Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 11
lOTíminn ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Jólafrí í mönnum - Valsmenn sigruðu ÍR-inga í Seljaskóla - Kristján með ■ Tómas Holton átti góðan leik með Val. Valsmenn sigruðu ÍR-inga í úr- valsdeildarleik í körfu um helgina með 91 stigi gegn 85. Það segir ekki alla söguna. Þegar tæp mínúta var eftir var staðan 86-85 Val í vil en síð- ustu sex stigin í leiknum skoraði leikreyndasti maður vallarins Krist- ján Ágústsson og sannaðist þar hið fornkveðna að betri er leikreyndur Handbolti kvenna, 1. deild: Erfitt hjá Fram - en sigurinn á KR þó ekki í hættu - Stjarnan vann FH Það er nú reyndar nokkuð skrýtið að lið KR í 1. deildinni í kvenna- handboltanum skuli aðeins vera með eitt stig nú þegar fslandsmótið hjá konunum er tæplega hálfnað. Liðið sýndi nefnilega ágætan leik gegn Fram í Laugardalshöllinni um helg- ina. Töpuðu þær ekki? Jú, að vísu töp- uðu þær 24-29 en Framliðið er nú einu sinni mjög gott, enda með fullt hús stiga, og hafa að auki bestu handknattleikskonu landsins Guð- ríði Guðjónsdóttur innan sinna vé- banda. KR náði forystunni í byrjun leiks. Þær Aldís Arthúrsdóttir og Bryndís Flróarsdóttir opnuðu leikinn fyrir KR áður en Guðríður svaraði fyrir Fram. Sóknarleikur beggja var lipur en hraðaupphlaupin byggðust frekar á einstaklingsframtaki en samæfðum upphlaupum. Fram komst fljótlega yfir og lét forystuna ekki af hendi eft- ir það. Ingunn Bernódusdóttir og Arna Steinsen voru, auk Guðríðar, atkvæðamiklar í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-14 í hálfleik. Á tímabili í síðari hálfleik virtust Framstúlkurnar vera að gefa eftir. Vörnin var sterk hjá KR og mörk frá Jóhönnu Ásmundsdóttur og Sigur- björgu Sigþórsdóttur eftir tíu mín- útna leik minnkuðu muninn niður í þrjú mörk 15-18. Næstu sex mörkin skoruðu hins vegar Framstelpurnar- eftir það var ekki spurt að úrslitum. Þetta var góður leikur og skemmtilegur á að horfa, sérstaklega sóknarlega. Guðríður Guðjónsdótt- ir skoraði 9 mörk fyrir Fram og Arna Steinsen var með 6 mörk. Fallegustu flétturnar komu svo á Sigrúnu Blom- sterberg á línunni hjá Fram. Hún vann vel úr þeim, skoraði 5 mörk. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var að venju atkvæðamest í markaskorun- inni hjá KR, var með 8 mörk enda mikil stórskytta. Aldt's Arthúrsdóttir skoraði 5 mörk, Elsa Örvarsdóttir 4 og Jóhanna Ásmundsdóttir var með 3 mörk. Þá léku FH og Stjarnan einnig í kvennahandboltanum um helgina og sigraði Stjarnan með 21 marki gegn 15. Erla Rafnsdóttir var í ftnu formi og skoraði 8 mörk fyrir Stjörnustúlk- ur, sem fylgja Fram fast ,á eftir í toppslagnum - eru með sjö stig en Fram hefur átta og leik minna. hb Sigrún Blomsterberg svífur inn af línunni og skorar fyrir Fram gegn KR. Tímamynd Árni. Opið bréf til „Afreksmannasjóðs" Nýlega veitti „Afreksmanriasjóð- ur“ I.S.Í. styrki til íþróttamanna og sérsambanda innan Í.S.