. Þeir voru vissir um að þeir fjárfestu varla í betri bók. En þeir vissu samt ekki um vaxtaviðbótina sem lagðist við um áramótin. Svona er Kjörbókin einmitt: Spenn- andi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kjör- bókarklúbbinn. KJÖRBÓKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR Tímamynd Sverrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.