Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSH YGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuömundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Vopnaðir öryggisverðir Það er uggvænleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hafa vopnaða öryggissveit lögreglu við af- greiðslu flugstöðvarinnar í Keflavík. Lítið hefur farið fyrir undirbúningi þessa máls og má með sanni segja að þessi ráðstöfun hafi komið nokkuð á óvænt, enda þótt búast mætti við því að íslendingar yrðu að vera viðbúnir voðaatburðum í tengslum við flug eins og okkar næstu nágrannaþjóðir. Því miður virðist það vera tilhneiging hryðjuverkahópa að færa út kvíarnar og þá til staða þar sem öryggi er lítið en góð fréttaþjónusta, því fyrir þeim vakir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Pað stríðsástand sem varir nú víða um heim er ægilegt og langt í frá að við getum sett okkur í spor þeirra sem við það búa. íslendingar hafa hingað til trúað því að fjarlægð og hlutleysi landsins verndi okkur gegn viðlíka voðaverkum og fréttir berast af utan úr heimi. Núerhins vegar ljóst að stjórnvöld meta ástandið á þann veg að ekki sé unnt að tryggja öryggi farþega og annarra sak- lausra borgara nema með vopnum. Á undanförnum árum og þó einkanlega á síðustu mánuðum hefur fjölgað viðbjóðslegum árásum á af- greiðslur flugfélaga. í langflestum tilvikum eru það sjálfsmorðssveitir öfgasinnaðra hryðjuverkahópa sem láta til skarar skríða og svífast einskis til að vekja athygli á sínum málstað. Hversu ómannúðlegt og ótrúlegt sem okkur kann að finnast það, þá er það staðreynd að fyrir barðinu á þessum morðingjum verða hvað helst saklaus- ir borgarar, börn jafnt sem fullorðnir. Reynsla annarra þjóða sýnir, að menn eru hvergi óhultir gegn þessum glæpalýð. Verður ekki annað séð en að yfirvöld taki þessu máli réttum tökum enda þótt erfitt sé fyrir íslend- inga að sætta sig við að ganga í gegn um hlið vopnaðra lögreglusveita í hvert sinn er þeir ferðast til eða frá land- inu. Óopinber ríkisstyrkur Nokkrar umræður hafa orðið um ríkisstyrk til dag- blaðanna. Þingmenn höfðu á þessu máli misjafnar skoðanir en sameiginlega tókst vinstri flokkunum að fá fram hækkun á þessum lið á fjárlögum 1986. Nokkrir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lýstu sig ósammála þessari afgreiðslu enda telja þeir sig ekki þurfa á aðstoð ríkisins að halda við útgáfu á sínum málgögnum. En fleiri hliðar eru á þessu máli og sé það skoðað í heild sinni kemur annað í Ijós. Verulegur hluti tekna dagblaðanna fæst í gegnum auglýsingar og hefur Morg- unblaðið algera sérstöðu í auglýsingatekjum miðað við önnur dagblöð. Það vekur athygli að nálega á hverjum degi birtast heilsíðuauglýsingar í því frá ríkissjóði eða ríkisfyr- irtækjum sem greitt er fyrir hæsta verð. Það sama verður ekki sagt um önnur dagblöð. Verður því ekki á móti mælt að Morgunblaðið hefur algera sérstöðu hvað varð- ar auglýsingatekjur frá ríkissjóði á þennan máta og kem- ur það því úr hörðustu átt þegar sjálfstæðismenn berjast gegn hækkun á ríkisstyrk til dagblaðanna. Þótt lesendur Morgunblaðsins séu margir má ekki gleyma því að fjöl- margir landsmenn lesa það blað ekki og vakna þá spurn- ingar hvort ríkissjóður sé einungis að auglýsa til lesenda þess þegar hann og fyrirtæki hans einskorða auglýsingar við það blað. Ríkisstyrk getur verið úthlutað á margan máta. Þriðjudagur 14. janúar 1986 Kosningaskjálfti Sveitarstjórnarkosn- ingar eru á næsta leiti Senn líður að svcitarstjórnar- kosningum og er ekki laust við að nokkurs kosningaskjálfta sé að verða vart hjá stjórnmálaflokkun- um. Fréttir berast af því að sumir tlokkanna eigi erfitt með að finna frambióðendur á lista sína og á það einkum við í Reykjavík. Sagt erað þeir fulltrúar sem verið hafi í kjöri hjá Alþýðuflokknunt vilji ekki gefa kost á sér aftur og það santa hefur reyndar heyrst frá framsóknar- mönnum. Engin ástæða er þó til að örvænta og munu línur í þessum málum skýrast á næstu vikum. Al- þýðubandalagið á við önnur vandamál að stríða en þar gefa allt of margir kost á sér til framboðs. Fað er gamla sagan að þeir sem fyr- ir eru þy kja ekki nógu frambærileg- ir