Í. í blaða- fréttum var greint frá því að þessir styrkir væru veittir vegna góðs ár- angurs viðkomandi íþróttamanna og til undirbúnings þátttöku þeirra í Ólympíuleikunum 1988. Það er alltaf vandaverk að veita slíka styrki og umdeilanlegt hverjir hafi unnið til þeirra. Ef þetta væri í fyrsta eða annað sinn sem styrkir eru veittir úr þessum sjóði myndi ég láta málið kyrrt liggja, en þar sem svo er ekki get ég ekki þagað lengur. Allir þeir íþróttamenn sem styrk hlutu eru allrar virðingar verðir Qg hinir ágætustu íþróttamenn, en því miður eru ekki nema tveir þeirra sem eru íþróttamenn á heimsmælikvarða og kannski tveir til viðbótar á Evrópumælikvarða, hinir kæmust ekki einu sinni í Norðurlandaúrval. Hins vegar eru þrír fatlaðir íþróttamenn sem allir hafa unnið til afreka á heimsmælikvarða á þessu ári þ.e.a.s. Baldur Guðnason sem vann bæði silfur og bronsverðlaun á Heimsleikum mænuskaddaðra s.l. sumar, Haukur Gunnarsson sem vann bæði silfur og bronsverðlaun á Evrópumóti s.l. sumar og síðast og ekki síst Jónas Óskarsson sem setti heimsmet í lOOm baksundi s.l. vor. Auk þess unnu bæði Jónas og Hauk- ur til verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra 1984. Ég hlýt því að spyrja stjórn „Af- reksmannasjóðs" I.S.Í. lítur hún á íþróttir fatlaðra sem einhverskonar þriðja flokks íþróttir? Telur hún íþróttasamband fatlaðra sem ein- hverskonar „auka“ aðila að Í.S.Í. Ef svo er ekki, eftir hverju í ver- öldinni er þá farið þegar ákveðið er hvernig veitt er úr, Í.S.Í. Með íþróttakveðju. ArnórPéturs- son, fyrrv. formaður fþróttafélags [atlaðra í Reykjavík og nágrenni. maður á lokamínútum en óleik- reyndur. Það var dulítið jólafrí á mönnum ennþá. Hraðinn að vísu mikill en hittnin siök til að byrja með og mikið um mistök á báða bóga, sérlega í sóknarleiknum. Valur varávallt með forystuna og þegar tíu mínútur voru liðnar var staðan 23-22 Hlíðarenda- liðinu í vil. Tómas Holton bar uppi sóknir þeirra Valsmarina og lék á als oddi og þá var hittni Jóhannesar Magnússonar góð í fyrri hálfleikn- um. Hjá ÍR-ingum var Björn Leósson nú í byrjunarliði og stóð sig mjög vel, hittni hans var góð og mistökin fá. Ragnar Torfason var einnig drjúgur en aðrir náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum. Staðan er menn gengu misjafnflega súrir til leikhlés var 43- 38 fyrir Valsmenn. í síðari hálfleiknum hélst þessi munur og Valsmenn virtust ætla að gefa mótherjum sínum lítil færi til að jafna leikinn. Þegar níu mínútur voru liðnar var 60-55 og munurinn var reyndar tíu stig þegar rúm mín- úta var eftir, 84-74. Þá taka ÍR-ingar kipp, skora tvær þriggja stiga körfur og minnka muninn niður í eitt stig. En eins og áður sagði var það leik- reynsla Kristjáns Agústssonar sem tryggði Valsmönnum sigurinn í þokkalegum úrvalsdeildarieik. Tómas Holton skoraði 25 stig fyrir Val og var hann bestur í þeirra liði, reyndar frábærlega leikinn og út- sjónarsamur bakvörður. Sturla Ör- lygsson stóð sig einnig vel, var sterk- ur í fráköstunum að vanda og skor- aði 17 stig. Jóhannes Magnússon 12 stig, Kristján Ágústsson 11 stig og Torfi Magnússon með 9 stig komu næstir í stigaskoruninni hjá Vals- mönnum. Ragnar Torfason skoraði 22 stig fyrir ÍR og Björn Leósson var með 18 stig. Þeir áttu báðir ágætan leik. Bakverðirnir þeir Karl Guðlaugsson og Hjörtur Oddsson hafa hins vegar oft leikið betur en skoruðu þó 13 stig báðir tveir. -hb Úrvalsdeildin í körfu: Haukar lögðu KR - í Hagaskóla - Guðni var með Haukar lögðu KR-inga að velli í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn með 88 stigum gegn 79 i' Hagaskóla. Staðan