Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. febrúar 1986 Tíminn 3 Kennarasambandið: Fellur niður kennslaá mánudag? - baráttuvika fyrir samræmdum launum Flest bendir nú tii þess að kennsla í grunnskólum landsins í einhverjum tveim fræðsluumdæmum á landinu verði felld niður á mánudaginn. Síð- an mun kennsla verða felld niður í tveim fræðsluumdæmum í senn hvern skóladag í næstu viku. en á öskudag verður að venju engin kennsla. Þessi röskun á eðlilegu skólastarfi kemur til vegna þess að vikan 10.-15. febrúar er sérstök bar- áttuvika hjá Kennarasambandi íslands, en í því eru nú 3200 kennar- ar. Tilefni þessarar baráttuviku KÍ er að þrátt fyrir ítrekuð loforð þar að lútandi hefur fjármálaráðuneytið ekki leiðrétt 5% mun sem er á laun- um kennara innan KÍ og HÍKsíðan í sumar. Talsmaður aðgerðanefndar KÍ, Kári Arnórsson skólastjóri, sagði við Tímann í gær að langlundargeð kennara væri nú þrotið og kennarar væru tilbúnir til að grípa til róttækra aðgerða til að ná fram rétti sínurn í þessu efni. „Núverandi fjármálaráðherra lýsti sig sammála þessari leiðréttingu áður en hann tók við cmbætti fjármálaráðherra og forsætisráð- herra hefur einnig sagt hana eðli- lega. Það var fundur í dag með fulltrú- um fjármálaráðuneytisins og Banda- lagi kennara þar sem þessi 5% hækkun kom til tals en svo virðist af fréttum af þeim fundi að ekki sé von á að kennarar fái viðhlítandi svör áður en til boðaðra aðgerða kemur,“ sagði Kári í gær. Þá daga sem vinnu- stöðvun kennara í hinum einstöku umdæmum varir, munu kennarar mæta í skólana og ræða áframhald- andi aðgerðir. Að sögn Kára gætu framhaldsaðgerðir m.a. falist í því að kennarar hættu að sinna forfalla- kennslu og þegar til lengri tíma væri litið kæmu skipulegar uppsagnir til greina, ef ekki fengist viðunandi leiðrétting launa og samningsmáhn kæmust á hreint. „Þessar aðgerðir eiga að sýna hversu alvarlegum augum við lítum á þróunina í skólunum og við lýsum fullri ábyrgð á hendur fjármálaráðu- neytinu falli skólahald niður. Við höfum viljandi ekki tilkynnt hvar vinnustöðvunin hefst, en á sunnu- daginn verður tilkynnt í hvaða um- dæmum kennsla fellur fyrst niður“ sagði Kári að lokum. -BG Leikfélag Hornafjarðar: Láttu ekki deigan síga Guð- mundur í kvöld, 7. febrúar, sýnir leikfélag Homafjaröar að Ási í Gnúpveijahreppi leikritið „Láttu ekki deigan síga Guðmundur" sem er eftir Hlín Agn- arsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur. Tónlist er eftir Jóhann G. Jóhanns- son, söngtextar eftir Þórarin Eld- járn og Anton Helga Jónsson. Leik- stjóri er Ingunn Jensdóttir. Egill Jónsson æfði söng og leikur hann undir ásamt Gunnlaugi Sigurðssyni. Leikritið var frumsýnt 10. janúar sl. og hefur verið sýnt á Höfn síðan við frábærar undirtektir áhorfenda. Aðalhlutverk er í höndum Hauks Þórðarsonar og Bjartmars Ágústs- sonar. Alls taka 20 manns þátt í sýn- ingunni. Leikritið var skrifað fyrir Stúdentaleikhúsið í samvinnu við Listahátíð 1984 og er þetta í annað sinn sem það er sviðsett. (Pálmi Eyjólfsson-Hvolsvelli) Þessi „borgarprýði“ stendur niður við Elliðavog í Reykjavík og gleður augu þeirra sem eiga leið framhjá. Frekari orð eru raunar óþörf. Tímamynd Árni Bjama Handbók um skreiðarvinnslu Gamla útvarpshljóm- sveitin endurvakin Út er komin önnur bókin í ritröð Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins um „Handbók fiskvinnslunnar“. Fjallar þetta