og telja aðrir sig betur fallna til að stjórna en þeir sem fyrir eru. Sjálf- stæðismenn hafa þegar lokið próf- kjöri þar sem konur voru settar út í kuldann enda ekki kvennaverk að tjónka við Davíð borgarstjóra. Þeirra málefni eiga ekki upp á pall- borðið hjá drengnum þeim, ogyfir- leitt ekki önnur sjónarmið en hann sjálfur hefur. Þeir sem með honum starfa innan Sjálfstæðisflokksins kvarta undan einstrengingslegum vinnubrögðum og að þeirra áhrif séu lítil. Davíð hefur mikið látið á sér bera og kýs jafnan að láta það koma fram að hann einn ráði. Það er því ekki undarlegt þótt aðrir flokkar vilji skoða vandlega hvaða fólk þeir velja til að geta átt orða- stað við hann. Aðal kosningamál íhaldsins í síðustu borgarstjórnarkosningum var Grafarvogssvæðið. Menn hafa tekið eftir því að þar hefur upp- bygging orðið hröð og hvergi til sparað að gera það svæði hið vist- legasta. Búast má við að kapp verði lagt á að fegra svæðið enn frekar og jafnvel planta blómum er líða tek- ur á vorið svo borgarstjórinn geti farið þangað í fylgd fréttamanna og bent á verk sín og talið þau harla góð. Á sama tíma virðast önnur svæði borgarinnar ekki njóta eins mikillar athygli Davíðs, enda ckki hans verk. Menn verða nú að eiga eitthvað til að geta sýnt vinum sín- um og gestum. En hvað um það. Þótt vald Dav- íðs sé mikið mega vinstri menn ekki gefast upp. Nú er að blása í herlúðra og þeim ber að velja sína bestu menn í framboð, enda þótt vitað sé að þeirra róður verði erfið- ur, bæði í kosningum og einnig inni í borgarstjórninni. Sjálfstæðis- menn hafa ákveðið að fækka fúll-J trúum í borgarstjórn til að tryggja enn frekar völd sín. en minnihlut- inn þar verður að hafa það hugfast að þeir geta haft áhrif og komið góðum málum á framfæri. ■ ■■ og kannski þingkosningar En Davíð borgarstjóri hefur víð- ar áhrif en í borgarstjórn. Hann krefst þess m.a. aðsjálfstæðismenn verði spakir í ríkisstjórninni fram yfir borgarstjórnarkosningar, því hann óttast að upphlaup þeirra geti orðið til þess að spilla fyrir stórum sigri hans. Sjálfstæðismenn á þingi sem annars staðar eru á hinn bóginn ekkert of ánægðir méð sína frammistöðu. Peim finnst iila hafa tekist til með að halda ríkisútgjöld- um niðri, jafnvel eftir að þeirra for- maður tók við embætti. Þar á ofan virðist ekkert vcrða úr þeim skatta- lækkunum sem formaðurinn hafði lofað og þingflokkurinn ætlaði að berjast fyrir. Til að skeyta skapi sínu á einhverju hafa þeir öðru hverju rokið upp af minnsta tilefni þegar framsóknarmenn hafa haft aðrar skoðanir á málum en þeir, og jafnvel hótað stjórnarslitum. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir jólaleyfi þingmanna. Línur stjórnmálanna munu þá skýrast og trúlega mun hvessa töluvert í þingsölum í viss- um málaflokkum. Menntamála- ráðherra situr undir ámæli fyrir sín vinnubrögð og er m.a. sakaður um að hafa brotið lög. Þá munu kjaramálin verða rædd og notuð af stjórnarandstöðunni til að kynda undir óánægju og sundur- þykkju. Kannski mun sú umræða og þau mál verða til þess að kosið verði víðar cn í sveitarstjórnum á komandi vori. Því hefur stundum verið haldið fram af andstæðingum Framsókn- arflokksins að hann þori ekki út í kosningar. Þetta er rangt. Hins vegar hefur flokkurinn sýnt það í gegn um árin að hann er ábyrgur flokkur sem hleypur ekki frá hálfn- uðu verki. Mjög mikið hefur áunn- ist í tíð þessarar ríkisstjórnar og er það ekki síst að þakka ábyrgum vinnubrögðum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum framsóknar- manna. Gífurlegt átak hefur verið gert til að létta undir með hús- byggjendum enda þótt langt sé í land að þeirra vandi sé leystur. Þá hefur landbúnaðarráðherra lagt mikla vinnu í að endurskipuleggja landbúnaðarframleiðsluna og í samráði við bændastéttina er stefnt að þvf markmiði að framleiðslan sé í samræmi við innanlandsneyslu. Þjóðin hefur fylgst með störfum sjávarútvegsráðherra og er það samdóma álit nær allra landsmanna að sjávarútvegsmálum hafi hann stýrt farsællega og betur en aðrir ráðherrar í langan tíma. Fram- sóknarflokkurinn óttast því ekki dóm þjóðarinnar þegar þar að kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.