í hálfleik var50- 41 fyrir Hauka. Þaðvar aðeinsíbyrj- un leiksins sem jafnræði var með lið- unum. Síðan náðu Haukarnir að komast framúr, einkum með góðri Handknattleikur: Egill gerði 14mörk Egill Jóhannesson var markahæstur leikmanna á ís- landsmótinu. Hann skoraði 100 mörk fyrir lið sitt Fram og fjórtán af þeim gerði hann’ í lokaleik Framara gegn Þrótti í Laugardalshöllinni um helg- ina. Egill skoraði úr hraða- upphlaupum, uppstökkum og vítum og voru samherjar hans í Framliðinu vel með á nótun- um og aðstoðuðu kappann eftir mætti við mörkin fjórtán. Guðmundur Á. Jónsson markvörður Þróttar skoraði líka. Hann sendi yfir endi- langan völlinn og gerði nítj- ánda mark Þróttar að veru- leika. Þróttarar skoruðu reyndar 19 mörk í leiknum og hafa oft staðið sig verr. Framarar skoruðu hins vegar 32 mörk en hafa oft leikið betur. Úr- slitin komu sem sagt ekki á óvart. Þróttarar fengu ekki stig í deildarkeppninni og verður það að teljast nokkuð sanngjarnt - þeir voru daprir. Framliðið dalaði nokkuð þegar leið á íslandsmótið hverju sem um er að kenna. Að vísu gæti einn þátturinn verið sá að þjálfunin virtist taka toll af Jens Einarssyni markverði, sem varði frábær- lega í byrjun móts en datt síð- an úr formi. Egill Jóhannesson var, eins og áður sagði, lang atkvæða- mestur Framara, skoraði 14 mörk en næstur honum kom Ingólfur með 5 mörk. Guð- mundur Óskarsson skoraði 5 mörk fyrir Þrótt og þeir Brynjar Einarsson og Helgi Helgason voru með 4 mörk hvor. hb hittni Pálmars og Olafs. Eftir það var varla spurning um úrslit. KR-ingar náðu að vísu að minnka muninn í tvö stig um miðjan seinni hálfleik 64-62 en sigur Hauka virtist þó ekki vera í mikilli hættu. Guðni Guðnason lék nú með KR á ný eftir meiðsl og hann átti góða spretti. Greinilegt að hann styrkir liðið og þá enn frekar þegar hann verður kominn í spilaæfingu. Haukarnir sigu síðan framúr í lokin og sigurinn varð þeirra. KR-ingar fjarlægjast nú meir og meir fjögur efstu liðin og virðast ekki ætla sér að ná í úrslitakeppnina. Haukar eru á grænni grein í úrslitin og undirbúa sig nú fyrir þann slag. Pálmar var stigahæstur þeirra með 25 stig en Páll varði 22 fyrir KR. ■ Svanhildur tekur við verðlaun- um sínum úr hendi Unnar Stefáns- dóttur. íþróttaráð Kópavogs: Svanhildur var afreksmaður 1985 íþróttaráð Kópavogs heiðraði fyr- ir stuttu íslandsmeistara og methafa úr Kópavogi á síðasta ári. Alls voru þetta 77 afreksmenn á öllum aldri. Þá var kuángjert kjör bestu íþrótta- manna jKópavogs í þremur aldurs- flokkum. Gunnleifur Gunnleifsson hlaut útnefningu í 12 ára og yngri flokknum. Hanna Lóa Friðjónsdótt- ir í 13-16 ára og Svanhildur Krist- jónsdóttir í 17 ára og eldri. Svanhild- ur var síðan kosin afreksmaður ársins. Þriöjudagur 14. janúar 1986 Þriöjudagur 14. janúar 1986 ■ Boniek spilaði stórvel með Roma. Hann hefur sagst ætla að hætta með pólska landsliðinu eftir HM í Mexíkó. Heimsbikarkeppnin á skíðum: „Sem blindur héri“ - sagði Katrín Gutensohn eftir brunið - Hún vann og varð þriðja Töluvert var keppt í heimsbikarkeppninni á skíðum svo og í keppninni í norrænum greinum um helgina. Á föstudaginn rúllaði Katrin Gutensohn frá Austurríki niður brunbrautina í Bad Gastein í* heimalandi sínu á besta tíma. Gutensohn, sem er