Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. janúar 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
Kristinn Snæland
Oss þykir leitt
Á kjördæmisþingum, miðstjórn-
arfundum, flokksþingum og fleiri
samkomum framsóknarmanna síð-
astliðinn áratug eða lengur, hefur
verið rætt um vexti. Háir vextir
hafa verið flokkaðir með hinu illa,
einkanlega vegna þeirrar áráttu að
valda verðbólgu. Ástæða þess er
einfaldlega sú að flest fyrirtæki og
fjárglæframenn geta velt af sér háu
vöxtunum út í verðlagið og þar
með á herðar almennings. Þetta
þótti oss framsóknarmönnum leitt
og því höfum við verið á móti háum
vöxtum og hækkunum .vaxta. Með
stöðugri setu í ríkisstjórnum þenn-
an tíma höfum við að sjálfsögðu
verið í aðstöðu til þess að vinna að
lækkun vaxta. Framámenn okkar
svo "sem til dæmis Steingrímur og
Páll Pétursson hafa jafnvel í fjöl-
miðlum látið hafa eftir sér að þeir
væru á móti háum vöxtum eða ein-
hverri tiltekinni hækkun vaxta.
Þeim hefur jafnvel þótt leitt, þegar
háir vextir hafa verið að sliga hús-
byggjendur, fyrirtæki eða fram-
leiðendur.
Hverjir eiga að greiða Hafskipstapið?
Hverjir eiga að greiða okurvextina
sem kaupmenn leggja á vórurnar,
sem þeir ieysa út með okurlánum?
Hverjtr eiga að greiða húsaieigu
þeirra húsa sem ráðherrar hafa tekið
á leigu en nýtast ekki? Hverjir eiga
að greiða þann hluta námslána sem
aldrei verður greiddur?
Þrátt fyrir allt
Prátt fyrir að almennt sé viður-
kennt að háu vextirnir séu að drepa
niður athafnir einstaklinga og fyrir-
tækja og setja landsmenn endan-
legaáhausinn, hækkavextirennog
stjórnmálamennirnir segja sem
svo. Það verður að hugsa um hags-
muni sparifjáreigenda (fjár-
magnseigenda/ fjárglæframanna)
og svo erum það ekki við, heldur
(helvítið) hann Jóhannes sem ræð-
ur þessu. Það er með öðrum orðum
vegna hagsmuna hins almenna
sparifjáreiganda sem vextir eru
sífellt hækkaðir, í því skyni að inni-
stæða sparifjáreigandans standist-
verðbólguna og bæti auk þess við
sig lítilræði. Flestum hefur þótt
sanngjarnt að gæta hagsmuna
sparifjáreigandans. Sparifé má
ekki brenna upp í eldi verðbólgunn-
ar, er viðkvæðið og fáir þora að
mótmæla. Nú skal á það bent að sú
verðbólga seni háu vextirnir valda,
kemur niður á sparifjáreigendum
eins og öðrum landsmönnum í
hærra vöruverði og dýrari þjón-
ustu. Með spariskírteinum ríkis-
sjóðs, gull eða öndvegisbókum
bankanna eru landsmenn og þó
einkanlega sparifjáreigendur
blekktir til þess að trúa því að
sparifjáreign sé gulls ígildi. Vegna
hárra vaxta eru vörur og þjónusta
dýrari en ella og þrátt fyrir allt og
þrátt fyrir 7% vexti umfram verð-
bólgu,á innistæðuna í gullbókinni,
tapar sparifjáreigandinn á vaxta-
stefnu Steingríms og Páls.
Hverjireiga aðtapa?
Þessari spurningu má snúa á
marga vegu, til dæmis: Hverjireiga
að greiða Hafskipstapið? Hverjir
eiga að greiða okurvextina sem
kaupmenn leggja á vörurnar, sem
þeir leysa út með okurlánum?
