Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. janúar 1986 Tíminn 15 ITÆKNI OG FRAMFARIR Grandalaus fluga hefur álpast innan seilingarfjarlægðar frá mantis og hlýtur þau örlög að verða næsti málsverðurinn. Innri óvinur Fyrir þær skordýrategundir sem lifa á rótum jarðarberja hafa illar fréttir borist. Hingað til hefur verið erfitt að eiga við skordýrin þar sem að öll eitrun bitnar á uppskerunni. En ný ormauppskera hjá Simon Frase University í Bresku Colombiu stefnir nú þessum átvöglum í hættu. Þar er unnið að lausn þess vandamáls sem skordýr eru, varðandi jarðrækt og annan gróður. Tilgangurinn er sá að finna einhver náttúrleg efni eða dýr sem verði skaðvöldunum að aldurtila. Ein af þeim lciðum sem fundin hefur verið er notkun ornta.. nemotodes, en það eru örsmáir ornt- ar sem ekki sjást nema í smásjá. Komist þessir ormar inn í blóðrás skordýranna verða þau þeim að aldurtila vegna þess að þeir gefa frá sér bakteríu sem veldur blóðeitrun. Tólf til 36 klukkutímum seinna er skordýrið dautt. Ncmatodes geta einnig laumað sér inn gegnunt húð skordýrsins eða op þess. Ormarnir eru hættulausir ntönnum og finnast af eðlilegum ástæðum í jörðinni. Þeir gæða sér á bakteríunum og blóðkornum skor- dýrsins, fjölga sér og finna sér svo nýja förunauta.. með afdrifaríkum afleiðingum fyrir förunautana. Hugmyndin er sú að rækta ormana í miklu magni og úða þeim yfir gróðurinn á þeim tíma sem skordýr- in eru veikust fyrir, nývöknuð til lífs- ins og ekki farin að fjölga sér af krafti. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að ormategundin HETEROHABDIT- 1S HELIOTHIDIS er hentug vörn gegn skordýrategund sem kölluð er black vine weevil og gæðir sér aðal- lega á rótum berjajurta og nokkurra trjátegunda. Þar sem að ormarnir eru nokkuð sértækir á skordýr hefur lausnin verið sú að nota litningar- greiningu á nematodes til að finna þær tegundir sem við eiga hverju sinni. Vísindamenn einangra hreint DNA frá nematodes og skera það niður I ákveðnum ferlum rrieð hvöt- um sem eru sértækir gagnvart röðun kjarnasýra I litningnum. Brotin eru síðan sett á agarhlaup og rafgreind, en við það færast bútarnir til eftir stærð og hleðslu. Sýnin eru síðan ljósmynduð við útfjólublátt ljós og kemur þá í Ijós ferili sem er einkenn- andi fyrir hverja ormategund fyrir sig. Orminum sem fyrir valinu er er síðan komið fyrir í rækt og þegar að réttum tíma kemur þá eru örlög skordýranna ráðin en ormunum er dreift yfir gróðurinn. Gárungar við háskólann hafa ák- veðið að stofna skordýravinafélag til verndar skordýrategundum „í út- rýmingarhættu" og hafa lagt fram mótmæli gegn hinum undirförulu og siðlausu aðferðum sem þeir segja saklaus skordýrin verða fyrir. Óneitanlega eru blómin falleg, en saklaus eru þau ekki því ef vel er að gáð þá má sjá mantis af tegundinni Hymenopus Coronatus í felubúningi sínum. Kannski er þetta verðugt verkefni fyrir... Greenpeace??? En taki einhver slíkan kæring al- varlega þá skal hinum sama bent á nokkrar skordýrategundir og það sem kallast eðlilegar aðfarir I ríki náttúrunnar. MANTIS RELIGOSA skordýr sem virðist vera I stöðugri bæn en þegar litið er á að felugerfi skordýrsins er að líkjast trjágrein og hinar geysilöngu lappir sem enda I smelliklemmur með göddum þá fer mesti dýrlingssvipurinn af. Mantiser ránskordýr og liggur í felum þar til að eitthvert saklaust dýrið á leið framhjá og með þolinmæði sem flest rándýr geta sýnt, þá bíður mantis þar til að skordýrið er komið innan scil- ingarfæris. Á 1/10 úr sekúndu sveifl- ast framlappirnar fram og yfir skordýrið og gaddklærnar læsast um dýrið. Neðsti gaddurinn á framlöpp- unum er lengri en hinir og ef heppnin er með gengur hann á hol skordýr- inu. Ef ekki þá skiptir það mantis engu máli en það er víst lítið spenn- andi að vera étinn lifandi. Flestar tegundir af mantis finnast í suður- höfum og I hitabeltinu og sumar þeirra nógu stórar til þess að geta gætt sér á smáum ferfætlingum og fuglum. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgaróskareftirtilboðum í smíði og uppsetningu innréttinga og smíði innihurða í þjónustukjarna fyrir aldraða félagsmenn VR að Hvassa- leiti 56 og 58 fyrir byggingadeild. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. janúar nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frlkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 HUGMYNDA- SITFNA Framkvæmdamenn og hugmyndasmiðir hittast Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að gangast fyrir hugmyndastefnu ef næg þátttaka fæst. Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni upp- finningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem til- búnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla fram- leiðsluhugmyndum til þeirra sem hafa hug á að fram- leiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðn- aði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við ný- sköpun í atvinnulífinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmynda- stefnunni er bent á að snúa sértil Iðnaðarráðuneytis- ins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynn- ingum ber að skila til Iðnaðarráðuneytisins fyrir 10. febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Tilkynning til launaskattsgreiðenda AJhygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina nóvemberog desember er 15. janúar nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. janúar 1986. Læknastofa Hef opnað læknastofu að Bárugötu 15, Reykjavík. Marinó P. Hafstein læknir Sérgrein: Heila- og taugasjúkdómar (Neurology). Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 622828 mánu- daga til fimmtudaga kl. 11-12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.