aðeins 19 ára, sigraði þarna sína aðra brun- keppni á ferlinum. Hún var aðeins á undan kanadísku stúlkunum Liisa Savijarvi og Laurie Graham sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Svissneska stúlkan Maria Walliser varð fjórða, Gutensohn var kát eftir sigurinn og sagðist hafa náð að skíða vel í erfiðri braut. „Mér tókst að finna hinn gullna meðalveg“ sagði hún eftir keppnina. Maria Walliser, sem varð fjórða í Bad Gaste- in gerði betur á laugardaginn í sömu braut. Hún sigraði létt og varð efst að stigum í heimsbikar- keppninni. Katrin Gutensohn varð að láta sér nægja þriðja sætið á eftir Sieglinde Winkler löndu sinni frá Austurríki. Vera má að þoka hafi komið í veg fyrir sigur Gutensohn en hún var með rásmark 13 og þá var þoka að leggjast yfir. „Ég var sem blindur héri og sá ekkert" sagði Gutensohn eftir keppnina. Á sunnudaginn var síðan keppt í svigi og þá tókst Eriu Hess að verða annarri og hrifsa þar með til sín forystuna í heimsbikarkeppni kvenna. Austurríska stúlkan Anni Kronbichler vann keppnina í sviginu en Hess og landa henn- ar frá Sviss Vreni Schneider urðu í öðru og þriðjasæti. Á sama tíma og stelpurnar voru á fullu niður brekkur í Austurríki þá kepptu karlarnir í svigi í Berchtesgaden í V-Þýskalandi. Þar urðu óvænt úrslit. Ungur Svfi, Johann Wallner sigr- aði en næstir honum komu Bojan Krizaj frá Júgóslavíu og annar óþekktur skíðamaður, Daniel Mougel frá Frakklandi. Fjórði varð síð- an Felix McGrath frá Bandaríkjunum. Brautin var mjög mjúk og snjóaði í hana. Þetta gerði ýmsum erfitt fyrir. Finninn Matti Nykanen, sem vísað var úr finnska liðinu fyrir stuttu en síðan tekinn í sátt, vann sigur í stökki af 90 m palli íTékkóslóvakíu um helgina. Hann stökk lengst 122 m sem jafn- framt var lengsta stökkið í keppninni. Ernst Vettori frá Austurríki varð annar og Tékkinn Jiri Parma varð þriðji. Það var aftur keppt í stökki í Tékkó á sunnu- daginn og þá var bara hægt að stökkva einu sinni. Það nægði Pólverjanum Pjotr Fijas til sigurs. Hann stökk 114 m af 90 m pallinum en næstur honum kom Vettori með stökk uppá 110 menþriðjivarðsíðanTékkinn Dluhos. Ny- kanen frá Finnlandi varð að sætta sig við 11 sætið. Loks var keppt í göngu kvenna við Les Saisies í Frakklandi. Þar komu A-þýskar stúlkur nokk- uð á óvart og unnu þrefaldan sigur. Nestler sigr- aði, Jacob varð önnur og Optiz varð þriðja. Nestler er aðeins 19 ára og hún ásamt stöllum sínum „skautuðu" til sigurs á undan keppinaut- um frá Skandinavíu. Britt Pettersen frá Noregi varð fjórða og landa hennar Jahren varð fimmta. Tíminn 11 Evrópuknattspyrnan: Boniek sá um Udinese - skoraði mark og lagði upp annað - Roma komið í annáð sætið - PSG tapar ekki leik - Real vann stóran sigur en Anderlecht vann stærri sigur - Benfica slapp með skrekkinn ■ Roma skaust upp í annað sætið í ítölsku knattspyrnunni uni helgina með góðum sigri á Udinese 2-0. Það var Pólverjinn Boniek sem skoraði annað mark Roma og lagði hitt upp fyrir Pruzzo. Napólí féll niður í þriðja sætið eftir óvænt tap fyrir Pisa. Þrátt fyrir að Maradona og félagar hjá Napólí væru í stöðugri sókn og ættu fjölda færa þá réðust úrslitin á marki frá Dananum Bergreen. Juventus er enn efst þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn einu af botnliðunum, Como. Enn ein óvænt úrslit á Ítalíu um helgina var tap Inter Mílanó á heimavelli fyrir Atlanta 1-3. Þrátt fyrir að Rummen- igge hafi skorað og skotist uppí markakóngssætið á Italíu um stund þá dugði það ekki. Hitt Mílanóliðið sigraði Lecce 2-0 á útivelli með mörkum frá Hateley og Virdis. Lecce klúðraði tveimur vítaspyrnum í leiknum. Loks má geta að Galderisi skoraði bæði mörk Verona í sigrin- um á Avellino. Úrslit: Bari-Sampdoria .................... 