Hverjir eiga að greiða húsaleigu
þeirra húsa sem ráðherrar hafa tek-
ið á leigu en nýtast ekki? Hverjir
eiga að greiða þann hluta námslána
sem aldrei verða greidd? Og lengi
mætti spyrja enn. Hitt er Ijóst að
ráðherrar, bankastjórar og banka-
ráðsmenn auk fjölmargra framá-|
manna meðal þjóðarinnar, sem
gegna stöðum sem gefa há laun,.
ekki síst vegna þeirrar ábyrgðar
sem sögð er fylgja starfinu, er í
raun meira og minna ábyrgðrlaus
Iýður, sem þó er áreiðanlega sam-
inála um eitt. Almenningur skal
borga fyrir öll okkar mistök, látum
það bara ekki koma fram á gull-
bókum sparifjáreigenda. Til þess
að sýnast verðum við svo að slátra
stöku sinnum einhverjum sauðnum
úr eigin röðum, það þykir almenn-
ingi bera vott um röggsemi og
dugnað. (Dæmi: brottrekstur Sig-
urjóns Valdimarssonar frá lána-
sjóði ísl. námsmanna).
Það sem núverandi ríkisstjórn
kemur ekki auga á, en er hin eina
rétta og sanngjarna leið, sú að
þeir greiði sem eiga fé. Ef þjóðin á í
fjárhagserfiðleikum, (sem ekki
þarf að efast um), þá hljóta ráða-
menn vorir að leita til þeirra sem
eiga fjármagn, en þar á meðal er
einmitt fólkið sem á gullbækurnar.
Höfuðmeinsemd núverandi
stjórnarstefnu er sú, að með full-
kominni óbilgirni er verið að færa
fjármagn til í þjóðfélaginu, frá hin-
um almenna baslara. sem sjaldan á
fé í bók, til fjárglæframanna og
sparifjáreigenda með öndvegis eða
gull bækur. Mér og fleiri framsókn-
armönnum þykir ekki nóg, að
Steingrími, Páli og hinum full-
trúum okar á alþingi, þyki þetta
leitt. Við krefjumst aðgerða.
Hvaðáað gera?
Meðal annars, skattleggja vaxta-
tekjur til fulls, skerpa skil milli
nauðsynlegar framfærslueyðslu
og óþarfa og skattleggja óþarfann
rækilega. Meta fjárfestingar til
dæmis eftir hversu líklegt er að þær
skapi auknar þjóðartekjur og
skattleggja þær því meir sem búast
má við að þær verði baggi á þjóð-
inni. Hafa þó hugfast, fyrst og síð-
ast að bestir borgunarmenn eru vit-
anlega þeir sem eiga fé, fjármála-
menn og sparifjáreigendur.
Spor í sandi
Á tónleikum sinfóníuhljómsveitar
fslands 9. janúar var frumflutt sinf-
ónía eftir John Speight, Joseph
Ognibene lék einleik í hornkonsert
Richards Strauss, og hljómsveitin
flutti „Furur Rómaborgar“ eftir Ott-
orino Respighi. Tónleikarnir voru
allvel sóttir og listafólkinu var vel
fagnað; öllum bárust blómvendir,
stjórnandanum Páli P. Pálssyni, ein-
leikaranum Joseph Ognibene og
tónskáldinu John Speight.
John Speight fæddist í Englandi
1945 og lærði söng og tónsmíðar við
Guildhall-skólann í London 1964-
72. Það ár fluttist hann til íslands og
er nú íslenskur ríkisborgari og mjög
virkur í tónlistarlífi hér, bæði sem
söngvari, tónskáld og tónlistarkenn-
ari í Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar.
Mér telst svo til, að þetta verk
Johns Speight sé fyrsta sinfónía ís-
lendings sem hér er frumflutt síðan í
febrúar 1982, þegar frumflutt var
Symfónía Hallgríms Helgasonar.
Verkið var samið á einu ári, frá júní
1983 til júlí 1984, með styrk úr tón-
skáldasjóði Ríkisútvarpsins. Sinfóní-
an er mikið verk, tekur milli 30 og 40
mínútur í flutningi, og tónskáldið
líkir henni við þrískipta altaristöflu
þar sem þættirnir þrír svara til hinna
þriggja myndhluta. Þótt ég væri ekki
beinlínis upphafinn af hinni nýju sin-
fóníu þótti mér hún með betri nýjum
hljómsveitarverkum sem ég hefi
heyrt. En síðan ekki söguna meir.
