Tíminn - 14.01.1986, Side 4

Tíminn - 14.01.1986, Side 4
4Tíminn SPEGILL „Forsíðustúlkan ’86: Hollie Wells varð fyrir valinu og lenti í fyrsta sinn á forsíðu Forsíðumyndin af Holiie, sem var eins og eftir pöntun lesenda vikublaðsins. Ljósmyndarinn setti Hollie í stóran bómullarbol og hún var ekki síður „sexí“ í honum en sundbol, sagði hann ogsmellti af í gríð og erg. Breskt vikublað efndi til skoðanakönnunar hjá lesend- um um bestu „forsíðustúlk- una“. Titillinn skyldi vera „Co- ver Girl of ’86“. Lesendur kornu sér saman um að stúlkan ætti að vera hávaxin og með hin frægu mál „35-24-34- vöxt“, en þá er reiknað í tommum, ( en í sentim. um 84-57-82 sm). Stúlkan átti að vera Ijóshærð meö blá augu og fallegt bros, liðað hár en ekki krullað, fall- egt andlit og langa, fagra fót- leggi! Leitað var til módel-fyrir- tækis og skoðaðar myndir og farið yfir spjaldskrá og stúlkan fannst. Það var nýliði i módel- bransanum, Hollie Wells, 24 ára stúlka frá Bristol, sem var að byrja feril sent fyrirsæta. Ljósmyndarar blaðsins voru hinir ánægðustu með Hollie, og sögðu að það væri alveg sama í hvað hún væri klædd - hún væri alltaf jafnsæt. Hollie hafði áður unnið við móttöku í heilsuræktarklúbb, en mamma hennar sendi mynd af henni og kom lienni á fram- færi í fyrirsætustörfunum. Svo fegurðardísin þakkar mömmu þetta allt. Nú hefur Hollie komist í fyrsta sinn á forsíðu tímarits og býst síðan við frægð og frama. Þriðjudagur 14. janúar 1986 iiniuiw 1 ÚTLÖND 1 111 111111III lllllll lllll llllllll lllllll BEIRUT - Harðir bardagar brutust út á milli andstæðra hersveita kristinna í Austur-Beirút um svipað leyti og Amin Gemayel forsesti Líbanons kom til Damascus til viðræðna við Hafez Al-Assad Sýrlandsforseta um leiðir til að binda enda á innanlandsstríðið í Líbanon. ADEN - öryggissveitir í Suður-Yemen, sem er vinaríki Sovétríkjanna, komu í veg fyrir hallarbyltingu og morðtil- ræði við Ali Nasser Mohammed forseta ríkisins að sögn ríkisútvarpsins í S-Yemen. JÓHANNESARBORG - Hæstiréttur Suður-Afríku hafnaði beiðni svörtu baráttukonunnar, Winnie Mandela, um að fella úr gildi bann stjórnvalda við því að hún búi á hei- mili sínu í Soweto, útborg Jóhannesarborgar. ABUD DHABI - Dagblaðið Al-Winda í Abud Dhabi’ hafði eftir palestínskaskæruliðaleiðtoganum, Abu Nidal, að menn hans hefðu gert árásirnar á flugvöllunum í Róm og Vínarborg þar sem 19 menn létu lífið. COLOMBO - Skæruliðar Tammila réðust á þrjár her- stöðvar á norðanverðu Sri Lanka nokkrum klukkustundum eftir að þeir lýstu yfir að vopnahlé þeirra við stjórnina væri fallið úr gildi. Samkvæmt opinberum heimildum tókst stjórn- arhernum að verjast árásunum. HÖFÐABORG - Chester Crocker sérlegur sendi- maður Bandaríkjastjórnar afhenti P. W. Botha forseta S-Afr- íku bréf frá Reagan Bandaríkjaforseta á fundi sem hann átti með honum um átökin í Suður-Afríku. ABU DHABI - íranskir sjóliðar fóru um borð í banda- rískt flutningaskip í Ómanflóa og rannsökuðu farm þess. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískt skip hefur blandast á þennan hátt inn í Persaflóastríðið og hefur Bandaríkja- stjórn lýst yfir „alvarlegum áhyggjum" vegna þess enda hafi atburðurinn átt sér stað á alþjóðlegri siglingaleið. KAUPMANNAHÖFN - Danska lögreglan herti ör- yggisaðgerðir við stofnanir í eigu gyðinga og Bandaríkj- anna um helgina eftir fréttir um að palestínskir hryðjuverka- menn hefðu í undirbúningi árásir á Norðurlöndunum og í Hollandi. WELLINGTON - Bandarískur embættismaður sagði að flugvél yrði send innan 36 klukkustunda til að sækja þrjá Breta, sem'gengu til Suðurheimskautsins og 21 áhafnar- meðlim af skipi, sem fórst þar sem það var á leið til að sækja þremenningana. FRETTAYFIRLIT NEWS IN BRIEF BEIRÚT - Heavy fighting broke out among rival Christi- an militias in East Beirut as Lebanese president Amin Gem- ayel arrived in Damascus for crucial talks with Syrian Pres- ident Hafez Al-Assad on ending his country’s civil war. ADEN - Security forces in pro-Soviet South Yemen foil- ed a coup attempt and bid to assassinate President Ali Nasser Mohammed, the official radio here said. JOHANNESBURG - The south African Supreme Court rejected an application by black activist Winnie Mandela against a government order forbidding her to live in her nearby Soweto township home. ABUD DHABI - The locally based Al-Winda new- spaper quoted Palestinian guerrilla leader Abu Nidal as saying his group carried out the Rome and Vienna airport attacks in which 19 people died. COLOMBO - Tamil guerrillas attacked three military camps in northern Sri Lanka hours after calling of a truce but were repulsed, the national news agency said. CAPETOWN-u.s . envoy Chester Crocker delivered a confidential letter f rom President Reagan to South African President P.W. Botha at a meeting to discuss the conflict in Southern Africa. ABU DHABI - Iranian naval personnel boarded and searched a U.S. cargo ship in the gulf of Oman, the first such incident involving an American vessel in the Gulf Warj the United States said the incident had occurred in intern- ational waters and was regarded as „a matter of serious concern“. COPENHAGEN - Danish police increased security at Jewish and U.S. institutions this weekend after reports that Palestinian terrorists were planning attacks in Scandin- avia and the Netherlands, police said. WELLINGTON - Three Britons who walked to the So- uth Pole and 21 surviors from a ship which was crushed and sunk by pack ice on its way to pick them up will be flown out of the Antarctic within the next 36 hours, a U.S. official said.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.