0-0 Fiorentina-Torino ................. 0-0 Internazionale-Atlanta............. 1-3 Juventus-Como ..................... 0-0 Lecce-Milan ....................... 0-2 Napoli-Pisa........................ 0-1 Udinefee-Roma ..................... 0-2 Verona-Avellino.................... 2-0 Staða efstu lida: Juventus........... 17 12 4 1 26 6 28 Roma............... 17 10 2 5 24 14 22 Napoli ............ 17 7 7 3 20 12 21 Birgitta best Birgitta Guðjónsdóttir frjáls- íþróttakona var valin íþróttamaður Selfoss 1985, á Verðlaunahátíð UMF Selfoss sem haldin var fyrir skömmu. Birgitta er vel að þessum titli komirf, en hún vann t.d. íslands- meistaratitilinn í sjöþraut kvenna s.l. sumar og setti þá um leið glæsi- legt íslandsmet. Auk þessa er Birg- itta handhafi fjölmargra Selfoss og HSK-meta í frjálsum íþróttum. í öðru sæti í kjörinu varð Páll Guð- mundsson landsliðsmaður í knatt- spyrnu, en sundgarpurinn Tryggvi Helgason hafnaði í þriðja sæti. Birgitta Guðjónsdóttir íþróttamaður UMF Selfoss 1985. NBA-karfan Það gerðist helst í NBA- körfunni um helgina að Sup- ersonics sigruðu L.A. Lakers 105-99. Boston sigraði Hawks 115-108 og 76ers sigruðu í tveimur leikjum um helgina. Liðið vann Kings 113-102 og Pistons 102-101 í spennandi leik. Boston er efst í sínum riðli með 27 sigra en 8 töp. 76ers eru þeim næstir með 24 sigra en 13 töp. Milwaukee heldur forystu í sínum riðTi með skor- ið 26-13 en Hawks koma þeim næstir með 19-16. Houston leiðir sinn riðil 25-12 en Nuggets fylgja á eftir 22-14. Lakers' eru langefstir í sínum riðli 29-6 en þeim næstir eru Trailblazers með 23 sigra og 18 töp. Milan 17 7 6 4 15 11 20 Fiorentina 17 5 9 3 19 13 19 Torino 17 6 7 4 17 13 19 Internazionale 17 6 6 5 23 22 18 Verona 17 7 4 6 19 22 18 Frakkland: Paris St. Germain heldur áfram uppteknum hætti í frönsku knatt- spyrnunni. Liðið tapar ekki leik. Nú eru liðnar 25 umferðir af deildinni og enn bólar ekkert á því að liðið fari að tapa leik. Þessi leikjahrota án taps er nýtt met í Frakklandi og þó víða væri leitað. Það var Fernandez sem jafn- aði leikinn gegn Brest fyrir PSG: Þar með eru sex stig sem skilja PSG frá Nantes og Bordeaux. PSG hefur 42 en hin 36. Úrslitin: Auxerre-Rennes..................... 1-0 Nice-Nancy......................... 3-1 Brest-Paris S-G.................... 1-1 Bastia-Metz........................ 0-0 Toulouse-Monaco.................... 2-1 Lille-Toulon ...................... 1-0 Bordeaux-Strasbourg................ 1-0 Laval-Nantes ...................... 0-0 Le Havre-Lens ..................... 3-0 Marseilles-Sochaux................. 