Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. janúar 1986 lllllllllllillllllli ÚTLÖND llllllllfl Tíminn 5 Bretar setja nýtt fóstureyðingamet Óskilgetin börn hafa aldrei verið fleiri London-Reuter. Samkvæmt upplýsingum breskra stjórnvalda hafa aldrei verið fram- kvæmdar fleiri fóstureyðingar á Bretlandi og að undanförnu og það hafa aldrei fæðst fleiri óskilgetin börn. í árlegu yfirliti bresku hagstofunn- ar, sem birt var fyrir nokkrum dög- um kemur fram að árið 1984 voru framkvæmdar 146.000 löglegar fóst- ureyðingar sem er 10.000 fleiri fóst- ureyðingar en árið þar á undan. Hlutfall óskilgetinna barna jókst á þessu tímabili úr 6% fæðinga upp í 17% og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. í skýrslunni kemur einnig fram að Bretar stunda nú meiri heilsurækt en áður. Þeir borða minna af feitmeti og reykja minna vegna ótta við hjarta- áfall og krabbamein sem eru algeng- ustu dánarorsakirnar á Bretlandi. Bretar borða nú helmingi minna smjör en árið 1961. Af einhverri furðulegri ástæðu hefur tedrykkja þeirra á þessu tímabili dregist saman um 40% en kaffidrykkja þrefaldast. Nú búa líka fleiri Bretar í eigin heimilum en nokkurn tíma áður. Á tímabilinu frá 1951 til 1984 fjölgaði húseigendum, sem búa í eigin íbúð, úr um fjórum milljónum upp í 13,5 milljónir. Kínverskir skriðdrekahermenn á hersýningu í Peking. Kína Nígeríumenn bíða lýðræðis Lagos-Reuter Ibrahim Babangida hershöfðingi og forseti í Nígeríu segir að Nígeríu- menn geti átt von á því að fá aftur lýðræði og borgaralega stjórn 1. ok't- óber1990. Babangida skýrði frá þessu á stofnfundi sautján manna pólitískrar nefndar sem hefur það hlutverk að skipuleggja stjórnmálaframtíð ríkis- ins. Hann hvatti nefndarmenn til að koma með tillögur um það hvers konar stjórnmálakerfi gæti tryggt pólitískan stöðugleika og sársauka- laus valdaumskipti. Babangida tók völdin í hallarbylt- ingu fyrir rúmum fjórum mánuðum. Herinn hefur samtals gert fimm hall- arbyltingar frá því að Nígería hlaut sjálfstæði en á því tímabili hafa tvær borgaralegar ríkisstjórnir setið við fremur lítinn orðstír. Ibrahim Babangida herforingi lofar Nícgeríumönnum lýð ræði. Áttræður í LSD-ljóma Ziirich-Reuter Albert Hofmann, sem uppgötvaði ofskynjunarlyfið LSD árið 1938 og prófaði það á sjálfum sér fimm árum síðar, hélt upp á áttræðisafmæli sitt nú síðastliðinn laugardag. Hofmann, sem er svissneskur, heldur því fram að LSD hafi verið nytsöm uppfinning þótt það hafi ver- ið bannað víðast hvar vegna hættu- legra ofskynjunaráhrifa sem geta m.a. breytt persónuleika manna. Hann sagði í blaðaviðtali í tilefni af afmælinu að LSD væri mjög mikil- vægt fyrir sálfræðirannsóknir og hann bæri á engan hátt ábyrgð á mis- notkun þess. Stoltur morðingi Bogota-Reuter Jose Fodor Rey, foringi lítils skæruliðahóps í Kólombíu, sagði á blaðamannafundi, sem hann hélt um helgina, að hann væri stoltur yfir að hafa drepið 158 menn sem hefðu „kjaftað í herinn". Hann sýndi blaðamönnum sex menn, þar á meðal einn 14 ára gamlan dreng, sem hann sagði að yrðu fljótlega teknir af lífí í samræmi við „byltingarsinnað réttlæti". Rey er forystumaður Ricardo Franco-skæruliðanna, sem er klofningshópur úr skæruliðasam- tökunum FÁRC. í seinasta mánuði fundust lík af rúmlega 110 körlum, konum og börnum, sem höfðu ver- ið stungin eða pyntuð til bana, í fjöldagröfum í fjöllum í Cauca- fylki þar sem þessi samtök hafa bækistöðvar. Það er m.a. drápið á þessu fólki sem Rey sagðist vera stoltur yfir. Erfitt að skera niður hermenn ÚTLÖND Umsjón: Ragnar Baldursson Peking-Reuter. Kínverska fréttastofan, Nýja Kfna, hefur eftir háttsettum em- bættismanna að mun erfiðarar sé að fækka í hernum en Kínverjar höfðu áður gert ráð fyrir. Kínverjar tilkynntu á seinasta ári að þeir myndu fækka í hernum um eina milljón hermenn á tveimur árum jafnframt því senr ný og full- komnari hergögn yrðu tekin í notkun. Markmið fækkunarinnar var sagt sparnaður og aukin bardagahæfni og sveigjanleiki. Erlendir sendifulltrúar í Peking segja fækkun í foringjaliði hersins meðal annars gerða til að draga úr áhrifum gamalla maóista sem eru á móti þeim efnahagsbreytingum sem nú er verið að gera. Varaformaður kínverska herráðs- ins, Yang Shankun, sagði á fundi átta þúsund háttsettra embættis- manna nú um helgina að líklcga dygðu tvö ár ekki til að fækka svona mikið í hernum. Fækkunin myndi að öllum líkindum taka nokkur ár til viðbótar. @ SILFURBÚÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.