hefti um skreiðar- vinnslu en ritröðinni er ritstýrt af Jónasi Bjarnasyni. Fyrsta bindi ritraðarinnar, sem fjallaði um saltfiskverkun, hefurnáð mikilli útbreiðslu og er þess að vænta að svo verði einnig um þetta bindi. Mikið starf liggur að baki þessara bókar um skreiðarvinnslu, ekki síst þar sem skortur hefur verið á upplýs- ingum viðvíkjandi þessu efni. Margt af því sem ritað hefur verið um skreiðarvinnslu byggir ekki á ná- kvæmum rannsóknum og athugun- um heldur á reynslu og þekkingu einstakra manna sem við hana hafa unnið. Af heimildaskrá bókarinnar má ráða að víða hefur veriö leitað fanga, bæði meðal vísindamanna, matsmanna og skreiðarverkenda. Bókin skiptist í átta hluta, en þeir eru: Inngangur: markaðir; fræðileg- ar og tæknilegar upplýsingar sem varða skreiðarverkun; framlciðslu- lýsing; skreiðargallar, orsakir þeirra og dæmigerðar afleiðingar fyrir gæðaflokkun; íslensk skreiðarfram- leiðsla og gæðavandamál hcnnar; gæðamat og flokkun. Svo sem sjá má af þessari kafla- skiptingu er bókin ætluð þeim sem við skreiðarverkun vinna, s.s. verk- stjórum og matsmönnum, en einnig til kennslu í fiskvinnsluskólanum. Þá er bókin aðgengileg fyrir áhugafólk, hún er vcl unnin, vel uppbyggð og prýdd fjölda litmynda. -BG Okurlánamálið: Tíðindi um páska Okurlánamálið er nú hjá ríkis- saksóknara, til skoðunar. Jónat- an Sveinsson saksóknari sagði í samtali við Tímann í gær að tíð- inda mætti vænta upp úrpáskum, ef vel gengi. Hann benti jafn- framt á að um umfangsmikið mál væri að ræða og rannsaka yrði rúmlega hundrað sérstök mál. „Það er mikill áhugi okkar á með- al að málið dvelji ekki mjög lengi hér hjá okkur“ sagði Jónatan. Farið verður ofan í saumana á málinu nú á næstu dögum, og er greinilegt að mikið er spurt um af- greiðslu málsins hjá embættinu og því þrýstingur á ríkissaksókn- ara um að afgreiða það hið fyrsta. -ES íslenska hljómsveitin mun á næst- unni flytja skemmtidagskrá í saman- tekt Ólafs Gauks, Þórhalls Sigurðs- sonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Guð-- mundar Emilssonar o.tl. Þar verður slegið á létta strengi og flutt léttklass- ísk tónlist og dægurlagasyrpur frá ár- unum 1930-1950 eða frá tímum út- varpshljómsveitarinnar. Útvarpshljómsveitin var upphaf- lega, 1930 dúett, Emil Thoroddsen á píanó og Þórarinn Guðmundsson á fiðlu. Þar sem útvarpshlustendur þreyttust á því til lengdar að hlusta á alla tónlist í útvarpinu flutta af fiðlu með píanóundirleik fóru Emil og Þórarinn að huga að stofnun hljóm- sveitar til að leika alþýðlega tónlist. Útvarpshljómsveitin náði miklum vinsældum og taldi þegar mest var 14 meðlimi, og tvisvar í viku var leikin ný efnisskrá í beinni útsendingu frá símstöðinni við Austurvöll. Þessi hljómsveit var sú fyrsta á íslandi með bæði strengjum og blásurum. Það var kjarninn úr þessari hljómsveit sem stofnaði síðar Hljómsveit Reykjavíkur, sem síðar kallaðist Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómleikar íslensku hljómsveit- arinnar verða fyrst haldnir á öskudag, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 21.00, í Safnaðarheimilinu Akra- nesi, því næst daginn eftir, fimmtu- daginn 13. febrúar kl. 20.30 í Lang- holtskirkju, laugardaginn 15. febrú- ar kl. 15.00 í Félagsbíói Keflavík og loks sunnudaginn 1. niars kl. 15.00 í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi. _ GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.