1-2 Spánn: Risarnir í spænsku knattspyrn- unni, Real Madrid og Barcelona létu ekki slá sig útaf laginum um helgina. Real var marki undir gegn Espanol en náði að sigra 4-1 áður en yfir lauk. Maceda skoraði tvívegis fyrir Real en þeir Sanchez og Valdano bættu einnig við mörkum. Hjá Barcelona var það Atletico Madrid sem náði forystu áður en Alesanco jafnaði. Það var síðan Vigo sem skoraði sigurntarkið eftir sendingu frá Schuster. Herculcs, lið- ið sem Pétur Pétursson leikur með, náði jafntefli 1-1 gegn Osasuna á heimavelli. Real er efst með 33 stig en Barce- lona er með 29. Þá koma At. Madrid, Bilbao og Sporting öll með 25 stig. Portúgal: Benfica og Sporting eru jöfn og efst í portúgölsku knattspsyrnunni. Liðin náðu bæði að sigra um helgina. Benfica vann Maritimo 2-1 eftir að hafa verið undir í hlé 0-1. Aguas skoraði bæði mörk Benficaogbjarg- aði stigunum. Hjá Sporting var það Fernandes sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Porto vann einnig og er í þriðja til fjórða sæti í deildinni ásamt Guimares sem vann Covila 5- 0. Tvö mörk í þeim leik voru gerð af Brassanum Cascavel sem er marka- hæstur í Portúgal með 17 mörk. Annar markaskorari, Gomcs skor- aði bæði mörk Porto í sigrinum á Salgueiros. Belgía: Anderlecht lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arie Haan og lét sig ekki muna um að sigra Molenbek 7- 0. Vandenberg skoraði þrennu, Vercauteren gerði tvö og Loanzo og Scifo gerðu sitt hvort. Anderlecht er enn í öðru sæti í Belgíu. Club Brugge er efst með fimm stigum og einum lcik meira en Anderlecht. Brugge vann Liege 3-1. AMERÍSKUR FÓTB0LTI Bears og Patriots mætast í Super Bowl í New Orleans Unt helgina réðist hvaða lið mæt- ast í úrslitaleiknum í ameríska fót- boltanum. Úrslitaleikirnir í „Con- ferencunum" fóru fram um helgina og spiluðu Chicago Bears og L.A. Rams annarsvegar og Miami Dolph- ins og Ncw England Patriots hins- vegar. Það skemmtilega gerðist að Patriots unnu Miami 31-14 og er það í fyrstasinn í 18ársem þeir vinna Mi- ami á heimavelli þeirra, Orange Bowl. Þá unnu Chicago Bears leik sinn gegn Rams nokkuð auðveldlega 24-0 og er þetta annar leikurinn í röð í úrslitakeppninni sem Bears vinna á núlli. Það verða því Chicago Bears og New England Patriots sem mæt- ast í Super Bowl í New Orleasns þann 26. janúar. Stjórnandi Patriots, Tony Eason átti þrjár sendingar sem gáfu mörk (touchdowns) og Patriots hirtu upp sendingar sem Dolphins misstu í fjög- ur skipti og skoruðu stig í öll skiptin. Meira að segja Dan Marino missti boltann. Hjá Bears var það frábær varnar- leikur sem hélt aðal hlaupagikknum hjá Rams, Eric Dickerson, alveg niðri. Stjórnandi Bears, Jim McMahon, skoraði fyrstu sex stigin fyrir lið sitt og fyrrum heimsmeistari í spretthlaupum Willie Gault átti líka sex stiga skor (touchdown). ■ Jim McMahon leiddi Bcars til sigurs. EUROCARD EURQCARD VÁKORT VÁKORT Eftirtalin kreditkort eru á vákorta- lista Kreditkorta sf., og eru veitt 2.500 kr. verölaun fyrir hvert þessara korta sem tekiö er úr umferö. Þeir sem fá eitthvert þessara korta í hendur eru vinsamlegast beönir aö hafa tafarlaust samband viö Kredit- kort sf., í síma 91-685499. 5414 8300 1374-3108 Lovísa 5414 8300 1370-9109 Þórarinn 5414 8300 1363-2103 Þórdís 5414 8300 1326-0103 Sigurður 5414 8300 1305-8101 Anna 5414 8300 1302-4103 Ásdís 5414 8300 0187-5102 G. Davíösson EURDCARD EUROCARD EUROCARO EUROCARD EUROCARD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.