Hugleiðum aðdragandann að
þessum 40 mínútna flutningi í Há-
skólabíói 9. janúar 1986: John
Speight er atvinnutónlistarmaður
með 6 ára nám að baki í Guildhall
School of Music - áður hefur hann
sjálfsagt lært á píanó o.þ.h. Hann
eyðir heilu ári í að semja þetta verk,
sem síðan þarf að skrifa út í 80 rödd-
um eða svo, og hlýtur til þess styrk frá
hinu opinbera. Sinfóníuhljómsveit
Islands, skipuð sprenglærðum
atvinnumönnum í hljóðfæraleik, öll-
um með margra ára tónlistarnám að
baki, æfir verkið mörgum sinnum.
og loks er það frumflutt að viðstödd-
um 600-800 áheyrendum. Páll P.
Pálsson hefur legið yfir handritinu til
að undirbúa æfingar og tónleika.
Flutningur verksins er sem sagt af-
rakstur gríðarmikillar vinnu margra
tuga okkar menntuðust og færustu
tónlistarmanna, og verk sem þetta
kemur fram hér á landi örsjaldan -
sinfóníur e.t.v. á 3ja ára fresti, kons-
ertar og smærri hljómsveitarverk dá-
lítið oftar. En fjölmiðlar veita þess-
um viðburði enga athygli - verkið er
flutt einu sinni í Háskólabíói og einu
sinni í útvarp, síðan ekkert. Áheyr-
endur og hljóðfæraleikarar sitja uppi
með daufa endurminningu, John
Speight með sölnaðan blómvönd og
nýtt ópusnúmer, að vísu reyndara
tónskáld en áður.
Er þetta mat íslendinga og ís-
lenskra fjölmiðla á því hvað er frétt-
næmt og merkilegt og hvað ekki? Ef
poppari með frumstæðustu gítar-
kunnáttu gengur úr einni hljómsveit
listrænna jafningja í aðra erþví sleg-
ið upp í blöðunum; ef tvítugur rit-
höfundur gefur út fyrsta hefti ævi-
minninga sinna eða tannlæknir eða
laxveiðimaður heldur málverkasýn-
ingu - þá vantar ekki heilsíðuviðtöl
og myndskreyttar fréttir. Ég minnist
þess ekki að hafa séð neitt viðtal við
John Speight, forsvarsmenn tón-
skálda né Sinfóníuhljómsveitarinnar
um þennan atburð sem væri að fara í
hönd, þar sem 80 fremstu hljóm-
Svava Bernharðsdóttir lágfiðlu-
leikari og David Knowles píanóleik-
ari héldu tónleika í Norræna húsinu
10. janúar, og mun þetta hafa verið
frumraun Svövu á opinberum tón-
leikum. Svava hóf fiðlunám austur á
Selfossi 8 ára og hélt því áfram til tví-
tugs í ýmsum löndum, íslandi, Eþí-
ópíu og Bandaríkjunum. Þá skipti
hún yfir á lágfiðlu og hefur stundað
þau fræði hér á landi, í Hollandi og í
Bandaríkjunum, þar sem hún er enn
við nám.
Á efnisskrá voru þrjú verk,
Gömbusónata í G-dúr eftir Bach,
Sonata per la Grand Viola eftir Pag-
anini, og Lágfiðlusónata óp. 147 eftir
Shostakovitsj. David Knowles lék
listarmenn landsins mundu frum-
flytja nýtt íslenskt stórverk með
samstilltu átaki. Slíkt fréttamat, og
slíkt listrænt mat, segir ekki fallega
sögu um menningarstig íslendinga.
Joseph Ognibene, fyrsti hornleik-
ari Sinfóníuhljómsveifarinnar, er
einnig íslendingur, af bandarísku
bergi en kvæntur íslenskri konu. Jos-
eph var frábær hornleikari þegar
hann kom hingað fyrir fimm árum
eða svo, og er það enn, enda spilaði
hann konsertinn ævintýralega vel.
Hornið er meðal allra erfiðustu
hljóðfæra að ná fullkomnum tökum
á, en jafnfram eitt hinna göfugustu,
og það er mikill sómi fyrir oss að hafa
meðal vor slíkan listamann sem Jos-
eph Ognibene er.
Og Páll P. Pálsson er hinn þriðji
íslendingur af erlendri rót sem tekið
hefur þátt í að lyfta æðra tónlistarlífi
þjóðarinnar. Upphaflega kom hann
hingað frá Austurríki sem tromp-
etleikari, en síðan 1971 hefur hann
verið fastráðinn stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og verið sívaxandi
í því starfi. Hin síðustu ár hefur
hann, í stuttu máli sagt, verið mjög
góður. Eins og á þessum tónleikum,
sem kunnugt er, misstu Islendingar að
mestu af þróun æðri tónlistar Evrópu
með á sembal í fyrsta verkinu en á pí-
anó í hinum. Tvö síðari verkin eiga
það sameiginlegt, að höfundarnir
voru komnir að fótum fram þegar
þeir sömdu þau; efnisskráin segir
það á fárra vitorði að Paganini hafi
látið sér detta í hug að „skipta yfir á
lágfiðlu" eftir að aldur tók að færast
yfir hann, og skrifað þá þessa sónötu
handa vini sínum, en látist síðan
áður en til kasta kom að gerast sjálf-
ur lágfiðlusnillingur. Og lágfiðlusón-
ata Shostakóvitsj er hans síðasta
verk, þar semferfram uppgjörsjúks
og biturs manns við tilveruna.
Gömbusónatan var hins vegar samin á
hamingjusamasta tímabili Bachs,
þegar hann var í Köthen, og engin
A lágum nótum
frá 16. til 20. aldar; nú sækja fáeinar
þúsundir þeirra tónleika meira eða
minna að jafnaði, og mest er þessi
bylting að þakka erlendum mönnum
sem hingað kom: Urbancic, Abra-
ham, ýmsum af hljóðfæraleikurum
Sinfóníuhljómsveitarinnar og fleir-
um. En ennþá er grunnt á klöppina.
Þegar Darwin lagði upp í heimsreisu
sína með mælingaskipinu Beagle
árið 1832 voru með í för þrír Eld-
lendingar, sem FitzRoy skipstjóri
hafði haft með sér ári fyrr til Bret-
lands til að siðmenntast og læra
kristindóm. Sá var fyrir þeim sem
nefndist York Minister og klæddist á
enska vísu og með bowler-hatt.
Fyrstu nóttina sem þeir Darwin lágu
í tjöldum á strönd Eldlands laumuð-
ust frumbyggjarnir, naktir, í tjöldin
og rændu ferðamennina. Þar var
með í för York Minister, ogbúinn að
kasta klæðum og kristindómi.
Svona djúpt risti siðmenningin.
En hér á landi er verið að tala um
að reisa tónlistarhöll.
Sigurður Steinþórssun
Svava Bernharðsdóttir.
sérstök sorg í huga nema síður væri.
Svava Bernharðsdóttir spilaði af
miklu öryggi. Hún hefur mjögfalleg-
an tón og prýðilega og áreynslulausa
tækni. Samt voru tónleikarnir frem-
ur í daufara lagi, og olli því að hluta
til verkefnaval, en kannski að hluta
til algengt einkenni lágfiðluleikara
að vilja halda sig frekar í skuggan-
um. Því hefur að vísu verið haldið
fram, í þessum pistlum eða einhvers
staðar annars staðar, að í brjósti sér-
hvers lágfiðlara leynist Paganini (og
það Paganini á sínu besta skeiði), en
hann braust ekki út í þetta sinn.
Svava spilaði sem sagt mjög fallega,
en líkt og einleikarar vilja gjarnan
hafa smá frjálsan einleikskafla í
hverjum konsért til að geta sýnt
hvað þeir séu fingafimir og sterkir í
tækninni, þá ættu ungir tónlistar-
menn sem eru að geifla á saltinu í
fyrsta sinn að hafa a.m.k. eitt
skrautstykki á efnisskránni til að
glansa með. Sem Svava gerði ekki.
Þetta voru annars mjög vandaðir
tónleikar og samspil þeirra Davids
og Svövu með miklum ágætum.
Enda fögnuðu áheyrendur, sem
fylltu Norræna húsið, vel, og fengu
aukalag í endann, þrjár þjóðlagaút-
setningar eftir Þorkel Sigurbjörns-
son.
Sig.St.